Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1985, Blaðsíða 28
40
DV. FÖSTUDAGUR16. AGÚST1985.
Pétur Gíslason, sem lést 11. ágúst
síðastliðinn, verður jarðsunginn í dag,
föstudaginn 16. ágúst, frá Laugarnes-
kirkju, kl. 15. Pétur var fæddur 3. mars
1910 að Skálastöðum. Foreldrar hans
voru þau Gísli Guömundsson og
Halldóra Pétursdóttir og var hann einn
sjö systkina. 19. október 1941 kvæntist
hann Kristínu Pálsdóttur og lifir hún
mann sinn. Þau eignuðust einn son,
Auðunn Víði. Pétur starfaði lengt af
hjá Mjólkursamsölunni, eða í ein
fjörutíuár.
Albert Friðrik Sigurðsson, sem lést 10.
ágúst síðastliðinn, verður jarðsunginn
frá Bústaðakirkju í dag, föstudaginn
16. ágúst, kl. 13.30. Albert var fæddur í
Reykjavík 25. desember 1909. Foreldr-
ar hans voru þau hjónin Sigurður
Gunnarsson járnsmiður og Ástbjörg
Guðmundsdóttir húsfreyja. Þau eign-
uðust fimm börn og var Albert þeirra
yngstur. 1939 giftist hann Elínu
Guðjónsdóttur frá Neðri Þverá í
Fljótshlíð. Hún féll frá fyrir réttum
tveimur árum. Þau eignuðust tvö böm,
Guðjón, og nokkru seinna dóttur sem
lést í fæðingu. Albert vann lengst af hjá
Sambandi íslenskra samvinnufélaga
við húsaviðgerðir og byggingarstörf.
Þórunn Bjarnadóttir Frá Höfn í Horna-
firði lést 12. ágúst síðastliðinn. Útför
hennar fer fram frá Fossvogskapellu
þriðjudaginn 20. ágústkl. 13.30.
Þorbjörg Guðjónsdóttir, Króki, Garða-
hverfi, lést miðvikudaginn 14. ágúst í
St. Jósepsspítala í Hafnarfirði.
Þórður Hjálmsson, fyrrum fram-
kvæmdastjóri, Skólabraut 22
Akranesi, lést 14. ágúst síðastliöinn.
Ferðalög
ÚTIVIST
1 0 Á R A
* Sumarleyfisferðir Útivistar
1. Göngu- og hestaferð um eyðifiröi á Austur-
landi. 8 dagar. Brottför 18. ágúst. Norður-
fjörður — Hellisfjörður — Víðifjörður. Til-
valin fjölskylduferð. Berjatínsla, veiði,
steinasöfnun. Fararstjóri: Jón J. Eliasson.
2. Núpsstaðarskégar — Djúpárdalur. 6
Dagar. 16.—21. ágúst. Ný bakpokaferð.
Fararstjóri: Kristján M. Baidursson. Nánari
uppl. á skrifst. Lækjarg. 6a, simar 14606 og
1 23732. Opið kl. 10-18. Sjáumst.
Otivist.
Tilkynningar
Yfirlitssýning
í læknisfræði
Menningarstofnun Bandarikjanna stendur
fyrir sýningu á nýjungum í læknisfræði
(Medicine Today USA) dagana 26. ágúst tii
10. september í húsakynnum Domus Medica
við Eiríksgötu i Reykjavík. Verður hún öllum
opin daglega frá kl. 14—22 og einnig um helg-
ar. Er starfsfólk heilbrigðisstofnana sérstak-
lega hvatt til að koma á sýninguna en allar
nánari upplýsingar eru veittar í síma 621020.
Brunborgar-styrkur
í gærkvöldi I gærkvöldi
———^■——— ■■■ i ■ ■■ i ■ i. ■ ■ ■ i ————4
Ufshættir f Angóla
1 fyrsta sinn í tvö ár settist ég niður
við útvarpið að kvöldi til og hlustaði
á það. Og reyndist það alveg ágætt.
Fyrst hlustaði ég á leikritið „Eins
konar Alaska” eftir Harold Pinter og
þótti það mjög gott og vel leikið. Eft-
ir leikritið skipti ég yfir á rás 2. þar
sem þátturinn Gestagangur í umsjón
Ragnheiðar Davíðsdóttur var að
byrja. Gestur þáttarins var Skúli
Valdór, kennari í Angóla í Afríku, og
fannst mér mjög áhugavert aö hlusta
á hann tala um lífshætti fólks i
Angóla. En fólk þetta er sagt vera
mjög lífsglatt.
Ekki hafði ég áhuga fyrir Rökkur-
tónum Svavars Gests og lét pabba og
mömmu um það að hlusta á hann,
þar sem lagaval hans höföar fremur
til þeirra kynslóðar en minnar.
Tónlistin í þættinum Kvöldsýn var
ágæt en ekki nennti ég aö hlusta á
kjaftaganginn inni á milli. Þetta
kvöld við útvarpið reyndist eins og
fyrr sagði alveg ágætt og býst ég við
að gera meira að því að hlusta á út-
varp í framtíöinni en ég hef gert
hingað til.
Ágústa Richardsdóttir.
Ur Minningarsjóði Olavs Brunborg verður
veittur styrkur að upphæð sjö þúsund norskar
krónur á næsta ári.
Tilgangur sjóðsins er að styrkja isíenska
stúdenta og kandidata til háskólanáms í Nor-
egi. (Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins er
styrkurinn aðeins veittur karlmönnum.)
Umsóknir um styrkinn, ásamt námsvott-
orðum og upplýsingum um nám umsækjenda,
sendist skrifstofu Háskóla Islands fyrir 1.
október1985.
Grímur Tarrots
felldar
Þriggja daga starfsnámskeið í táknmáli
Tarrotsspilanna hefst föstudaginn 16. ágúst
kl. 20.00 og verður fram haldið frá kl. 8.00
iaugardag og sunnudag. Sérstök áhersla verð-
ur lögð á að kenna þátttakendum hagnýtar
aðferðir í notkun Tarrots í daglegu lifi. Fer
námskeiðið fram að Tryggvagötu 15, 6. hæð,
en frekari upplýsinga er að leita í síma
621491 (Ester).
Afmæli
Sextugur er í dag, 16. ágúst, Óskar
Sigurjónsson, Norðurgarði 6, Hvols-
velli. Oskar er sérleyfishafi og for-
stjóri Austurleiða hf. frá upphafi. Kona
hans er Sigríður Halldórsdóttir og eiga
þau átta börn. Oskar veröur að heiman
ídag.
75 ára
Sjötíu og fimm ára er í dag, 16. ágúst,
frú Guðrún Össurardóttir frá Kolls-
vík, fyrrverandi húsfreyja að
Kirkjubóli, Korpudal í önundarfirði.
Guðrún veröur á heimili dóttur sinnar
að Norðurvangi 40 í Hafnarfirði eftir
kl. 16 í dag.
LJOSASKOÐUN
SKAMMDEGIÐ
FER í HÖND.
Við aukum öryggi í umferðinni með
því að nota ökuljósin allan
sólarhringinn, rétt stillt og í góöu lagi.
Ljósaperur geta aflagast á skömmum tíma,
og Ijósaperur dofna smám saman vió notkun.
Þannig getur Ijósmagn þeirra rýrnaö um
allt að því helming. mÉUMFERÐAR
Urað
Fyrstir með fréttirnar
v: r/kiv
alla vikuna
Urval
vid allra hœfi
<
Q
3
3
D
FAST
ÁBLAÐSÖIAJS'
Góða ferð!