Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1985, Síða 4
4
DV. MÁNUDAGUR19. ÁGOST1985
Flugleiðir reyna að fá hljóðdeyf a í tæka tíð:
Leita til annars framleiðanda
*«
• DC-8 þotur Flugleiða mega ekki lenda i New York eftir 1. desember nœstkomandi nema hafa hljóðdeyfa
ó gömlu hreyflunum eða nýja hreyfla.
„Það eru allar líkur á því að við fá-
um hljóðdeyfa á eina vél fyrir 1. des-
ember, eöa um það bil þá, þegar und-
anþágan til New York fellur niður,”
sagði Leifur Magnússon, fram-
kvæmdastjóri stjómunarsviðs Flug-
leiða.
„Við höfum á leigu eina vél sem full-
nægir hávaðareglum, DC-8-71 vél.
Samningurinn um hana fellur úr gildi
14. desember. Þannig að þaö virðist aö
þetta dæmi geti gengið upp.”
— Nægir að hafa eina vél á New
York?
„Yfir vetrartímann eru það fáar
ferðir að ein vél dugar alveg. Það eina
sem okkur vantar þá er einhver samn-
ingur við New York í því tilviki ef sú
vél myndi bila eða tefjast eitthvað
þannig að við gætum sett inn varavél í
staðinn. En þetta er bara spurning um
örfáa daga þannig að við höfum ekki
miklar áhyggjur af þessu,” sagði Leif-
ur.
Hann sagði að þrjú fyrirtæki væru að
vinna að þróun hljóðdeyfa. Eitt þeirra,
ADC, hefði þegar fengiö viðurkenningu
bandarísku flugmálastjómarinnar og
væri byrjað að framleiða hljóödeyfa og
afhenda þá flugfélögum.
„Við stöndum í samningum við þetta
félag um að komast inn í þeirra röð og
það eru allar líkur á þvi að þeim samn-
ingum verði lokið núna upp úr helg-
inni,” sagði Leifur Magnússon.
„Annað félag, sem heitir The Nacell
Corporation, er að byrja á hávaðamæl-
ingum þessa dagana. Þeir búast við að
verða búnir með allar mælingar
kannski í næstu viku. Það gæti farið
svo að þeir yrðu búnir að fá sína viður-
kenningu um mánaöamótin.
Þriðja fyrirtækið, AATI, sem við
sömdum við á sinum tíma, hefur bara
ekki komist almennilega í gang og það
er töluvert í að það fái sína viðurkenn-
ingu.
I samningum okkar við það félag eru
ákvæði þess efnis að ef þeir verða ekki
búnir aö fá opinbera viöurkenningu á
sínum hljóðdeyfi fyrir lok október þá
fellur samningurinn úr gildi. Það er
augljóst að samningurinn kemur til
með að falla þá úr gildi. Þaö er ástæð-
an fyrir því að við erum að semja við
annað fyrirtæki,” sagöi Leifur Magn-
ússon.
-KMU.
* Kaffibrennsla Akureyrar greiðir 14 milljónir króna i tekjuskatt i ór.
DV-mynd: JBH.
Brotist inn
í fjóra báta
I Hafnarfirði var brotist inn í fjóra
báta aöfaranótt laugardagsins. Engar
skemmdir voru unnar á bátunum
nema þær að hurðir stýrishúsa voru
brotnar upp og teknar þaðan talstöðv-
ar. Þarna hafa verið á ferðinni fingra-
langir áhugamenn um fjarskipti því
allt annað var látiö óhreyft og greini-
lega ekki lyfjaleit á dagskrá. Að öðru
leyti voru Hafnfirðingar í hvíld sem
aðrir landsmenn um þessa helgi. Inn-
brotin í bátana eru óupplýst. baj
y Afleiðing kaffibaunamálsins:
HAR TEKJUSKATTUR
KAFFIBRENNSLUNNAR
Kaffibrennsla Akureyrar greiðir í ár
langhæsta tekjuskatt allra fyrirtækja
á Norðurlandi, um 14 milljónir króna.
