Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1985, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1985, Blaðsíða 36
FRETTASKOTIÐ (68)-@-(58) Sími ritstjórnar: 68 66 11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um • frétt — hringdu þá í síma 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i ' hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.. FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1985. Evrópumót íslenskra hesta í Svíþjóö: Fyrstí Evrópu- titíllinn íslenskur Frá Eiríki Jónssynií Vórgárda, Svíþjóð: Evrópumót ísienskra hesta hófst í Várgárda í Svíþjóö i gær meö því að 15 kynbótahross voru leidd fyrir dómara. Þetta er í fyrsta skipti sem kynbótahross eru dæmd á Evrópumóti og er dæmt eftir svo- kölluðum FEIF-skala, en FEIF er Félag eigenda íslenskra hesta. Ails eru dómarar sjö, þar af tveir ís- lenskir, þeir Þorkell Bjarnason og Þorvaldur Árnason, en hann hefur verið búsettur í Svíðþjóð alllengi. Nú liggja úrsiit fyrir í kynbóta- keppninni og í hryssukeppni sigr- aði Hilda frá Olafsvík með ein- kunnin: 8,21.Knapi hennar og eig- andi er Sigurbjörn Báröarson. Þar fengu Islendingar fyrsta Evróputit- ilinn. I flokki stóðhesta sigraði Gáski frá Gullberastöðum meö ein- kunnina 8,25. Einnig var í gær keppt í hlýðnikeppni B. Alls fóru 10 knapar í úrslit en einungis einn islenskur er þar á meðal, Kristján Birgisson á Hálegg. Þeir Benedikt Þorbjörnsson á Styrmi og Hregg- viður Eyvindsson á Fróða voru nálægt úrslitum í 11. og 13. sæti. Það var svissnesk stúlka, Sylvia Dubs, sem varð efst í forkeppni á Skollu. I dag er forkeppni í fimmgangi, fjórum gangtegundum, 250 metra skeiði og víðavangshlaupi. Tæp- lega 200 Islendingar eru staddir hér og skemmta sér konungiega. -pá Þurrkaður eldsvoði Þvottastörf geta verið varasöm. Síðdegis i gær kviknaði í þurrkara í íbúðarhúsi viö Engihjaiia. Var þurrkarinn í gangi í kjállara húss- ins en skyndilega varð vart við mikla brælu og reyk frá tækinu. Slökkviliðið kom á staðinn og tókst að slökkva í þurrkaranum. Ekki urðu skemmdir á íbúðum en loftræsta þurfti vegna reyks. -EH. ómissandi LOKI Það virðist vera kal í gras- rótinni víðar en hjá bændum! Hrátt kjöt aftur til varnarliðsins: Allur vamingur hiá vamarliðinu tollskoðaður —f yrirhugað að bæta við tollvörðum Hafinn er innflutningur á kjöti til varnarliðsins á nýjan leik eftir að fjármálaráðherra stöðvaði slíkan innflutning með skipum. Undanfarn- ar þrjár vikur hafa komið 5,6 tonn af nautakjöti með flutningaflugvélum hersins. Utanríkisráðuneytið telur að þessi innflutningur sé leyfilegur samkvæmt varnarsamningnum. Þá hefur veriö ákveðið að heimila ekki f jölskyldum búsettum utan vallarins að fara með kjöt út af vellinum. Alls eru 44 fjölskyldur utan vallarins. Þá hefur samfara þessu verið ákveðið að allur innflutningur til varnarliðs- ins verði undir eftirliti tollvarða. Fram að þessu hefur varningur á vegum varnarliðsins ekki verið toll- skoöaður. Síðast í gær komu 1,9 tonn af nautakjöti til Keflavíkurflugvallar með flutningavélum hersins. „Innflutningur með flugvélum hefur reyndar aldrei fallið niður,” segir Sverrir Haukur Gunnlaugsson, skrifstofustjóri varnarmálaskrif- stofunnar, við DV. „Megnið af kjöt- innflutningnum hefur komiö með skipum en af og til með flugvélum. Framvegis verður allt kjöt og varningur til varnarliðsins tollskoðað. Og Bandaríkjamam eru því manna fegnastir að fylgst sé með því hvað kemur inn á völlinn.” Hann segir að þetta aukna eftirlit muni auka útgjöld ríkisins vegna toilgæslu ög fyrirsjáanlegt sé aö bæta þurfi við tollvörðum. Sverrir segir að utanríkisráðherra sé um þessar mundir að vinna að því að leysa þann ágreining sem er milli f jármálaráðuneytisins og hans ráðu- neytis. APH Frystigeymsla