Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1985, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1985, Síða 40
40 ■ DV. MÁNUDAGUR 26. ÁGUST1985. Andlát Lovisa Helgadóttir, Drekavogi 6 Reykjavík, lést í Landakotsspítala 22. ágúst. Knut Helland húsasmiður, Hrauntungu 71 Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 27. ágúst kl. 13.30. Eirfkur K. Jónsson málari, Gnoðar- vogi 52 Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 27. ágústkl. 15. Ásgeir Jónsson frá Tröllatungu, sem lést 16. ágúst, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju i dag, mánudaginn 26. ágúst.kl. 13.30. Þorbjörg Guðrún Guðlaugsdóttir Wium andaðist i Borgarspitalanum föstudaginn 23. ágúst. Óskar J. Sandholt rennismiöur andaöist 22. ágúst í Landspítalanum. Bridge Bíkarkeppnin Þrír leikir voru á dagskrá í 3. umferð bikarkeppninnar í vikunni. Sveit Jóns Hjaltasonar, Reykjavík, sigraði sveit Þórarins Sigþórssonar, Reykjavik, með miklum mun, svo miklum aö menn Þórarins fóru heim eftir 30 spil og gáfu þar með leikinn. I sveit Jóns eru auk hans: Höröur Árnþórsson, Símon Símonarson og Jón Ásbjöms- son. Sveit Isaks 0. Sigurðssonar spilaði við sveit Jóns Haukssonar, Vest- mannaeyjum. Þar var sama sagan, en Jón þraukaði til loka og sneri heim með 90 stig á bakinu. Sveit Isaks (Reykjavik) skipa auk hans: Sturla Geirsson, Sigurður Sigurjónsson, Júlíus Snorrason, Hermann Lárusson og Olafur Lárusson. Sveit Jóns Gunnars Gunnarssonar frá Homafirði bætti enn við óvænt úr- slit í þessari bikarkeppni með þvi að leggja sveit Stefáns Pálssonar, Reykja- vík, að veliL Þar var munurinn 6 stíg, Jóni i vil, eftir að sveit Jóns hafði leitt allan leikinn. Með Jóni eru í sveitinni: Geir Bjömsson, Kolbeinn Þorgeirsson og Björa Gislason. Og þá er aðeins ólokið tveimur leikj- um í 3. umferð sem verða spilaðir i dag (laugardag). Á Akureyri eigast við heimamenn undir forystu Áraar Einarssonar gegn Braga Jónssyni, Reykjavfk, og í Hafnarfirði spila heimamenn undir forystu Þórarins Sófussonar gegn sveit Þórarins B. Jónssonar, Akureyri. Sigurvegaramir úr þessum leikjum spila siðan í 4. umferð, en auk þeirra eigast viö i 4. umferö: Aðalsteinn Jónsson, Eskifiröi, gegn Jóni Hjaltasyni, Reykjavík. Þóröur Sigfússon, Reykjavík, gegn Isak Emi Sigurðssyni, Reykjavík. Jón Gunnar Gunnarsson, Homafirði, gegn Eðvarð Hallgrimssyni, Skaga- strönd. Þessum leikjum skal vera lokið fyrir 4. september nk., en undankeppnin (4 sveitir) verður á dagskrá laugardag- inn 7. september á Hótel Hofi v/Rauðarórstíg og hefst kL 13. Spiluö verða þá 48 spil milli sveita. Sigurvegaramir eigast siðan við næstu helgi á eftir, á Hofi, og verða þá spiluð 64 spil. Happdrætti Happdrætti Lögreglu- fólags Reykjavlkur Dregið hefur verið í byggingahappdrætti Lögreglufélags Reykjavíkur og komu vinningar á eftirtalin númer: 1. Sharpmyndbandstækiánúmer9804. 