Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1985, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1985, Blaðsíða 13
DV. MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER1985. 13 KJÖT FYRIR ÞIG Kjallarinn w „Hverjum dettur í hug aö viö, þessir fámennu víkingar á hjara veraldar, getum eitthvað gert gegn stóru skipafélagi í Ameríku? ” Á meðan kjötiö fer um loftin blá ásamt fleiru til varnarliösins. Ekki má flytja kjötiö meö skipum. Rain- bow Navigation er í máli viö Banda- ríkjastjórn út af gámaflutningum til hersins og byggir á lögum síöan 1904 um aö Rainbow megi eitt fyrirtækja flytja vörur til varnarliðsins. Eitt- hvaö hlýtur þetta aö vera feitur bití, fullt af gróða. Þeir hafa bara ekki séð þetta nógu vel fyrr og látið Is- lendingum eftir þessa flutninga. Kannski er eitthvert atvinnuleysi hjá þeim. Hverjum dettur í hug aö viö, þessir fámennu víkingar á hjara veraldar, getum eitthvaö gert gegn stóru skipafélagi í Ameríku? Eða hvað? Það skyldi þó aldrei vera svo aö það sé verið að plata okk- ur landana? Þetta sé bara ein af ref- skákum stjórnmálamannanna, sem þeir halda svo mikið upp á. Ef við fáum flutningana megið þið flytja.inn kjötið. Skítt með lögin frá 1928 um hættu á gin- og klaufaveiki. Erna V. Ingólf sdóttir. FLUTNINGUR FYRIR MIG Nú fór illa fyrir mér. Ég mun ekki fyrir mitt litla lif þora að fá mér eina einustu kjöttutlu frá henni Ameríku. Jafnvel þótt einhverjir góðir vinir mínir ættu slíka gersemi og vildu gefa mér bragð. Ástæðan. Jú, þetta kjöt er bara fullt af alls konar óæskilegum horm- ónum og lyfjaleifum. Eða, eins og yfirdýralæknir fræddi okkur um á dögunum, þaö finnast ýmis óæskileg efni í vissum kjöttegundum í Amer- íku; einkum af svínum, kjúklingum og kálfum. Eins og allir vita veröa kálfar fullvaxta að beljum eða bol- um. Það er ekki svo fráleitt að hugsa sér að í þeim finnist einhver hættuleg efni. Svo er alltaf þessi yfirvofandi smithatta frá Vellinum. Gin- og klaufaveikiveiran gæti hvenær sem er skotið upp kollinum. Ekki bætir úr skák að niöurstööur bandarískrar vísindanefndar leiddu í ljós að kjöt- eftirlit í Bandaríkjunum væri orðið úrelt. Það er þó víst til ráð við þessu. Það hefur nefnilega tekist að bægja margumtalaðri gin- og klaufaveiki- veiru frá með því að frá Kananum komi ekkert nema soðið kjöt. Völlur- inn er sem sagt alveg einangrað fyr- irbæri hér á eyjunni köldu og eftirlit á öllum hlutum þar undir heraga svo sem vera ber. En — ef hrátt kjöt kemur nálægt skepnum geta þær smitast af gin- og klaufaveiki. Hefur nokkur heyrt get- „Bændum leyfist ekki að fara i mál við utanríkisráðherra út af innflutn- ingi á kjöti til íslands." ið um „buff tartar”, eöa mjög, mjög léttsteikt nautakjöt? Auðvitað fara afgangar af svoleiðis beint í brennsluofnana. Ekki er neitt kvikt utan V allar sem gæti komist í slikt. Þaö er búið að hækka lambakjötið um 15%. Maöur eygir samt von fyrst ameríska kjötið er svona voðalegt, þá geta bændur farið að selja Kanan- um kjöt, vonandi fyrir 970 kr. kílóið. Sú upphæð hefur að minnsta kosti verið nefnd í sambandi við útflutning til Bandarikjanna. Þá lækkar kjötiö sem ofan í okkur fer. Það tekst að stoppa betur upp í fjárlagagatið vegna útflutningsbótanna. Það á raunar aö hafa tekist í bili, en maöur getur