Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1985, Blaðsíða 2
2
DV. MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER1985.
Spánverjar og Hollendingar
vita meira um Isiendinga
Hollandsheimsókn forseta
Islands, Vigdísar Finnbogadóttur,
lauk í hádeginu á laugardag.
Hollensk fyrirmenni kvöddu Vigdísi
á Schiphol-flugvelli við Amsterdam
áður en hún steig um borð í SAS-þotu
sem flaug til Kaupmannahafnar.
Fyrr um morguninn hafði Vigdís
heimsótt Frans Hals-safnið en dag-
inn áður sjóminjasafniö í Amster-
dam og miklar flóðgarðafram-
kvæmdir í ósum ánna Rínar og
Maas. Ennfremur var farið í siglingu
um síkin í Amsterdam.
Heimsókn forseta Islands var ekki
eins áberandi í Hollandi eins og hún
hafði verið á Spáni. Vart gat farið
framhjá neinum Spánverja að for-
seti Islands var í heimsókn. Helstu
götur í miöborg höfuðborgarinnar,
Madrid, höfðu til dæmis verið prýdd-
ar íslenska fánanum í heila viku áður
en Vigdís kom. Höföu menn orð á því
að Madrid væri betur skreytt
islenska fánanum en Reykjavík er á
þjóöhátíðardaginn 17. júni.
Bæði hollenskir og spænskir fjöl-
miölar vörðu miklu rúmi og tíma til
að greina frá Islandi og íslenska for-
setanum í kringum heimsóknimar.
Ef sú mikla umfjöllun væri fram-
reiknuö til auglýsingaverðs er trú-
legt aö út kæmu háar fjárhæðir,
miklu hærri en þær sem íslenska rík-
ið þarf að leggja út vegna for-
setaheimsóknanna.
Islensk fyrirtæki notfærðu sér
þennan meðbyr með því að halda
fjögurra daga Islandskynningu í Hol-
landi. Útflutningsmiöstöö iönaöarins
undirbjó kynninguna í samvinnu við
utanríkisráöuneytið og þátttöku-
aðila sem voru um tuttugu talsins.
Vigdís forseti dvelur þessa dag-
ana í Kaupmannahöfn. Á miðviku-
dag heldur hún til Björgvinjar í
Noregi þar sem hún mun flytja loka-
ræðu á málþingi um menntir og
menningu á vegum háskólans þar í
borg. Til Islands kemur forsetinn
næstkomandi sunnudag. -KMU.
m----------------►
I sjóminjasafninu i Amsterdam
skoðaði forsetinn meðal annars
likan af skipi sem smíðað var um
svipað leyti og Het Wapen van
Amsterdam, „gullskipið" i
Skeiðarársandi.
Skoðunarferð i Escorial-klausturhöllina stórkostlegu, sem er skammt
utan við Madrid, var einn eftirminnilegasti þáttur Spánarheimsóknar
forseta islands. DV-myndir Kristján Már Unnarsson.
JAKOBÍNA
Listahátíö kvenna hefur sannar-
lega hleypt fjöri í menningarlífiö í
borginni svo að þessa dagana er í
mörghom aðlíta.
Eins og kynnt hefur verið hér í
blaðinu er framlag Leikfélags
Reykjavíkur til hátíðarinnar dag-
skrá úr verkum Jakobínu Sigurðar-
dóttur í S£unantekt Bríetar Héðins-
dóttur. Frumflutningur var í gær-
kvöldi í Gerðubergi.
Jakobina Sigurðardóttir er löngu
þjóðkunn fyrir ritstörf sín. Sjálfsagt
hefur verið vanci að velja efni til
flutnings í dagskrá sem þessa því af
miklu er að taka. Valin var sú leið að
gefa sem breiðasta yfirsýn með því
að flytja kafla úr skáldsögum, ljóð
voru lesin og sungin og leikinn
einþáttungur.
