Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1985, Blaðsíða 24
24
DV. MÁNUDAGUR 26. ÁGUST1985.
íþróttir
PéturOrmslev.
Tvö mörk
hjá Pétri
Pétur Ormslev var óumdeilanlega
sá Ieikmaður sem kom mest á óvart í
bikarúrslitaleiknum milli Fram og
Keflavíkur. Þessi fyrrum atvinnu-
maöur hefur ekki veriö einn af at-
kvæöameiri mönnum Fram í vetur, átt
við meiðsli að striða og ekki fyllilega
náðsérástrik.
1 g®r var þó annaö uppi á
teningnum. Pétur lék þá í fyrsta sinn í
sumar stöðu sóknartengiliðs og
skoraði helming marka leiksins sem
fór 3—1 fyrir Fram. -fros.
Fer ÍBK
Evrópukeppni?
Með sigrinum I bikarúrslltaleiknum
tryggði iið Fram sér þátttökuréttinn í
Evrópukeppni bikarhafa á næsta ári.
Eins og staðan er í dag lítur þó allt eins
~fit~fyrir að Keflavík hljóti réttindin.
Það gerist ef Fram nær að vinna 1.
deildina en úr þvi fæst að líkindum
ekki skorið fyrr en 14. september. Þá
leikur Fram við Akranes í síðustu um-
ferðlslandsmótsins. -fros.
„Vantaði
baráttuandann”
— sagðiGunnar
Oddsson, ÍBK
„Það vantaði baráttuandann. Það
sýndi sig er við skoruðum markið, þá
náðu þeir strax að svara fyrir sig.
Menn voru ekki nógu einbeittir,” sagði
Gunnar Oddsson, ÍBK.
„Það kom okkur l opna skjöldu í
byrjun að fá Pétur sem þriðja senter,
við áttum von á Ömari í þeirri stöðu.
-fros
„Sigur lids-
heildarinnar”
- sagði ÓmarTorfason
Þaö hefði verið þungt sálrænt áfall
fyrir okkur að tapa þessum leik vegna
þess að það má lítið bregða út af í
deildinni. Það ollí Keflavík vandræð-
um í byrjun að Pétur skyldi ieika í
þeirri stöðu er ég hef leikið i í sumar og
það virtíst koma þeim í vandræði. Ég
kunni vel við mig í stöðu afturliggjandi
tengiliðs, ég lék með Víkingi í þeirri
stöðu,” sagði Ömar Torfason, Fram.
„Eg er nú búinn að vinna öll verö-
laun í boltanum og við stefnum á
Islandsmeistaratitilinn. Annars var
sigurinn sigur liðsheiidarinnar. Við
náöum undirtökunum strax á fyrstu
mínútunum og Keflavíkurliðiö náði
aldrei að finna sig í leiknum,” sagði,
Omar -fros
Þrjú spjöld
Hvenærogfyrirhvað?
Guðmundur Haraldsson dómari gaf
þremur leikmönnum gnl spjöld í bikar-
úrslltaieiknum í gær. Viðar Þorkeis-
son, bakvörðurinn snjalli hjá Fram,
reið á vaðið á 10. min. er hann kastaði
boltanum á eftir Ola Þór Magnfissyni
eftlr að sá síðarnefndi hafði brotið á
honum. Tvö spjöld tók Guðmundur upp
fir vasa sinum i seinni hálfleiknum.
Það fyrra fékk ÓIi Þór fyrir ljótt brot á
Guðmundl Steinssyni á 65. minútn og á
80. minútu fékk Asgeir Eiíasson að iita
gula spjaldið fyrir brot á Helga Bents-
synl. -fros
Iþfóttir
fþróttir
fþróttir
fþrc
rx|L l4IAí
^rOIK naroi
meiri trúá
Keflvík ingum”
— sagði Guðmundur Torfason
Guðmundur Torf ason.
1" —
„Sigurvilji okkar var mjög mikill.
Við fundum að fólk hafði meiri trfi á
Keflvikingum sem bikarmeisturum.
Þó held ég að það hafi komið okkur
mjög til góða að við höfðum reynslu-
mikið liö,” sagði Guðmundur Torfa-
son, Fram, eftir bikarfirslitaleikinn á
milli Fram og ÍBK.
