Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1985, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1985, Blaðsíða 6
6 DV. FÖSTUDAGUR16. AGÚST1985. Bræðratunga Þjálfunar- og þjónustumiðstöð fatlaðra á Vestfjörð- um. Þroskaþjálfar Óskum eftir að ráða þroskaþjálfa til starfa strax eða eftir samkomulagi. Um er að ræða bæði störf á þjónustumiðstöðinni sjálfri svo og á sambýli sem rekið verður í tengslum við hana. Upplýsingar um starfið, launakjör og hús- næði, veitir forstöðumaður í síma 94-3290. abrigtf Hó(ifi DEYFAR í EFTIRTALDA JEPPA: BRONCO BLAZER Einnig SCOUTI1 JEEP æ . j OGFLEIRI styrisdemparar IE I tUHOCAIIO [____________________________________| POSTSENDUM HÁBERG HF. Skeifunni 5a — Simi 8«47*88 MITSUBISHI L 300 4x4 faldrifl 8 sæta mini bus með torfærueiginieika. Kjörinn bíll fyrir vinnuflokka og stórar fjölskyldur. Verð frá kr. 763.900.- Lokaður sendibíll með renni- hurðum á báðum hliðum og stórum dyrum á afturgafíi. Lipur og sparneytinn sendibíll. Ákjósanlegur til vöruflutninga. I Verð frá kr. 564.000.- Neytendur Neytendur Neytendur Súrt eða basískt? — sitthvað um vatn og sápu Alltaf er eitthvað nýtt að bera fyrir augu neytenda í texta á umbúöum, á stundum upplýsingar sem í raun segja leikmönnum alls ekkert um vöruna. Með því nýrra er virðulegur texti á hársápuflöskum þar sem væntanlegir kaupendur eru fræddir á hversu mikið pH gildi varan inniheldur. Fæstir vita þó nokkuð um hvað málið snýst. Ekki er því úr vegi að spyrja hvað í ósköpun- um gerist ef rangt pH gildi veður uppi í höfðum landsmanna — verðum við öll eins og Karíus og Baktus hárfarslega séð eða feilur kannski lubbinn endan- lega af ef ekki er nægilega varlega far- iö? Basískt — eða þannig Grunninn að því að telja svo ná- kvæmlega fram pH gildi í hárþvotta- legi segja snyrtifræðingar vera þá staðreynd að vatn mælist misjafnlega basiskt og hveravatnið islenska er sér- staklega basískt. Þess vegna eigi að nota súrara hárþvottaefni hérlendis til þess aö koma réttu jafnvægi á hárið. Basinn þurrki húð og hár, valdi þurrum flekkjum og flösu. Og margt annaö lesmál er á flöskunum um hin ýmsu vítamín og hormóna hárinu til hjálpar. Líka er unnt aö fá nákvæmar skilgreiningar á mikilvægi þess ef eftir er leitað. Að basa og pH gildi slepptu er nú mikið bent á E-vítamín hárinu til hjálpar og efnið karótín. Hvað er í flöskunum? Fyrir fimmtíu árum sagði flótta- maöurinn Marja Entrich frá Lettlandi þau fleygu orð að sýna ætti neytendum þá kurteisi að gera grein fyrir þeim efnum sem notuð eru í framleiðslu hinna ýmsu vörutegunda. Síðar bætti hún við aö ekkert þaö efni ætti aö nota á húö og hár, sem ekki má taka inn — hreinlega borða, enda komi fegurðin innan frá. Þessi orð eru enn í fullu gildi, viðhorf siðari árin hafa breyst þannig að þetta þykir ekki lengur byltingakenndur boðskapur og konan sem þau mælti er einn stærsti snyrti- vöruframleiðandi Svíþjóðar í dag. Svona til gamans má geta þess að í sum hárþvottaefnin frá hennar hendi er notaður sjávargróður héðan úr Breiðafirðinum — unninn í þörunga- vinnslunni á Reykhólum. Vatnspróf með strimli Til þess að mæla vatnið má verða sér úti um svonefndan pH-strimil sem fæst í næstu lyf jabúð og er ætlaö að mæla sýrustig vatns. Við prófun hérna á rit- stjóminni reyndist heita vatnið örlítið undir mörkunum — náði ekki 7-inu og telst sem sagt basískt. Við úttekt á hinum ýmsu hársápum í næstu búðum kom í ljós að meirihlutinn býður upp á upplýsingar um pH gildiö i innihalds- lýsingum og margt annað aö auki. Ýmist er pH gildið hlutlaust aö sögn — ætti að vera rúmir 7 eða það rokkar frá 4 og upp í 8. Og svo eru tekin upp alls kyns vítamin fyrir líflaust hár, steinefni, hormónar og næstum allt sem nöfnum tjáir aö nefna. Líkt og hjá öðrum i iðnaðinum segir i vörulýsingu á bakhlifl flaskna mefl hárþvottalegi frá Marju Entrich að varan hafi jafnvœgi á pH-gildi, sem sagt