2. Fimm daga ferð til Amsterdam fyrir tvo á númer 10545. 3. Fimm daga ferð til Amsterdam fyrir tvo á númer 10951. 4. Pioneerhljómflutningstækiánúmer5729. 5. Sharp litasjónvarp á númer 1142. 6. Sharp heimilistölva á númer 5139. 7. Sharp ferðatæki á númer 8044. 8. Sharp ferðatæki á númer 10017. 9. Sharp ferðatæki á númer 746. Handhafar vinningsmiða eru vinsamlegast beðnir að snúa sér til Jóns Amars Guðmunds- sonar, lögreglustöðinni, Hverfisgötu 113, eða í sfma 10200. Vinninga skal vitjað innan eins árs. Þökk fyrir stuðninginn. Hestamanna- félagið Hörður Þann 15. ágúst var dregið í happdrætti iþróttadeildar hestamannafélagsins Harðar. Eftirtalin númer hiutu vinnrng: 1. Reiðhestur undan Ofeigi 818 frá Hvann- eyri, nr. 3224. 2. Reiðhestur undan Kolbaki 925 frá Egiis- stöðum, nr. 3271. 3. Einn farmiöi til Kaupmannahafnar með leiguflugi sumarið ’85 hjá Samvinnuferð- um/Landsýn, nr. 7662. 4. Málverk eftir Pétur Behrens, nr. 8432. 5. Hljómtæki frá Radíóbúðinni, nr. 574. 6. Tamning frá tamningastöðinni í Helga- dal, nr. 7834. 7. Hnakkur frá heimilisvörudeild SIS, nr. 3285. 8. Vöruúttekt frá Hagkaupi, nr. 6192. 9. Reiðhestablanda frá fóðurvörudeild SIS, nr.472. 10. Folatollur: Adam 978 frá Meðalfelli, nr. 1857. 11. Folatollur: Blakkur 977 frá Reykjum, nr. 3379. j 12. Folatollur: Dreyri 834 frá Álfsnesi, nr. 1104. Um helgina Um helgina 13. Folatollur: Feykir 962 frá Hafsteinsstöð- um, nr. 552. 14. Folatollur: Hervar 963 frá Sauðárkróki, nr. 7114. 15. Folatollur: Kolbakur730fráGufunesi, nr. 6184. 16. Folatollur: Máni 949 frá Ketilsstöðum, nr. 1467. 17. Folatollur: Náttfari 776 frá Ytra Dals- gerði, nr. 8445. 18. Folatollur: Ofeigur818 frá Hvanneyri, nr. 7247. 19. Folatollur: Skór 823 frá Flateyri, nr. 1413. 20. Folatollur: Sörli 653 frá Sauöárkróki, nr. 3745. 21. Folatollur: Viðar979frá Viðvík, nr. 542. 22. Folatollur: Þáttur 722 frá Kirkjubæ, nr. 1203. 23. 5 graskögglapokar frá Brautarholti, nr. 7075. 24. 6 járningar. Valdimar Kristinsson, nr. 87. 25. Sodastreamtæki frá Sól hf., nr. 7172. 26. Beisli frá Hestamanninum Armúla, nr. 1174. 27. Málsverður fyrir 2 í veitingahúsinu 1 Kvosinni, nr. 3249. 28. LambfráHelgafelli, nr. 8480. 29. KjúklingarfráMóum, nr. 7440. Vinningshafar hringi í síma 29099 eða 666753 eftir25. ágúst nk. Ath. Vinningar skulu sóttir innan árs frá því dráttur fór fram. Birt án ábyrgðar. Fegurð himinsins Fréttir voru það eina sem ég lagði eyrun við í útvarpinu um helgina. Sjónvarpið freistaði mín hins vegar á föstudagskvöldiö. Rokkhátiðin í Montreux var skemmtilegur þáttur og ekki skemmdi að maður var laus við kynningar milli iaga í Skonrokks- stílnum. Bryan Ferry, Sting, Dire Straits o. fl. góöir léku þar listir sínar á sannfærandi hátt. Þótt ekki væri um alvöruflutning að ræða hafði ég gaman af. Þátturinn um aöalsmenn í Evrópu var líka ágætur, og Þorsteinn Helga- son, þýðandi og þulur, á hrós skilið. Furstafólkið