Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1985, Qupperneq 43
DV. MÁNUDAGUR19. ÁGUST1985
43
Þrír af aðstandendum gróðrarstöðvarinnar é Laugarbakka, (f.v.) Bjöm Hannesson, Regína Þórarinsdóttir
og Kristin Sigurðardóttir. DV-mynd PK.
MllJ
Fyrsta
„ÖNNUM
„Þaö má segja aö þetta sé langtíma
draumur sem er aö rætast,” sagði
Bjöm Hannesson búfræðingur, en
hann setti í vor á fót garðyrkjustöð á
Laugarbakka, ásamt konu sinni
Kristínu Sigurðardóttur, Regínu
Þórarinsdóttur garðyrkjufræðingi og
rarstöðin sett á fót á Laugarbakka:
EKKIEFTIRSPURN”
manni hennar, Víði Gissurasyni.
I vetur reistu þau tvö 500 fermetra
gróðurhús og hófu svo að rækta
tómata, gúrkur og paprikur í byrjun
sumars.
„Undirtektir hafa verið mjög
góðar,” sagði Björn, „við önnum ekki
eftirspurn. Það er engin samkeppni
hér á svæðinu og við seljum bæði í
Húnavatnssýslur og á Strandir. Hita-
veitan hér er góð og nóg af heitu vatni.
Við vitum ekki enn um verðið á vatninu
en það verður sanngjarnt.”
JKH
Brauðgerðin Krútt á Blönduósi:
Getur bakað 20 þús.
krínglur á dag
„Það er erfitt að sinna neyslukröfum
fólks hér á staðnum án þess að hafa
verslun,” sagði Oskar Húnfjörð hjá
Brauðgerðinni Krútt á Blönduósi, en
fyrirtækið hefur nýlega fest kaup á
húsnæði undir eigin brauðbúð. „Það
hafa komið ákveðnar óskir frá Blöndu-
ósingum um að við kæmum þessu á fót
og við höldum að búðin komi bæði
okkur og neytendum til góða.”
Brauðgerðin Krútt var stofnuð árið
1968 og einskorðaðist framleiðslan við
kringlur og tvíbökur til að byrja með.
Nú framleiðir fyrirtækið líka brauð og
kökur og selur út um allt land. Hjá því
vinna á milli 15 og 20 manns og eru
bakarar að störfum í vaktavinnu allan
sólarhringinn.
„Þetta er fjörugur og harður „bis-
ness”. Samkeppnin er nánast gengin
út í öfgar og nú er markaðurinn erfið-
asti þátturinn í þessum rekstri,” sagði
Oskar. Hann sagði afkastagetu
fyrirtækisins vera mikla, til dæmis
gætu þeir bakað um 20 þúsund kringlur
ádag.
Á döfinni hjá fyrirtækinu næst er að erum komnir með lóð þar,” sagði
setja upp bakarí á Olafsfirði. „Við Oskar Húnfjörð. JKH
Óskar Húnfjörð, framkvæmdastjóri Brauðgerðarinnar Krútt. DV-mynd PK.
VANTAR SKÁPAPLÁSS?
ACME-FATASKÁPUR
undir súð
Þegar byggt er undir súö, er talað um að
allt að 50% af plássinu nýtist ekki vegna
ónægrar lofthæðar.
ACME-kerfið býður upp á fjölbreyttar
lausnir á fyrirkomulagi fataskápa og það
þarf ekki endilega að vera manngengt inn
í fataskáp.
Hafðu samband við okkur og fáðu fillögur
að nýjum fataskáp sniðnum eftir þínum
þörfum.
midas
cMMN#K
Grensásvegiö (áóur Axminster)
simi 84448
Raftækjaverslun
Af sérstökum ástæðum er til sölu ein af hinum
þekktu raftækjaverslunum á höfuðborgarsvæð-
inu.
Þeir sem hafa áhuga hafi samband við auglýs-
ingaþjónustu DV i síma 27022 fyrir 25. ágúst. H-
7138.
Byggðaþjónustan
auglýsir eftir 3ja herb. íbúð fyrir tölvufræðing.
íbúðin þarf aðvera á 1. hæðeða í góðu lyftuhúsi.
Leigutími 1 ár, gr. fyrirfram.
Nánari uppl. á skrifstofu vorri.
Byggðaþjónustan,
Nýbýlavegi 22, Kópavogi.
Sími 41021.
Andlitsböð, húðhreinsun, litun
fótsnyrting, vaxmeðferð,
k hand snyrting og /
kvöldsnyrting.
GYÐJAN, snyrtistofa og snyrtivörubúð
Skipholti 70, simi 35044.
DDDaaDBaaoaoaaaBDaaanaaaaoaanooaDDDDaaDDDaaD
TOR FÆRUAKSTURS KEPPNI
STAKKS
1. september vifl Grindavfk.
Keppt verður f:
1. sérútbúnum flokki. 2. götubílaflokki.
!
Þátttaka tilkynnist í síma 92-1102.
aoaDaaaBBaaaBaoananaaoaoBPaaogaaoaaanBBBap