Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1985, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1985, Síða 44
FRETTASKOTIÐ (6?) • (78)*(58) Sími ritstjórnar: 68 66 11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu efla vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greifl- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fulirar nafnleyndar er gœtt. Vifl tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1985. Játaði á sig þriðju árásina Annar karlmaðurinn, sem var dæmdur í gæsluvarðhald í lok apríl fyrir likamsárósir og þjófnað, hefur viðurkennt þriðju árásina. Maðurinn réðst á ungan mann fyrir utan Domus Medica sunnudagskvöldiö 21. apríl. Stúlkur tóku þátt í verknaðinum með því að lokka piltinn út af skemmtun sem var þar. Fyrir utan beið árásar- maðurinn og réðst að piltinum, skallaði hann niður og stal frá honum sex þús. krónum. Arásarmaðurinn var þar með búinn að gera sina þriöju árás á aðeins 48 klukkustundum því að hann réðst að eldri mönnum og rændi þá, fyrst á r Lindargötu og síðan á Freyjugötu. Þess má geta að félagi árásar- mannsins, sem einnig var dæmdur í gæsluvarðhald, hefur verið látinn laus. Hann var ekki aðili að líkams- árásunum. -sos Veski með 36.400 kr. var skilað Maður nokkur varö fyrir því óhappi í miðbænum í gær aö hann týndi veski sínu. Maðurinn var nýbúinn aö taka út orlofið sitt og var með 36.400 krónur í veskinu. Hann lét lögregluna vita. Rétt á eftir kom skilvís kona með veski mannsins á lögreglustöðina í miðbænum þannig að maðurinn tók gleði sína á ný í góða veðrinu. -SOS Beðið oddamanns Vonir standa til að samanburðar- íefnd sem á að bera saman launakjör élaga í BHMR og á almennum mark- iði hef ji störf eftir helgi. Albert Guðmundsson fjármála- ráðherra sagði í samtali við DV að verið væri aö ræða við ókveðinn aðila sem aðilar væru sammála um að gæti oröið oddamaður nefndarinnar. PAPILLON ilmefnalaust hárlakk frá LOKI Eftir blóðbaðið að undanförnu eru sumir farnir að kalla NT Nátímann. . . Strax farið að gera við Borgarf jarðarbrúna: TÆRINGIST0PLUM Tæring hefur komið fram á yfir- borði stöpla í Borgarfjarðarbrúnni. Mest ber á tæringu í þeim stöplum sem sjaldan koma upp úr sjó. Gert verður við tvo stöplanna um helgina. „Þaö er aðeins allra ysta yfirborð- ið sem hefur eyðst úr,” sagöi Guð- mundur Arason, deildarstjóri brúar- deildar hjá Vegagerð ríkisins, í gær. Hann sagði ennfremur að eyðing- arinnar gætti í öllum stöplum brúar- innar, þó mismikiö. „Það er mest á þeim svæðum sem sjaldan koma upp úrsjó.” Um orsakimar sagði Guðmundur að þær lægju ekki fyrir. „Við vitum ekki nákvæmlega um orsakirnar, en brúin er á erfiðu svæði, í saltvatni þar sem mikils íss gætir.” Þau efni sem borin verða á yfir- borð stöplanna tveggja sem gert verður við um helgina . líkjast blöndu af málningu og pússningu. „Við erum að prófa okkur ófram, athuga hvernig eigi aö halda brúnni við,” sagði Guðmundur. „Okkur er nauðsyn á að ljúka viögerðinni um helgina, klára hana á þessum straumi.” Guðmundur lagði í lokin áherslu á að um eðlilegt viðhald væri að ræða og aðeins á ysta yfirborði stöplanna. „Brúin er á mjög erfiðum stað og við áttum alltaf von á viðhaldi sem þessu.” -JGH örvæntingarf ull kona á þingpalli: Varpaði blóðugum tref li í þingsal Sá óvenjulegi atburður átti sér stað í Alþingishúsinu í gærdag aö ung kona, sem stödd var á þingpöllum, stóð upp og öskraði að þingheimi. Hún henti blóðugum trefli ofan af þingpalli en hún var blóðug um hendur. Þingverðir komu til skjalanna og tókst að róa konuna í einu herbe.gi þinghússins. Þessi unga kona lagði leið sína í Alþingishúsið eftir að hafa rekið erindi á Félagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar við Vonarstræti. Þar braut