„Eg tel mig hafa sýnt minn besta
leik í sumar en annars er ég
ánægðastur með frammistöðu liðsins
sem heildar. Vonandi fara hlutirnir að
ganga upp hjá okkur en við höfum ver-
ið í nokkurri lægð að undanförnu. Eftir
þennan sigur er lítið hægt að gera ann-
aö en að hugsa um íslandsmótið og þá
einn leik í einu. -fros
I
I
I Með sigrinum í bikarkeppninní
Jbiaut knattspyrnudeiid Fram N
I þfisund krónur að gjöf frá tölvufyrir-
I tækinu IBM. Sem kunnugt er
^augiýsir fyrirtækið á búningum
félagsins
og það var inni í
aðilanna að ef Fram
mundi tryggja sér sigur í öikarnum *
þá fengi félagið þessa f jórhæð aö I
rrlnt .(»AC ■
gjöf.
•fros
bm nJ
Það var glatt á hjalla ó varamannabekkjum Fram or Guðmundur Haralds-
son blós í flautu sína til merkis um það að leik Fram og ÍBK væri lokið.
DV-mynd Bjarnleifur.
Island neðst í
báðum flokkum
á NM í golfi sem háð var um helgina í Finnlandi
Islenska landsliðið i golfi mátti sætta
sig við neðsta sætið á Norðurlanda-
meistaramótinu sem fram fór i Finn-
landi um helgina. Danir unnu sigur
bæði í karla- og kvennaflokki. Sigurður
Pétursson stóð sig best íslensku kepp-
endanna. Hpnn fór 72 holurnar á 298
böggum sem var fjórtándi besti
árangurinn i karlaflokki af 32
keppendum. Steinunn Sæmundsdóttir
stóð sig best kvennanna. Hún sló 331
bögg.
Annars urðu úrslit þessi í karla-
flokki:
1. Danmörk.......................1472
2. Sviþjóft..................... 1475
3. Finnland......................1480
4. Noregur...................... 1493
5. lsland........................1524
Islendingar voru því 52 höggum á
eftir sigurvegurunum, Dönum.
Árangur íslensku karlanna var scm hér
segir:
Sigurður Pétursson
tllfar Jónsson
Ragnar Ólafsson
Hannes Eyvindsson
Gylli Kristinsson
Óskar Sæmundsson
73- 75—77-73 298
74— 76—77—82 309
74-80-79-74 307
78—75—79—77 309
82-76—78—75 311
78-75—78—80 318
1 kvennaflokki urðu úrslit þessi:
1. Danmörk......................1934
2. Noregur......................1954
I kvennaflokki munaði 77 höggum á
Islandi og Danmörku. Bestum árangri
náði Steinunn Sæmundsdóttir. Annars
varö slagafjöldi íslensku keppendanna
sem hérsegir:
Steinunn Sæmundsdóttir 82—84—81—84 331
Ásgerður Sverrisdóttir 91—88—85—86 350
Ragnhildur Sigurðardóttir 96-88-85-86 355
Þórdis Geirsdóttir 98-89-88-92 367
-fros
Fram: Bikarnu
ff
LEKUMI
VEL SMU
sagði hetja nýkrýndra bikarmeistara Fram e1
„Þetta var fyrst og fremst sigur liðs-
heildarinnar, allir börðust af mikilli ó-
sérhlífni og óeigingirni og þegar slíkt
skeður þá þreytist maður ekki. Við
lékum eins og vel smurð vél,” sagði
Pétur Ormslev, hetja bikarmeistara
Fram frá því í gær, en Pétur skoraði
tvö af þremur mörkum Fram í sann-
gjömum sigri liðsins á Keflavík, 3—1.
Bikarinn er því kominn aftur í
höfuðstaðinn eftir að hafa verið í
umsjón Skagamanna síðastliðin þrjú
ár. Það var Fram sem sló ÍA fit aö
þessu sinni og þrátt fyrir nokkurt basl í
leikjum liðsins í bikarnum er því vart
annað en sanngjarnt að bikarinn
dveljist í Álftamýrinni.
