Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1985, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1985, Blaðsíða 43
DV. MANUDAGUR 23. SEPTEMBER1985. 43 Peningamarkaður Sandkorn Sandkorn Innlán með sérkjörum Alþýöubankinn: Stjömureikningar eru fyr- ir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Innstæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir veröa fullra 16 ára. 65—75 ára geta losað innstæður með 6 mánaða fyrirvara. 75 ára og eldri með t 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarnir eru, verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjörau reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár. Reikningarnir eru verðtryggðir og með 9% vöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá líf- eyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverötryggðar. V extir eru 29% og ársávöxtun 29%. Sérbék fær strax 27% nafnvexti, 2% bætast síðan við eftir hverja þrjá mánuði sem innstæða er óhreyfð, upp í 33% eftir niu mánuði. Ársávöxtun getur orðið 33,5%. Innstæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Búnaðarbankinn: Sparibók með sérvöxtum er óbundin með 34% nafnvöxtum og 34% ársá- vöxtun sé innstæða óhreyfð. Vextir eru færðir um áramót og þá bornir saman við vexti af þriggja mánaöa verðtryggðum reikningum. Reynist ávöxtun þar bctri er mismuninum bætt við. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Sparibókin skilar hærri á- vöxtun en almenn sparisjóðsbók á hverju innleggi sem stendur óhreyft í tvo mánuöi eöa lengur. 18 mánaöar sparireikningur er með 36% nafnvöxtum og 39,2% ársávöxtun. Misseris- lega er ávöxtun á 6 mánaða verðtryggðum reikningi borin saman við óverðtryggða á- vöxtun þessa reiknings. Við vaxtafærslu gildir sú ávöxtunin sem hærri reynist. Iðnaöarbankinn: Á tvo reikninga í bankanum fæst IB-bónus. Overðtryggðan 6 mánaða reikning sem ber þannig 32% nafn- vexti og getur náð 34,5% ársávöxtun. Og verðtryggðan 6 mánaða reikning sem ber 3,5% vexti. Vextir á reikningunum eru bornir saman mánaðarlega og sú ávöxtun valin sem reynist betri. Vextir eru færöir misserislega 30. júní og 31. desember. Landsbankinn: Kiörbók er óbundin með 34% nafnvöxtum. Vextir eru færðir um ára- mót. Eftir hvern ársfjórðung eru þeir hins vegar bornir saman við ávöxtun á 3ja mánaða verðtryggðum reikningum. Reynist hún betri ór mismuninum bætt við. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Kjörbókin skilar hærri ávöxtum en almenn sparisjóðsbók á hverju innleggi sem stendur óhreyft í tvo mánuði eða lengur. Samvinnubankinn: Innlegg á Hávaxta- reikning ber stighækkandi vexti. 22,0% fyrstu 2 mánuðina, 3. mánuðinn 23,5%, 4. mánuöinn 25%, 5 mánuðinn 26,5%, 6. mánuðinn 28%. Eftir 6 mánuði 29,5% og eftir 12 mánuði 31%. Sé tekið út standa vextir j)ess timabils það' næsta einnig. Hæsta ársávöxtun er 33,4%. Vextir eru bornir saman við vexti á 3ja og 6 mánaða verðtryggðum sparireikningum. Sé ávöxtun þar betri er munurinn færður á há- vaxtareikninginn. Vextir færast misseris- lega. Útvegsbankinn: Vextir á reikningi með Ábót eru annaðhvort 1% og full verðtrygging, eins og á 3ja mán. verðtryggðum spari- reikningi eða ná 