Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1985, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1985, Blaðsíða 9
DV. FÖSTUDAGUR16. AGUST1985. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Enn sitt olíuskipið á Persaflóa hsfur orðið fyrir loftárás íraka ssm segjast um leið hafa lagt Kharq — olíuútskipunarhöfn Íransí rjúkandi rúst. Jackson kaupir Bítla- lögin Poppstjarnan Michael Jackson hef- ur greitt 45 milljónir dollara fyrir rétt- inn til 270 sönglaga sem Bítlarnir Paul McCartney og John heitinn Lennon sömdu á sínum tíma. Jackson yfirbauö McCartney til þess aö kaupa bresku hljómplötuútgáfuna, ATV-Music, sem hefur á hendi útgáfu- réttinn á þessum sönglögum. Loftárásir á Persaflóa Skotié á olíuskip ogáKharq-eyju Norskir útgerðaraðilar 142 þúsund lesta olíuskips, Torill, segja aö þaö hafi orðið fyrir eldflaugaárás á Persa- flóa en Irakar gerðu loftárás á Kharq- eyju Irans í gær. Ekki er vitað hversu miklar skemmdir hafi orðið á skipinu. Irakar segjast hafa gjöreytt Kharq-eyju sem sé ekkert nema rjúk- andi rúst eftir loftárásirnar í gær. Því er tekiö með fyrirvara því að sam- kvæmt fyrri fréttum þeirra úr Persa- flóastríðinu ættu þeir að vera búnir að eyða Kharq-eyju tvisvar eða þrisvar sinnum. Teheran-útvarpið segir ekkert frá árás á Kharq-eyju sem er aðalolíuút- skipunarhöfn Irans en sagt er að skotin hafi verið herþota Iraka eftir aö hún hafi ráðist á olíuskipið Torill . Segir í útvarpsfréttinni aö eldur hafi komið upp um borð í skipinu en fljótlega veriö slökktur. Gullna hofið Kinkakuji i Kyoto, eitt allra heilagasta mustari búddatrúar- manna og vinsœll viðkomustaður ferðamanna. Þar eru prestar og munkar einnig i verkfalli. Búddamunkar í verkfalli Munkar og prestar í 14 búdda- klaustrum í japönsku borginni Kyoto eru komnir í verkfall. Guðsmennimir eru auðvitað ekki hættir að biðjast fyrir en þeir eru hættir að hleypa inn ferðamönnum í klaustur sín og leyfa ekki einu sinni utanaðkomandi búdda- trúarmönnum að koma í klaustrin tii að biðja. Það sem fer fyrir brjóstiö á prestunum og munkunum er nýr skatt- ur er borgaryfirvöld í Kyoto hafa lagt á aðgangseyri þeirra er heimsækja vilja klaustrin. Áður fyrr kostaði 100—200 yen, eða um 20—30 krónur, að komast inn en nú hafa yfirvöld hækkað aðgangseyrinn um tíu krónur til að safna í sjóð er fjármagna mun viðhald á opinberum minnismerkjum í borg- inni. Klaustursskatturinn er orðinn að einu aðalkosningamáli í borgar- stjómarkosningunum í Kyoto er fram fara 25. ágúst næstkomandi. Masahiko borgarstjóri er eindregið hlynntur skattlagningunni og svo er einnig um flesta þá pólitísku flokka er bjóða fram i kosningunum. Guðsmennimir eiga sér þó einn traustan stuðningsmann í borgarstjórn, engan annan en eina full- trúa japanska kommúnistaflokksins í stjórninni. Ræða P. W. Botha, forseta Suður-Af ríku, í gær: Engar breytingar á aðskilnaðarstefnunni Meðal þessara laga, sem samin voru af Bítlunum á árunum 1964 til 1970, er „Hey, Jude”, „Michelle”, „Yester- day” og „Letlt Be”. Þessi kaup færa Jackson í hóp stærstu tónlistarútgefenda, en hann á fyrir hljómplöturéttinn á fjölda rokk- laga. Með ATV-Music fær hann einnig plöturéttinn á f jölda annarra sönglaga breskra og bandarískra höfunda. Jackson, sem áður var aðalsöngvar- inn í „Jackson Five” — fjölskyldu- kvintettinum, hefur efnast vel í popp- bransanum og síðasta plötualbúm hans „Thriller” færði honum 50 millj- ónir dollara í tekjur og rúmlega það. I hvert sinn sem eitthvert laganna, er hann á útgáfuréttinn á, er notað á hljómplötu eða hljómleijtum fær hann ágóðahlut af. Búist er við því að