Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1985, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1985, Blaðsíða 15
DV. FÖSTUDAGUR16. AGUST1985. 15 Sukkið og sjálfstæðið Fræg er frásögn Brennunjálssögu af búsýslu Hallgerðar langbrókar. Hún hafði einfaldlega allt í sukki (XI. kap.)! Meiru var eytt en nokkrum bónda hennar tókst að afla. Hversu mikil hetja ellegar f járaflamaður hann reyndist vera skipti litlu, — jafnan tókst Hallgerði óráðsían og sukkiö með ágætum, bændúm sínum til mestu skapraunar. tslendingum nú til dags má mörgum hverjum líkja við þennan fræga sukk- berserk bókmenntanna. Vmsum þykir Eigi er unnt aö skilja við pistil þennan nema minnst sé á dæmalaus fjármálaævintýri ís- lensku þjóðarinnar. Af erlendum skuldum rís þáttur orkuvæðingar hæst. Nálægt helmingur skuldasúpunnar er vegna framkvæmda við beislun fallvatna og jarðhita sem hefði átt, ef forsendur framkvæmdanna hefðu ei brostiö, að skila sér aftur. En hér er sem oftar fyrr farið af stað en mál í tíma nægjanlega undirbúin og forsendur mótaðar af nægjanlegu raunsæi. Meðan Island er yfirfullt af ónotuðu rafmagni sem skilar litlum, jafnvel engum arði, eru fremur flutt inn óspart olía, kol og koks en innlendir orkugjafar nýttir m.a. vegna rangrar verðlagningar á þeim. Þar liggur stór og alvarleg meinsemd sem þarf að taka á. „Sparnaður er upphaf auös,” segir einhvers staðar. Seint verður þeirri fullyrðingu rutt úr vegi enda þar samankomin reynsla þúsunda kyn- slóða. Þvi miöur hefir sukkiö og óráðsían heltekið islenska þjóðfélagið svo aö undur er að Islendingar teljist til sjálfstæðra þjóða. Dæmi þessa eru mörg og það ljót að mörgum manni kemur grátur og kvöl næst í hug sér. Það er til lítils gagns fyrir eyþjóð langt frá öðrum þjóðum aö teljast frjálsir og engum öðrum háðir í neinu ef hún kann litiö með fjármuni sína að fara. Efnahagslegt frelsi þjóðar er grundvallarforsenda tilveru hennar. Guðjón Jensson. „Ýmsum þykir lífið lítils virði nema þeir geti ausið um sig fé, gefið riku- legar gjafir og borist mikið á." GUÐJÓN JENSSON PÓSTAFGREIÐSLUMAÐUR lífið litils virði nema þeir geti ausið um sig fé, gefið ríkulegar gjafir og borist mikið á. Lífshættir þessir eru fjár- magnaðir með glórulausri yfirvinnu eða margs konar braski af ýmsu tagi. Sennilega er hér að leita meginorsakar dýrtíðar hérlendis, a.m.k. að svo miklu leyti sem ekki er um innfluttan dýr- tíðarvanda aö ræða. Afleiöingin lætur ekki á sér kræla: Hérlendis eru hags- munafélög neytenda lítt virk enda tími lítill hjá flestum til að kanna verð og gæði vöru sem víðast. Islenska inn- flutningsverslunin er þjóðhagslega ekki vel rekin, því kannanir hafa leitt í ljós að innflutningur er mun dýrari en til grannlanda okkar. Tímaleysið er eitt versta mein nútimamannsins. Hraðinn er að verða einn versti harðstjóri sem sögur fara af því hann sér um aö reka á eftir flestu ef ekki öllu. Sjaldnast er timi til að staldra við og hægja á hraðanum. Fólkið lætur stjómast um of af viðtek- inni venju sinni sem er mjög reglu- bundinn: svefn-vinna-neysla matar og menningar. Tómstundir eru tiltölulega fáar og miðast oftast við neyslu tilbúinna afþreyinga úr verksmiðjum. Svo er þróunin hjá fjöldanum, — því miður. Menningarneyslan er undir- orpin sömu þróun: neyslan miðast við aö unnt sé að njóta hennar á áþekkan hátt og niðursoðins matar! Margur er því óþarfinn fluttur til landsins. Fjölmargir hafa góða tekju- möguleika af að fylla hillur verslana af góssi ýmsu sem betur væri óinnflutt. Ohætt mun að segja að víkingaferðir nútímans gangi í gegnum auglýsinga- þjóðfélagiö í vasa þeirra sem varast ei skrumið glyssins og skransins. úr plasthúðuðu stáli Svart-bnint-hvítt Örugg lausn! Leilið upplýsinga: 'B BREIÐFJÖRÐ EnjKKSMKJlA-STEYPUMOT-VBÍXPALLAR SIGTUNI 7 -121 REYKJAVlK-SlMI 29022 Tímarit fyrir alla V Ufváll Er safn stuttra, aðgengilegra greina um allt milli himins ög jarðar sem settar eru fram á aðgengilegan og auðskilinn hátt. Meðal efnis: * , ,Þú ert ekki vitlaus — þú ert veikur’ ’ * Barnavændi * Hvers vegna sveltur Eþíópía? * Sér grefur gröf þótt grafi * Læknir smávaxna fólksins * Hvað ræður velgengni Sony? * Til hamingju með afmælið, Bach * Lifið betur — lifið lengur * Hve gáfuð eru dýrin? W W BÓK Í BLAÐFORMI W veðriö til að lesa Nú er Fcest á næsta blaðsölustað. Áskrifti arsimmn er

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.