Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1985, Blaðsíða 10
Utlönd
Útlönd
Útlönd
Utlönd
DV. MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1985.
Hong Kong hverfur undir Kinastjórn 1997 og er töluvert rótleysi komið á Hong-Kong-búa vegna óvissunnar um framtiðina. Spilafiknin er Kínverjum i
blóð borin og víð þessar framtiðarhorfur hika Hong Kong-búar ekki við að veðja djarft.
Spilafíknin heltekur
Hong Kong enn á ný
Spilafíknin hefur heltekið Hong
Kong þessa vikuna eins og oft hefur
brunnið við þar eystra en 21. sept-
ember er mikilvægasti dagurinn á
árinu hjá.þeim í Hong Kong. Þá
hefst veðreiðatímabilið. Hundruð
þúsunda freista þá gæfunnar með
því að veðja á hlaupagæðinga ein-
hverjum fjárhæðum í von um marg-
faldanvinning.
Þær fmtm og hálf milljón manna,
sem búa í nýlendunni bresku, líta
ekki á veðmál sem fjárhættufíkn
eða löst heldur sem hluta af dag-
farinu, rétt eins ög íslendingar
skoða öll happdrættin sín. Þó eru í
Hong Koi\g ströng lög í gildi sem
leyfa ekki veðmál nema við hlaupa-
brautirnar og í einstöku ríkishapp-
drættum og undanþágum fyrir
mahjong sem er kínverskt spil,
feikivinsælt.
Fara til Macao til að spila
En það væri auðveldara að meina
Færeyingum að veiða grind. eða
íslendingum að éta hákarl og harð-
fisk, heldur en hindra Kínverja í að
veðja eða spila um fé. Um hverja
helgi eru þeSsi lög því sniðgengin í
Hong Kong. Það er ös í ferjurnar
sem ganga til portúgölsku nýlend-
unnar Macao, hins sögufræga,
gamla sjórænmgja- og lastabælis.
Þar eru rekin spilavíti með fullu
leyfi yfirvalda og í fullri þökk því
tekjurafþeimerudrýgstugjaldeyr- .
istekjur nýlendunnar. Hong Kong-
búar leggja þar mest af mörkum til
spilavítanna, hótelanna og toil-
heimtunnar, eða um 90% að mati
þeirra sem gleggst þekkj a til.
Leynifélögin meö undirheima-
spilavíti
Heilu auðæfin skipta um eigendur
að baki luktum stáldyrum spilavíta
undirheimanna í Hong Kong þar
sem varðmenn „þrenndanna“(eins
og leynifélög Kínverja eru kölluð)
hafa vakandi auga með fulltrúum
réttvísinnar og oft og tíðum með
nýjustu rafeindatæknina í þjónustu
sinni. - Ekkert kínverskt samfélag
gæti talist ekta kínverskt ef þar
vantaði klikkið f mahjong-töflun-
um.
Fullkomin tölvutækni
Hinn konunglegi kappreiðaklúb-
bur rekur hundrað tuttugu og sex
veðmálastofur utan kappreiða-
brautanna hingað og þangað um
nýlenduna. Með tölvutækni sinni
geta þær veitt viðtöku 15000 veð-
málum á hverri sekúndu svo að ekki
skal það draga úr veðmálunum að
það standi á afgreiðslunni! - Það
tekur ekki nema sjö sekúndubrot
frá því að maður veðjar á hest þar
til tölvan hefúr skráð veðmálið,
sannreynt að rétt er staðið að,
reiknað út vinnings- og útborgun-
arhlutfallið og skilað út úr sér veð-
seðli.
Þar á ofan eru þeir hjá klúbbnum
með þjónustu þar sem um 16000
símastúlkur taka á móti veðmálum
símleiðis.
Allur er varinn góður
Við hlaupabrautirnar og af-
greiðslur veðmálastofunnar eru
þeir með tiltæk skilrúm, sem setja
má upp í snarhasti, til þess að deila
stórri mannþvögu niður í smáhópa.
Það kemur sér betur ef múgæði
grípur um sig, sem gerast mundi
strax eftölvan gerði einhvermistök.
