Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1985, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1985, Qupperneq 48
FRÉTTASKOTIÐ Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og tfreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið í hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gœtt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn^ MÁNUDAGUR 19. ÁGÚST 1985. mr Blanda af gleði og sorg á Evrópumótinu í hestaíþróttum í Svíþjóð: Islendingarnir dæmdir úr leik í gæðingakeppni Frá Eiriki Jónssyni safnstjóra á EM í hestaíþróttum i Svíþjóð: Frammistaða íslensku keppnis- sveitarinnar á Evrópumótinu í hestaíþróttum í Svíþjóö var blanda af gleði og sorg. Eftir mjög glæsilega byrjun er íslenska hryssan Hilda frá Olafsvík, sem Sigurbjöm Bárðarson sýndi, efst í flokki hryssna á kynbótahrossakeppninni. Sigraöi Benedikt Þorbjörnsson, sá prúði og hæverski knapi, á Styrmi i fimm- gangi. Hann skaut þar aftur fyrir sig m.a. Hoyos-bræðrunum, Piet og Jo- hannesi. Johannes sat Fjölni frá Kvíabekk og varð Evrópumeistari í samanlögðu í fimmgangi og er það i annaö skipti í röð á EM sem Fjölnir nær þeim árangri. Tómas Ragnars- son sat Fjölni í Þýskalandi 1983 og urðu þeir Evrópumeistarar þar. Síðan fór að halla undan fæti fyrir íslensku keppendunum. Lauk keppni svo að þeir Eiríkur Guðmundsson á Hildingi og Aðalsteinn Aðalsteinsson á Rúbín voru dæmdir úr leik í gæð- ingaskeiði. Þar höfðu þeir lent í 2. og 3. sæti. Vom þeir félagar kæröir og dómur þeim í ófiág. Eiríkur var ákærður fyrir að nota ekki hjálm í keppninni, en Aðalsteinn fyrir að gegna ekki nafnakalli í öðrum spretti í gæðingaskeiðinu. Alli fékk að fara síðastur í gæöingaskeiðinu, en var siðan kæröur og dæmdur úr leik. Islensku keppendurnir vom mjög óánægðir með svissneska dómarann, sem dæmdi niður hægingu í gæðinga- skeiði. Hann gaf lágar einkunnir fyr- ir þaö sem á Islandi er talin nánast fullkomin niðurhæging. Var mikið af kærumálum í gangi og margar nefndir aö störfum. Vildu margir Is- lendinganna líkja þessu við „Jóns- málið” fræga hér heima. Aðrir sigurvegarar vom þessir: I gæðingaskeiði sigraði Vera Reber, Þýskalandi, á Frosta. I tölti sigraði Wolfgang Berg, Þýskalandi, á Funa. I hlýðnikeppni sigraði Lone Jensen, Danmörku, á Grana. I 250 m skeiði sigraði Dorte Rasmussen, Dan- mörku, á Blossa. I f jórgangi sigraði Danela Schmitz, Þýskalandi, á Seifi. I víðavangshlaupi sigraði Line Haugslin, Noregi, á Snækolli. Johann- es Hoyos varð Evrópumeistari í samanlögðum fimmgangsgreinum, en hann átti einnig efsta stóöhestinn í kynbótahrossakeppninni, Gáska frá Gullberastöðum, sem hlaut 8,25 í einkunn. Treben Troels-Smith, Dan- mörku, sigraði í fjórgangsgreinun- umáVæng. Danir komu mjög á óvart með góðri frammistööu, enda ríkti mikil gleði í herbúðum þeirra. Islensku keppendurnir höföu flestir selt hesta sína og eru nú á leið heim. -JSS Útihúsin á Ósabakka brunnu um helgina: Kveikti Ijósa- peraíheyinu? Eldur kom upp í hlöðu og breiddist skjótt út á bænum Osabakka á skeiðum um miðnætti á sunnudags- nótt. Varð eldsins fyrst vart í heyi i hlöðunni. Klukkan rúmlega tólf logaði í fjárhúsi, hrútakofa og áhaldaskúr auk hlöðunnar. Slökkvilið frá Brunavörnum Árnessýslu kom á staðinn