Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1985, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1985, Síða 18
18 DV. MÁNUDAGUR19. ÁGUST1985 Sjólastöðin: Unnið nokkr- um sinnum um helgar — undanþágur hafa fengist í sumar frá helgarvinnubanni „Þaö er rétt aö hér hefur þurft að vinna nokkrum sinnum á laugardögum í sumar en viö höfum fengiö til þess leyfi frá verkalýösfélaginu með því fororði að þeir sem vilja geta sleppt því, sagöi Oskar Karlsson, verkstjóri í Sjólastöðinni Hafnarfiröi, í samtali viö DV. Gagnrýniraddir hafa veriö uppi um helgarvinnu frystihússins á þeirri forsendu aðhelgarvinnubann sé í gildi. Aö sögn Oskars hafa veriö góöar heimtur á fólki þessa laugardaga og hefur þá jafnan verið unniö frá 7 til 5 í snyrtingunni. Síðustu tvo daga fyrir verslunarmannahelgi vann fólk af sér með því aö byrja klukkan 5 árdegis. Mikið hráefni hefur borist til Sjóla- stöövarinnar í sumar en reynt er aö hafa frí á laugardögum, nema nauðsyn krefji. Hingaö til hefur verkalýðsfé- lagið Hlíf ekki neitaö um leyfi til helgarvinnu en reynt er aö komast af meö jafnfátt fólk og hægt er. -pá. • Ari Björnsson er ánægöur meö lífið og ráðleggur öllum að fá sér trillu og róa. DV-mynd PK „Vigdís hefði áttaðfara á skak” —segir Ari trillusjómaður „Maöur heföi bara átt aö bjóöa Vig- dísi á skak. Hún heföi örugglega haft gaman af því,” sagöi Ari Bjömsson trillusjómaður viö DV er hann var aö koma úr róöri með 320 kíló af fiski og forsetinn nýbúinn að vera í heimsókn. I sumar hefur hann gert út frá Borgar- firöi eystra. Annars eru fiskveiöarnar tómstundagaman hjá Ara. Á vetuma gegnir hann sínu aðalstarfi sem hús- vöröur í Menntaskólanum á Egilsstöð- um. „Það hafa örugglega allir gott af því að róa. Þetta er mjög hressandi og svo ræður maður sér alveg sjálfur,” segir Ari og er greinilega, svo ekki veröur um villst, ánægður með lífið og tilver- una. Frá Borgarfiröi eru gerðar út um 20 trillur og algengast er aö einn sé á. Ef fleiri eru á hverjum bát verður að fara út í aö greiða tryggingar og því um líkt. „Eg er búinn að gera út héöan í þrjú sumur. Eg er að þessu svona einn og hálfan mánuö á hverju sumri. Áður hef ég verið með bátinn á Eskifirði og Seyðisfirði. Hér kann ég ákaflega vel viö mig,” segir Ari. -APH. Vinna við kennslu- og rannsóknaskipið var vel á veg komin þegar blaðamenn DV litu á það Kjá Trésmiðju Guðmundar Lárussonar á Skagaströnd fyrir skömmu. Líffræðisfofnun, Fiskifélagið og Haf rannsóknastof nun: Taka sig saman um rekstur kennslu- og rannsóknaskips „Það hefur veriö ákaflega brýn þörf fyrir skip af þessu tæi og þaö kemur til með aö hafa mikil áhrif á aðstööu til verklegrar kennslu á sjó og rannsókna á lífríki sjávar,” sögöu þeir Þorleifur Valdimarsson og Jörundur Svavars- son. Þeir sitja í rekstrarstjóm kennslu- og rannsóknaskips sem nú er í smíðum fyrir Fiskifélag Islands, Hafrann- sóknastofnun og Líffræðistofnun Há- skólans. „Þessar þrjár stofnanir hafa lengi barist fyrir því að eignast bát fyrir starfsemi sína, hver í sínu lagi. Við geröum okkur grein fyrir því að með samvinnu gengi þessi barátta betur, betri nýting fengist á skipinu auk þess sem af þessu hlytist stór sparnaður. ’ ’ Að sögn þeirra félaga ætlar Fiskifé- lagiö að nota skipiö til sjóvinnukennslu fyrir nemendur í efstu bekkjum grunn- skóla. Þessi kennsla hefur veriö í um- sjá félagsins frá upphafi i samráöi viö menntamálaráöuneytiö. Hafrannsóknastofnun hefur átt í erf- iðleikum meö aö sinna innfjaröa- og grunnsjávarrannsóknum tU þessa vegna þess hve stór skip hún hefur til umráða. Með tilkomu hins nýja fleys rætist úr þessu. Stofnunin mun einkum nota þaö til rannsókna