Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1985, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1985, Qupperneq 20
20 DV. MÁNUDAGUR19. AGUST1985 Strandir: Góðtíð í þrjá daga Gott veöur hefur veriö hér á Strönd- um síöastliðna þrjá daga, 12,—14. ágúst. Þaö hefur annars veriö kalt í sumar og vætusamt hefur verið síðan um miðjan júlí. Grasspretta var óvenjugóö fram aö því og eru gildustu bændurnir búnir aö fylla flatgryfjur sínar en eiga mikið af óþurrkuöu heyi. Þrír dagar hafa bjargaö miklu. Nú ætla bændur ekki aö halda hefö- bundin tööugjöld meö kaffi og þriggja stjörnu koníaki heldur fara þeir í staö- inn á Hótel Djúpuvík og fá sér þar góðan mat. Ferðafólk hefur aldrei veriö jafnmargt og í sumar, en Hótel Djúpavík hefur dregiö mikið aö. Regína, Gjögri. Aurhlífar á bílum: EKKIJAFN- GAGNLEGAR OG HALDIÐ ER Aurhlífar á bílum valda miklum rúöubrotum við mætingu á malarveg- um, eru gagnslausar til aö hindra skvettur aftur fyrir bílinn og kosta aukna bensíneyöslu. Þessu heldur Sveinn Torfi Sveinsson verkfræðingur fram í grein í nýjasta tölublaði tíma- ritsins Feröafélaginn. Sveinn behdir á í grein sinni að skoðanir manna hafi lengi veriö skipt- ar um gagnsemi aurhlífa. Kostirnir séu taldir þeir aö grjót kastist ekki aftur undan bílum ef þeir eru meö aur- hlífar og óhreinindi og bleyta kastast ekki aftur fyrir bílinn, heldur undir' hann og til hliðar, hafi hann aurhlífar. Að áliti Sveins stenst hvorugt þess- ará atriöa sem talin eru til kosta. Grjót kastast ekki aftur fyrir bílinn hvort eö er, vegna þess aö enginn hluti bílsins er á leiðinni aftur á bak tii aö skapa steini afturvirkandi stefnu þegar ekiö er áfram. Framhjól bíls ryöja burt bleytu sem er í hjólfari og á venjulegum hraöa fyllist farið ekki aftur af vatni, svo afturhjólið rennur yfir þurrari flöt en framhjólið. Af þess- ari ástæðu er aurkast aftur fyrir fólks- bíl frekar lítiö og breyta aurhlífar engu þarum. Ekki liggur fyrir hve mikiil hluti rúðubrota stafar af grjótkasti við mætingar og þá vegna grjótkasts frá aurhlífum sem verka eins og tennis- spaöar á steinana. Ekki er fjarri að giska á aö það sé um helmingur eða meira. Bent er á þá staðreynd aö þegar aurhlífaskylda var afnumin í Noregi fyrir þrem árum fækkaöi tjónum vegna rúðubrota verulega. -pá. • Hjónin Matthias Björnsson og Fjóla Guðjónsdóttir i dyrunum á gisti- hoimilinu Gislabœ á Hellnum. DV-mynd Bæring Snæfellsnes: Gisting í Gíslabæ Frá Bæring Cecilssyni, fréttaritara DV á Grundarfirði: Á Hellnum á Snæfellsnesi starf- rækja hjónin Fjóla Guðjónsdóttir og Matthías Bjömsson fyrirmyndar gisti- heimili sem þau kalla Gíslabæ. Allgest- kvæmt hefur verið þar í sumar enda öll húsakynni mjög snyrtileg og mat- reiðslan hin ágætasta. Hjónin leigja út fjögur til fimm eins, tveggja og þriggja manna herbergi og svefnpokapláss. I húsinu eru tvö snyrtiherbergi ásamt sturtu og baöi en einnig er þar sána-' bað. Þarna á staðnum er 5,6 tonna nýr trillubátur sem hægt er að fá leigðan til stanga- og handfæraveiða, en mjög stutt er á miðin frá Gíslabæ. -EH. Likan að reiðhöllinni sem risa á i Víðidalnum. Hönnuðir: Teiknistofan TS 16, Valdimar G. Guðmundsson og Gisli Gislason byggingarfræðingar. Reiðhöll rís íVíðidal: Áætlaöað framkvæmdir hefjist í haust „Það er misskilningur að reiðhöllin sé byggð eingöngu fyrir Reykvíkinga eins og sumir virðast halda. Hún þjón- ar öllu landinu en hún verður að bera sig. Það gerir hún ekki annars staðar en á Reykjavíkursvæðinu,” sagði Sigurður J. Líndal, stjómarformaöur Reiðhallarinnar hf., sem rís á félags- svæði Fáks í Víðidal innan tíðar. Blaðamenn DV hittu Sigurð heima í túninu á Lækjamóti, V-Hún., fyrir skömmu og áttu við við hann stutt spjall um þessa stórframkvæmd hestamanna. Fjölbreytileg nýting „Reiðhallir eru til í öllum löndum sem eitthvað sinna hestamennsku og eru þar jafnsjálfsagður hlutur og íþróttahús,” sagði Sigurður. „Upphaf- lega kom hugmyndin