Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1985, Blaðsíða 11
DV. MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER1985.
11
Látið ekki 1915 fara fram hjá ykkur, flokkurinn á erindi til allra.
Á myndbandaleigum um allt land nk. miðvikudag.
ÍSLENSKUR TEXTI.
Dreifing
TEFLI
VIDEO
Síðumúla 21, sími 686250.
199 hvalir veiddir í sumar:
100 ár eru nú liðin síðan lög voru sett
um Landsbanka Islands. Hugmyndin
um stofnun banka á Islandi átti sér all-
langan aðdraganda, allt frá Þingvalla-
fundi 1853. Þessar hugmyndir fengu
mikilvægan stuðning þegar verslunin
var gefin frjáls 1855. Stofnaðir voru
sparisjóöir á Seyðisfirði, i Reykjavík
og á Siglufirði. Þeir komu þó ekki í stað
banka.
Á Alþingi 1881 var loksins borið fram
frumvarp um stofnun landsbanka, en
vegna deilna dróst málið á langinn.
Bankinn hóf starfsemi sína við Bak-
arastíg sem var síðan kenndur við
bankann og nefndur Bankastræti.
Fyrsti bankastjórinn var Lárus E.
Sveinbjörnsson, dómari í landsyfir-
rétti og síðar háyfirdómari.
Litlar breytingar urðu síðan á
bankamálum þar til Islandsbankinn
var stofnaöur 1904. Fékk hann rétt til
seölaútgáfu. Næsta stórbreyting varö
15. apríl 1928 þegar Landsbánkinn var
geröur aö seölabanka.
Skyldi hann starfa í þrem deildum
með aðgreindan fjárhag. Þær voru
seðlabanki, sparisjóðsdeild og veð-
deild. Var með þessu lagður grunnur
að íslenskri bankastarfsemi fram til
1957.
Landsbankanum var síðan skipt i
tvær deildir 1961, þegar Seðlabanki Is-
lands var. stofnaöur. Hefur Lands-
bankinn starfað eingöngu sem
viöskiptabanki síðan.
Á næsta ári ætlar bankinn að minn-
ast 100 ára starfsafmælis síns á viðeig-
andi hátt.
SMJ.
Fundur lög-
mannafélaga á
Norðurlöndum
Stjórn iögmannafélaganna á Norður-
löndum hélt nýlega fund sinn í Reykja-
vík. Fundir sem þessir eru haldnir
annað hvert ár til skiptis í löndunum og
hefur Lögmannafélag Islands veriö
með í þessu samstarfi frá því 1959.
Á fundinum var gerö grein fyrir
starfsemi félaganna undanfarin tvö ár
en auk þess voru flutt þrjú erindi. Pál
W. Lorentzen, lögmaður frá Noregi,
fjallaði um kröfur til fræðilegrar og
hagnýtrar menntunar lögmanna,
Ragnar Aðalsteinsson hrl. ræddi um
mistök lögmanna við ráögjöf og
afleiðingar þeirra og loks flutti Erik
Andersen, lögmaöur frá Danmörku,
erindi um skoðun lögmannafélaganna
á OECD-skýrslu um starfsemi ýmissa
sjálfstætt starfandi þjónustuaðila.
Ákveðiö var að næsti fundur lög-
mannafélaganna á Norðurlöndum yrði
haldinn í Finnlandi árið 1987.
að sjá hvort þessar rannsóknir veröi
ekki til þess að menn nái áttum. Við
erum sannfærðir um að það sé engin
hætta hér á útrýmingu á hvölum með
þeirri veiði sem verið hefur undan-
farna þrjá áratugi. Við vonumst til að
niðurstöður rannsóknanna verði
lagðar til grundvallar fremur en
tiifinningarök eða pólitískur þrýsting-
ur einstakra þjóða þegar hvalveiði-
bannið verður endurskoðað eftir fjögur
ár.” -JKH.
Framleiðsluverð-
mæti 330 milljónir
Hvalvertíð er lokið og veiddust alls
199 dýr, sandreyöar og langreyðar. I
fyrra var sambærileg tala 262 hvalir.
Að sögn Kristjáns Loftssonar, hjá Hval
hf., eru verðmæti heildarframleiðsl-
unnar í ár um 330 miiljónir króna en á
núverandi gengi voru þau sem svarar
461 milljón.
I samningi Hvals og Hafrannsókna-
stofnunar um hvalveiðar í vísinda-
skyni fyrir næsta ár er samiö um veiði
á 120 hvölum. Hvalur skuldbindur sig
til að borga 12 milljónir á ári, miöaö
við byggingarvísitölu, og eiga þær að
standa straum af kostnaöi við rann-
sóknir, en fyrirtækiö heldur síðan eftir
afurðum til aö standa straum af
rekstrinum. Ef tap veröur á honum
verðúr fyrirtækið að bera það sjálft;
en ef ágóði reynist einhver á hann aö
renna í sjóð til styrktar frekari rann-
sóknum á hvölum. „Allt bendir til aö
tap verði á þessum veiöum,” sagöi
Kristján Loftsson. „Við viljum aðeins
leggja okkar lóð á vogarskálarnar til
Samkvæmt samningi Hvals hf. og Hafrannsóknastofnunar má gera ráð
fyrir að 120 hvalir berist á land hér á landi á næsta ári.
Banka-
afmæli
Fyrsta hús Landsbankans i Austurstræti sem brann i mesta eldsvoða
Reykjavik 1915.
19 f 5
ÁSTRALSKUR
MYNDAFLOKKUR i SÉRFLOKKI
Þessi myndaflokkur á 3 spólum segir frá fjórum ungum elskendum sem
dreymir um að ástríðan vari að eilífu.
Árið 1915 taka draumarnir enda þegar alvara lífsins með ógnum stríðsins blasirvið.
Scott Burgers leikur Billy Mac-
Kenzie. Þegar striðiö braust út, fékk
Billy útrás fyrir sína innri orku og
ævintýraþrá. Hann varð stríðshetja
áður en hann varð að manni.
Sigrid Thornton (Allt fram streymir)
leikur Frances Reilly. Fyrir hana var
1915 árið sem rómantíkin gerði hana
ráðvillta, áður en hún var þess um-
komin aðelska.
Scott McGregor leikur Walter Gil-
christ. Striöið var í upphafi flótti
hans frá raunveruleikanum. Á vig-
stöðvunum tók þó ekki betra við, því
þar kynntist hann raunveruleikanum í
, sinni svörtustu mynd.
Jackie Woodburne leikur Diönu
Benedetto. Hún hafði ávallt verið í
skugga Frances. Árið 1915 finnur hún
sinn innri styrk og einnig ástina sem
hún fékk þó ekki notiö.
1915
ÁRIÐ SEM TVEIR MENN, TVÆR KONUR
OG ÞJÓÐ GLÖTUÐU SAKLEYSI SÍNU
-JKH