Bítla- lögin muni færa honum árlega 7 millj- ón dollara tekjur. Michael Jackson á sviðinu á ein- um hljómleikum sinum en nú er hann kominn i hóp stœrstu hljóm- plötuútgefenda. P.W. Botha, forseti Suður-Afríku, til- kynnti ekki um neinar breytingar á stefnu stjómar sinnar í kynþáttamál- um á fundi Þjóöarflokksins í Durban í gær. Mikill þrýstingur er á stjóm Suður-Afríku um umbætur í kynþátta- málum og búist var við að forsetinn myndi nota tækifærið í gær til að boða einhver jar breytingar á hinni mjög svo umdeildu apartheidstefnu. Forsetinn sagði aðeins að ríkisstjómin myndi halda við fyrri áætlanir sínar um endurbætur á stjómkerfinu. Blökku- menn hafa þegar neitað að taka tillit til allra hugmynda hvíta minnihlutans um endurbætur, telja þær af og frá. Botha þrjóskast við Fréttaskýrendur í Pretóríu segja að ástæðan fyrir því að forsetinn boöaði engar endurbætur á aðskilnaðarstefn- unni sé sú að hann vilji ekki að heima við sé hann álitinn leiðtogi er gefi eftir vegna utanaðkomandi þrýstings. Sömu heimildir segja einnig að upp- kasti að ræðu forsetans hafi verið breytt f jórum sinnum á örfáum dögum eftir því sem þrýstingur frá utanað- komandi ríkisstjómum um endurbæt- ur jókst. Vill friðmælast 1 ræöu sinni lagði forsetinn áherslu á að landsmenn af öllum kynþáttum yrðu að taka höndum saman til að tryggja frið í landinu og leggja grunn- inn að sameiginlegri framtíð. Hann sagði einnig að þeir er ekki vildu hlýða kalii þeirra er friðmælast vilja héldu áfram tilraunum sínum til að kynda undir byltingarástandi í landinu mættu eiga von á harðari aðgerðum stjóm- valda og slíkum byltingaröflum yrði lítil miskunn sýnd. „Eg er ekki reiðu- búinn til að leiða hvíta Suður-Afríku- búa í eigin glötun. „Gerið út af við hvíta Suður-Afríku og þessi þjóð mun brotna upp í mismunandi hluta, innbyrðisbaráttu, ringulreið og fá- tækt,” sagði forsetinn. Ræðunni illa tekið Ræða Botha var víöast hvar tekið fálega á meðal þeirra er berjast gegn aöskilnaöarstefnunni. Desmund Tutu biskup sagði að nú væm þaö aðeins utanaðkomandi áhrif er komið gætu í veg fyrir allsherjar blóðbað í landinu, „eina ráðið sem þeir kunna gegn mót- stöðu er að beita valdi”. Winnie Mandela, eiginkona biökku- mannaleiðtogans Nelson Mandela, sem nú er í fangelsi, sagði eftir ræðu Botha að forsetinn myndi steypa yfir landið öldu ofbeldisverka er ætti sér engin fordæmi nema hann gæfi blökku- mönnum full réttindi á við hvíta menn. Hneyksli og vonbrigði Stjómvöld í Bretlandi lýstu yfir von- brigöum sinum með ræðu Botha, töldu að forsetinn myndi boða einhverjar breytingar í ræðu sinni. I Bandaríkjun- um voru viöbrögð yfirvalda ögn jákvæðari. Bandarísk stjómvöld sögðu aö Botha hefði í ræðu sinni viðurkennt nauðsyn allsherjarsamráðs við blökkumenn til að koma á friði og af- stýra frekari blóðsúthellingum. Bandaríska stórblaðið Washington Post sagði í morgun að ræða Botha væri hneyksli og hin mesta móðgun við þau öfl er unnið hafa að friðsamlegri lausn mála í Suður-Afríku. Nefndi blaðið Reagan forseta þar á meðal auk leiðtoga í Vestur-Evrópu. Sagði blaðið í forystugrein að Botha hefði verið hrokafullur og sjálfhælinn í ræðu sinni. „Enginn bjóst við að Botha myndi lýsa yfir endalokum apartheid í ræðu sinni, en enginn bjóst við þessu heldur,” segir blaðið orðrétt. Ofbeldið í Suður-Afríku heldur áfram. Á myndinni sparkar blökkumaður i brennandi lík blakks lögregluþjóns er grýttur var til bana og síðan brennd- ur i Rayi blökkumannahverfinu í Ciskei. Botha hótar harðari aðgerðum gegn þeim er kynda undir byltingarástandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.