á seiðum, þara og grásleppu og tilraunaveiöa á krabba og skelfiski. Líffræöistofnun hyggst nota kennslu- og rannsóknaskipið í þrennum til- gangi. I fyrsta lagi verður það nýtt við kennslu í sjávarliffræðigreinum, til dæmis við öflun sýna og kynningu á rannsóknaaðferöum á lifríki sjávar. I ööru lagi verða sérfræðingar með rannsóknir um borð í bátnum og loks mun stofnunin nota bátinn í þjónustu- verkefni fyrir ýmsa aðila. Hingað til hafa þau verkefni, sem að framan eru talin, veriö leyst með leigu- bátum. Það er rikissjóður sem kaupir skipið en sjávarútvegsráðuneytið verður rekstraraöili þess í nánu sam- ráði viö stofnanirnar sem nota það. Trésmiðja Guðmundar Lárussonar á Skagaströnd sér um smíöina á kennslu- og rannsóknaskipinu en þaö er 15 tonna plastbátur, búinn helstu siglingatækjum og veiðarfærum. Full- frágenginn kostar hann 7,5 milljónir og verður afhentur 15. október næstkom- andi. -JKH Bréf aðeins af hent réttum viðtakendum Skýrar reglur eru í gildi um afhend- ingu póstsendinga. Þar segir m.a. að sendingar megi afhenda viötakendum með eftirfarandi hætti: Á póststööinni þegar þær eru sóttar. Með útburði af póstsins hálfu á heim- ili viðtakanda og með því aö láta þær í pósthólf er viðtakendur leigja á póst- stöövum. Frá þessu er greint í fréttatilkynn- ingu frá Póst- og símamálastofnun í til- efni blaöaskrifa að undanförnu um óskilabréf sem innihéldu hættuleg eit- urlyf og skilin væru eftir ofan á póst- kassa í anddyri f jölbýlishúss. Þegar viðtakandi finnst ekki að al- mennri póstsendingu á að gera aöra tilraun til aö finna réttan viðtakanda í næsta póstútburði. Ef þaö tekst ekki þá skal fara meö póstsendinguna eins og óskilasendingar og þær geymdar á viö- komandi pósthúsi. Bréfið er síðan af- hent viðtakanda sem um hana spyr og getur skýrt nákvæmlega frá hvernig utanáskriftinni er hagað. Ef margir gera kröfu til slíkrar sendingar og geta skýrt utanáskriftina nákvæmlega er sendingin ekki afhent heldur fariö með hana sem óskilasendingu. Þá eru einnig til ákvæði í reglugerð um að póstkassar eða bréfarifur, ræki- lega merktar, séu við íbúðarhús. Þar sem eru fleiri en þr jár íbúðir með sam- eiginlegan inngang eiga húseigendur að set ja upp póstkassasamstæður. A.Bj. JC Reykjavík með ræðunámskeið fyrir almenning: „Það námskeið sem er vinsælast innan JC” — segir Jakob Kristjánsson, forseti JC „Þetta er það námskeið sem er vin- sælast innan JC og þvi ákváðum viö að gefa fleirum en JC-félögum kost á að sækja þaö,” sagöi Jakob Kristjánsson, forseti JC Reykjavíkur, um athyglis- veröa auglýsingu félagsins nýlega en í henni er boðið upp á námskeiö i ræöu- mennsku og mannlegum samskiptum. Jakob sagði að námskeiöiö tæki átta kvöld og á því yrði kennd ræðu- mennska, mannleg samskipti, fundar- stjóm og fundarsköp. Fyrsta náim- skeiðið byr jar í kvöld og það er þegar fullbókað á það. Þaö mun vera nýbreytni hjá JC aö auglýsa námskeið sérstaklega til sölu en undanfarin ár hafa nokkur JC-félög haldið ræðunámskeiö fyrir einstakl- inga utan hreyfingarinnar. „Hugmyndin að auglýsa námskeiðið meö þessum hætti kviknaði í sumar þegar við vorum að undirbúa starfsár- ið,”sagðiJakob. „Þaö byrjar annaö námskeiö seinna í vikunni. Og ef þessi fyrstu námskeiö gefast vel, eíns og allt bendir til, þá tel ég öruggt aö við verðum með fleiri í vetur.” JC hefur á að skipa mörgum góðum leiðbeinendum í ræðumennsku, fólki sem hefur kennt í mörg ár. „Okkar ágæti félagi, Gisli Blöndal, mun ríða á vaðið og halda fyrsta námskeiðið,” sagðiJakobKristjánsson. -JGH Jakob Kristjánsson, forseti JC Reykjavikur. DV-mynd: VHV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.