Það má segja að sigur Fram hafi
aldrei komistíneina verulega hættu.
Strax á fyrstu mínútum leiksins náðu
þeir undirtökunum og pressuðu stíft á
Keflavíkurmarkið.
Pétur Ormslev Omar Torfason og
Guðmundur Steinsson fengu allir
þokkaleg færi fyrir Fram á byrjunar-
mínfitunum en mark ÍBK slapp áfalla-
laust í öll skiptin. Keflvíkingarnir voru
reyndar heldur ekki án færa en þrumu-
skot þeirra Valþórs og Ingvars
Guðmundssonar, þess síðarnefnda af
stuttu færi, fóru bæði rétt fram hjá.
Það var síðan á 30. mínfitu að Fram
náöi forystunni. Guðmundur Torfason,
hinn stóri og stæðilegi framherji
Fram, sýndi þá styrkleika sinn í loftinu
er hann vann skallaeinvígi við einn
Keflvíking. Hann skallaði boltann til
Péturs Ormslev sem komst fram hjá
einum varnarmanni'Keflavíkur og inn
í vítateiginn hægra megin, þar sem
hann lét hörkuskot ríða af. Þorsteinn
Bjarnason, markvörður Suðurnesja-
liðsins, átti líklega von á því að Pétur
mundi skjóta í fjærhornið en það gerði
hann ekki, fast skot hans þandi út
marknetið hægra megin og Fram hafði
náö forystunni. Áður en markið kom
hafði virst sem IBK væri að ná yfir-
tökunum en við þetta áfall virtist liðið
hörfa og Fram hélt enn góöum völdum
á miöju vallarins. Átta mínfitum síðar
hefði staðan hæglega getað orðið 2—0
en Guðmundur Torfason gaf lága fyrir-
gjöf fyrir iBK-markið þar sem nafni
hans Steinsson var á auöum sjó en skot
hans fór í þverslána og barst síöan til
Omars Torfasonar sem náði ekki að
koma að skoti. Þremur mínútum fyrir
hlé var síðan enn hætta viö Keflavíkur-
markið en Jón Kr. Magnfisson
bjargaði skalla Guðmundar Torfa-
sonar fiti við stöng.
Keflavík var heldur frískari aðilinn
fyrst í seinni hálfleiknum þó að mun-
urinn á liöunum væri ekki mikill.
Sigurjón Kristjánsson fékk til að
mynda upplagt tækifæri á 48. mínfitu
eftir fyrirgjöf Freys Sverrissonar en
Sigurjón skallaði boltann fit af í
upplögöu færi.
Hinum megin á vellinum fór Omar
Torfason illa að ráði sínu er hann skaut
yfir frá markteig. Og áfram héldu
dauöafærin að bylja á mörkunum.
Ragnar Margeirsson komst einn inn
fyrir vörn Fram en hann náði ekki að
miða nógu gaumgæfilega og skot hans
fór yfir. Þá fékk Guðmundur Steins-
son, Fram, óskafæri eftir að hann hafði
leikið á Þorstein Bjarnason, markvörð.
Keflavíkur, en kappið var forsjánni
yfirsterkara og skot Guðmundar fór
yfir eftir að hann hafði misst jafn-
vægið. Það var því ljóst á öllu að
markatöflunni yrði breytt á næstu
mínútum. Það skeði síöan á 18. mínútu.
Guðmundur Torfason, sem hefur
Uklega aldrei leikið betur en í gær, átti
sendingu inn fyrir vörn IBK, á Pétur
Ormslev. Varnarmenn IBK stóðu
hreinlega kyrrir og virtust hafa stein-
gleymt Pétri sem fékk tíma til þess að
leggja boltann fyrir sig áður en hann
sendi hann yfir Þorstein markvörð,
Sýningaraðilar, Heimilið 1985 í
Laugardalshöll
Við sérprentum á fatnað starfsfólks, útbúum nafnmerki,
prentum á gólfmottur og annað sem prýða mætti sýning-
arsvæðið.
X-prent hf
■ Skipholti 1, kjallara. Simi 25400.
íþróttir
íþróttir
íþrc