Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1985, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1985, Qupperneq 10
10 Útlönd Útlönd DV. FÖSTUDAGUR16. ÁGUST1985. Útlönd Utlönd Umsjón: GuðmundurPétursson Reyndu fyrst að stela Beethov- en og síðan spilla þeir vínunum Pflagrímaösin haf in til Mekka Hundruö þúsunda múslima stefna til Saudi-Arabíu í þessum mánuöi í hina hefðbundnu pílagrímsför til Mekka og Medína til aö fullnægja þeirri heilögu skyldu sem íslam, múhameðstrú, leggur á alla „sann- trúaöa”, ef þeir hafa bolmagn til. I daglegu tali þarna eystra eru þeir kallaðir „doyoof al-rahman”, sem út- leggjast mætti sem „guösgestir”. Þá drífur að konungsríkinu, þar sem íslam var grundvallaö fyrir fjórtán öldum, loftleiðis, sjóleiöina eöa land- veginn koma þeir, sumir alla leið frá Ástraliu eöa Ameríku, en flestir úr nærliggjandi löndum. Samkvæmt múhameöstrú mun hver trúaöur sem fer í pílagrímsferö til Mekka hreinsaður af öllum hans synd- um og honum tryggð eilíf vist og sæla í paradís. Frá dögum spámannsins Múhameös, sem bjó í Mekka en andaðist í Medína, hefur íslam breiðst út víða um heim. Múslimar eins og nú er til siös aö kalla þá eru taldir vera um einn milljarður mannanna barna. Lögbók múslima og þeirra biblía, Kóraninn, kveöur á um aö sanntrúaðir eigi aö leitast viö aö fara aö minnsta kosti einu sinni á ævi sinni pílagríms- ferð til Mekka. Fáir eru svo litils- metnir að þeir vaxi ekki stórlega í augum trúbræöra sinna, eftir aö hafa tekist á hendur sína „haj” (pílagríms- ferö). Síðasta áratuginn hefur pílágrímum fjölgað tuttugu og fimmfalt. Á síðasta ári komu yfir tvær milljónir pílagríma frá Saudi-Arabíu og utan úr löndum til Mekka. Stærstur hópur útlendra múslima, sem aö þessu sinni koma til Mekka, verður frá Iran sem ætlar aö senda 150 þúsund pílagríma. Islendingar hafa komiö nokkuö viö sögu í þessum pílagrímsferöum meö þætti Flugleiöa í flutningi pílagríma frá Afríku til borgarinnar helgu. En pílagrímahópurinn frá Iran er annars eftirtektarveröur fyrir meira en fjöldann einan. Það hefur nefnilega veriö grunnt á því góöa milli Saudi- Arabíu og klerkaveldisins i Iran. KonungsVeldinu hefur staðiö stuggur af útbreiðslu hinnar íslömsku bylting- ar æjatollanna. Hefur í pílagrímsferö- um Irana á síðustu árum komiö til á- rekstra milli íranskra pílagríma og lögreglu Saudi-Arabíu. Hinir írönsku gestir hafa staöið fyrir háværum mót- mælaaðgeröum, veifað gunnfánum og hrópaö slagorð byltingarinnar yfir öörum gestum jafnt sem heima- mönnum. Og auðvitað hefja þeir Kho- meini æðstaklerk upp til skýjanna. Klerkastjórnin í Teheran hefur hvatt pílagríma sína til blanda þessu heilaga feröalagi til Mekka ögn með pólitískum aðgerðum. Stjórnin í Ryadh er hinsvegar ákveöin í því að pólitík veröi ekki ruglaö saman við þessa trúarathöfn. I síðasta mánuði hótaöi Iran að taka alveg fyrir pílagrímsferöir íranskra til Mekka, og lágu klerkarnir Saudi- Arabíu á hálsi fyrir aö ætla aö tak- marka fjölda Irana viö 100 þúsund. Einhvern veginn hefur samt tekist samkomulag milli þessara tveggja stjórna síöan. Yfirvöld í Saudi-Arabíu hafa ýmsan viöbúnaö vegna gestagangsins væntanlega og þá auövitaö annan og meiri en þann einn aö efla löggæsluna. „Hans hátign Fahd konungur, vernd- ari hinna helgu staöa, hefur látiö I>oö út ganga um aö ekkert skuli til sparaö til þess aö gestum Allah megi líöa sem best,” segir í einni tilkynningu þess opinbera. Heilbrigðisgæsla hefur verið efld, gistirými margfaldaö og ráöstafanir gerðar til þess aö útvega meira vatn. Þetta siöastnefnda er bæði hitans vegna á þessum árstíma og eins vegna þess aö pílagrímarnir þurfa vatn til þess að þvo sér um fætur áöur en þeir stíga inn í bænahúsin, svo aö þeir saurgi þau ekki meö því aö þramma þar inn með skó á fótum eða skítugar tær. (Ýmsum kann aö sýnast sá þvottur handahófskenndur.en þarna • Píiagrímamergð við Al-Kaaba helgistaðinn i aðalmosku Mekka. ber aö taka hugsunina fram yfir sína„haj”ogtrúarathöfnumhennar. verkiö.) Svo aö þess vegna ætti enginn aö — Blööin hafa fasta dálka með koma að portum paradisar lokuöum, gagnlegum upplýsingum fyrir píla- að hann kæmist ekki að í Mekka fyrir gríma og sjónvarpið helgar dagskrá ösinni. Grunnt á því góða milli Þjóðverja og Austurríkismanna um þessar mundir Vínhneyksliö í Austurríki, þar sem uppvíst varð að vínframleiðendur notuöu til sætindabætis á vínum sín- um