um íslenska reið- höll fram á Búnaðarþingi í sambandi við umfjöllun á þörf á reiðskóla. I framhaldi af henni var ákveðið að vinna að byggingu reiðhallar þar sem ekki er grundvöllur fyrir rekstri reið- skóla nema reiðhöll sé til staðar. Reiðhöllin skapar ýmsa möguleika sem ekki hafa verið fyrir hendi hér áð- ur svo sem varðandi sölu á íslenskum hestum til Islendinga og útlendinga. Jafnframt er fyrirhugað að starfrækja þarna reiðskóla og þjálfunarmiðstöð en með önnur not af höllinni má nefna hestaíþróttir og sýningar, svo sem bú- vörusýningar. Auk þess er mögulegt að hafa ýmsar skemmtanir í húsnæð- inu.” Hlutafjársöfnun hafin Að sögn Sigurðar er hlutaf jársöfnun hafin og samkvæmt upplýsingum Gylfa Geirssonar, framkvæmdastjóra Reiðhallarinnar hf., hafa þegar fengist loforð fyrir um 6 milljónum króna. Framlag úr kjamfóðursjóði til bygg- ingarinnar verður tvær milljónir en áætlaö kostnaðarverð á fyrsta áfanga hennar er 20 milljónir króna. Að Reið- höllinni hf. standa félag hrossabænda, Landssamband hestamanna, Félag tamningamanna og Búnaðarfélag Is- lands auk f jölmargra einstaklinga. Teikningar að byggingunni verða til- Sigurður J. Lindal, stjórnarformað- ur Reiðhallarinnar hf. búnar í lok september og er gert ráð fyrir að hafist verði handa í haust á grunni og sökklum. Hugmyndin er að húsiö verði fokhelt næsta sumar og á þá að taka það í notkun að einhverju leyti. Sýningarsvæði reiðhallarinnar verð- ur 1200 fermetrar en alls verður hún 2700 fermetrar að stærð. Ahorfenda- stæði eiga að rúma 1000 manns en ef sýningarsvæðið er notað til fundahalda eiga að rúmast allt að 3000 manns í húsinu. I byggingunni eru að auki stórt anddyri, veitingaaðstaöa, búningsher- bergiogbásar. Gylfi Geirsson sagði að þegar hefði verið gerð rekstaráætlun fyrir Reið- höllina. „Þetta á að vera í jámum • fyrstu árin, meðan verið er að borga af lánum, en svo á Reiöhöllin aö fara að mala gull,” sagði Gylfi. JKH Sportval við Hlemmtorg: Hef ur f ramleiðslu á haglaskotum „Þetta er í fyrsta skipti sem koma á markaðinn skot sem eru hlaðin hér á landi undir nafninu Drift,” sagði Garö- ar Kjartansson, verslunarstjóri hjá Sportvali, en hleðsluverkstæði fyrir- tækisins hefur hafið framleiðslu á haglaskotum. Undirbúningur og til- raunir hafa nú staðið yfir í eitt ár og að sögn Garðars hefur verið vandað til þeirra eins og kostur hefur verið á. I skotin eru notuð Peter’s og Fedral hylki og má endurhlaða þau 10 til 12 sinnum. Sagöi Garðar þetta einn aðal- kostinn við framleiðsluna þar sem menn gætu sparað sér töluverða fjár- muni með því að koma með notúðu hylkin í endurhleðslu. I Driftskotunum er notað Dupontpúður, forhlöð frá Winchester og Remington, ensk högl og hvellhettur frá Remington. Á skotpakkanum, sem er íslensk hönnun, má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar, t.d. varðandi skotastærð- ir og veiðitíma en hann er í þann mund að hefjast. -JKH. Garðar Kjartansson með Driftskot en þau eru i pakkningum sem geyma meðal annars upplýsingar um veiðitíma og æskilegar skota- stærðir. Lítill straumur í Kántrýbæ „Það er búinn að vera lítill ferða- mannastraumur hérna í sumar, miöað viö fyrrasumar,” sagði Svenný Hall- bjömsdóttir, afgreiðslustúlka í Kántrýbæ á Skagaströnd, og kvað hún skýringuna á því væntanlega vera leið- inlegt veður. Svenný er einn af þremur starfsmönnum Kántrýbæjar auk eig- andans, Hallbjöms Hjartarsonar. Svenný sagði að sér þætti heldur leiðigjamt lífið á Skagaströnd og hefði ekki hugsað sér að búa þar í framtíð- inni. Á veturna fara eiginlega allir krakkarnir burt í skóla og flestir flytja héðan,”sagðihún. Þegar hún var spurð hvernig hún kynni við kántrítónlist sagði hún að sér þætti allt í lagi að hlusta á hana. „Eg hlusta annars á það sem ég heyri. ” JKH m------------------► Svenný Hallbjörnsdóttir sagði að sér þætti allt i lagi að hlusta á kántritónlist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.