varnarliflsins ó Keflavikurflugvelli, þar sem kjöt- ifl er geymt. Á litlu myndinni er flutningaflugvélin sem kom með kjötið i gær. DV-mynd PK Norski báturinn við Korpúlfsstaði: Hefur lengi verið á flækingi i kerfinu Norski báturinn, sem fauk og skemmdist við Korpúlfsstaöi nú í vikunni, hefur lengst af verið á hálf- gerðum flækingi í kerfinu, að sögn Gísla Árna Eggertssonar hjá Æskulýðsráði. Margir hafa reynt að nota hann en allir gefist upp við þaö. Síðasta tilraunin sem gerö var til að nota hann var þegar sjóskátafélagið Klífir haföi bátinn en gekk brösuglega að sigla honum. Honum var því skilað til borgarinnar aftur fyrir tveimur árum og hefur hann síðan veriö í vörslu Æskulýðsráðs, fyrst einn vetur í Nauthólsvík og svo á Korpúlfsstöðum. Að sögn Gísla hefur báturinn skemmst áður, í fárviðrinu sem gerði veturinn ’81. Þá skemmdist hann dálítið og var gert við hann í Bátalóni í Hafnarfirði. Gísli kvaöst gera ráð fyrir að nú yrði leitað til bátasmiöa um viögerð á bátnum. Hann sagði að vandamáliö meö bátinn heföi verið það að engin hefð er fyrir notkun báta af þessari gerð hér á landi, en annar eins bátur sem gefinn var til Húsavíkur hefur þó gengið mun betur og verið notaöur talsvert. Gísli Arni sagöi að mikil vinna væri fram undan við viðgerð bátsins norska, reiðinn er orðinn fúinn og skipta þarf um allt tóg í honum. -pá Kristin Kvaran og Kolbrún Jöns- dóttir, þingmenn BJ, eru báflar í hinu nýstofnaða félagi, Félagi jafnaflarmanna. DV-mynd VHV Átökin innan Bl: Félagjafnaðar- manna stofnað „Markmiö þessa félags er að taka af öll tvímæli um að okkur er aivara með umræöunum í sumar, en þessi hópur hefur hist reglulega og rætt jafnaðarstefnuna og helstu áherslur hennar og grundvallar- atriöi,” sagði Kristín Kvaran alþingismaður um stofnun nýs félags innan Bandalags jafnaöar- manna i gærkvöldi. Komið var saman á Torfunni klukkan hálfsjö og félagið stofnað, það heitir Félag jafnaðarmanna. Þoriákur Helgason, skólameistari á Selfossi, er formaður, Jónína Leósdóttir varaformaður, Kristín Kvaran ritari og Árni Sigurbjöms- son gjaldkeri. — Telurðu að fólk haldi að BJ sé að klofna? „Við óttumst ekkert í þessu sambandi. Bandalag jafnaðarmanna ætti ekki að klofna vegna þess að stofnað er félag um framgang jafnaðarstefnunnar.” — Eruð þiö á leið inn í Aiþýðu- flokkinn? „Þú segir nokkuð, en sá mögu- leiki hefur ekkí sérstaklega veriö tekinn fyrir á fundum okkar.” En hvað segir Guðmundur Einarsson þingmaöur um hið nýja félag? „Ég hef í sjálfu sér ekkert viö það aö athuga aö stofnað sé félag innan Bandalags jafnaðarmanna. Það eina sem ég hef áhyggjur af er að fólk haldi að við séum að klofna, að út á við verði það túlkað þannig.” -JGH i \í f f f Margiráhuga- samirum varirar- /iðsffutningana Sjö islensk skipafélög, eitt fær- eyskt, nokkur bandarísk og fáein frá meginlandi Evrópu hafa sýnt áhuga á að bjóða í flutninga til bandaríska herliösins á Keflavikurflugvelli. 1 gær framlengdu bandarísk yfir- völd frestinn til aö bjóða i flutningana. Atti fresturinn að renna út í næstu viku, fimmtudag- inn 22. ágúst. Var hann framlengd- ur til 12. september. Samkvæmt heimildum DV mun ástæðan fyrir frestuninni vera sú að mun fleiri hafa sýnt áhuga á að bjóða í verkið en bandarísk yfirvöld héldu. Útboðsgögnin eru öll í Washington og því mjög erfitt um vik fyrir marga að nálgast þau, sein póst- þjónusta og svo framvegis. Hafa Bandarikjaraenn séð sér akk í því aö framleng ja frestinn og gefa með því fleirura ráðrúm til aö nálgast gögnin. Islensku skipafélögin sjö, sem áhuga hafa á flutningunum, eru Eimskip, Hafskip, Skipadeild Sam- bandsins, Víkurskip, Nesskip, Skipamiðlun Gunnars Guðjóns- sonarogSjóleiðir. -KÞ t 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.