Þau fimm lög, sem kynnt voru við
ljóð skáldkonunnar, eru öll eftir kon-
ur. Hanna María Karlsdóttir söng
tvö falleg lög við eigin gítarundir-
leik: Fimm böm eftir Olgu Guðrúnu
Árnadóttur og Móöir mín í kví kví
eftir Fjólu Olafsdóttur. Seinna í dag-
skránni söng Ingibjörg Marteinsdótt-
ir þrjú lög eftir Jórunni Viðar við
undirleik höfundar, hvert öðru betra.
Annars var smásagan Móðir,
kona, meyja fyrst á dagskrá. Þessi
saga er í formi ræðu og flutti Mar-
grét Olafsdóttir hana. Staöa konunn-
ar og afstaöa til makans er hér til
umræðu á gamansaman hátt. Þessi
saga birtist fyrir rúmum tuttugu
árum, en furðu margt er enn óbreytt
af því sem skeyti fær í sögunni.
Sama þema kemur fram í
einþáttungnum Nei sem fluttur var
síðar í dagskránni. Sögusviöið er tii
sveita eins og í smásögunni en tími
frásagnarinnar er nær deginum í
dag. Hér er fjallað um vandamál
sem ósjaldan kemur upp í nútíma-
hjónabandi. Hvort hjónanna á aö
gæta bús og barna, þegar bæði vilja
sinna sinum áhugamálum? Þau
Valgerður Dan og Þorsteinn
Gunnarsson brugðu hér upp ágætri
mynd af hjónum þessum, einkan-
lega er eiginmaðurinn skilningssljói
minnisverður.
Kaflar úr fjórum skáldsögum
Jakobinu voru fluttir ýmist sem ein-
ræða, brot úr Snörunni (Þorsteinn
Gunnarsson) ogsvipmynd úr Dægur-
vísu (Valgerður Dan), eða í samtais-
formi, kaflar úr Lifandi vatninu
(Margrét Olafsdóttir og Vaigerður
Dan) og I sama klefa (Margrét
Olafsdóttir og Bríet Héðinsdóttir).
Flutningur allra var með ágætum.
Minnisstæð verður Margrét Olafs-
dóttir sem Salóme í sögunni I sama
klefa en í þessari litlu svipmynd
tókst henni að sýna brot úr ævisögu
þjakaðrar konu á eftirminnilegan
hátt.
Dagskráin í heild var vönduð og
bar merki þess að alúð hafði verið
lögð í undirbúning hennar. Ekki er
verra að hún var líka bráðskemmti-
leg. En mest er þó um vert að hún
gefur okkur innsýn í fjölbreytilegan
skáldskap eins af okkar fremstu
rithöfundum
Ætlunin er að flytja dagskrá þessa
síöar í vikunni á Kjarvalsstööum og
svo aftur í Gerðubergi. Mér sýnist
líka aö hér sé komin kjörin dagskrá
fyrir skólana þó ekki sé mér kunnugt
um hvort fyrirhugað er að gefa kost
á slíku.
Auður Eydal.
Sjöunda einvígisskákin í Moskvu:
Spennandi jafnteflisskák
Stórmeistarar, sem fylgdust með
7. einvígisskák Karpovs og Kaspar-
ovs, sem tefld var í gær, áttu í erfið-
leikum með að sjá fyrir næstu leiki
og vissu heldur ekki um tíma hvor
átti betra tafl. Skákinni lauk með
jafntefli eftir 31 leik en hún var ið-
andi í flækjum og möguleikarnir
nánast ótæmandi. Kasparov þótti
tefla djarft og aö vanda léku peðs-
fómir aðalhlutverkið. Karpov átti
innan við fimm mínútur eftir af um-
hugsunartímanum en var að snúa
vöm í sókn, þegar Kasparov tók til
bragös að fórna skiptamun og ná
þráskák.
Karpov lét drottningarbragöið
liggja milli hluta að þessu sinni og
tefldi Nimzo-indverska vöm, eins og
í 1. skákinni, sem Kasparov vann. Nú
hafði Karpov endurbót á reiðum
höndum og taflið þróaðist i aðra átt.
