Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1985, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1985, Qupperneq 40
40 DV: MÁNUDAGUR19. ÁGÚST1985 Andlát Þorgerður Hanna Haraldsdóttir, sem lést á Landakotsspítala 12. ágúst, verður jarðsungin í dag, mánudag 19. ágúst, kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Hanna var fædd að Syðri-Rauðamel 21. apríl 1926, dóttir hjónanna Haralds Líf- gjarnssonar og Ulfhildar Hannes- dóttur er þar bjuggu. önnur börn þeirra voru Lífgjarn Ingi, Hrafnhildur og Sigurður Bjarni. Er þau slitu sam- vistum, hóf Ulfhildur búskap með Andrési Jónssyni frá Eyrarbakka og áttu þau tvo syni, Kristján og Hilmar. Hanna var tekin í fóstur til þeirra Þorleifs Jónssonar og Jóhönnu Olafs- dóttur en þá bjuggu á Syðri-Rauðamel. 1951 giftist hún Gunnlaugi Jónssyni veggfóðrameistara, og eignuðust þau þrjú börn, Hrafnhildi, Þorleif og önnu Sigríði. Helga Jónsdóttir frá Sílalæk, Boða- granda 7 Reykjavík, lést 8. ágúst í Landakotsspítala. Baldur Jónsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri, Blöndubakka 5 Reykja- vík, lést 14. ágúst. Otförin fer fram frá nýju kapellunni í Fossvogi miðviku- daginn21. ágúst. Sarnuel Stewart Ritchie, Þórsgötu 29 Reykjavík, sem lést 13. ágúst sl., verður jarðsunginn þriðjudaginn 20. ágúst kl. 15 í Háteigskirkju. Christa Jóhannsson, Oöinsgötu 9 Reykjavík, sem lést 12. ágúst sl., verður jarösungin frá Háteigskirkju þriðjudaginn 20. ágúst kl. 13.30. Umhelgina Um helgina Margt gott leyndist þar Það var ýmislegt gott sem leyndist í útvarps- og sjónvarpsdagskránni þessa helgi. Drög að dagbók vikunn- ar sem Páll Heiðar sér um er jafnan töluvert tilhlökkunarefni. Þátturinn er mjög fagmannlega saman settur, alvarleg málefni og léttara hjal renna saman í góða heild. Margur blaöaskríbentinn fær áreiðanlega að- eins í magann þegar kemur að skop- inu í lokin, af ótta við að eiga eitt- hvaö af fjólunum sem þar eru tíndar til. Tylftarþraut, spurningaþáttur út- varpsins á sunnudagskvöldum, veld- ur sjálfsagt mörgum heilabrotum og það í meira en einum skilningi. Fyr- irkomulagið á honum er frámuna- lega flókið og lýsi ég hér með eftir þeim hlustanda sem kann skil á því. Spurningarnar eru þó yfirleitt ágæt- ar og óneitanlega gaman að spreyta sig á þeim. Af sjónvarpsefni þessara daga nefni ég hér þýska flokkinn um Hitl- ersæskuna, Blut und Ehre. Enn eitt afsprengi af uppgjörinu viö nasism- ann, vel gerðir þættir. Nú ætti sjón- varpið að drífa í því að fá þættina sem slógu rækilega í gegn í Þýska- landi i fyrra, Heimat, þar sem fylgst er með þorpinu Hiinsriick og fólkinu þar gegnum þrengingar aldarinnar. David Lean, hinn aldni breski leik- stjóri, var svo viðfangsefni mjög fróðlegrar heimildarmyndar sama kvöld. Þaö er ótrúlegt hvað sá maður hefur afrekaö á sviði stórmynda, og enn virðist hann eiga mikið þrek eft- ir, þó orðinn sé hálfáttræður. Glefs- umar úr gömlu svarthvítu myndun- um sem hann gerði í Bretlandi voru skemmtilegar og væri gaman að sjá eitthvað af þessum myndum á skján- umhér. Notalegheitin sátu í fyrirrúmi und- ir lok útvarpsins á sunnudagskvöld, Tómas R. Einarsson sneri djassskíf- um og var það góð tilbreyting frá rokkdynjandanum alla daga. Það er sáluhjálparatriði að heyra viö og við í órafmögnuðum og ótölvustýrðum hljóðfærum. Stefán Jökulsson lauk svo deginum á sinn þægileg hátt. Það er góð ráðstöfun að hafa slíkan þátt sem nær fram yfir miðnætti, því þeir eru margir nátthrafnarnir á Islandi. PéturAstvaldsson. Happdrætti Happdrætti Lögregiu- félags Reykjavíkur Dregið hefur verið í byggingahappdrætti Lögreglufélags Reykjavíkur og komu vinningar á eftirtalin númer: 1. Sharpmyndbandstækiánúmer9804. 2. Fimm daga ferð til Amsterdam fyrir tvo á númer 10545. 3. Fimm daga ferð til Amsterdam fyrir tvo á númer 10951. 4. Pioneerhljómflutningstækiánúmer5729. 5. Sharplitasjónvarpánúmerll42. 6. Sharpheimilistölvaánúmer5139. 