Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1985, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1985, Page 23
DV. MÁNUDAGUR19. ÁGUST1985 23 Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir Óvæntur sigur FH á Akranesi í 1. deild: Halldór markvörður ofjarl Skagamanna Frá Sigþór Eiríkssyni, fréttamanni DV á Akranesi. Skagamenn byrjuðu mjög vel í leikn- um við FH í 1. deild hér á Skipaskaga á laugardag og þá var fátt sem benti til þeirra óvæntu úrslita sem urðu i leikn- um. FH sigraði, 3—2, eftir að hafa skorað þrjú fyrstu mörkin — öll í fyrri hálfleik — en í þeim síðari mlnnkaði fA muninn í 3—2. Tókst hins vegar ekki að jafna vegna frábærrar frammistöðu Halldórs Halldórssonar í marki FH sem varði hreint stórkostlega og Skagamenn urðu af þýðingarmiklum stigum í toppbaráttunni. Hins vegar komu stigin sér vel fyrir FH í fallbar- áttunni. Fyrsta stundarfjórðunginn léku Skagamenn oft glæsilega. Á 7. mín. kom fyrsta marktækifærið og var vel að því staðið. Hörður Jóhannesson og Arni Sveinsson prjónuðu sig í gegnum “vörn FH og Ámi átti gott skot á markið frá vítateig. Halldór Halldórsson varði mjög vel. Á 14. mín. komst Sveinbjörn Hákonarson í dauðafæri eftir fyrirgjöf Áma á markteigshominu. Var of seinn að átta sig og Halldóri tókst aö kasta sér á boltann. Selfoss í 2. deild Selfoss tryggði sér sæti i 2. deild þeg- ar liðið gerði jafntefli við Ármann á Selfossvelli á laugardag, 2—2, og þurftu Selfyssingar talsvert að hafa fyrir jafnteflinu. Ármann hafði yfir eftir fyrri hálf- leikinn, 2—1, og skoruöu bræðumir Ivar og Smári Jósafatssynir mörk Reykjavíkurliðsins, Gunnar Garðars- son fyrir Selfoss. I síðari hálfleiknum tókst Þórarni Ingólfssyni að jafna í 2—2 fyrir Selfoss. Fjórir leikir voru í A-riðli 3. deildar á laugardag og urðu úrslit þessi: Grindavík —Víkingur.Ol. 1—1 IK — Reynir, Sandgerði 6—3 Selfoss — Ármann 2—2 Stjarnan — HV 1—2 Mikið markaregn í Kópavogi og það merkilega var að þegar tuttugu mínút- ur voru til leiksloka stóð 3—1 fyrir Sandgerðinga. Þá tóku strákarnir í Iþróttafélagi Kópavogs heldur betur við sér og skoruðu fimm sinnum. Mörk IK skoruðu: Guðjón Guðmundsson, leikmaður og þjálfari, þrjú, Jón Hersir Elíasson tvö og Þórir Gislason eitt. Fyrir Reyni skoruöu Jón BG Jónsson, Ari Haukur Arason og Sigurður Guðna- son. Steinþór Helgason náði forustu fyriri Grindavík um miðjan fyrri hálfleikinn en Halldór Gíslason jafnaöi fyrir Olafs- víkur-Víkinga úr vítaspyrnu á 41. mín. 1 síöari hálfleik var einum leikmanni Grindavíkur vikið af velli, Hjálmari Halldórssyni. Staðan í riðlinum er nú þannig: Selfoss 12 8 4 0 31- -11 28 Grindavík 13 6 4 3 24- -16 22 Reynir, S 13 5 4 4 26- -19 19 IK 13 4 6 3 25- -22 18 Ármann 13 4 4 5 19- -17 16 Stjarnan 12 4 4 4 12- -18 16 HV 13 4 2 7 20- -23 14 Víkingur, O. 13 1 2 10 10-40 5 -hsím. FH skoraði Á 19. mín. skoraði FH mjög gegn gangi leiksins. Langt innkast í vítateig — Magnús Pálsson stökk upp og spyrnti síðan aftur fyrir sig, hjólhesta- spyrna, og knötturinn sveif í stórum boga yfir Birki markvörð og datt í markið við stöngina. Fallegt mark. Eftir þetta áfall hrundi leikur Skaga- manna og var ekki heil brú í leik þeirra fram að leikhléinu. FH gekk á lagið og sótti stíft og uppskeran var tvö mörk. Gátu jafnvel orðið fleiri. Fyrst komst Jón Erling Ragnarsson einn inn fyrir en Birkir varöi mjög vel frá honum. Mark lá í loftinu og á 37. mín. skoraði FH annaö mark sitt eftir mjög góðan undirbúning Harðar Magnússonar. Hann óð upp með boltann upp að enda- mörkum, lék á Guðjón Þórðarson og sendi síðan vel fyrir