Kasparov blés til sóknar kóngsmegin
og í fyrsta sinn í einvíginu hrókaði
hann á drottningarvæng. Er Karpov
lék ögrandi kóngsleik, var Kasparov
ekki seinn á sér að fórna peði. Hann
fékk hættuleg sóknarfæri en missti
þráðinn og Karpov náði að styrkja
stöðu sína. Er skákmeistararnir tók-
ust í hendur að bardaga loknum var
þeim kiappað lof í lófa og þakkað fyr-
ir spennandi skák.
Staöan í einvíginu er þá 4—3 Karp-
ov í vil. Þeir tefla mest 24 skákir og
sá vinnur sem hlýtur 12,5 v. eða vinn-
ur sex skákir. Karpov heimsmeistari
heldur titlinum á jöfnu.
Hvítt: Garri Kasparov
Svart: Anatoly Karpov
Nimzo-indversk vöm.
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Rf3
0-0
1 stað 4. — c5, eins og hann lék í 1.
skákinni. Karpov tefldi byrjunina
hægt. Notaði 4 mínútur á 1. leikinn og
þaö tók hann 6 mínútur að hróka.
5. Bg5 d6 6. e3 Rbd7 7. Dc2 b6 8. Bd3
Bxc3 9. bxc3
Sterkara en 9. Dxc3 sem gefur
svörtum betra tækifæri að ráðast að
miðborðinu með framrásum c- og d-
peðanna.
9. — h6 10. Bh4Bb7 ll.Rd2! g5!?
Peðiðerbragðvont: 11.—Bxg2 12.
Hgl Bb7 13. f4 og hvítur hefur sókn-
arfæri cftir g-línunni. Leikur Karp-
ovs ber vott um baráttuskap. Honum
er yfirleitt meinilla við svona peðs-
leiki sem veikja stöðuna, enda hugs-
aðihanní26mín.
12. Bg3Rh5 13. Ddl Rg7
Eftir 13. — Rxg3 14. hxg3 fær hvít-
ur h-línuna.
14. h4 f5 15. hxg5 hxg5 16. Í3 De7 17.
Db3Kf7!?
Þessi kom stórmeisturunum í
blaðamannaherberginu á óvart.
Traustara er 17. — c5 og t.d. 18. 0—
0—0 Rf6 19. Bf2 e5 með tvísýnni
stööu.
18.0—0—0 Hh8
Ef nú 18. — c5, virðist 19. f4!? g4
20. Bh4 Rf6 21. e4 gefa hvítum betra
tafl.
Skák
Jón L. Árnason
19. c5!
Þaö tók Kasparov ekki nema tvær
mínútur að senda peðið í dauðann. Ef
taflið opnast á miðborðinu lendir
svarti kóngurinn í vanda.
19. — dxc5 20. Rc4 cxd4
Leikiö eftir 12 mínútna umhugsun.
Einnig kom 20. — Bd5 til greina.
21. cxd4 f4
Hindrar 22. Re5+ Rxe5 23. Bxe5,
sem tryggir hvítt frumkvæði. örugg-
ara er 21. — Rh5, því að nú hefði hvít-
ur getað með 22. exf4 Rh5 23. Hxh5! ?
Hxh5 24. f5 náð hættulegum færum
gegn kónginum. „Það er erfitt að sjá
af hverju Kasparov drap ekki á f4”,
sagði stórmastarinn Tajmanov.
22. Bf2 Rh5 23. Bc2
Eftir þennan lina leik nær Karpov
að treysta varnirnar. Betra er 23. e4
og enn er staöan óljós.
23. — fxe3 24. Bexe3 Bd5 25. Dd3
Hag8 26. Re5 Rxe5 27. dxe5 Rf4
Karpov átti aðeins 5 mínútur eftir
(Kasparov 17) og afræður að stýra
skákinni í jafnteflishöfn. Með meiri
tíma heföi hann áreiöanlega leikið
27. — c6 og teflt til vinnings.
28. Bxf4 gxf4 29. Hxh8 Hxh8 30.
Dg6+ Kf8
31. Hxd5!
Og jafntefli því að eftir 31. — exd5
(31. — Da3+ 32. Kbl kemur engu til
leiöar) 32. Df5+ sleppur svarti kóng-
urinn ekki úr þráskákinni.
JLA.