efni, sem þykja undragóö í frost- lög á bifreiðar, en eru hins vegar miöur holl mönnum, hefur snúist upp í kergju milli Austurríkismanna og Vestur-Þjóöverja. Vínútflutningur Austurríkismanna hefur oröiö fyrir alvarlegu áfalli eftir aö frostlagarsagan flaug um heim en þar að auki kvíöa þeir því aö álit þeirra almennt minnki. Þeir eru sér vitandi um aö áöur var um þá sagt aö þeir væru slóðar og heföu í undirmál- um og jafnan reiöubúnir til aö láta sópið undir teppiö. Vínblöndunin varö alþjóöahneyksli þegar Vestur-Þjóðverjar vöruöu al- menning viö því aö drekka austur- rísk vín og stöðvuöu sölu á milljónum lítra víns, sem blandaö haföi veriö diethylene glycol. Síöan hafa fundist í öörum löndum (allar götur austur til Hong Kong) austurrísk vín með þessu efni. Upp kom deila milh Bonn og Vínar um hverjum væri aö kenna hve seint heföi veriö brugöiö viö. Heilbrigðis- yfirvöld í Bonn sökuðu yfirvöld í Vín um að hafa ekki gert viövart fyrr en of seint. Vín svaraði þeim ásökunum meö því aö Austurríkismenn gætu lít- iö gert viö því þótt vesturþýskir emb- ættismenn heföu sýnt seinlæti viö að koma upplýsingunum áleiöis. Fjölmiðlar í Austurríki og embætt- ismenn sökuöu jafnfram V-Þýska- land um að gera hið versta úr málinu og ófrægja nágrannann í suðri gagn- gert til þess aö auka markaöshlut- deild vesturþýskra vína á kostnað austurrískra. Þeim í Austurríki leiddist þaö ekk- ertþegarfréttistaðdiethylene glyc- ol heföi fundist í vesturþýskum vín- um. Eru nú komnar fram um þrjátiu vesturþýskar víntegundir sem þetta efni hefur fundist í. Haiden, landbúnaöarráöherra Austurríkis, lét aö því liggja aö ekki væri útilokaö að v-þýskir átöppun- araðilar heföu blandaö diethylene glycol í sum austurrísk vín. — Þetta efni þykir aöallega hættulegt nýrum manna. — Ráðherrann sagði að það sem væri gert ólöglegt heima í Aust- urríki gæti alveg eins átt sér stað í Þýskalandi. Hiö óháöa vikublaö „Wochen- presse” skrifaöi nýlega aö V-Þjóö- verjar svifust einskis í óhróöursher- ferðinni gegn Austurríki og drægju fram úr gleymsku fyrri tíma bábilj- ur og „Hafnarfjaröarbrandara” um Austurríkismenn. Blaöiö sagöi aö jafnvel þýskir menntamenn kölluöu Austurríkisbúa „undirförula Dónár- bjána sem byggju á þröskuldi Balk- anskagans”. Og satt er þaö aö gamall hreppa- rígur milli þýskra og austurrískra hefur blossað upp í kjölfar vín- hneykslisins. Margir V-Þjóðverjar líta á Austurríkismenn sem ísmeygi- lega bragðarefi, trassafengna en sjálfsánægða. Þeir hafa aldrei fyrir- gefið Austurríkismönnum aö hafa reynt aö telja heiminum trú um að Austurríkismaður einn, Adolf Hitler að nafni, hafi verið barnfæddur Þjóö- verji eða þá óskammfeilni að reyna að eigna sér tónskáldiö Ludwig van Beethoven. Þennan ríg má rekja aftur til þeirra myrku tíma þegar nasistar fóru með völd og Austurríki var gert aö annexíu í „þriðja ríkinu” 1938. Enn í dag er Austurríkismönnum mikil stríðni í því að vera minntir á hjartanlegu móttökurnar sem Hitl- er (fæddur í austurríska þorpinu Braunau) hlaut í Vín. Að sínu leyti eru Austurríkismenn ekkert alltof elskir aö Þjóðverjum. Foröum voru þeir stórveldi en í nú- tímasögu hverfa þeir efnahagslega og pólitískt alveg í skuggann af ná- grannanum stóra. Vestur-Þjóöverj- ar eru í meirihluta þeirra milljóna ferðamanna sem árlega leggja leiö sína til Austurríkis en ferðamanna- iönaöurinn er Austurríki drjúg tekju- lind. Eins og svo sem brunnið hefur við víðar þá eru þýskir ferðamenn ekkert yfirmáta vinsæhr í Austur- ríki. — Þjóöverjum finnst hins vegar Austurríkismenn mega þakka fyrir að hinum fyrmefndu skuU þóknast að eyða feröamannagjaldeyri sinum þar. Þótt Austurrikismenn virði Þjóö- verja í laumi fyrir verkmenn- ingu og atorkusemi gera þeir grín aö nágrönnum sínum fyrir smásmygli og skort á kímnigáfu og láta sér sáma ef Þjóöverjar halda Austurríki eitthvaö komið upp á velgjöröar- starfsemi annarra. Hitt hafa Þjóðverjar alltaf talið Austurríkismönnum til tekna aö þeir séu góöir heim aö sækja og bjóði upp á góöan mat og gott vín. Raunar er • Þjóðverjum þykir Austurríkismenn góðir heim að ssakja og meta við þó göðan mat og góð vin en frostlög vilje þeir ekki. V-Þýskaland stærsti innflytjandi En ef vínin eru orðin spillt af frost- austurrískra vína enda byggir legi, þykir Þjoöverjum lítið í þau austurrísk vínyrkja á gömlum merg. varið. t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.