Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1985, Page 31
DV. MÁNUDAGUR 26. ÁGUST1985.
31
„Ég er á langversta staö á Islandi
sem hugsast getur með tilliti til sölu-
möguleika á framleiðslu minni. En ég
hef bara hvergi prófað aö vera edrú
nema hérna í þorpinu þannig að ég þori
varla að hreyfa mig,” sagði Guðmund-
ur S. Guömundsson, listhönnuður á
Suðureyri við Súgandafjörð. Guð-
mundur framleiðir allsérstæða vegg-
skildi á verkstæði sínu á Suðureyri og
selur í nágrannabyggöunum.
Stærsta framleiðslueiningin er
Islandsskjöldur með víkingaskiþi í
miðju en þann skjöld er hægt aö fá í
þrem litum. Þá er kirkjuskjöldur en
Guðmundur hefur hug á að framleiða
þá skildi með myndum af öllum kirkju-
byggingum hér á landi. tsafjaröar-
kaupstaður skreytir einn skjöldinn og
er hann að sjálfsögðu sérhannaður tU
sölu þar í bæ.
„Ástæðan fyrir því að ég fór út í
þessa framleiðslu var sú að ég var sjó-
maður og bilaöi i baki. Eg er ekki einn
um að hafa þurft að fara í land vegna
heilsubrests,” segir Guömundur sem
nú er aö reyna aö hasla sér völl á nýju
starfssviði. Tekjurnar af skjaldargerð-
inni drýgir hann svo með því að reka
videoleigu í forherbergi á verkstæði
Framleiðir veggskildi með kirkjum,
skipum og útlínum íslands:
„Er á lang-
versta stað
á íslandi”
sínu. Þar keppir hann við tvær aðrar
leigur á Suðureyri um hylli 460 íbúa.
-EIR.
• Guðmundur S. Guðmundsson og eiginkona hans, Guðrún Svavarsdöttir, með veggskildina ö verkstœð-
inu á Suðureyri við Súgandafjörð. Tekjurnar eru svo drýgðar með leigu á myndböndum. DV-mynd KAE
Loksins höfiim við
fiindið keppinaut
íVrir IBM PC:
Gamall
maður
kaupir
trillu
Frá Regínu Thorarensen, Gjögri:
Valdimar Thorarensen, 81 árs, frá
Gjögri skrapp nýlega til tsafjarðar og
keypti sér trillu sem er rúm tvö tonn
með nýrri Volvo-Penta vél.
Valdimar átti fyrstu vélknúnu trill-
una í Árneshreppi, þá ungur maður og
hefur hann átt margar trillurnar síð-
an. Síðasta trillan hans hét Húni og
varð vélarvana í vor. Gamli maðurinn
greip því til þess ráðs aö fá sér gang-
vissa trillu á Isafirði. Trillunni var
skipað upp á Norðurfirði síðastliðinn
laugardag og var það í fyrsta skipti
sem skip lagðist þar að bryggju. En
ekki hefur gefið fyrir Valdimar að
koma siglandi á trillunni til síns heima
vegna óveðurs en tveggja tíma sigling
er frá Noröurfirði í Gjögur.
Eg óska Valdimar til hamingju með
nýju trilluna en hún hefur hlotið nafnið
Sóley. Ég vona og veit aö Valdimar á
eftir að draga mikla björg í bú þrátt
fyrir háan aldur því hann er hress,
heilsugóður og bráðskemmtilegur.
-EIR.
Þurrkaður grenipanell
í miklu úrvali, tilvalinn
á baðherbergið.
HÚSTRÉ,
Ármúla 38, sími 81818.
Söluumboð:
Gísli J. Johnsen
Skrifstofubúnaður sf., Smiðjuvegi 8,
Kópavogi, sími 73111
f
Skrifstofuvélar hf. Örtölvutækni hf., Ármúla 38,
Ottó A. Michelsen, Hverfisgötu 33, Reykjavík, sími 687220
Reykjavík, sími 20560
ARGUSCO