markið. Þar kom Ingi Bjöm Albertsson á fleygiferð og fékk nægan tíma til að taka knöttinn niður á brjóstinu og skora af öryggi. Steinsofandi varnarmenn lA horfðu á. Á 43. mín. komst FH í 3—0 með heppn- ismarki. Skagamönnum tókst að hreinsa frá eftir sókn FH. Boltinn barst til Jóns Erlings, sem átti skot á mark IA, og knötturinn stefndi að nær- stönginni. Birkir kastaði sér til að verja en boltinn fór í öxl Sigurðar Lár- ussonar, breytti um stefnu og stefndi nú að fjærstönginni. Birki hafði tekist að komast á fætur og kastaði sér í hitt —varðioft frábærlegavel —FHskoraði þrjúfyrstumörkin Halldór Halldórsson markvarsla. — frábær homið, hafði hendur á knettinum en knötturinn var þá kominn yfir mark- línuna, að minnsta kosti dæmdi dómar- inn öli Olsen, sem var vel staðsettur, þegar mark. 0—3 og áhorfendur á Skipaskaga trúðu vart sínum eigin augum. Halldór frábær Hörður Helgason, þjálfari Skaga- manna, hefur heldur betur lesið yfir mönnum sínum i leikhléinu því þeir komu mjög ákveðnir til leiks í síðari hálfleik. Hófu strax stórsókn og skor- uöu eftir aðeins tvær mínútur. Hörður átti skot á markið — knötturinn hrökk í varnarmann FH og til baka út í teig- inn. Þar kom Ámi og skoraði með þrumuskoti sem Halldór átti ekki möguleika að verja. Skagamenn lögðu allt í sóknina og það varö til þess að vöm þeirra opnaðist stundum illa eftir skyndisóknir FH. Á 60. mín. komst Ingi Bjöm einn í gegn, átti aöeins Birki eft- ir en markvöröurinn sá við honum og varði glæsilega hörkuskot Inga. Á 68. mín. skoraði IA aftur og spenn- an komst í hámark. Það var eins og endurtekning á marki Árna en nú var það Aðalsteinn Víglundsson, sem rétt áður hafði komið inn sem varamaður, sem skoraði. Hann fékk knöttinn rétt utan vítateigs og spyrnti viðstöðulaust upp í þaknetið á markinu. Fallegt mark og 20 mínútur eftir. En þá kom að glæsilegum þætti Hall- dórs Halldórssonar, markvarðar FH. Varði hreint ótrúlega vel — fyrst skalla frá Herði, síðan aukaspyrnu frá Áma og þar á eftir hörkuskot Aðal- steins. Glæsileg tilþrif og hann hélt FH algjörlega á floti. SIGURGANGA PARIS SG HELDUR ÁFRAM — sigraðí á útivelli í 7. umferð Parísar-liðið Saint Germain heldur áfram sigurgöngu sinni i 1. deildinni frönsku í knattspyraunni. Hefur lelkið sjö leiki án taps og vann þýðingar- mikinn sigur á föstudagskvöld. Sigraði þá Auxerre, 0—1, á útivelli. Fabrice Poullain, sem keyptur var frá Nantes i sumar, skoraði eina mark leiksins eftir snjalla samvinnu við júgóslavneska landsliðsmanninn Safet Susic. Það var á60. min. Nantes er í öðru sæti og vann einnig góðan sigur á útivelli. Jose Toure skoraði eina markið í Lille eftir góðan undirbúning Vahil Halilhodzic, marka- skorarans mikla hjá Nantes, og hefur verið valinn í franska landsliðiö gegn Uruguay á miðvikudag. Meistarar Bordeaux urðu fyrir enn einu áfallinu gegn Rennes þegar Patrick Battiston, landsliðsmaðurinn kunni, varð að yfirgefa völlinn vegna meiösla á 52. min. Hann hafði áður sent knöttinn í eigið mark á 35. min — jöfnunarmark Rennes í 1—1 eftir að Marc Pascal hafði náð forustu fyrir Bordeaux á 14. mín. Þjóðverjinn Uwe Reinders kom Bordeaux í 2—1 með skalla á 44. mín. og síðan komust meistararnir í 3—1 með marki Alain Giresse á 74. mín. Oscar Miiller minnkaði muninn í 3—2 á 77. mín. Fleiri urðu mörkin ekki. Portúgalinn Fernando Chalana kom inn sem vara- maöur hjá Bordeaux í síðari hálfleik í stað Bernard Lacombe sem lék á ný eftirmeiðsli. Urslit. Auxerre—Paris SG 0-1 Nice—Lens 1-1 Lille—Nantes 0—1 Bordeaux—Rennes 3-2 Toulouse—Toulon 4—0 Bastia—Monaco 0-0 Laval—Sochaux 3-1 Marsettles—Nancy 2-0 Le Havre—Brest 2-0 Metz—Strasbourg 0-0 Nokkrir ísl. ríkisstarfsmenn í sumarfríi fylgdust með leiknum í Nice. Þar bar helst til tíöinda að markvöröur Lens (frb. Lans) — Geatan Huard — var fluttur á sjúkrahús eftir samstuð við miðherja Nice, Argentínumanninn Jorge Domingues. -hsim Staðan er Paris S.G. Nantes Bordeaux Lens Monaco Nancy Toulon Toulouse Sochaux Metz Rennes Laval Nice LeHavre Lttle Strasbourg Brest Auxerre Marseilles Bastia nú þannig. 