Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1985, Blaðsíða 8
DV. MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Mexíkóborg: Bófar fara ráns- hendi um rústir allt að 20.000 manns hafa farist Vopnaðir glæpaflokkar, sem þykj- ast vera björgunarmenn, hafa farið ránshendi um hús í Mexíkóborg eftir jarðskjálftana sem menn nú kvíða að hafi orðið allt að 20.000 manns að bana. Fólk er nú grafið í fjöldagröfum á stærð við húsgrunna. Lögregla sagði í gær að gripdeild- armennimir færu í fimm til 10 manna hópum á bílum merktum Rauða kross- inum. Þeir færu að skartgripaverslun- um, verslunum og heimiium sem hafa mörg verið óvarin siöan fyrsti skjálft- inn kom á fimmtudag. „Við munum vera miskunnarlausir gagnvart slíkum mönnum, því svona gerðir verður að fordæma á þessum tím- um,” sagöi borgarstjóri Mexikóborgar, Aguirre Velasquez. Lögregla hefur handtekið 20 manns og herinn fleiri. Herréttur mun fara með mál þeirra sem herinn tekur. Her Bófaflokkar fara nú ránshendi um jarðskjálftahverfi Mexikóborgar. Óttast er að enn sáu allt að 20.000 manns grafnir í rústunum. Enn barist á Siachen-jökli Pakistanstjórn hefur neitað fréttum í indverskum blöðum af miklum bar- dögum á Siachen-jökli á norðurlanda- mærum rikjanna. Talsmaður varnar- málaráðuneytisins sagði að á Siachen- svæöinu væri ástand „eins og veriö hefði”. Fréttir í indverskum blöðum segja aö pakistanskar flugvélar hafi skotið á stöðvar indverska hersins í þriggja daga bardaga í síðustu viku. Blöðin sögðu að mikið mannfall hefði orðið. Blaðamaður DV var á svæðinu rétt sunnan við jökulinn fyrir sex vikum og sagði frá miklum bardögum á jökiinum sem hefðu átt sér stað í júní. Mönnum í norðurhluta Kashmir ber saman um að stöðug spenna sé á Siachen-jökli. Tveir indverskir herforingjar staö- festu við DV að átök hefðu átt sér stað. Það er harðneskjulegt lífið á Siachen-jökli fyrir, þó ekki bætist stórbardag- ar við. Þarna hafa margir indverskir og pakistanskir hermenn látið lifið. Syrgjendur handteknir Lögregla í Tyrklandi handtók 150 manns sem voru viðstaddir útför vinstrisinnaðs alþýðutónskálds i gær. Utförin varð að mótmælagöngu, að sögn þeirra sem til sáu. Tónskáldið, Ruhi Su, dó á fimmtu- dag, 73 ára að aldri. Um 1.500 manns voru viðstaddir útförina. Lögregla réðst að göngumönnum þegar þeir fóru aðhrópa: „LengiiifiRuhi.” og lögregla hafa sett upp vegatálma til að koma í veg fyrir að gripdeildar- menn komist inn á jarðskjálftasvæöin. Ibúar, sem iifðu af þegar 14 hæða íbúðabyggingin Nuevo Leon féll niður, segja að utanaðkomandi fólk hafi leit- að í rústunum að einhverju verðmætu. Reiöur múgur handtók mann sem reyndi að stela lyfjum af spítala. Lög- regla handtók manninn. Fólk, sem óttast að ættingjar sínir hafi farist í skjálftanum, stendur í bið- röðum við homaboltaleikvang þar sem líkum hefur verið komiö fyrir. Lög- regla hefur beöiö fólkiö aö bera kennsl á ættingja sína. Þegar hafa fundist 2.000 lík eftir skjálftann. En bandaríski sendiherr- ann, John Gavin, segir að líklegt sé að allt aö 20.000 manns hafi farist. Fleiri en gripdeildarmenn hafa reynt aö auðgast á hörmungunum. Bakarí hafa hækkaö verð á brauöi, grafarar hafa þrefaldað verð sitt og ein útvarpsstöð sagði að „sjálfboðalið- ar” heföu tekið allt aö 2.000 krónur fyrir aö hjálpa viö aö leita aö fólki í húsarústum. Læknar segja aö mikil hætta sé á smitsjúkdómum vegna rotnandi lika og ónýts skolpræsakerfis. Björgunar- menn stráðu sóttvarnarefni yfir rústir og læknar ráölögöu fólki aö láta sprauta sig gegn taugaveiki og stíf- krampa. Það var ekki bara Mexíkóborg sem varð illa