klukkan rúmlega tólf. Unnið var við slökkvi- störf fram til klukkan niu næsta morgun. Tókst að bjarga um helmingi heysins en alls voru 8.000 baggar í hlöðunni. Ibúðarhúsið, sem stendur norðan við Skálholtsveginn, var aldrei í hættu vegna eldsins. Otihúsin standa sunnan viö veginn. FéUu þau alveg í brunanum. Rafmagn var á hlöðunni. Grunur leikur á að kviknað hafi í út frá ljósa- peru. Ekki er talið að eldsupptökin hafi verið í sjálfu heyinu. -EH. • Þó stutt sé I íshafið kvörtuðu krakkarnir á Suðureyri við Súgandafjörð ekki um kulda þar sem þeir syntu og busluðu í sjónum i góðviðrinu í siðustu viku. Eftir nokkrar minútur í vatninu þótti þeim þó gott að leggjast i heitan sandinn í fjörunni og láta sólina verma sig. Svo stungu þeir sár i sjóinn aftur. StofnaðLands- fjárbænda Landssamband sauöfjárbænda var stofnað á Hvanneyri nú um helgina. Fimm manna stjórn var kjörin á stofnfundinum og er for- maöur hennar Jóhannes Kristjáns- son, bóndi á Höfðabrekku í Mýrdal. Jóhannes sagði í samtali við DV í morgun að undirbúningur að stofnun sambandsins hefði hafist í fyrravor þegar stofnuð voru félög sauðfjár- bænda í hverri sýslu, og voru 58 full- trúar þessara félaga þátttakendur á fundinum um helgina. Drög að lögum fyrir sambandiö voru unnin núívor. „Markmiðið með stofnun þessara samtaka er að vinna að eflingu bú- greinarinnar en það eru markaðs- málin sem eru stóri höfuðverkurinn. Við teljum að þetta geti hugsanlega haft þau áhrif til bóta, að tekið verði upp strangara kjötmat sem skiiaði svo betri vöru til neytenda. Eins má nefna aö það þyrfti að lækka vöru- verðið ef þess er nokkur kostur,” sagðiJóhannesKristjánsson. -pó BENSÍNÞJÓFUR Bensínþjófur var tekinn í Breið- holti í gærkvöldi. Var maðurinn að stela bensíni af bifreið sem stóð við Völvufell. þegar hann var gómaður klukkan rúmlega ellefu. Tók lögreglan manninn í sína vörslu. Var hann færður á lögreglu- stöðina til yfirheyrslu. .rh Reiði ríkir í Færeyjum vegna komu Sea Shepard: STEFNIR í ÁTÖK Þá er fokið I flest skjól ef mörlandinn getur ekki riðið skammlaust, lengur!; Frá Edvard T. Jónssyni, fréttaritara DVíFæreyjum: Sea Shepard, skip samnefndra náttúruverndarsamtaka, kom til Færeyja frá Islandi snemma á laug- ardagsmorgun og liggur nú við fest- ar í Nolseyjarsundi skammt fyrir ut- an Þórshöfn. Skipverjar, sem eru 15 talsins, eru komnir til að stöðva grindhvalaveið- ar Færeyinga. Þeir segjast ætla að sveima kringum eyjarnar næstu daga og bíöa átekta en þeir muni ekki fara frá Færeyjum fyrr en þeir hafi gert eitthvað fyrir grindina. Tollverðir framkvæmdu leit í skip- inu á laugardag og fundu ekkert óeðlilegt um borð. Aðspurðir sögðust skipverjar vera óvopnaðir. Mikil reiði ríkir nú i Færeyjum vegna komu þessa skips. Er ljóst að til átaka mun koma skipti Sea Shep- ard-menn sér af grindarveiöunum. Atli Dam lögmaður sagði í viðtali fyrir helgi að félagar Sea Shepard mættu vera velkomnir til Færeyja. Þeim skyldi þó ekki til hugar koma að þeir gætu truflað grindhvalaveið- arFæreyinga. EA • Lögreglan fylgdist grannt mefl Sea Shepard þegar það lá við fest- ar í Reykjavíkurhöfn i síðustu víku. DV-mynd S 4 4 4 4 4 4 4 4 í í A P A I W A y K;i w

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.