Svarti markaöurinn samt vin-
sæll
En þrútt fyrir að klúbburinn bjóði
upp á greiða afgreiðslu og marg-
háttaða veðmöguleika, sem gætu
gefið himinháa stórvinninga, hefur
hann töluverða samkeppni af hin-
um ólöglegu veðmálastofum undir-
heimanna. Þær bjóða til dæmis upp
á það að viðskiptavinirnir megi
skulda veðféð einhvern tíma.^Þær
senda erindreka sína á vinnustað-
ina og heim til viðskiptavinanna,
sem eru auðvitað töluverð þægindi.
Þessir undirheimaveðmangarar
viðhafa ótal klækjabrögð til þess að
sleppa við afskipti löggæslunnar
enda útsmognir. Veðseðlarnir eru
til dæmis úr uppleysanlegum pappír
sem gerir þeim auðveldára um vik
að gleypa seðlana ef lögreglan
gómar þá. Eða ef seðlabunkinn er
þykkur að fleygja honum beint í
vatnsfötu þar sem hann leysist upp
svo að engin finnastsönnunargögn-
in.
Og á veðhlaupabrautunum tveim,
sem eru í Hong Kong, veita ólögleg-
ir veðmálaerindrekar heimsins full-
komnustu tölvuvæddu veðmála-
stofu mikla samkeppni. Það er talið
að þeir kræki sér í feitan bita af
veltunni eða fimmtung frá Hinum
konunglega kappreiðaklúbbi Hong
Kong. (Þekktur afskammstöfunum
RH KJC um heim allan.)
90% karla veöja
Veltan af fjárhagsárinu 1984-85
sló öll met hjá klúbbnum. Hún
komst upp í tvo og hálfan milljarð
Bandaríkjadala. Það eru að jafnaði
3:600 Hong Kong-dollarar á hvert
mannsbarn í nýlendunni. Og þeir
hjá RHKJC vænta sér enn meira af
þessu tímabili sem nú fer í hönd.
Nettóhagnaður þeirra, að frádregn-
um sköttum, nam á síðasta tímabili
891 milljón Hong Kong-dala sem var
33% aukning frá fyrraári.
•Einn þeirra, sem vel er heima í
veðmálabönkum Hong Kong, telur
það nærri lagi að 90% karla í Hong
Kong, á aldrinum sextán til sextíu
ára, verji að minnsta kosti þriðjungi
launa sinna til veðmála.
Tekjur af spilafíknum Hong Kong-búum eru drjúgur hluti heildartekna
gömlu sjóræningjanýlendunnar Macao þar sem þessir riksjá-karlar eru.
hjong og pai gow, svipar svolítið til
dómínó.
I von um ríkidæmið
„Það skiptir þá ekki öliu hvort
þeir vinna eða tapa. Kínverjar unna
því að tefla á tvær hættur. I Hong
Kong ertu annaðhvort ríkur eða
fátækur og ef þú ert fátækur er ekki
nema ein leið til þess að verða ríkur
og það er að spila upp á eitthvað."
Svo er engu líkara en fólk sé um
þessar mundir kærulausara um
eigur sínar því að það veit hvort eð
er ekki fyrir svo víst hvað framtíðin
kemur til með að bera í skauti sér
fyrir það eftir 1997, þegar Hong
Kong flyst úr breska samveldinu
undirstjórnKína.
Að meðaltali eyða þeir 9,8 milljón-
um Hong Kong-daía í hvert ríkis-
happdrættanna en í þeim er dregið
tvisvaríviku.
altali um þrjú þúsund dölum (sem
samsvarar 385 Bandaríkjadölum).
Margir bera tvisvar sinnum meira
en það úr býtum af brauðstriti sínu
því að þeir eru í tvöföldu starfi.
Fl'estir menn verja milli 2000 og 2500
dollurum (1100 til 1600 kr. ísl.)
mánaðarlega við veðhlaupin, ma-
hjong eða pai gow,“ sagði þessi
heimiidarmaður Reuters á dögun-
um við Deborru Delford blaðakonu.
- Þessum kínversku spilum, ma-
Veðja að meðaltali um 1500
krónum
„Mánaðarlega er veðjað að með-
Spilavítin í Macao og i undirheimum Hong Kong lokka afl sér næga við-
skiptavini.