alltaf átt von á fleiri og fleiri götum. Þorvaldur í Síld og fiski, hef- ur þegar fengið leyfi til þess að selja Könum svínakjöt. Því miður er svo önnur hlið á mál- inu eins og alltaf. Bændum leyfist ekki að fara í mál við utanríkisráð- herra út af innflutningi á kjöti til Is- lands. Lögmenn, sem ráð hafa undir rifi hverju, eru búnir að fara í gegn- um himinháa stafla af bókum í leit aö lagabókstaf til þess aö koma þessu máli í höfn. Þaö hvorki gengur né rekur. Kjötið, eins og bjórinn, veröur aö koma til kasta hins hátt- virta Alþingis. Þar getur það sem best sofnað í nefnd. ERNAV. INGÓLFSDÓTTIR HJÚKRUNARFRÆÐINGUR Fjöldi nauðungaruppboðsauglýsinga sem bárust Lögbirtingablaðinu frá 1. janúar 1985 tii 17. september s.á. Aðeins eru taldar þær auglýsingar sem birtast (þ.e. voru ekki afturkallaðar). Sendandi 1985 1984 tU.17.9 tU 31.12 Borgaríógetinn í Reykjavik.............................3.084 3.3037 Sýslumaður Gullbringusýslu, bæjarfógetinn í Keflavik, Griudavík og Njarðvík.................................. 394 444 Sýslumaður Kjósarsýslu, bæjarf ógetinn i Hafnarf irði, Garöakaupstað og á Seitjarnarnesi..........................832 892 Bæjarfógetinn f Kópavogi...................................491 494 Sýslumaður Mýra- og Borgarf jarðarsýslu.....................17 25 BæjarfógetinnáAkranesi.................................... 36 52 SýsiumaðurSnæfellsness- og Hnappadalssýslu, bæjar- fógetinn í Ölafsvík....................................... 84 91 Sýslumaður Dalasýslu....................................... 2 1 Sýslumaður Barðastrandarsýslu ............................ 61 4 Sýsiumaðurlsafjarðarsýslu,bæjarfógetinnálsafirði......... 242 145 BæjarfógetinníBolungarvik................................... - 33 SýslumaðurStrandasýslu...................................... 3 Sýsiumaður Húnavatnssýslu................................. 10 10 Sýslumaður Skagafjarðarsýslu, bæjarfógetinn á Sauðárkróki 5 9 Sýsiumaður Eyjafjarðarsýslu, bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvik..................................... 212 241 Bæjarfógetinn á Sigluf irði................................. - 12 BæjarfógetinnáÖlafsfirði................................. 13 10 Sýslumaður Þingeyjarsýslu, bæjarfógetinn á Húsavík........ 37 37 Sýslumaður N-Múlasýslu, bæjarf ógetinn á Seyðisfirði...... 11 20 Sýslumaður S.-Múlasýslu, bæjarfógetinn á Eskifirði........ 44 62 Bæjarf ógetinn í Neskaupstað............................... 2 2 Sýslumaður A-Skaftafellssýslu.............................. 17 Sýslumaður V-Skaftafellssýslu............................. SýslumaðurRangárvallasýslu................................ 25 15 Sýslumaður Árnessýslu, bæjarf ógctinn á Selfossi......... 141 146 BæjarfógetinníVestmannaeyjum............................. 114 108 ALLT LANDIÐ...............................................5877 5890 Tölubiöð Lögbirtingablaðsins á þessu tímabili voru:........118 110 TRASSA- SKAPUR? Forsætisráðherra hefur lýst því yfir aö hann treysti betur heilbrigðis- þjónustunni í London en í Reykjavík, að minnsta kosti ef hann þyrfti að leita uppskurðar. Það er algengt með menn sem standa frammi fyrir erfiðum verkefnum að þeir reyna að flýja með raunir sínar eitthvað annað. Forsætisráöherra á alla samúð mína; hann hefur