Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1985, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1985, Blaðsíða 30
42 DV. FÖSTUDAGUR16. AGUST1985. PREFAB SPROUT - STEVE MCQUEEN HIMNASENDING Þaö viöhorf hefur lengi veriö ríkj=. andi aö popptónlist sé bara eitthvert glamur sem sé í sumum tilvikum betri en annar bakgrunnshávaöi; það sé til- dæmis skárra aö hafa poppiö í eyrun- um en loftbor þó ekki sé munurinn mik- ill. Fáir viröast trúa því innst inni aö popptónlistarfólk hafi einhvern íistrænan metnaö enda sé poppið skemmtitónlist, danstónlist og hlut- verk þess aö fara innum annað eyraö og útum hitt. Ef rokk og ról snýst ekki um annaö en þetta er Prefab Sprout nauðaómerkileg hljómsveit. Þaö er tæpast hægt aö dansa eftir þessari tón- list og kollegi minn breskur sagöi þaö væri heldur ekki hægt aö elskast eftir henni, gráta meö henni eða hlæja. En fyrir þá sem gera kröfur til rokksins og trúa því aö rokktónlist geti verið skap- andi listform — er þessi plata Prefab Sprout sannarlega himnasending. Prefab Sprout á sér ekki ianga sögu. I fyrra kom út fyrsta platan, Swoon, og þá strax féll skrifari þessara lína kylli- flatur fyrir tónsmíöum Paddys McAloons. Sú plata var aö sönnu tals- vert hrárri en þessi nýja, Steve McQueen, en aö ööru leyti mjög sam- bærilegar og stórbrotnar. Thomas Dolby, upptökustjóri á nýju plötunni, hefur gefiö tónlistinni mýkri áferö og fægt hana dulítiö frá því sem áöur var en fellur ekki í þá gryfju margra upptökustjóra aö draga úr persónueinkennum hljómsveitarinnar. McAloon er sérstætt tónskáld, fer alls ekki hefðbundnar leiöir í hljómagangi og uppbygging laga er oft nýstárleg. Menn þurfa því að gefa sér dálítiö góö- an tíma og nokkra þolinmæöi til þess aö melta Steve McQueen en svo má líka ganga aö því gefnu aö platan eigi eftir aö snúast á fóninum um langa hríö. -Gsal prefab SPROUT AL Dl MEOLA - CIELO E TERRA GÍTARSNILLINGUR KEMUR A ÓVART Það verður að segjast einsog er aö meö nýjustu plötu sinni, Cielo e Terra, kemur A1 Di Meola aödáendum sínum mjög á óvart. A Cielo e Terra leikur hann nær eingöngu á kassagítar lög sem eru meira í ætt viö klassísk gítar- lög heldur en jass sem hann er þekkt- astur fyrir. Þaö kemur ekki á óvart aö hann geti handleikið kassagítarinn jafn snilldar- lega og raun ber vitni. Hann hefur í nokkur ár fariö af og til í hljómleika- feröir meö John McLaughlin og Paco De Lucia og hafa þeir einfaldlega nefnt sig The Trio. Þeir hafa þessir gítar- snillingar eingöngu leikið á klassíska gítara. Þaö sem kemur á óvart er aö í fyrra gaf A1 Di Meola út plötu er bar heitið Scenario og þar fór hann á vit tölvu- tækninnar í gítarleik og nýtti sér alla þá tækni sem nýjustu rafmagnsgítarar bjóöa upp á. Og hann lét svo um mælt aö meö aukinni tölvutækni væri raf- magnsgítarinn óplægöur akur og hann ætlaði svo sannarlega aö kanna vel möguleikana á næstunni. Eitthvaö hefur tæknin fariö í taug- arnar á honum, því á Cielo e Terra er mjög einfaldur gítarleikur, tæknilega séö. I fyrirrúmi er klassískur kassagít- arleikur og þótt A1 Di Meola notist viö Synclavier gítar, þá er þaö eingöngu í undirspili, og til að gefa lögunum meiri fyllingu. Cielo e Terra er löng plata, einar fimmtíu mínútur í spilun og eru lögin tíu. A1 Di Meola hefur samiö þau öll aö undanskildu einu, Coral, sem er eftir Keith Jarrett. Sjálfsagt verða hörö- ustu jassáhangendur ekki ýkja hrifnir af plötunni, því Cielo e Terra verður ekki skipaö í flokk jassplatna. Hún á frekar heima meðal klassískra gítar- verka. I heild er platan frekar róleg. A1 Di Meola er gítarsnillingur sem er jafnvígur á rafmagnsgítar og kassa- gítar og svo sannarlega er gítarleikur hans snilld. Lögin eru aftur á móti ekki nein sérstök lagasmiö. Þó eru inn á milli lög sem hrífa mann, má nefna Traces Of A Tear sem ásamt fyrr- nefndu Coral eru bestu lög plötunnar. 