Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1985, Síða 12
12
DV. MÁNUDAGUR19. ÁGUST1985
Frjálst.óháö dagblað
útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiðsla,áskriftir,smáauglýsinqar,skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022.
Sími rifstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12.
Prentun: Árvakurhf.,
Áskriftarverö á mánuöi 360 kr. Verö i lausasölu 35 kr.
Helgarblaö40kr.
Vandi jafnaðarmanna
Það er einkennilegt, að stofna þurfi „Félag jafnaöar-
manna” í „Bandalagi jafnaðarmanna”. Þetta hefur nú
gerzt. I Félagi jafnaðarmanna eru tveir af fjórum þing-
mönnum Bandalags jafnaðarmanna, þær Kristín Kvaran
og Kolbrún Jónsdóttir.
Þetta félag er stofnað 1 andstöðu við hina þing-
mennina, Guðmund Einarsson og Stefán Benediktsson,
og því er stefnt gegn formanni og varaformanni lands-
nefndar bandalagsins, Kristófer Má Kristinssyni og Val-
gerði Bjamadóttur.
Félögum í Félagi jafnaðarmanna finnst þeir, sem ráð-
ið hafa ferðinni, hallast of mikið að „frjálshyggju”. Þeir
hafi misst sjónar á grundvallaratriðum jafnaðarstefn-
unnar.
Kristófer kallar þetta uppreisnarlið „fomaldarkrata”.
Bandalag jafnaðarmanna varð til með klofningi úr
Alþýðuflokknum. Þessi nýi flokkur kennir sig við
jafnaöarstefnu eins og Alþýðuflokkurinn, en Bandalag
jafnaðarmanna hefur gengið lengra í gagnrýni á kerfið.
Talsmenn Bandalagsins hafa einkum látiö til sín taka í
kröfum um „stjórnkerfisbreytingu”.
Þessi vandamál svonefndra jafnaðarmanna taka ekki
einvörðungu til íslands.
Þau eru að mörgu leyti ekki ný af nálinni. Alþýðu-
flokkurinn hefur klofnað margsinnis eins og allir þekkja.
Jafnaðarmenn í Evrópu lögðu löngum áherzlu á að
byggja upp „velferðarþjóðfélag”.
Þetta gekk lengi vel. Síðustu ár hefur „velferðarþjóö-
félagið” lent í kreppu. Minna varð úr að spila, einkum
eftir mikla hækkun olíuverðs, sem setti þessar þjóðir í
vanda. Ekki varð lengur vinsælt að halda áfram að færa
velferðarþjóðfélagiö út. Það reyndist hafa verið ofkeyrt.
Skattgreiðendur þoldu ekki meira, þegar syrti í álinn.
Markaðsbúskapur hefur sýnt yfirburði sína yfir ríkis-
forsjá. Jafnaðarmenn minnkuðu þjóðnýtingartal sitt.
Víða tóku áhrifamenn í jafnaðarmannaflokkunum að
skírskota til markaðsbúskapar fremur en þjóðnýtingar.
„Frjálshyggjumenn” er hvarvetna að finna í jafnaðar-
mannaflokkum Vesturlanda.
Menn þekkja, hvernig Verkamannaflokkurinn brezki
klofnaði. Klofningsmenn stofnuðu flokk sósíaldemókrata
og tóku upp samvinnu við borgaraflokk, Frjálslynda
flokkinn.
Jón Baldvin Hannibalsson, formaður íslenzka Alþýðu-
flokksins, hefur í mörgu stutt markaðsbúskap. Hann
vitnar til reynslu jafnaðarmanna á Nýja-Sjálandi, sem
styðjast í mörgu við markaðsbúskap.
Nefna má miklu fleiri dæmi um, hvernig sósíaldemó-
kratar hafa vikið frá þjóðnýtingarhjali og tekið upp raun-
hæfa stefnu. Vandi jafnaðarmannanna 1 Bandalagi
jafnaðarmanna er einnig þessi.
Bandalag jafnaðarmanna var samansett af sundur-
lynduliði.
Strax og þessi „flokkur” þurfti að sýna, hvað hann
vildi, að Vilmundi Gylfasyni látnum, skarst í odda innan
flokksins.
„Frjálshyggjumennimir” hafa ráðið ferðinni innan
þings og í ræðu og riti. Nú kemur í ljós, að helmingur
þingflokksins sættir sig ekki við þaö.
Vissulega hefur Bandalag jafnaðarmanna einkum sótt
lausafylgi sitt til Sjálfstæðisflokksins samkvæmt
skoðanakönnunum. Flokkurinn má ekki viö kúvendingu
nú. Haukur Helgason.
„Af uppeldislegum sjónarhóli er fjármögnun skólastarfsins ekkert aðalatriði heldur er frelsi þeirra aðal-
atriði."
Einkaskólar
og ríkisreknir
skólar
Þaö eru nánast trúarbrögö hjá
frjálshyggjumönnum að allt skuli
vera rekiö af einkaaöilum en ekki
ríkinu. Meö því móti á allt aö veröa
betra og ódýrara. I blaði sem frjáls-
hyggjuungmenni í MR gáfu út fyrir
nokkrum misserum fullyrti t.d. eitt
þeirra aö islenska þjóðin tapaði
ómælanlegum verömætum á því aö
hafa ríkisrekiö skólakerfi. Raunar
hafa sósíalistar gjama haldiö hinu
gagnstæða fram, að þjóðin tapi á því
aö hver og einn eigi ekki sömu tæki-
færi til menntunar og talið þaö vera
hlutverk rikisins aö tryggja þaö.