tekið að sér að framkvæma óleysanlegt verkefni sem öll þjóöin er i raun á móti: Það er að troða leiftursókn gróða- hyggjunnar upp á Islendinga. Þegar á móti blæs og ekki sér í land er kannski ekki nema von aö hann vilji heist fara til London. Þar er vinkona hans og kenningamóöir við völd og þau eiga við sameiginleg vandamál að stríða um þessar mundir, sumsé þau að gróðahyggjan leysir engin efnahagsvandamál. Hún magnar þau, enda hefur meirihluti kjósenda í Noregi og Svíþjóð vísað þessum ófögnuði á bug. Hins vegar mundu vafalaust margir telja að forsætis- ráðherrar Islands og Bretlands þyrftu á ýmsu fremur að halda um þessar mundir en aö leita sér uppskurðar. Osigur í kosningum væri besta lækningameöalið fyrir þessa tvo leiftursóknarleiðtoga. Til dæmis væri það ekki úr vegi að þeir sem hafa orðið harðast úti á nauö- ungaruppboösstefnunni tækju sig nú saman um að kjósa aldrei framar kaupránsflokkana tvo sem sitja í rikisstjórn landsins. Af hverju borgar fólk ekki? Það sem af er árinu hafa verið auglýstar jafnmargar eignir á nauðungaruppboði og allt árið i fyrra. Tíminn, málgagn Framsóknarflokksins, hefur fundið það út að önnur aðalskýringin á þessum staðreyndum sé fólgin í því að nauðungaruppboðum fjölgi af trassaskap. Væri fróðlegt að þau Margrét bæru saman bækur sínar um það af hvaða ástæðum trassa- skapur fer vaxandi í stjórnartíö þeirra beggja: Fólk borgar ekki reikningana sína — þvílíkt hneyksli! Það gæti kannski runnið upp fyrir þeim að fólk borgar ekki reikninga sína þegar kaupið er lágt og lífs- kjörin léleg. Eða hefur Framsóknar- flokkurinn einhver ja aðra skýringu á vaxandi „trassaskap” Islendinga undir alræðisstjórn leiftursókn- arinnar? Ég hef aflað mér upplýsinga um fjölda eigna á nauðungaruppboðum til 17. september sl. og um fjölda nauðungaruppboða á sama tíma í landinu á öliu sl. ári. Þessar tölur segjasinasögu: Þarna kemur fram að fjöldi eigna á nauðungaruppboöum allt sl. ár var 3.037 í Reykjavík en er orðinn 3.084 til 17. september í ár. Það kemur og fram að heildarfjöldi eigna á nauðungaruppboöum ígr er nærri sá sami og allt sl. ár. Og að til þessa hafa verið gefin út 118 tölublöð af Kjallarinn SVAVAR GESTSSON FORMAÐUR ALÞÝÐUBANDALAGSINS Lögbirtingablaðinu en voru 110 í fyrra, sem eru vissulega ekki alveg sambærilegar tölur vegna prentara- verkfallsins í fyrra, en segja þó sitt. Ekki verður það heldur skýrt með trassaskap að í kjördæmi forsætis- ráðherrans eru 306 eignir auglýstar á nauöungaruppboöi í ár, en voru 182 allt árið í fyrra. Nauðungaruppboð yfir stjórnarstefnunni Vitaskuld er skýringin engin önnur en sú að það er búið að svipta fólk laununum og menn geta ekki borgað skuldir sínar í tæka tíð. Það gerir sér enginn maöur leik að því að láta birta nafn sitt í Lögbirtingablaðinu og að taka á sig kostnað af innheimtuaðgerðum lög- fræðinganna. Auðvitað er skýringin efnahagsleg. Þess vegna er skiljanlegt að forsætisráðherrann skuli heldur vilja fara til London áður en þjóöin sjálf setur nauðungar- uppboð yfir stjómarstefnunni í næstu alþingiskosningum. Svavar Gestsson. 0 „Vitaskuld er skýringin engin önn- ur en sú að það er búið að svipta fólk laununum og menn geta ekki borg- að skuldir sínar í tæka tíð.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.