hæfilega súrt fyrir neytendur sem búa vifl basískt vatn. Hvort svo er yfir- leitt hœgt afl vinna á móti basísku innihaldi vatnsins mefl einhverjum efnum í hársápum er annað mál og flóknara. , DV-mynd KAE Fjölskyldustærð hjá Vestf irðingi vantar I júnímánuði barst Neytenda- síðunni ágætt bréf Vestfirðings. I því var að finna uppgjör frá þvi í jan. og til maí en viðkomandi gleymdi aö taka fram fjölskyldustærð. Við þökkum gott bréf en biðjum þennan sama Vestfirðing að senda okkur línu um f jölskyldustærð svo við getum komið meðaltalinu hans í bókhaldið hjá okkur. -Á.Bj. Maturinn innan við 3 þús. kr. „Ég ætla að gera grein fyrir þessum háu tölum í liðnum „annað”,” segir í bréfi frá konu sem var ein af þeim sem var með meðaltalskostnað undir 3 þús. kr. í júní. Liðurinn „annað” var hins vegar upp á rúml. 42 þús. kr. „Kostnaður við bifreiðina, fyrir utan bensin, var 12.600 kr., kaskótrygging og ryðvörn 6000 kr. Svo þurfti ég að fá mér gleraugu og kostuðu glerin 5.500 kr. Bara þetta er rúml. 24 þús. svo þetta er ekki óeðlileg útkoma, síður én svo. ” -A.Bj. Þetta tæki nefnist pH-strimill, fæst í lyfjabúflum og er ætlafl til afl mæla sýrustig vatns. Dreginn er pappirslengja út um op á hliflinni, haldifl undir vatni og þá breytir hún um lit eftir sýrustiginu. Hlutlaust sýrustig er rúmlega 7 og ef liturinn á strimlinum hæfir litnum á fram- hlifl boxins hefur vatnífl þessi venjulegu 7 i sýru. Hvað segja læknavísindin? Eftir óteljandi samtöl við hina ýmsu fegrunarsérfræðinga og innflytjendur var hið eina rétta svar litlu nær en áður. Upplýsingar ruglingslegar og erfitt aö fá eitthvaö til aö festa hendur á endanlega. Hvað er það sem gerir nauðsynlegt að ná jafnvægi milli sýru og basa í hárþvotti og er það raunverulega mögulegt? Næsta skref var að hafa samband við lyflækna og þar var ekki sömu svörin að finna. Fyrstu rökin voru að ekkert fer inn í húðina utan frá og ekki háriö heldur. Þannig að til þess að hormónar, E-vítamín og steinefni hafi áhrif á hárið þarf að taka þau inn — ekki að blanda saman viö sápuefni til þvotta. Og svo var það basinn og sýru- stigiö. Ef bæta á upp slíkan mismun verður að gera það á rannsóknastofum því mæla þarf nákvæmlega þaö magn sem fer af bæði sápu og vatni í hvern þvott. Þannig a-> hlutfalliö á milli sápunnar annars vegar og vatns- magnsins úr sturtunni hins vegar er svo óútreiknanlegt að ekki er nokkur von til þess að aukið sýrustig í sápu hafi nokkur áhrif á hár eöa húð. Að auki er skolunin það mikil í lokin — framkvæmd með vatni — að sýra úr hársápunni er löngu horfin niður í hol- ræsakerfið og hárið jafnóvarið fyrir áhrifum hveravatnsins og áður. Einu efnin sem geta haft áhrif á hárið eftir þvott eru olíutegundir sem ekki skolast í burtu með vatninu. Þær eru mismunandi og í mismiklu magni eftir sáputegundum. Og ekki má gleyma að sterk efni geta brennt hár sem er annað mál og óskylt umræðum um pH gildi. Þessi texti á umbúðunum er kannski enn eitt dæmið um hversu auðvelt er að rugla neytendur með upplýsingum og slagoröum sem enginn skilur en fæstir þora að viður- kenna vanþekkinguna. -baj. Þakklátir allri umfjöllun Ágúst Karl Sigmundsson, stjórnar- formaður í Pökkunarstöð Þykkva- bæjar, kom að máli við siðuna: „Erindið er að útskýra hvað gerðist varðandi tvöföldu dag- setningarnar á kartöflupokunum sem bent var á í DV fyrir-skömmu. öllu sem berst inn til okkar er pakkað strax en stundum ganga nokkrir pokar af og eru notaðir daginn eftir. Þarna hefur ekkí verið gætt að því að dagsetning- arnar eru látnar halda sér og verður að skrifast á mannleg mistök. Þetta á ekki að geta átt sér stað þegar við fáum nýju rnerkingarvélina í haust. Þá fáum við h'ka nýjar neytendaumbúðir sem koma á markaðinn á sama tíma. Annars þiggjum við allar ábendingar frá DV og erum bara þakklátir allri umf jöllun.” -baj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.