7. Sharp ferðatæki á númer 8044. 8. Sharpferðatækiánúmer 10017. 9. Sharp ferðatæki á númer 746. Handhafar vinningsmiða eru vinsamlegast beðnir að snúa sér til Jóns Amars Guðmunds- sonar, lögreglustöðinni, Hverfisgötu 113, eða í síma 10200. Vinninga skal vitjað innan eins árs. Þökk fyrir stuðninginn. Hestamanna- féiagið Hörður Þann 15. ágúst var dregið í happdrætti íþróttadeildar hestamannafélagsins Harðar. Eftirtalin númer hlutu vinning: 1. Reiðhestur undan Ofeigi 818 frá Hvann- eyri, nr. 3224. 2. Reiöhestur undan Kolbaki 925 frá Egils- stöðum, nr. 3271. 3. Einn farmiði til Kaupmannahafnar með leiguflugi sumarið ’85 hjá Samvinnuferð- um/I.andsýn, nr. 7662. 4. Málverk eftir Pétur Behrens, nr. 8432. 5. Hljómtæki frá Radíóbúðinni, nr. 574. 6. Tamning frá tamningastöðinni í Helga- dal, nr. 7834. 7. Hnakkur frá heimilisvörudeild SlS, nr. 3285. 8. Vöruúttekt frá Hagkaupi, nr. 6192. 9. Reiðhestablanda frá fóðurvörudeild SIS, nr. 472. 10. Folatollur: Adam 978 frá Meðalfelli, nr. 1857. 11. Folatollur: Blakkur 977 frá Reykjum, nr. 3379. 12. FolatollUr: Dreyri 834 frá Alfsnesi, nr. 1104. 13. Folatollur: Feykir 962 frá Hafsteinsstöð- um, nr. 552. 14. Folatollur: Hervar 963 frá Sauðárkróki, nr. 7114. 15. Folatollur: Kolbakur 730 frá Gufunesi, nr. 6184. 16. Folatollur: Máni 949 frá Ketilsstöðum, nr. 1467. 17. Folatollur: Náttfari 776 frá Ytra Dals- gerði, nr. 8445. 18. Folatollur: Ofeigur 818 frá Hvanneyri, nr. 7247. 19. Folatoilur: Skór823fráFlateyri, nr. 1413. 20. FolatoUur: Sörli 653 frá Sauöárkróki, nr. 3745. 21. Folatollur: Viðar 979 frá Viðvík, nr. 542. 22. Folatollur: Þáttur 722 frá Kirkjubæ, nr. 1203. 23. 5 graskögglapokar frá Brautarholti, nr. 7075. 24. 6 járningar. Valdimar Kristinsson, nr. 87. 25. Sodastreamtæki frá Sól hf., nr. 7172. 26. Beisli frá Hestamanninum Armúla, nr. 1174. 27. Málsverður fyrir 2 í veitingahúsinu 1 Kvosinni, nr. 3249. 28. Lamb frá Helgafelli, nr. 8480. 29. KjúklingarfráMóum, nr. 7440. Vinningshafar hringi í síma 29099 eða 666753 eftir 25. ágúst nk. Ath. Vinningar skulu sóttir innan árs frá því dráttur fór fram. Birt án ábyrgðar. Tilkynningar Yfiriitssýning í læknisfræði Menningarstofnun Bandaríkjanna stendur fyrir sýningu á nýjungum í læknisfræði (Medicine Today USA) dagana 26. ágúst til 10. september í húsakynnum Domus Medica við Eiriksgötu í Reykjavík. Verður hún öUum opin daglega frá kl. 14—22 og einnig um helg- ar. Er starfsfólk heilbrigðisstofnana sérstak- lega hvatt tU að koma á sýninguna en allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 621020. Fyrstir með fréttirnar umuN alla vikuna Urval vid allra hœfi < Q D FÁST Á BLAÐSÖLU^ Góða ferð! => KR—INIýtt félagsheimili Knattspyrnufélag Reykjavíkur mun taka nýtt félagsheimiU í notkun 24. ágúst nk. Þann sama dag verður haldinn „KR-dagurinn 1985”. Mikið verður því um að vera vestur í FrostaskjóU á laugardaginn og býður KR öUum áhugamönnum um íþrótta- og æsku- lýðsmál í heimsókn, tU að skoða hið nýja félagsheimiU og kynnast hinu góskumikla starfi innan félagsins af eigin raun. Geðhjálp Geðhjálp er félag fólks með geðræn vanda- mál, aðstandenda þess og velunnara. Félags- miðstöðin er að Veltusundi 3 B (við Hallæris- plan). Sími 25990. Opiðhús tU 1. september: Mánudaga kl. 14 tU 17. Föstudaga kl. 14 tU 17. Laugard. kl. 14 tU 18. Símaþjónusta alla miðvikudaga kl. 16 til 18. Símsvari allan sólarhringinn sem gefur upp- lýsingar um starfsemi félagsins. Vetrarstarfið hefst 1. september og verður það auglýst síðar. AUir velkomnir í opið hús. Hússtjórnin. Afmæli 75 ára Sjötíu og fimm ára er í dag, mánudaginn 19. ágúst, Sigurður Sv. Guðmundsson frá Árbakka í Hnifsdal. Sigurður hefur starfaö i Hnífsdal alla tíð og rekið þar Rækjuverksmiðjuna hf. Kona hans er Aðalheiður Tryggva- dóttir og verða þau hjón í Reykjanesi við ísaf jarðardj úp á afmælisdaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.