Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1985, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1985, Side 32
44 DV. FÖSTUDAGUR16. AGUST1985. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Vel lærða Karen Svona vilja þeir hafa leggina í Dallas. Karen Criswell þótti hafa þá fegurstu í fylkinu og nú velur hún úr til- boðum um leik í auglýsingum og sjón- varpi. Það er von að hún hafi lagt stjarneðlisf ræðina á hilluna í bili... ■■yfí'ý Xr . \ ■ KOMDU EF ÞÚ ÞORIR Buster heitir hann, þessi hvolpafaðir, og ekki beint árennileg barnapía. Afkvæmi hans eru enda með þeim dýrustu i Bretlandi þvi faðirinn var valinn fegurstur bolabíta þar í landi á stórri og virtri hundasýningu ný- verið. Er Silvía óf rísk? Þær sögur ganga nú fjöllunum hærra í Svíþjóö að Silvía, drottning í Svíaríki, eigi von á sínu fjórða barni. Hugsiö ykkur, ljósmyndarar leggja sig alla fram um að mynda drottn- inguna á þann hátt að upp komist hvort hún sé ófrísk eða ekki. Miklar getgátur eru í gangi og grannt er fylgst með klæðaburöi drottningar- innar hvar sem til hennar sést. Það sem hefur ýtt undir sögurnar er m.a. klæðnaður hennar en hún hefur oft sést í víðri peysu, aha hugsa Svíar, hún er ófrísk. Karl Gústaf hefur ekki tjáð sig um málið og svarað spum- ingum rannsóknarblaðamanna á mjög tvíræðan hátt eins og „að það sé gott aö eiga stóra fjölskyldu” og fleira í þeim dúr. Enn sitja menn því sveittir í Svíþjóð og velta þessari mikilvægu spurningu fyrir sér. Er Silvía ófrísk? Albert, prins af Monaco, ásamt vinkonu sinni fyrrverandi, Patriziu Pellegrino. Prins Albert æf ur Prins Albert hugsar óblítt til vin- konu sinnar, hennar Patriziu Pellegrino, sem hann er með hér til hliðar á myndinni. Ástæðan er sú að stúlkan sú arna lét hafa sig i að líkjast Grace heitinni furstafrú af Monaco, móður Alberts, í ítalskri kvikmynd. Eins og við sjáum á hinni myndinni er árangurinn ótrúlegur. Aumingja Patrizia tapaöi þarna hugsanlegum eiginmanni og það ekki af verri ættinni því Albert varö svo vondur aö hann neitaði að hitta hana aftur. Svona getur lífið verið átakanlegt... Patrizia í gervi Grace f urstafrúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.