hún rúðu og blóðgaði hendur sinar. Það tók enginn eftir neinu óeðlilegu í fari konunnar þegar hún gekk inn í þing- húsið og upp á pallana. En greinilegt var síðar að örvænting konu þessarar var mikil. Hún sagðist hafa verið á hrakhólum með barn sitt á þriðja ár. -ÞG Sakadómur Reykjavíkur: Fasteignasali dæmdur f sektir Kveöinn hefur verið upp í Sakadómi Reykjavíkur dómur í máli Péturs Einarssonar fasteignasala. Hann var djemdur til að greiða 30.000 króna sekt til ríkissjóðs, einnig til að greiða þrem aðilum öðrum misháar f járhæðir, svo og þriöja hluta sakarkostnaðar. Pétur var ákærður fyrir fjársvik. Hann hafði í maí 1982 fengið Emmu Blomsterberg, Breiðvangi 4, Hafnar- firði, til að samþykkja og afhenda sér þrjá víxla aö f járhæð 350.000 krónur. Taldi hann henni trú um að hún væri þar með að inna af hendi gildar greiðslur upp í kaupsamning um 4ra herbergja íbúð sem fasteignasala Péturs hafði milligöngu um sölu á. Pétur gaf síðan sjálfur út vbclana og seldi þá í Otvegsbankanum og hagnýtti sér andvirði þeirra. Emma var svo aftur krafin um þessar sömu greiðslur af lögmanni seljanda. Þá var Pétur einnig ákærður fyrir sölu á vöru sem hann hafði ekki hand- bæra nema að hluta. Fékk hann söluverðiö, kr. 51.596,40, greitt í formi víxla viðsamning. r 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 Sakadómur dæmdi Pétur Einarsson til aö greiða 30.000 króna sekt til ríkis- sjóðs, ella sæti hann 30 daga varðhaldi, greiði hann sektina ekki innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Hann greiði Arnmundi Backman hdl. kr. 13.806, auk dráttarvaxta, og Otvegs- banka Islands kr. 71.000, auk dráttar- vaxta. Einnig greiði ákærði Jóni Ingólfssyni hdl. kr. 15.305 ósamt dráttarvöxtum, svo og þriðja hluta vaxtakostnaðar. -JSS DV-mynd: GVA Bamabam Guðmundar J. fæddist fyrsta maí: „VIÐ ERUM NAUÐALIK” .Auðvitað sé ég svip. Þótt ég sé örlítið stærri en barnið sé ég ekki betur en við séum nauöalik,” sagði verkalýðsforinginn Guðmundur J. Guðmundsson þar sem hann hamp- aði nýfæddu barnabami sínu sem fæddist 1. maí síðastliðinn, á sjálfum baráttudegi verkalýðsins. Það verður ekki annaö sagt um verkalýðsforingjann en hann velji dagana til slikra hluta með tilliti til ævistarfs síns. Sonur Guðmundar, faðir litlu nýfæddu hnátunnar, er einnig fæddur 1. maí. „Eg skal segja þér að ég fór tvær 1. maígöngur þann daginn. Þegar ég kom á fæðingar- deildina að sjá son minn var mér sagt að þaö væri stærsta barn sem hefði fæðst það árið, 24 merkur. Og ekki nóg með það. Hann var rauö- hærður I þokkabót. Það var aga- legt,” sagði Guðmundur og brosti 1 kampinn. Guömundur og kona hans, Elín Torfadóttir, eiga fjögur börn. Sá elsti er fæddur á ASI-þingi, það næsta í verkfallinu mikla ’56, svo er það sá rauðhærði 1. maí, og yngsta barnið er fætt i harðri kosningabaráttu sem var fyrir allmörgum árum í Dags- brún. „Eg var einhverju sinni spurður hvers vegna ég veldi þessa daga. Eg spurði þá bara sisvona á móti, hvaða dagar eru aðrir dagar? ” Þetta er sjötta bamabarn Guðmundar og Elínar. „Við vomm á Norðfirði þegar við fréttum að tengdadóttir okkar væri lögst inn til að fæða þetta bam. Þetta var rétt áður en ég átti að ganga i salinn til að halda ræðu yfir Norðfirðingum. Mér þótti endirinn á ræðunni fullharður svo ég breytti niðurlaginu í snarheit- um því ég vildi setja inn eitthvað ljúft í lokin. Eg bað því menn að muna að nú væri „ylur í lofti/ilmur í vori”, sem er úr kvæði eftir Sigurð Einarsson í Holti,” sagði Guðmund- ur J. þar sem hann hampaði „maí- sólinni” sinni, eins og hann kallaði þá stuttu. Foreldrar bamsins em Guðmund- ur H. Guðmundsson og Jónína Jóns- dóttir og er þetta annað bam þeirra. -KÞ. 14 4 5 14 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.