Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1985, Blaðsíða 5
DV. MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER1985. 5 Fálkaungi lendir i grútarmengun Fyrir helgina handsömuöu nokkrir vegavinnumenn á Snæfellsnesi fálka- unga. Var unginn nánast ósjálfbjarga af völdum grútarmengunar. Er taliö líklegt aö fuglinn hafi komist í selshræ og atað sig allan út um leiö og hann gæddi sér á því. Unginn var fluttur til Reykjavíkur, á Náttúrufræðistofnunina, þar sem reynt veröur aö hreinsa grútinn af honum. Að sögn Ævars Petersen fugla- fræðings er nokkuð algengt á haustin aö komiö sé með fálkaunga í þessu ásigkomulagi til þeirra á Náttúru- fræðistofnun. Taldi hann lífslikur ung- anna góöar ef ekkert annaö heföi hent þá. Ævar sagði aö hin mikla umræða sem heföi orðið um fálka, og þá sér- staklega fálkaþjófnaö, heföi ýtt undir áhuga almennings á þeim og gerði þaö aö verkum aö meira væri um þaö, aö komið væri með unga til þeirra en áöur. Fálkastofninn er nú um 200 verpandi pör og má því illa viö afföllum. Því munar um hvern unga sem tekst aö bjarga. SMJ. Ævar Petersen fuglafræðingur með fálkaungann. Litlu mátti muna að matarveisla ungans endaði með ósköpum fyrir hann. DV-mynd KAH. Fáskrúð: Mjög góð veiði gaf 253 laxa Skagamenn eiga fleiri frækna menn og konur en fótboltafólk, veiöimenn eiga þeir góöa og hafa þeir veitt heil- mikið í sumar en þeir Skagamenn hafa Andakílsá, Fáskrúö, Glerá og Kjallaksstaöaá (Flekkudalsá) á leigu. En hvernig gekk veiðin í þeim í sumar? Er veiöin góö þrátt fyrir vatns- leysiö? Andakílsá gaf 102 laxa og nokkra VEIÐIVON Gunnar Bender silunga, laxinn var 17 punda sá stærsti, 52 laxar veiddust á flugu og 50 á þann slímuga. Hylur 4 gaf langlangflesta laxa eöa 64. Andakílsá gaf í fyrra 106 laxa. Fáskrúö kom mjög vel út í sumar og gaf hún 253 laxa, þrátt fyrir vatnsleysi. Þröstur Elliðason heldur á síðasta laxinum í Andakilsá í Borgarfirði í sumar, veiddum á maðk. DV-mynd G. Bender. Hann er 15 punda sá stærsti. Fáskrúö gaf í fyrra 165 laxa. Kjallaksstaöaá (Flekkudalsá) kom heldur verr út núna en í fyrra og veidd- ust aöeins 133 laxar og hann var 16 punda sá stærsti. Kjallaksstaöaá (Flekkudalsá) gaf 189 laxa í fyrra. Glerá var heldur róleg og veiddist þar víst lítið, en eitthvað. Veiöitölur verða aö bíöa enn um sinn. G. Bender Síðasta innritunarvika. Innritun daglega kl. 2—5 í skólanum, Stórholti 16, sími 27015. Upplýsingar á öðrum tíma í síma 685752. RÉTTIR FÓLK — RÉTTIR FÉ Það er jafnan mikið af fólki sem tekur á móti safninu þegar það kemur af fjalli. Gestur Jónsson, Hraunhólum, oftast kenndur við Skaftholt, hefur sungið i flestum sveitum landsins og er ekki i vandræðum með að stjórna söng í Skeiðaréttum. Sveitungar hans taka undir af mikilli innlifun. Fólk og fé í almenningnum. Enn er allt tímatal í sveitum miöaö viö réttir á haustin. Hlutimir eru annaðhvort geröir fyrir eða eftir réttir. En breyting hefur orðið á réttarhaldi á undanfömum árum. I Skeiöaréttum til dæmis var rúmlega 20.000 fjár þegar mest var fyrir mörgum árum en hefur fækkaö jafnt og þétt og er um þaö bil 8.000 nú. Fækkun samfara betri samgöngum þýöir þaö aö drátturinn hefst ekki eins snemma nú og áöur. Dráttur byrjaöi vanalega um sjöleytiö á morgnana en nú er ekki hleypt i almenning fyrr en um 8.30. Enda liggur ekkert á. Réttarstemmning er breytt. Fólk- inu hefur f jölgað. Svo mikið aö í góöu veöri týnist féö innanum fólkið. Krakkar fá frí í skólum í nágrenninu og er ekiö í réttir á rútum. Þar hamast þeir á eftir ám og lömbum þar til allir viökomandi aöilar eru dauðuppgefnir. Bændur hafa það náöugt. Synda um í réttunum og benda ungviðinu á sínar ær. Ungvið- ið tekur síöan viökomandi kind og færir í dilk. Enginn asi er á þeim fullorönu, allt er pottþétt og öruggt. Réttarhald tekur minni tíma en áöur. Rétt tími til að taka upp pytlu nokkrum sinnum. Það er þá alltaf hægt að bæta á sig viö réttarsúpuna eða á réttarballinu. Viðkomandi myndir eru teknar í Skeiðaréttum á föstudaginn var. Þar var um það bil 8.000 f jár og mikið af fólki í góðu veðri. ej Það tekur því ekki að fara með færri ær í einu en tvær. (Ljósmyndir EJ). Kennsla hefst í byrjun október. Byrjendur (yngst 5 ára) og framhaldsnemendi Innritun í síma 72154 Royal Academy of dancing Russian method Kennarar Sigríður Ármann Ásta Björnsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.