34,6% ársávöxtun, án verö- tryggingar. Samanburður er gerður mánaðarlega, en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir, 22% þann almanaksmánuð. Verslunarbankinn: Kaskó-reikningurinn er óbundinn. Um hann gilda fjögur vaxtatímabil á ári, janúar-mars, apríl-júní, júlí-september, október-desember. I loks hvers þeirra fær óhreyfður Kaskó-reikningur vaxtauppbót sem miðast við mánaðarlegan útreikning á vaxtakjörum bankans og hagstæðasta á- vöxtun látin gilda. Hún er nú ýmist á óverðtryggðum 6 mán. reikningum með 31,0% nafnvöxtum og 34,8% ársávöxtun eða á verötryggöum 6 mánaða reikningum með 3,5% vöxtum. Sé lagt inn á miðju tímabili og innstæða látin óhreyfð næsta tímabil á eftir reiknast uppbót allan sparnaðartimann. Ein úttekt er leyfö á hverju timabili án þess að vaxta- •tppbótin skerðist. tbúðalánarcikningur er óbundinn og með kaskó-kjörum. Hann tengist rétti til lántöku. Sparnaður er 2—5 ár, lánshlutfall 150—200% miðað við sparnað með vöxtum og verðbótum. Endurgreiðslutími 3—10 ár. Utlán eru með hæstu vöxtum bankans á hverjum tíma. Sparnaöur er ekki bundinn viö fastar upphæðir á mánuði. Bankinn ákveður hámarkslán eftir hvert sparnaðartímabil. Sú ákvörðun er endurskoðuð tvisvar á ári. Sparisjóðir: Trompreikningurinn er óbund- inn, verðtryggður reikningur, sem einnig ber 3,0% grunnvexti. Verðbætur leggjast. við höfuðstól mánaðarlega en grunnvextir tvisvar á ári. A þriggja mánaða fresti er gerður samanburður við sérstaka Tromp- vexti. Nýtur reikningurinn þeirra kjara sem betri eru. Trompvextirnir eru nú 32% og gefa 34,36% ársávöxtun. Ríkissjóður: Spariskirteini, 1. flokkur Á 1985, eru bundin í 3 ár, tii 10. janúar 1988. Þau eru verðtryggð og með 7% vöxtum, óbreytanlegum. Upphæðir eru 5.000,10.000 og 100.000 krónur. Spariskírteini með vaxtamiðum, 1. flokkur B 1985, eru bundin í 5 ár, til 10. janúar 1990. Þau eru verðtryggð og með 6,71% vöxtum. Vextir greiðast misserislega á tímabilinu, fyrst 10. júlí síðastliöinn. Upphæðir eru 5, 10 og 100 þúsund krónur. Spariskírtcini með hreyfanlegum vöxtum og vaxtaauka, 1. flokkur C 1985, eru bundin til 10. júlí 1986, í 18 mánuði. Vextir eru hreyfanlegir, meðaltal vaxta af 6 mánaða verðtryggðum reikningum banka með 50% á- lagi, vaxtaauka. Samtals 4,8% nú. Upphæðir eru 5,10 og 100 þúsund krónur. Gengistryggð spariskírteini, 1. flokkurSDR 1985, eru bundin til 10. janúar eða 9. apríl 1990. Gengistrygging miðast við SDR-reiknimynt. Vextir eru 9% og óbreytanlegir. Upphæðir eru 5.000,10.000 og 100.000 krónur. Spariskírteini ríkissjóðs fást í Seðla- bankanum, hjá viðskiptabönkum, spari- sjóðum og verðbréfasölum. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, !ána- upphæðir, vexti og lánstíma. Stysti tírii að lánsrétti er 30—60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 144.000—600.000 eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Iánin eru verðtryggð og með 5—8% vöxtum. Lánstími er 15—35 ár eftir sjóðum og lánsrétti. Biðtími eftir lánum er mjög misjafn, breytilegur milli sjóða og hjá hverjum sjóði eftir aðstæðum. Hægt er að færa lánsrétt þegar viökomandi skiptir um lifeyrissjóð eöa safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í einu lagi yfir þann tíma. Reiknist vext;r oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávóxtunin verður þá hærri en nafnvextirnir. Ef 1000 krónur liggja inöi í 12 mánuði á 22% nafnVöxtum veröur innstæðani lokþesstíma 1.220 krónur og 22% ársvöxtun í því tilviki. Liggi 1.000 krónur inni í 6+6 mánuði á 22% vöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir sex mánuði. Þá er innstæðan komin í 1.110 krónur og á þá upphæð reiknast 11% vextir seinni sex mánuðina. Lokatalan verður þannig 1.232,10 og ársávöxtun 23,2%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru 3,5% í mánuði eða 42% á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því 0,1166%. Vísitölur Lánskjaravísitala í ágúst er 1204 stig en hún var 1178 stig í júlí. Miðað er við 100 í júni 1979. Byggingarvísitala á 3. ársfjórðungi 1985, 'júlí-september, er 216 stig á grunninum 100 í janúar 1983, en 3204 stig á grunni síðan 1975. VEXTIR BANKA 0G SPARISJÚÐA |%| innlAn MEO SÉRKJORUM SJA SÉRLISTA INNLÁN ÖVERÐTRYGGÐ SPARISJðOSBÆKUR SPARIREIKNINGAR SPARNAOUR LANSRÉTTUR INNLANSSKlRTEINI TÉKKARflKNINGAR INNLÁN VERÐTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR INNLAN GENGISTRYGGÐ GJALOE YRISREIKNINGAR Utlán Overotryggð ALMENNIR VlXLAR VIÐSKIPTAVlXLAR ALMENN SKULOABRÉF VWSKIPTASKULOABREF HLAUPAREIKNINGAR útlAn verðtrvggð SKUIOABRÉF ÚTLAN TIL FRAMLEIÐSLU VEGNA INNANLANDSSOLU VEGNA UTFLUTNLNGS B 2 £ S £ S £ 6 4 S * = fj 1 S > 1 3 !Í 11 ll 11 Íí 11 11 I! il Úbundm nnstæöa 22,0 22.0 1 22.0 22.0 22,0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 3|a mánaða uppsogn 25,0 26.6 1 25.0 25.0 23.0 23.0 25.0 23.0 25.0 25.0 6 ménaða uppsogn , 31,0 33.6 | 30,0 28,0 32.0 30.0 29,0 31.0 28.0 12 mánaða uppsogn | 32,0 36.6 1 32.0 31.0 32.0 18 ménaða uppsogn | 36,0 39.2 36,0 25.0 Sparað 3 5 ménuðt | 25,0 23.0 23.0 23.0 23.0 25.0 Spatað 6 mén. og mráa j 29,0 26,0 23.0 29.0 28.0 Ti 6 ménaóa 28,0 30.0 28,0 28.0 Avisanarrátrangar 17.0 17.0 8.0 8.0 10.0 8.0 8.0 10.0 10.0 Hlauparrátrangar 10,0 10.0 8.0 8.0 10.0 8.0 8.0 10.0 10.0 3ja ménaða uppsogn 6 ménaða uppsogn 2.0 3.5 1.5 3.5 1.0 3.5 1.0 3!5 1.0 3.0 1.0 3.0 1.0 3.0 2.0 3.5 1.0 3.0 BandanTtfadokarar 8.0 8.0 7.5 8.0 7.5 7.5 7.5 7.5 8.0 11.5 Sterkngspund 11.5 11.5 11.0 11.0 11.5 11.5 11.0 11.5 Vestur þýsk mork 5.0 4.5 4.25 5.0 4.5 4.5 4.5 5.0 10.0 5.0 Oanskar kiónur 10.0 9.5 8.0 8.0 9.0 9.0 9.0 9.0 llorvextv) 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30,0 30.0 30,0 llorvextx! 30.0H 31.0 31.0 Kfl 31.0 Kfl Kfl kfl 31.0 32.02) 32.0 32.0 32.0 32.0 32,0 32.0 32.0 32.0 33.511 33.5 hfl 33.5 Kfl Kfl kg 33.5 Ytetkámx 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31,5 Að 2 112 én 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Lengn en 2 1/2 ér 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 26,25 26.25 26.25 26.25 26,25 26.25 26,25 26.25 26.25 SOR rrátnrmynt 9.75 9,75 9.75 9.75 9.75 9.75 9.75 9,75 9.75 1) Við kaup á viðskiptavixlum og viðskiptaskulda bréfum er miðað við sérstakt kaupgengi hjá þeim bönkum sem merkt er við með kg, einnig hjá sparisjóðunum i Kópavogi, Hafnarfirði og Keflavik og hjá Sparisjóði