Athyglisvert er aö báöir hóparnir
nota „þjóðarhagsmuni” til aö rök-
styðja „'trúarbrögð” sín.
Hvernig á að fjármagna
skóla?
Af uppeldislegum sjónarhóli er
fjármögnun skólastarfsins ekkert
aöalatriöi, heldur er frelsi þeirra
aöalatriöi. Þeir fáu einkaskólar sem
hér starfa eru bundnir af lögum og
reglugerðum á svipaðan hátt og
hreinir ríkisskólar. Raunar hefur
veriö bent á að þeir séu bara ríkis-
reknir einkaskólar. Mestallur rekstr-
arkostnaður þeirra er greiddur af
ríkinu. En vissulega væri íslenskt
skólakerfi fátækara ef hvorki Versl-
unarskólinn, Samvinnuskólinn né
lsaksskóli væru til.
Fjármagnsskortur háir skólum og
skólastarfi hér á landi verulega.
Tækjabúnaöi er stórlega ábótavant,
algengt er að skólar starfi árum
saman og jafnvel áratugum saman í
hálfköruöum byggingum, launakjör
kennara eru meö þeim hætti aö góöir
kennarar geta ekki helgaö sig skóla-
starfi án óhóflegs kennsluálags og
svona mætti halda lengi áfram.
Talaö er um hversu skólarnir séu
miðstýrðir. Aukin fjárframlög
myndu bæta úr en fleira er hægt að
gera til aö auka frelsi þeirra. Þaö
mætti t.d. hætta að gefa út svokall-
aöa viðmiöunarstundaskrá. Núver-
andi menntamálaráöherra hefur gef-
iö út slíka skrá sem bindur hendur
skóla stórum meir en fyrri skrá.
Samræmd lokapróf er ástæða til að
fella niöur og auka faglega leiösögn i
staöinn (þótt hægra liöið agnúist út í
INGÓLFUR Á.
JÓHANNESSON
SAGNFRÆÐINGUR
OG KENNARI
allt slikt). Enn má nefna aö ríkiö get-
ur séö fyrir auknu framboði af náms-
efni — eða þá „frjálsi” markaðurinn
ef hann viil. En ef dæma má af
frammistöðu hans á framhaldsskóla-
stiginu þar sem hann er einráöur er
honum alls ekki treystandi. Fag-
mennska í námsefnisgerö kostar
peninga og útgáfufyrirtæki sjá ekki
hagnaöarvon þar.
Tjarnarskóli
Það varö mikið fjaðrafok er þaö
fréttist að búiö væri aö stofna einka-
skóla og þaö ætti aö kosta 30.000
krónur á ári að hafa þar ungling.
E.t.v. eru þeir ekki svo gífurlega
margir sem geta alls ekki klofið að
greiða slíka f járhæö fyrir eitt barn ef
lagt er mikið upp úr vellíðan og
menntun barnsins og skólinn reynist
góöur. En gamanið fer aö kárna ef
greiöa á slika upphæö fyrir fleiri
böm, e.t.v. öll grunnskólaárin níu.
Meö slíku fyrirkomulagi væri stigið
stórt skref aftur á bak hvað varðar
jafnrétti til náms, ef þaö verður út-
breitt.
Skólastýrur Tjarnarskóla eru ekki
öfundsveröar (burtséö frá öllu
fjaörafokinu og ásökunum um óeðli-
lega fyrirgreiöslu o.s.frv.). Þær hafa
lítiö svigrúm í viðmiðunarstunda-
skránni og námsefniö sem til er og
lokaprófin upp úr binda hendur
þeirra. Skólinn er ekki nógu stór —
aöeins 100 nemendur — tU að hinn
„frjálsi markaður” sjái sér hag í aö
sinna honum einum.
Líklega ræðst árangur skóians
mest af því hvernig til tekst með val
kennara. En þeir eru ekki heldur
öfundsveröir. Fastlega má búast viö
því aö nemendur og foreldrar þeirra
verði heimtufrekari en í öðrum skól-
um. Vill fólk ekki fá eitthvað fyrir
peningana?
Hvemig á svo aö mæla árangur-
inn? A að gera það meö heföbundn-
um hætti? Foreldrar og aðrir munu
bera útkomuna úr prófum mennta-
málaráöuneytisins i 9. bekk saman
við útkomu í öörum skólum. Nái skól-
inn hins vegar þeim árangri aö verða
„betri skóli” er slíkur samanburöur
samt út í hött.
Islenskt skólakerfi skortir mjög
fagmennsku. Ef Tjarnarskóli, sem
hlýtur aö nota sér bæöi sálfræðinga,
uppeldisfræðinga og félagsráögjafa
þrátt fyrir ímugust frjálshyggjuliös-
ins, getur bætt eitthvað úr skák í
þessu efni fagna ég því. Og þótt ég
telji að „aukakostnaðurinn” viö
„góöa skóla” eigi aö greiöast úr sam-
eiginlegum sjóöum okkar en ekki úr
vösum foreldra óska ég þess aö
skólastarfið í Tjarnarskóla verði
frjótt og öðrum skólum til eftir-
breytni. Ekki veitir af.
Ingólfur A. Jóhannesson.
0 „Fagmennska í námsefnisgerö
kostar peninga og útgáfufyrirtæki
sjá ekki hagnaðarvon þar.”