Kaffibrennslan er jafnframt í hópi
hæstu tekjuskattsgreiðenda á landinu.
I sköttum alls kemst aðeins Kaupfélag
Eyfirðinga upp fyrir Kaffibrennsluna
af norðlenskum fyrirtækjum.
„Þetta er ekki vegna rekstursins
heldur er þetta vegna endurgreiðsln-
anna margumtöluðu sem við fengum
frá Sambandinu,” sagði Gunnar Karls-
son, framkvæmdastjóri Kaffibrennsl-
unnar.
„Endurgreiðslumar voru að stofni
til átján milljónir króna. Svo var þetta
vaxtareiknað þannig að þetta varð
samtals 40 milljónir króna. Nú þurfum
við sem sagt að borga skattinn af því.
Þessar endurgreiðslur ásamt vöxt-
um komu allar til tekna hjá okkur á
einu ári. Þannig að þetta er afskaplega
sérstakt tekju- og skattár hvernig sem
á það er litið. Eg á ekki von á því að við
komum til með að sjá eitthvaö svipað
fyrr eða síðar,” sagði Gunnar Karls-
son.
Stjóm Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga ákvað að endurgreiða
Kaffibrennslu Akureyrar, sem er dótt-
urfyrirtæki SlS og KEA, fyrrgreindar
fjárupphæðir eftir að svokallað kaffi-
baunamál kom upp. Það mál er nú hjá
Rannsóknarlögreglu ríkisins.
Ekki voru allir sem sóttu Breiðhylt-
inga heim á laugardagskvöld jafnvel-
komnir og var lögreglan í Arbænum'
kölluð á staðinn til að fjarlægja þá
óboðnustu. Ibúar við Stapasel létu
smala flokki fjórfættra gesta til síns
heima þar sem talið var að skraut-
garöar á staðnum myndu vart bera sitt
barr eftir gestaganginn. Þarna var á
Alls ber Kaffibrennslunni að greiða í
skatta í ár 15,9 milljónir króna. Til
samanburðar má geta þess að Kísil-
iðjan við Mývatn greiðir 11,8 milljónir
króna.
Aðeins þrjú fyrirtæki í Reykjavík
greiöa hærri tekjuskatt en Kaffi-
brennslan. Þaö eru Húsasmiðjan, IBM
og Olíuverslun Islands.
ferð kindahópur í leit að auknum fall-
þunga og var vörslumaður borgar-
landsins beðinn um aðstoð.
Atburður sem þessi er að verða ár-
viss að sumarlagi vegna girðinga sem
ekki eru f járheldar og hafa Breiðhylt-
ingar krafist þess að komið verði í veg
fyrir frekari skrautgarðaskoðun fer-
fætlingaúrnágrenninu. baj
-KMU.
Grasbítar í borgarferð
I dag mælir Dagfari
í dag mælir Dagfari
I dag mælir Dagfari
Siðgæðisvörðurinn í Sjálfstæðisf lokknum
Morgunblaðið hefur staöið í stór-
ræðum að undanförnu. Það hefur
tekið forystumenn Sjálfstæðisflokks-
ins á beinið. Ekki aðeins Albert Guð-
mundsson, sem hefur alla tíð verið i
ónáð hjá ritstjórninni, heldur einnig
Þorstein Pálsson og Sverri Her-
mannsson.
Nú er það i sjálfu sér ekkert nýtt
að Mbl. gerist sjálfskipaður siðgæð-
isvörður Sjálfstæðisflokksins. Blaöið
hefur um áratugi reist varnarmúr
um vildarvini sína og þá fiokksgæð-
inga sem það hefur velþóknun á.