Reykjavikur. Einar KrixLjðnsson Ité Hurmundor fetli. Margir útvarpshlustend- ur urðu undrandi siðastlið- inn föstudagsmorgun, þeg- ar Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli tilkynnti aö liaun myndi nú hætta nteð þætti sína í hljóðvarpi. Hafði hann flutt þá hálfs- mánaðarlega síðastliðin fimm ár. Ástæðan fyrir þessu brotthvarfi Eiuars af öldum ljósvakans er einfaldlega sú að honum var sagt upp, meö viku fyrirvara. Varia hafði hann tilkynnt þetta i útvarpinu sL föstu- dag þegar hlustendur hófu að hringja heim tU hans til að vita hverju þetta sætti. En þeir eru vafalaust all- margir, því í hlustenda- könnun, sem Ríkisúívarpið lét gera fyrir svo sem háifu öðru ári, kom í ljós að þættir Ein- ars voru í 2, sæti hvað vtasæld- irsnertL Þá var talsvert um að fólk hringdi á ritstjórn DV á föstudaginn til að lýsa yfir óánægju sinni með þessa ráðstöfun. Gekk einn við- mælandinn svo langt að barma það að hann hefði verið búinn að greiða af- notagjaldið. EUa hefði hann látiö innsigla útvarpiö! Um næstu mánaöamót stendur Ingólfur Stefáus- son npp úr framkvæmda- stjórastól Farmanna- og fiskimannasambands ís- lands. Sá sem tekur við af honum heitir Harald Hols- vik. Hann hefur unnið hjá HeilbrigðiseftirUti ríkisins að undanförnu. Ingólfur lætur af störf- um fyrir aldurs sakir, en hann varð sjötugur í ágúst i sumar. Haun hóf störf hjá FFSt 1967. Aður en hann réðst þangað var hatm lengi til sjós og gegndi þar störf- um háseta, stýrimanns eða skipstjóra, eftlr því sem tilefni gafst. Síöan tók hann að sér verkstjóm hjó fisksölum í Reykjavík Þaöan lá svo leiðin loks tíl FFSt, eins og áöur sagði. Ekki vitum við hvað Ingólfur hyggst taka sér fyrir hendur þegar hann hættir hjá sambandinu... Það er mikiö um aö vera á lescndasíðu Mogga um þessar mundir. Þar gengur fram fyrir skjöldu hver félaginn á fætur öðrum í Flokki mannsins. Þessi tanrás cr þannig til komin að fyrir nokkram dögum varö einhverjum það ó að skrifa „ljótt” um Flokkinn. Því una félagar alls ekki en svara fuUum hólsL Annars er þetta það eina sem heyrst hefur opin- berlega frá ilokksmönnum um nokkurt skeið. f einu bréfanna, sem birtist i síðustu viku, ákall- aði félagi einn „ráðamenn þjóðarinnar” ákaflega og bað þá „... að leyfa okkur í Flokki mannsins að taka þátt í flokkspóUtíkinni, þ.e.a.s. að koma fram í um- ræðuþáttum og öðru þvíum- líku. Viö þurfum ekki nema fimmtán mínútur... ” skrifaði félaginn. Annars er það skiljan- legt, að flokksmenn skuli vera orðnir langsvekktir. Þegar þeir lögðu af stað í landsreisuna fyrr á árinu voru f jölmiðlar kallaðir til. Einhverjar tiiraunir voru þá gerðar tU að taka viðtöl við félaga. En af einhverj- um ástæðum komu þau aldrei fyrir augu eða eyru Groiððlukortin þykja gagntog, of þau kalla akki á eukaálagningu. afsláttur Hugtakið staðgreiðsluaf- siáttur virðist hafa fengið nýja merkingu í hugum margra eftir að greiðslu- kortin komu tU sögunnar. AUtaf öðra hvora heyrast nefnllega sögur um að verslunareigendur bjóði viðskiptavinum vöruna á lægra verði ef þeir noti ekki greiðslukort. Þetta henti konu eina sem ætlaði að kaupa sér tUtekinn hlut á dögunum. Konan fór í verslun, þar sem hún vissi