Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1985, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1985, Blaðsíða 23
DV. MANUDAGUR 23. SEPTEMBER1985. 23 íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir írska markvarðarins. Ómar kastaði sár fram og skallaði glæsilega góða sendingu frá Ormari örlygssyni. DV-mynd Bjarnleifur. • Ómar Torfason skorar fyrsta mark Fram i leiknum gegn Glentoran. Ómar er beint fyrir framan markvörðinn og má sjá i hönd hans milli fóta „Áttum ekki von á að tapa 1:3” - sagði Willie Johnstone, fram- kvæmdastjóri Glentoran „Við gerðum allt rétt í fyrri hálfleik en allt vitlaust í síðari hálfleik. Þessi úrslit eru auðvitað mikil vonbrigði. Við áttum ekki von á að tapa 1—3. Við höfð- um allt eins reiknað með jafntefli,” sagði Willie Johnstone, framkvæmda- stjóri Glentcran, í samtali við DV eftir leikinn gegn Fram á laugardag. „Það er ljóst að við verðum að sækja mjög stíft í leiknum heima og gera allt sem við getum til að skora mörk. Oti- mark okkar hér er mjög mikilvægt en ég vil ekki segja til um hvort það nægir okkur til aö komast áfram. Við áttum í nokkuð miklum vandræðum með aö vinna knöttinn í loftinu í þessum leik. Leikmenn Fram eru mjög sterkir skallamenn. Mér fannst Guðmundur Torfason og Pétur Ormslev bestir hjá Fram í þess- um leik. Þeir eru mjög góðir leikmenn, einnig Omar Torfason sem við verðum aö hafa góðar gætur á í heimaleiknum. Sá leikur verður mjög erfiður. Við verðum að skora mörk, í það minnsta tvö, ” sagði J ohnstone að lokum. -SK. annan fótinn f aðra umferðina Fram vann öruggan sigur á mjög lélegu liði Glentoran frá Norður-írlandi á laugardag, 3:1. Það ætti að nægja liðinu til að komast áfram. Ómar skoraði tvö mörk „Það er mjög erfitt að segja til um hvort þetta nægir okkur en ég vona svo sannarlega að þetta sé nóg. Þetta er alla vega gott veganesti til trlands,” sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram, eftir að Framarar höfðu sigrað norður- írska liðið Glentoran í Evrópukeppni bikarhafa á Laugardalsvelli á laugar- dag með þremur mörkum gegn einu. „Ég er nokkuð ánægður með leik okkar í dag og þá sérstaklega siðari hálfleik- inn. Við vorum lengi í gang, það tók okkur nokkurn tima að öðiast trúna á sjálfa okkur. Þetta var griðarlega erf- iður leikur. Það er alltaf erfitt að leika gegn liðum frá Bretiandseyjum,” sagði Ásgeir ennfremur. Hafi útlitið einhvern tíma veriö dökkt hjá Fram í byrjun leiks þá var það á laugardaginn. Glentoran skoraði nefnilega fyrsta mark leiksins strax á 3. mínútu. Þessa óskabyrjun náðu Ir- arnir ekki aö nýta sér og Fram var betri aðilinn allan leikinn. Mark Ir- anna kom eftir að aukaspyrna hafði verið dæmd á Fram. Barney Bowers skoraöi með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnunni, hans 47. mark fyrir Glentoran.í 193 leikjum. Knötturinn hafnaði nánast í samskeytunum en þrátt fyrir það fannst manni að hægt hefði verið að koma í veg fyrir þetta mark. Leikur Framliðsins olli miklum von- brigðum til að byrja með en smátt og smátt fór að færast líf í leikmenn Fram. Þeir fóru að fá trú á að þeir gætu gert góða hluti. Ekki náðu Fram- arar þó að skapa sér hættuleg mark- tækifæri, ekki fyrr en á 43. minútu að Guðmundur Steinsson slapp inn fyrir vöm Glentoran en óheppnin var með Gumma. Skot hans fór í þverslá! Staðan var því 0—1 í leikhléi og útlit- ið ekki bjart. En Framarar komu mjög ákveðnir til leiks i síðari hálfleik og strax á 4. minútu jöfnuðu þeir metin. Og þá var eins og stíflan brysti. Markið var sérlega glæsilegt. Guðmundur Steinsson fékk sendingu inn í vítateig Iranna og tók vel við knettinum aö venju. Hann renndi honum síðan út á kantinn á Ormarr örlygsson sem gaf frábæra sendingu fyrir markið. Þar var fyrir markakóngur 1. deildar, Omar Torfason, og hann kastaöi sér fram og skallaði knöttinn í loftinu úr markteig í markið. Eftir þetta mark var eitt lið á vellinum og Framarar léku