Þannig hefur blaðið og flokksforyst-
an verið eins og flís við rass og rödd
Morgunblaðsins veriö búktal foryst-
unnar og öfugt. Flokksforingjar fyrri
ára bafa haft þá reglu að tjá sig ekki
annars staðar en í blaðinu og þannig
hefur hvert orð verið ritskoöað og
þaulhugsað af alvitrum og alsjáandi
ritstjórum á blaði allra landsmanna.
Nú upp á síðkastið hefur þetta
breyst. Forystumenn Sjáifstæðis-
flokksins eru hættir að hugsa í gegn-
um Morgunblaðið og eru með meld-
ingar út og suður aö Morgunblaöinu
forspuröu. Að því er fo. mann flokks-
ins, Þorstein Pálsson, varðar kemar
þetta til af þvl að Morgunblaðið
hafði útnefnt Þorstein sem biaðafull-
trúa Sjálfstæðisflokksins og ríkis-
stjórnarinnar. Og af því að Þorsteinn
vUl taka þetta hlutverk sitt alvarlega
hagar hann sér eins og almennilegir
blaðafulltrúar gera og lætur aðra
f jölmiðla hafa eitt og annað eftir sér.
Eftir höfðinu dansa limirnir og
ráðherrar flokksins, það er að segja
þeir sem mega vera að því að mæta í
ráðuneytunum, hafa leyft sér að tala
f ritt um menn og málefni.
Ef frá er talinn Albert, sem aldrei
hefur þurft að biðja um leyfi á
Mogga til að hafa skoðun, hefur
Sverrir Hermannsson verið óspar á
yfirlýsingar og melningar um þau
málefni sem undir hann heyra. Þetta
hefur Morgunblaðinu líkaö illa en
látið kyrrt liggja af því að Sverrir er
gamall Morgunblaðsvinur og ekki er
allt heilagt sem hann seglr. Hins veg-
ar var ráðberrann svo óheppinn á
dögunum að standa í útistöðum við
Náttúruverndarráð út af einhverjum
tittlingaskit og gat þess í framhjá-
hlaupi að honum stæði á satna hvað
sá sértrúarsöfnuður tæki sér fyrir
hendur. Nú vill svo til að varafor-
maður Náttúruvemdarráðs er jafn-
framt blaðamaður á Mogganum og
nú reiddust goðin. Samanlögð rit-
stjómin móðgaðist fyrir hönd vara-
formannsins og tók fram gamla sið-
gæðisvöndinn og áminnti hxstvirtan
ráðherrann fyrir dónaskap og ónot út
í bláókunnugt fólk. Hér efíir er eins
gott fyrir blessaða ráðherrana að
gæta tungu sinnar og sýna fyllstu
háttvísi gagnvart ókunnugu fólki,
ekki sist ef það á innangengt á Morg-
unblaðinu.
Af Þorsteini formanni og blaðafull-
trúa er það að segja að hann hefur
gengið svo langt að svara spurning-
um Mbl. með því að segja: „Nú
svara ég ekki.” Sá dónaskapur getur
kostað formanninn æruna þvíblaða-
menn á Mogganum, sem sérhæfa sig
í leynilögreglusögum, hafa komist að
þeirri niðurstöðu að Þorsteinn Páls-
son og enginn annar bafi „leikið” í
hlutabréfaútboðinu. Verður formað-
urinn að senda málgagninu stuttar
athugasemdir til að bera af sér æru-
meiðingamar. Fer nú flestum að
verða ljóst hverjir ráða ferðinni í
pólitikinni þegar Mogglnn er annars
vegar. Ráðherrann er búinn að fá tvö
gul spjöld fyrir ókurteisi og formað-
urinn settur í skammarkrók á fjórðu
síðu. Svona fer fyrir mönnum sem
skilja ekki siðgæðismóralinn á Mogg-
anum. Hann er fólginn í þvi að hlýða
þvi sem blaðið segir. Það kunni Geir.
Þess vegna var hann svona góður
formaður.
Dagfari