úti. Borgin Ciudad Guzman fór líka í rúst í skjálftunum miklu. Hjálparlið 179 sérfræðinga er komið frá Frakklandi til aö hjáipa til viö björgunarstörfin. Einnig eru komnir til Mexíkó sérfræðingar frá Bandaríkjunum ogSviss. I sjónvarpsávarpi sagöi Miguel De La Madrid forseti að jarðskjálftamir væru einhverjar mestu hörmungar í sögu Mexíkó. Seðlarnir frá sovéska njósnaranum Titov (i miðið) komust ekki fyrir í tösk- unni hans Treholts (til vinstri) segja verjendur Treholts og þykjast nú hafa fundið gloppu i málflutningi stjórnvalda. Treholt þæf- ist enn við Jón Einar Guöjónsson, fréttaritari DV íOsló: Hinir nýju verjendur Arne Treholts telja sig hafa fundiö gloppu í máiflutn- ingi ákæruvaldsins og lögreglunnar gegn Treholt. I undirrétti kom fram að Treholt hefði átt fund með KGB-mann- inum Gennedij Titov í Vínarborg og þegið af honum peningagreiðslur. Fjárhæðina, sem tiltekin var, átti Treholt að hafa haft með sér af fundin- um í skjalatösku, en peningarnir voru í tíu-, tuttugu- og fimmtíu dollara-seðl- um. — Nýju verjendurnir segjast hafa sannprófað að upphæðin, sem lög- reglan nefndi, rúmist ekki þannig í skjalatöskunni sem Arne hafði. Larse Quickstad, sækjandi málsins, segir þessar fullyrðingar verjendanna vera þvætting. Ame Treholt hlaut á dögunum bók- menntaverölaun, 25 þúsund norskar krónur, fyrir handritið að bók sinni um samskipti sín og KGB og svo rannsókn- araðferðir norsku lögreglunnar. Hlaut hann þriðju verðlaun í samkeppni um bestu heimildarskáldsöguna. Vestur-þýski blaðakóngurinn: Springer fallinn frá Blaðakóngurinn Axel Springer sigldi sjaldnast lygnan sjó. Hann er nú látinn. Hann varð 73 ára. Springer var á siðustu árum far- inn að fjárfesta i fleiru en blöðum, þvi hann rak lika gervihnattasjón- varp. Vestur-þýski blaðakóngurinn Axel Springer, eigandi eins stærsta fjölmiðlaveldis Evrópu, andaðist af hjartaslagi í gær, 73 ára að aldri. Springer, staðfastur and- kommúnisti, drottnaði yfir fjölmiölum Vestur-Þýskalands með síðdegisblaðinu „Zeitung”, sem er í 6,5 milljóna eintaka útbreiðslu, „Die Welt” og fjölda vikurita og minni dreifbýlis- blöðum. Meöal þeirra fyrstu, sem hörmuðu fráfall Springers, var Heinz Galinski, leiötogi gyöinga, sem sagði að Springer hefði ávallt stutt dyggilega málstað gyðinga og þeim væri mikill missir í honum. Það var ein af fjórum grund- vallarreglum Springers við skrif blaða hans aö eftir hrylling út- rýmingarbúða nasista í síðari heimsstyrjöldinni væri stuðlað að sáttum Þjóðverja og gyðinga. Blöð hans studdu ótrauð Israel. Hinar þrjár voru stuðningur við frjálst markaðskerfi, stuðningur við sameiningu Þýskalands og andstaða við alræöisvald. Springer var andstæðingur austur-þýsku stjórnarinnar sem hann taldi ólýöræðislega og A-Þýska- land taldi hann ekki fullvalda ríki. — Hann flutti skrifstofur fyrirtækis síns frá Hamborg til Vestur-Berlínar 1959 til aö undirstrika afstööu sína. Utgáfuferil sinn hóf hann 1946 með útvarpstíðindum en Bild stofnaði hann 1962. Með hneykslissögum og ítarlegum frásögnum af ofbeldi náði blaðiö fljótt mikilli útbreiöslu. Síðasta sumar var eins og Spring- er fyndi á sér að hann mundi ekki eiga langt eftir og endurskipulagði hann þá fyrirtæki sitt sem hefur 12 þúsund manna starfslið. Setti hann 49% hlutabréfa fyrirtækisins í sölu en hélt sjálfur 26%. Springer kvæntist fimm sinnum og lætur eftir sig son og dóttur. — Fjölskylda hans komst í fréttimar í janúar síöastliðnum þegar bamabami hans, Sven Axel, var rænt í Sviss og haldið í þrjá daga en síöan sleppt án lausnargjalds.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.