7 6 1 0 16- 5 13 7 4 3 0 7— 2 11 7 2 2 3 7 3 0 4 7 2 2 3 7 2 2 3 7 13 3 7 115 7 115 9-11 9—11 6— 8 6— 9 7— 8 8— 14 4-17 Síöasta marktækifæri leiksins fékk FH hins vegar. Ingi Bjöm komst einn í gegn, spyrnti knettinum framhjá Birki en Siggi Lár. kom á fleygiferð og tókst aö bjarga á marklínu. Lokakafla leiks- ins sótti IA stíft en fékk ekki afgerandi færi. Mikil kaflaskipti Það voru mikil kaflaskipti í leik Skagamanna að þessu sinni, góð byrj- un, hrun eftir fyrsta mark FH en stíft sótt í s.h. Birkir var langbestur þeirra. Bjargaði oft vel í skyndisóknum FH og þeir Ámi, Olafur Þórðarson og Guðjón áttu góða spretti. Hjá FH var Halldór yfirburðamaður, Dýri Guðmundsson sterkur í vöminni og Janus Guðlaugs- son mjög drjúgur. Mikill styrkur fyrir FH að hafa fengið hann á ný. Liðin voru þannig skipuð: Akranes. Birkir, Guðjón, Olafur, Sig- urður, Jón Áskelsson, Hörður, Svein- bjöm, Július Ingólfsson (Heimir Guð- mundsson), Karl Þórðarson, Valgeir Barðason (Aðalsteinn) og Ámi. FH. Halldór, Viðar Halldórsson, Dýri, Þórður Sveinsson, Henning Henningsson, Guöm. Hilmarsson (Kristján Gíslason), Magnús, Janus, Ingi Bjöm, Hörður, Jón Erling. Áhorfendur 720. Maður leiksins: Halldór Halldórs- son, FH. SE/hsim. Einherji enn ef stur — íB-riðli 3- deildar Mikil spenna er enn í B-riðli þriðju deildar og þrjú lið berjast enn um að komast í 2. deild. Einherji i Vopnafirði stendur best að vigi. Hefur þremur stigum meira en Magni og Tindastóll. Næstkomandi laugardag leikur Ein- her ji við Tindastól á Vopnaf irði. 011 efstu liðin sigruðu í leikjum sín- um á laugardag en úrslit urðu þá þessi. Austri—Huginn 3—4 Magni—Þróttur, N. 4—0 HSÞ—Einherji 1—2 Tindastóll—Valur, Rf. 2—0 Hart var barist í fyrri hálfleik í leikn- um í Grindavík. Magni skoraði þá eitt mark en í síðari hálfleiknum urðu mörk liðsins þrjú og öruggur sigur í höfn. Hringur Hreinsson skoraði þrjú af mörkum Magna, Jón Ingólfsson eitt. Norðfirðingar fengu ekki teljandi færi í leiknum. Á Sauðárkróki vann Tindastóll öruggan sigur á Valsmönnum frá Reyðarfirði. Þeir Guðbrandur Guð- brandsson og Eyjólfur Sverrisson skoruöu mörk Tindastóls. En Einherji hélt forystu sinni í riðlin- um með því aö hljóta þrjú stig í Mý- vatnssveit. Hefur því þriggja stiga for- ustu áfram. Kristján Davíðsson var betri en enginn fyrir Vopnfirðinga í leiknum. Skoraöi bæði mörk Ein- hverja. Staðan í riðlinum er nú þannig. 19 11 3— 9 11 7 4 2 1 19— 9 10 Einherji 14 10 2 2 30-15 32 7 2 4 1 5—4 8 Magni 14 9 2 3 29—16 29 7 4 0 3 10—10 8 Tindastóll 14 8 5 1 19-6 29 7 3 2 2 7—8 8 Leiknir, F. 14 8 1 5 20-19 25 7 3 0 4 14—12 6 Austri 14 4 6 4 24-20 18 7 2 2 3 10^-10 7 1 4 2 5—5 6 6 Þróttur, N. 15 4 4 7 20-21 16 7 2 2 3 8-9 6 Huginn 14 3 2 9 16-23 11 7 1 4 2 6-7 6 Valur, Rf. 13 3 2 8 19-27 11 7 1 4 2 6—7 6 HSÞ 14 1 2 11 17-39 5 Eins og áður segir mætast Einherji og Tindastóll á Vopnafirði nk. laugar- dag en Magni leikur þá við Val á Reyðarf jarðarvelli. Tvær umferöir eru eftir. hsím. FRAM-VÍÐIR á aðalleikvangi Laugar- dalsvallar í kvöld kl. 19.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.