Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1985, Side 29
DV. MANUDAGUR19. AGOST1985
29
Smábátahöfn á Seyðisfirði:
„Tileinkaði þetta trillu-
, — segir nýútskrif aður arkitekt
„Ég tileinkaöi trillukörlunum
verkefniö. Mér fannst aö þeir ættu þaö
fyllilega skilið,” segir Þóra
Guömundsdóttir, arkitekt á Seyðis-
firði, við DV.
Þóra hefur nýlokið arkitektanámi í
Danmörku. Hún er Seyöfiröingur í húð
og hár og valdi því lokaverkefni sitt frá
heimaslóðum. Fyrir valinu varö smá-
bátahöfn og tilheyrandi byggingar sem
tengdar eru henni. Ekki er þó líklegt aö
verkefniö veröi aö veruleika í nánustu
framtíð. Það var sýnt bæjarbúum 17.
júní og leist öllum vel á þessa hug-
mynd Þóru.
„Þarna á að vera veiðarfæra-
verslun, sjómannaheimili, sjómanna-
kaffi, þar sem gömlu dansarnir veröa
dansaöir, fiskbúð og úti á bryggu-
endanum veröur veitingahús sem ég
hef kallað „Hrognkelsið”, segir Þóra.
Margt fleira verður í þessum bygg-
ingum sem Þóra hefur teiknaö. Þar
veröur m.a. aðstaöa fyrir trillu-
karlana.
Þóra arkitekt vinnur þessa stundina
sem kokkur á hóteli staðarins og svo
rekur hún einnig farfuglaheimilið. En
• Þóra Guðmundsdóttir arkitekt
stendur hér við teikningar af loka-
verkefni sínu.
er eitthvað aö gera fyrir arkitekt é
Seyðisfirði?
„Já, það er margt sem þarf aö gera
hérna og ég er ekki hrædd um aö ég
verði aögerðalaus,” segir Þórt
Guðmundsdóttir.
APH
Hluti af þeim húsum sem Þóra teiknaði við smábátahöfnina á Seyðisfirði. DV-myndir PK
• Hjónin Þráinn Skarphéðinsson og Gunnhildur Ingvarsdóttir i prentsmiðju sinni og virða fyrir sér nýút-
komið eintak af fréttablaðinu Austra. DV-mynd PK
Furðutjald
á Selfossi
Frá Kristjáni Einarssyni, Selfossi:
Hér á Selfossi hefur verið starfrækt
þjónusta fyrir ferðafólk af ýmsu tagi
undanfarin ár. Helst ber að nefna
tjaldstæðið. Þar hefur aðstaðan verið
að lagast með hverju árinu. Þeir sem
hafa fylgst með umferðinni á stæðinu
hafa í gegnum tíðina séð furðulegustu
tjöld rísa þar.
Oftast eru það erlendir ferðamenn
sem eru með útbúnað sem vekur at-
hygli. Það er þó ekki einhlítt. Einn dag-
inn fyrir stuttu átti ég leið framhjá
tjaldsvæðinu og sá nokkuð furðulegt.
Hjón, sem búa hér á staðnum og hafa
gert lengi, höfðu ekið bíl sínum inn á
svæðið og tjaldað. Þetta varð að at-
huga betur.
Jeppatjald
Mér var tekið með kostum. Fékk
bæði kaffi og meðlæti því þarna fór
fram vígsla á nýju tjaldi þeirra hjóna.
Kunningi þeirra hafði saumað það og
var verið aö prófa gripinn í fyrsta
skipti. Tjaldið var einkennilega útbúið.
Því var rennt aftan á jeppa hjónanna.
Afturhleri bílsins var opnaður og verö
ur þá bíllinn og tjaldið ein heild. Ekk
er heldur nauðsynlegt að hafa bílinn 0{
tjaldið fasttengt. Hægt er að rennt
tjaldinu frá bílnum og er þá dulu rent
opið. Stendur þá tjaldið sjálfstætt
Yfirbygging jeppans er unnin af hjón
unum og var tjaldiö þeirra hugmynd.
-EH
Mikið að gera í prentverkinu fyrir austan:
Gunnhildur lýsir vel nálægö vinnu-
staöarins við heimilið og hversu mikið
er að gera þegar hún segir: „Þráinn
rennir sér niður handriðið á morgnana
en skríður upp stigann seint á
kvöldin.”
Þaö eru 14 ár síðan þau hjón byrjuðu
með prentsmiðjurekstur á Egils-
stöðum. Síðan þá hefur fyrirtækið
vaxið stöðugt. Verkefnin eru fjölþætt.
Prentun af nær öllu tagi. Þá má geta
þess að þarna er prentaö fréttablaðið
Austri sem gefið er út á Egilsstööum.
„Það er nóg að gera hérna á Egils-
stööum. Þegar ég flutti hingað fyrir 14
*
r' (iii
• Ásgeir Long við BARCO öryggisleiðara.
RENNIR SER NIÐUR HAND-
RIÐIÐ Á MORGNANA -
SKRÍÐUR UPP Á KVÖLDIN
„Viö byr juðum með prentsmiðjuna í
litlum bílskúr og nú erum við komin í
280 fermetra húsnæði,” segir Þráinn
Skarphéöinsson, prentsmiðjueigandi á
Egilsstöðum, við DV. Hann og kona
hans, Gunnhildur Ingvarsdóttir, eiga
prentsmiðjuna Héraðsprent. Rekstur-
inn hefur gengið vel og nóg að gera að
sögn þeirra. Nýlega fluttu þau í nýtt
húsnæði. Þaö er myndarlegt hús á
tveimur hæðum. A neðri hæðinni er
prentsmiðjan og á þeirri efri búa þau
hjón og þeirra börn. Þau segja að það
sé ákaflega heppilegt að hafa vinnu-
staðinn svona nálægt heimilinu.
Kosturinn er að sjálfsögðu að það er
stutt aö fara í vinnu.
árum spurðu menn mig á hverju ég
ætlaöi mér að lifa hérna fyrir austan.
Það væri ekkert fyrir prentara að gera
hérna. En reyndin hefur orðið önnur,”
segir Þráinn, prentari í Héraðsprenti.
APH
Nýrbúnaðuríbáta:
ÖRYGGIS-
LEIBARI
Hafin hefur verið framleiðsla á
öryggisbúnaði sem svarar kröfum
norrænna reglna um björgunarstiga í
bátum. Búnaðurinn hefur verið
nefndur BARCO öryggisleiðari og er 3
m langur stigi úr áli og næloni sem
komið er fyrir í litlu plasthylki.
Hylkinu á að koma fyrir í bátnum
þannig að handfang sem tengist því
lafi annaðhvort út fyrir borðstokk eða
út um lensport ef um þilfarsbát er að
ræða.
Falli maöur útbyrðis þarf hann að
toga snöggt í handfangiö, en við það
brestur svonefnt slitauga. Getur
maðurinn þá dregið öryggisleiðarann
til sín og fetað sig upp eftir honum um
borð.
Búnaður þessi hefur verið prófaður
af Siglingamálastofnun og SVFI og er
viðurkenndur af fyrrnefndu stofnun-
inni. Hönnuður er Ásgeir Long, eigandi
fyrirtækisins BARCO sem framleiðir
öryggisleiðarann. Hefur Ásgeir sótt
um einkaleyfi á honum.