1 þessum tveim lögum nær A1 Di Meola góöum tökum á stefunum og leikur hans þar er eins og hafsjór af tónum sem mynda rólega en um leið kröftuga heild. Einnig er vert að minnast titil- lagsins Cielo e Terra sem er heilar ellefu mínútur í spilun. Lagið er þungt og tormelt en vinnur á við hver ja hlust- un. Það er ekki mikið um aðra hljóö- færaleikara á þessari nýjustu plötu A1 Di Meola. Hann nýtur aðeins aöstoöar Arito Moreira sem leikur á hin ýmsu ásláttarhljóðfæri. Hvaö A1 Di Meola tekur fyrir á næstu sólóplötu sinni er ógemingur að geta sár til um. Til þess er tónlistarsmekkur hans of f jölbreyttur. En eitt er víst að þar verður, eins og á fyrri plötum þessa þrítuga gítarsnillings, tónlistar- flutningur eins og hann getur bestur Drðið. HK. RICHARD THOMPSON — ACROSS A CROWDED ROOM ÞJOÐLAGAROKK AFBESTUGERÐ Þeir eru ekki margir sem kannast við Bretann Richard Thompson þrátt fyrir að hann eigi að baki langan og merkan tónlistarferil. Það eru einna helst þeir sem hafa dálæti á þjóölagatónlist sem kannast viö Richard því hann var einn af stofn- endum hinnar góðkunnu þjóðlagarokk- sveitar Fairport Convention árið 1967. Richard yfirgaf hljómsveitina 1971 og hefur síöan unniö einn síns liðs eöa með hinum og þessum. 1 mörg ár starfaði hann með fyrrverandi konu sinni, Lindu, en undanfarin ár hefur Richard verið einn á báti. Allar götur frá því Richard tók þátt í aö stofna Fairport Convention hefur hann verið trúr þjóölagarokkinu og er enn eins og heyra má á plötunni Across A Crowded Room sem hér er til umsagnar. Þaö sem fyrst og fremst hefur ein- kennt tónlist Richards Thompsons í gegnum tíöina er snilldarmeðhöndlun hans á gítarnum. Og á þessari nýju plötu Richards sýnir hann og sannar að hann hefur engu gleymt, frekar þroskast sem gítarleikari ef eitthvað er. Lögin eru enn í ætt viö þjóðlagarokk- iö, einföld í uppbyggingu og stílhrein. Hljóöfæraskipun heföbundin og engar nútima gervigræjur þar á ferðinni. Mörgum kann að finnast tónlist Richards gamaldags og stöðnuö en ég held aö hann sé fyrst og fremst trúr sinni köllun sem boöberi þjóölaga- rokks og þess vegna lætur hann tísku- strauma lönd og leiö. Vönduð og yfir- veguð vinnubrögð sitja hér í fyrirrúmi. Textar Richards eru margir hverjir nokkuö dapurlegir, fjalla mikið um dapurleg ástamál og segja kunnugir aö Richard sé ekki kominn yf ir skilnaöinn við konu sína, Lindu. Hann er semsé enn að gera upp hug sinn til hennar. Hvað um það, platan er ekki dapur- leg og fyrir þá sem einhvern áhuga hafa á að kynnast þjóölagarokki af eig- in raun er hún ákjósanlegur gripur. -SþS- popp- SMÆLKI Sælnú! Ýmsar stórar stjörnur poppsins sem áttu mikiili ve! gengni að fagna með siðustu plöt ur sínar virðast eiga í óskiljanleg- um erfiðleikum með að fylgja eftir . frægðinni. Hvar er til dæmis fram hald á Can't Slnw Down með Lionel Richie? í haust verða tvö ár liðin frá útkomu þeirrar plötu ug ekkert bólar á nýrri. Fjögur ár, tæp, eru liðin frá siðustu sólóplötu Stevie VWonders, þrjú ár frá sió ustu plötu Dexy's Midnight Runn ers og heil sja ár frá síðustu plötu Boston... Þjóðverjinn Harold Faltermeyer, heimsfrægur fyrir lag sitt, Axel F, ætlar að reyna fyrir sér með ödru titillagi úr kvik- mynd. Það heitir Fletch Theme úr samnefndri kvikmynd... Athygli er vakin á þvi að tyrir skemmstu gerðist það i fyrsta sinn á breska vinsældalistanum að söngkonur sátu i fimm efstu sætunum, Ma donna, Tina Turner, Annie Lennox og Sister Sledge. Stelpurnar eru enn fyrirferðarmiklar i Bretlandi einsog sjá má á hinni síðunni og einkanlega Madonna sem á tvö viisælustu lögn... Leita þarf alt aftur til ársins 1955 til þess að finna söngkonu sem tekið hefur breska listann með betra áhlaupi en Madonna sem á þrjú lög á topp tuttugu á breska listanum. Ruby Murray hét irsk söngkona sem árið 1955 átti fimm lög meðal tutt ugu efstu... í október er fyrirhug að að halda stórhljórhleika á Wembley í Lundúnum í þágu rann sóknar á alnæmi, AIDS, og þegar er Ijóst um eftirtalda þátttakend ur: Culture Club, Queen, Diana Ross, Eurythmics, Helen Terry, Joan Rivers og Jimmy Sommer ville... Óhætt mun vera að spá fyrir um vinsælasta lagið í næsta rnánuði hér heima og í Bretlandi aö minnsta kosti. Á mánudaginn kemur út dúett þeirra Bowie og Jaggers, Dancing in the Street, sem þeir frumfluttu á Live Aid sællar minningar. Ágóöi af plöt unni rennur f sjóð Live Airi að sjálfsögðu... Og meira um Band Aid/ Live-Aid/ School Aid - nýj- asta fjáröflunarhugmynd Bob Beldofs er Fashion-Aid, risa tisku sýning í Royal Albert Hall 5. nóvember næstkomandi með þátt töku allra helstu tískufrömuða heimsins... Stöðug leit fer fram aó fullkominni popphljómsveit, ýmsar sveitir hafa verið nefndar í því sambandi og nú virðast Bretar hafa uppgötvað eina merka sem popppressan heldur varla vatni yf ir þessa dagana. Hún heitir: Colourbox. Rétt að leggjá það nafn á minnið... Búið í bili... Gsal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.