Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1985, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1985, Page 9
DV. MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER1985. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Áhyggjuraf toll- múrum og gengi Bandaríkjadollars Fjármálaráöherrar og seöla- bankastjórar Bandaríkjanna, Jap- an, Vestur-Þýskalands, Bretlands og Frakklands þinguöu í New York um helgina og urðu ásáttir um að þeir kynnu að neyðast til sameigin- legra ráðstafana til þess að sveigja gegni Bandaríkjadollars niður á við. Um leið létu þeir í ljósi áhyggj- ur af tollaverndunarstefnunni sem víða um heim væri ríkjandi. Ekki vænk- ast hagur Mexíkó Bankamenn segja að líklegt sé aö Mexíkó muni biðja um ný lán vegna jarðskjálftans. Þeir telja líklegt að Mexíkönum muni takast að telja banka erlandis á að sýna Mexíkóstjóm meiri samúð en hingað tiL Fréttir af jarðskjálftunum komu um sama leyti og Alþjóða fjárfestingar- bankinn ákvað aö neita Mexíkó um 450 milljón dollara lán. Ástæða neitunar- innar var að bankanum fannst ekki að Mexíkóstjórn hefði staðið nógu vel við efnahagsáætlanir sínar. Mexíkó skuldar erlendum bönkum um 100 milljaröa dollara. Það eru hæstu erlendu skuldir nokkurrar þróunarþjóðar, að frátaldri Brasiliu. Bankar hafa að undanfömu verið mjög tregir við að veita Mexikó lán. „Á svona stundu viljum við ekki sýnast vera óbilgjarnir,” sagði fulltrúi hjá Alþjóða fjárfestingarsjóðnum. Hagfræðingur við mexíkanskan banka í London sagði aö þaö væru þó góðar fréttir að svo virtist sem olíu- stöðvar í Mexíkó hefðu ekki orðið fyrir tjóni og það sama mætti segja um aðal- landbúnaðarhéruðin. Svíar aflýsa heimsókn Sænsk stjórnvöld hafa aflýst heim- sókn tveggja bandarískra NATO-her- skipa í næsta mánuði vegna þess aö á sama tíma kemur breskt herskip í heimsókn. Svíum finnst að heimsókn þriggja skipa Atlantshafsbandalagsins á sama tíma myndi vekja of mikla at- hygli á bandalaginu. Talsmaður sænska hersins sagöi aö Svíar hefðu upphaflega boðiö banda- rísku skipunum að koma til Stokk- hólms. Hann sagði að sænska stjómin vildi ekki að skip tveggja NATO-þjóða heimsæktu höfnina í Stokkhólmi á samatíma. Sikkar sprengja Sikkar sprengdu sprengju sem drap þrjá hindúa í Nýju-Delhi og skutu til bana starfsmann Kongressflokks Raj- ivs Gandhi forsætisráðherra í áfram- haldandi baráttu gegn kosningunum sem fara eiga fram á miðvikudag í Punjab-fylki sikkanna. Starfsmaður flokksins var skotinn í Punjab í gær þrátt fyrir geysimiklar öryggisráðstafanir á þessum síðasta degi heimsóknar Rajivs Gandhi til fylkisins. Fjöldahandtökur fóru fram á grun- uðum hermdarverkamönnum í Punjab og nálægum fylkjum og í Nýju-Delhi. Fabius viöurkennir aö Frakkar sökktu skipinu Frönsk stjómvöld hafa viðurkennt að starfsmenn frönsku leyniþjónust- unnar sökktu Rainbow Warrior, skipi Greenpeace-samtakanna. Forsætis- ráðherra Frakklands, Laurent Fabius, sagði í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi aö ekki væri lengur neinn vafi á því hver ætti sökina á sprengingunni í skipinu sem varð einum manni að bana. „Starfsmenn DGSE leyniþjónust- unnar sökktu þessu skipi. Þeir gerðu það samkvæmt skipunum,” sagði Fabius. Fabius endaði ræðu sína með því að segja: „Sannleikurinn í þessu máli er grimmur, en það verður að rannsaka hann gaumgæfilega.” Það var Paul Quiles, hinn nýi varn- armálaráðherra, sem tók við af Charl- es Hernu sem sagði af sér á föstudag, sem sagði forsætisráðherranum frá raunverulegri aðild frönsku leyniþjón- jistunnar. Fabius sagði ekki hver hefði gefiö fjTÍrskipanimar um að sökkva skip- inu. Hernu neitaöi því að hafa gefið fyrirmæli um nokkuð annaö en að fylgjast með skipinu. En grunurinn hlýtur að falla á Pierre Lacoste, að- mírál og yfirmann leyniþjónustunnar, sem var rekinn á föstudag. Fabius hafði áður lofað að hver sem hefði átt aðild að sprengingunni í Rain- bow Warrior myndi verða sóttur til saka. Nú sagði hann að ekki væri hægt að fletta ofan af leyniþjónustumönnum sem hefðu einungis framfylgt skipun- um. I yfirlýsingu Fabiusar var ekkert sem lesa má sem afsökunarbeiðni. Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, David Lange, hafði krafist þess að Frakkar bæðust formlega afsökunar. „Þetta var skuggaleg aðgerð alþjóð- legrar ríkisstuddrar hryðjuverkastarf- semi,” sagði Lange. En Lange sagði að yfirlýsingar Fabiusar hefðu greini- lega verið sársaukafullar og gaf í skyn að afsökunarbeiðni væri ekki lengur nauðsynleg. Lange sagði þó að það væri út í hött að Frakkar héldu hlífi- skildi yfir leyniþjónustumönnum sín- um sem hefðu framið verknaðinn. Þafl voru franskir leyniþjónustumonn sem sökktu Rainbow Warrior í höfn ó IMýja-Sjólandi, eins og franski forsœtisróflherrann viflurkenndi í gœr- kvöldi. Enn einu sinni komum ** á óvart og bjóðum GoldStar heimilistölvu og skja fyrir aðeins IS.98o kr. eða 5000 kr. út og eftirstöðvar á 5 mán. P FC-200 tölvan er á MSX- staðli og getur því notað öll jaðartæki og hugbúnað með þennan staðal, sem japanskir framleiðendur hafa komið sér saman um. ES3LrMMrí<MJ FC-200 er 64 KB RAM og 32 KB ROM, hefur 16 liti, góða teikni- getu (256x192), frábæra tónlistar- hæfileika, tengimöguleika fyrir stýri- pinna, prentara, Ijósapenna og seg- ulband. GoldStar MBM-2233 þægilegur , grænn góða stafaupplausn. skjárinn er afar 12" skjár með

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.