Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1985, Blaðsíða 3
DV. FÖSTUDAGUR16. AGUST1985. 3 Síríusfer á morgun: VERDUM AÐ BEITA ÖDRUM AÐFERDUM GEGN VEIÐUNUM — segir talsmaður Greenpeace Grænfriöungar eru á heimleið. Þeir telja sig hafa lokið því verki sem verður unniö hér á landi að þessu sinni. „Viö komum hingað í þeim til- gangi til að kynna fólki hér viöhorf okkar. Við teljum að ekki náist meiri árangur og hér sé ekki meira fyrir okkur að gera,” segir Michael Niel- sen, talsmaður Greenpeacesamtak- anna, við DV.' „Okkar von var að sjálfsögðu sú að sjávarútvegsráðherra stöðvaöi fyrirhugaðar veiðar Islendinga í vísindaskyni, en það er ekkert sem bendir til þess aö hann muni gera það. Við teljum að við höfum náð ákveðnum árangri. Við höfum hitt fjölmarga og rætt við þá um hval- veiðar og friðunarmál. Að sjálfsögðu hafa ekki allir verið sammála okkur en það er fyrir öllu að ræða saman,” segir Nielsen. Ljóst er að íslensk stjórnvöld munu ekki rifta samningi þeim sem þau hafa gert við Hval hf. um hval- veiðar í vísindaskyni. Með þessa staðreynd í huga fafa grænfriöungar héðan. „Þaö er ljóst að við verðum að beita öðrum aðferöum til að koma í veg fyrir þessar veiöar Islendinga. Þau náttúruverndarsamtök sem hafa lýst yfir andstöðu sinni við fyrirhugaðar veiðar Islendinga munu í sameiningu huga aö því hvað sé hægt að gera. Líklegast er að settar verði í gang aðgeröir sem miðá að því að bandarísk stjórnvöld beiti Islendinga viðskiptaþving- unum. I Bandaríkjunum eru svo- kölluð Pelly-lög sem gera það kleift að skera niður fiskinnflutning þeirra þjóða sem ekki fara eftir alþjóöa- samþykktum,” segirNielsen. Hann segir að ekkert sé enn ákveðið og ekki sé hægt aö segja til um hvenær aögerðir hefjist. Hann segir einnig aö líklegt sé að reynt verði að koma í veg fyrir að neyt- Hvalfriðunarsamtök ætla sér ekki að vera með aðgerðir hér við land þetta árið. Hins vegar er óvíst hvað gerist á næsta ári. DV-mynd KEA. endur í Bandaríkjunum kaupi Is- lenska framleiðslu. Líklegast sé að aðgerðir af því tagi beinist að einni framleiðslu og þá fiskinum, sem Is- lendingar flytja út. Síríus, skip grænfriðunga, fer héðan á morgun og þá til Amster- dam. Ekki hefur enn verið ákveöið hvert næsta verkefni skipsins verður. Líklegt er þó að skipiö fari á Noröursjóinn til að reyna að koma í veg fyrir að efnaúrgangi verði hent þar í hafið. APH SNÆFELLS JÖKULS 5utrar SKOLAÐUR VIKUR WASHED PUMICE Blómavikur ví til blöndunar í pottamold Kornastærð 4—20 mm Blöndunarhlutfall 40% vikur, 60% mold Eykur loftstreymi að rótunum Bætir súran jarðveg Tvöfaldar þyngd sína meö vatnsdrægni Miðlar vatni út í þurrki V>\° JIE Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Simi 10600 °V<V‘

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.