lét í ljós þá skoðun sína að kommúnistaflokkurinn væri að missa tök sín á austantjalds- þjóðunum. Eg tel shkt ósennilegt vegna þess heljartaks sem flokkseig- endafélagið hefur á öllu mannlegu lífi. Einnig var það athyglisvert að gera sér grein fyrir því að í raun er Liechtenstein og furstafólkið til vegna þess að fyrirtæki á Vestur- löndum flýja háa skatta heimalanda sinna. Kvennamorðinginn telst til betri afþreyingarmynda og Rod Steiger var sérlega góður í hlutverkum hins geðbilaða manns. Hins vegar voru Remick og Segal í sömu hlut- verkunum og þau eru vanalega þótt persónurnar og myndin heiti eitthvað annað. Á laugardagskvöldið píndi ég mig til að horfa á „gamanþáttinn” Allt í hers höndum. Þar er allt til staðar nema kímnigáfa og þá fer sem fer. Djassinn frá Danmörku var á- gætur og tenórsaxistinn með pott- lokið var óborganlegur. Mynd kvöldsins hafði ég séð nokkrum sinnum áður og skaöaöi ekkert að sjá Sellers á ný í hlutverki hins góðlynda Hrundi Bakhsi. Þaö er synd að fá ekki aö njóta krafta Sellers í fleiri gamanmyndum því hann er sá allra besti. A sunnudag nennti ég ekki að sitja lengi yfir sjónvarpi. Hitlersæskan þykir mér ósannfærandi þáttur og ekki laus við prédikanir. Eg fór frekar í bíltúr og horfði á konung íslenskra f jalla út við ljósblá- an sjóndeildarhringinn. Hvílík fegurð og tign. .. A.Ö.H. neariw «t| «*# Hvalbátarnir þrir héldu úr Reykjavíkurhöfn i gærkvöldi, áleiflis til hvalir, allt sandreyðar. Gert er ráfl fyrir afl veiðarnar verfli fljótlega bátarnir verfla við veiflar suflvestur af Faxaflóasvæðinu, suður af mannaeyjar. veifla. Nú eru eftir af kvótanum 32 yfirstaflnar ef hvalurinn finnst. Hval- Reykjanesi og allt austur fyrir Vest- DV-mynd S. Tilkynningar Alþjóðleg ráðstefna um sjávarstrendur, ár og aurburð Dagana 2.-4. september 1985 veröur haldin alþjóöleg ráöstefna aö Hótel Loftleiðum sem hlotið hefur nafnið „Iceland Coastal and River Symposium”. Meginviðfangsefni ráð- stefnunnar veröur þýðing aurburðarins fyrir þróun stranda og árfarvega og flutningur aursins eftir landgrunninu. Suðurströnd Islands verður þar sérstaklega í sviösljósinu og áhrif jökulánna og eldsumbrota, bæði und- ir jökli og í sjó, á þróun hennar. Ennfremur verður þar fjallað um hvaða áhrif sjávar- stöðubreytingar hafa á þróunina og hvaða áhrif mannvirkjagerð, bæði við strendur og í árfarvegum, getur haft bæði í nútíð og framtiðinni. Dr. Per Bruun er aðalhvatamaður j>ess að þessi ráðstefna er haldin hér. Hann er mörgum Islendingum að góðu kunnur þar sem hann hefur veitt hér margvíslega ráðgjöf við mannvirkjagerð. Dr. Per Bruun er heims- þekktur vísindamaður á þessu sviði. Hann hefur verið prófessor í Þrándheimi, m Sérverslun með SKRIFSTOFUHÚSGÖGINll A. GUÐMUNDSSON “r9 41 Sími 731OO Kaupmannahöfn og Bandaríkjunum, en rekur nú í Danmörku alþjóölega ráðgjafastofu um strandmannvirki. Aö ráðstefnunni á Hótel