aö hluturinn fékkst. Þegar hún hafði fengið að vita verðið á hon- um velti hún máltau fyrir sér nokkra stund, enda var um nokkur þúsund krónur að ræða. Þá vék afgreiðslustúlk- an sér allt í einu að henni og tilkyunti að hún gæti fengið hlutinn á 5% lægra verði ef hún greiddi fyrir hann með peningum, en ekki greiöslukorti. Þótti konuuni þetta harla undar- lcgur viðskiptamáti. ■0-i t Umsjón: Arnar PáU Hauks- son. Skrúðhlaup kvenna? „Þú getur killaö þetta hvað sem er fyrir mér, jafnvel göngu,” tautaði lafmóöur ljósmyndari DV þegar reynt var aö festa setningu Listahátíðar kvenna á filmu. „Fyrir mér er þetta skrúðhlaup — ekki ganga.” Skrúðhlaupið lagði af staö frá Asmundarsal um fimmleytið á föstudaginn og leiðin lá að kvenna- húsunum við Vesturgötu. I fararbroddi var lúðrasveit undir stjórn Lilju Valdimarsdóttur, eingöngu skipuð konum. Valkyrjur og velunnarar brenndu niður Skólavöröustíg og Bankastræti — aö kvennahúsunum ný- keyptu og þar var Listahátíð kvenna sett með ávarpi, lúðrasveitarleik og söng. Listahátíðin er sett upp í tilefni þess að kvennaáratugurinn margnefndi er senn á enda og dagskráin er f jölbreytt. Arkitektar eru með sýningu í Konurnar stormuðu frá Ásmundarsal og niður unni til setningar Listahátíðar kvenna. kvennahús á Vesturgöt- DV-mynd: PK Asmundarsal, hljómleikar á Kjarvals- stöðum, ljóðaupplestur í Gerðubergi, nýtt leikrit frumsýnt og allt eru þetta verk kvenna. Aögangur á Listahátíö kvenna er ókeypis. baj 21 Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskila lána er 2% á ári, bæði á óverðtryggð og verðtryggð lán, nema i Alþýðubankanum og Verslunarbankanum. Kjötdagar hjá Sambandinu: Framleiðslan verðuraðaðlagast óskum neytenda „Búvöruframleiðendur verða nú aö aðlaga framleiðslu sína þörfum neyt- enda. Hagur bænda felst í því hvaö hægt er aö selja en ekki lengur ein- göngu í því hvað hægt er að fram- leiða,” sagði Jón Helgason land- búnaöarráðherra m.a. í ávarpi er hann flutti sl. laugardag við opnun svo- kallaðra kjötdaga hjá Kjötiðnaðarstöð Sambandsins að Kirkjusandi. Magnús Friögeirsson, framkvæmda- stjóri búvörudeildar, ávarpaði gesti og sagði m.a. að nú stæði yfir markaðs- átak í sölu og vinnslu lambakjöts. Kjöt er nú boðið til sölu öðruvísi niöurhlutað en áður og í nýjum umbúöum. Nú er einnig í fyrsta sinn tekið tillit til einstaklinganna og litlu heimilanna í neytendahópnum. Nú er hægt að fá Jón Helgason landbúnaðarráðherra og aðrir gestir gæða sár á kjötvorum sem voru á boðstólum. DV-mynd KAE hluta af steikum eins og læri eða hrygg, sérpakkað í lofttæmdar umbúðir. Sambandið hefur einnig undanfarið staöið fyrir námskeiðum fyrir kjöt- iönaöarmenn sína og fengið til leiðbeiningar kunnáttumenn frá Dan- mörku og Nýja-Sjálandi. Árangurinn er nú kominn í ljós. Sundurhlutun kjötsins er nú með aUt öðru móti en áður og einnig pökkunin. Kjötdagarnir á Kirkjusandi voru tU þess að kynna almenningi þessar nýjungar. Einnig voru sýndar unnar kjötvörur frá Goða, kjötskurðarmenn unnu við úrbeiningu kjöts, matreiðslu- menn gáfu gestum að bragða á réttum úr lambakjöti og ýmislegt var til skemmtunar. A.Bj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.