mjög vel. Á 23. minútu síðari hálf- leiksins kom síðan annaö markið. Eftir homspyrnu nikkaði Guðmundur Torfa- son knettinum aftur fyrir sig inn í vítateiginn á Viðar Þorkelsson og hann skallaöi knöttinn mjög laglega í mark- ið. Og þrátt fyrir vægast sagt örvænt- ingarfullar tilraunir varnarmanns og markvarðar Glentoran var marki ekki afstýrt. Og áfram héldu Framarar að sækja. Omar Torfason komst í mjög gott færi skömmu síðar þegar hann komst einn inn fyrir vörn Glentoran en áttaði sig ekki á því hversu færið var gott. Máttlaust skot hans fór framhjá. Síöan varð allt vitlaust á 33. minútu þegar Omar skoraði þriðja mark Fram. Knötturinn barst til Omars inn í vítateig og nú var kaupmaðurinn ekk- ert að dunda við hlutina. Fast skot hans með vinstri fæti og boltinn í netið og með þessu marki er óhætt aö segja að birt hafi til. En Fram tókst ekki að skora fleiri mörk í leiknum og nú er spurningin: Nægir þetta liðinu til að komast í 2. umferð? Vissulega gefur þessi sigur Fram yfir Glentoran möguleikanum á að komast í 2. umferð byr undir báða vængi. Liðið var seint í gang en þegar leikmenn voru búnir að ná áttum á vellinum fóru hjólin að snúast. Og síð- ari hálfleikur er líklega-það besta sem sést hefur til bikarmeistaranna í sum- ar. Má með sanni segj^ að snúningur hjólanna hafi komið á réttum tíma. En spurningin núna er hvort þetta nægi liðinu. Ef Irarnir hefðu ekki skorað þetta leiðinlega mark í byr jun og leik- urinn endað 3—0 væri Fram svo að segja öruggt í 2. umferð. Leikmenn Fram verða að leika af gífurlegri skyn- semi í síðari leiknum og ef liðinu tekst þokkalega upp þá getur allt gerst. Allir leikmenn Fram léku vel að þessu sinni og sterk liðsheild var á bak við þennan skemmtilega sigur. Vömin, sem fyrir leikinn var undir miklu álagi, stóð sig mjög vel og vonandi að framhald verði á því í síöari leiknum. Lið Glentoran var mjög slakt í þess- um leik og nánast ótrúlegt að um hálf- atvinnumenn sé að ræða. Einhvern tíma hefði verið sagt að í liði Glentoran væru ellefu sveitamenn. Liðið verð- skuldaði verri útreið í þessum leik. Leikmenn liðsins áttu ekki eitt einasta marktækifæri í öllum leiknum. Þeir mega leika vel á heimavelli — og raun- ar umturna öllum leik sínum — ef þeir ætla að gera sér vonir um að slá Fram út úr keppninni. Og í sannleika sagt væri það sárgrætilegt ef þetta lélega lið færi í 2. umferð með því að slá ís- lenskt lið út úr keppninni. Þaö væri áfall fyrir íslenska knattspyrnu. Stór orð en sönn. Leikinn dæmdi Rolf Ericson frá Sví- þjóö og skilaði hann hlutverki sínu vel. Ekki er hægt að segja þaö sama um línuverðina. Þeir eiga að taka eftir ein- földu atriði eins og þegar markvörður spyrnir frá marki og stendur allt að því metra fyrir utan vítateig. Línuvörður- inn, sem var stúkumegin, flaggaði ekki svo mikið sem i hálfa stöng þegar markvörður Glentoran braut þessa reglu knattspyrnulaganna ótal sinnum ísíðarihálfleik. Áhorfendur voru 1685, ótrúlega fáir en skemmtu sér vel. -SK. HVER SEM ER GETUR RAÐAÐ UPP RAÐVEGGJUM Margir húsbyggjendur reyna að vinna sem mest sjálfir í húsum sínum, og hafa Raðveggir ótvíræða kosti-fyrir þessa aðila. Hin hárrétta hönnun á plötutengjunum gerir það að verkum að einingarnar eru algjörlega lausar við innri spennu og veggirnir verða því alltaf sléttir og beinir, sama hver setur þá upp. __ Sölustaðir ' Reykjavík Innréttingamiðstóðin Ármúla 17a Símar 91-84585, 84461 Akranes Guðlaugur Magnússon Skarðsbraut 19 Sími 93-2651 Siglufjörður Bútur hf. Ránargötu 16 Sími 96-71333 Akureyri Bynor Glerárgötu 30 Sími 96-26449 Egilsstaðir Trósmiðja Fljótsdalshéraðs Fellabœ Sími 97-1700 Neskaupstaður Vaimi hf . B-götu 3 Sími 97-7605 Vestmannaeyjar Brimnes Strandvegi 54 Sim: 98-1220 Selfoss G Á. Böðvarsson Austurvegi 15 Simi 99-1335 Keflavík Bvggingaval ; Iðavöllum 10 I Sími 92-4500 FJALAR fl/f Húsavík Sími 96-41346

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.