Loftleiðum standa Háskóli Islands, Vita- og hafnamálaskrif- stofan, Orkustofnun, Landsvirkjun, Hafrann- sóknastofnun og Vegagerð ríkisins. Undir- búningsnefnd skipuð fulltrúum frá þessum stofnunum hefur unnið aö undirbúningi hennar. Ritari nefndarinnar er Guttormur Sigurbjarnarson, deildarstjóri á Orkustofnun. A ráðstefnunni verða flutt yfir 40 erindi um þessi mál, þar af um 30 af erlendum þátt- takendum frá 11 þjóðum. Erindin fjalla jöfnum höndum um vandamál viö hagnýta mannvirkjagerð og um fræðilegan bakgrunn þeirra. Fyrir tilstilli Per Bruun sækja ráðstefnuna ýmsir af þekktustu vísindamönn- mn heims á þessu sviði, bæði frá Evrópu og Ameríku og jafnvel frá Ástralíu. Það verður því örugglega fróðlegt fyrir íslenska verkfræöinga og jarðvísindamenn að fylgjast með því hvað þeir hafa til málanna að leggja og ræða við þá um vandamál okkar hér á landi. Norskir arkitektar sýna I kvöld verður opnuð I Ásmundarsal við Freyjugötu sýning norsku arkitektanna Telje, Trop og Aasen. Þeir hafa verið leiðandi í norskri byggingarlist undanfarin 20 ár. Fredrik Torp heldur fyrirlestur við opnun sýningarinnar sem hefst kl. 20.30 í kvöld. Aðgangur er ókeypis og öllum heimiU. Ný Ijósritunarstofa Ný ljósritunarstofa hefur verið opnuð aö Garðatorgi 3 í Garðabæ. Hefur hún hlotið heitið Ljósrún. Verksvið stofunnar er ljósrit á skipulags- og verkteUmingum ásamt almennri ljósritun. Stofan er opin aUa virka daga kl. 9—17. Síminn þar er 651722. Geðhjálp Geðhjálp er félag fóUts meö geðræn vanda- mál, aðstandenda þess og velunnara. Félags- miðstöðin er að Veltusundi 3 B (við Hallæris- plan). Sími 25990. Opið hús tU 1. september: Mánudaga kl. 14 tU 17. Föstudaga kl. 14 tU 17. Laugard. kl. 14 til 18. Símaþjónusta alla miðvikudaga kl. 16 tU 18. Símsvari allan sólarhringinn sem gefur upp- lýsingar um starfsemi félagsins. Vetrarstarfið hefst 1. september og verður það auglýst síðar. AlUr velkomnir í opið hús. Hússtjórxún. Ráðstefna um ísl. skólastefnu Laugardaginn 31. ágúst næstkomandi gang- ast Bandalag Kennarafélaga og Kennarahá- skóU Islands sameiginlega fyrir ráðstefnu er ber yfirskriftina: — Ráðstefna um íslenska skólastefnu. — Á ráðstefnunni verða flutt fjögur erindi. Flytjendureru: Jónas Pálsson, rektor Kennaraháskóla Is- lands. Sólrún Jensdóttir, skrifstofustjóri í mennta- málaráðuneyti. SvanhUdur Kaaber, formaöur Bandalags kennarafélaga. Dr. Wolfgang Edelstein, prófessor við Max Planck rannsóknarstofnunina í Vestur- Berlín. Þá verða flutt af myndbandi svör ýmissa aðila innan skólakerfisins og utan þess við spurningum er varða efni ráðstefnunnar. Ráðstefnugestum gefst gott tóm miUi er- inda til fyrirspurna og umræðna. Ráðstefnan hefst kl. 9 í Borgartúni 6 Reykjavík, og er öllum opin. Tilkynning um þátttöku þarf að berast skrifstofu Kennarahá- skólans í síma 91-32290 fyrir.28. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.