Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1985, Blaðsíða 4
4 DV. MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER1985. Menning Menning Menning Menning Reykjavíkursögur Ástu Guflrún S. Gisladóttir og Helgi Skúlason i hlutverkum sinum í Reykja vikursögum Ástu. Leikgerð og leikstjóm: Holga Bachmann. Leikmynd og búningar: Steinunn Þórarinsdótt- ir. Tónlist: Guðni Franzson. Lýsing: Sveinn Benediktsson. Fyrsta verkefni Kjallaraleikhúss- ins nýja aö Vesturgötu 3 er leikgerð smásagna Ástu Siguröardóttur (1930—1971), en þær birtust fyrst í ýmsum tímaritum á áratugnum 1951—1961. Varla er hægt að hugsa sér betri umgjörð um sögurnar en þarna fæst, og segir það eitt í sjálfu sér að vel hefur til tekist. Blakkir, hlaðnir veggir og fomar stoðir nægja með lítilli viðbót sem leikmynd, og með tilfærslu fáeinna aukahluta breytist sviðið eftir þörfum og tekur á sig ólikar myndir. Leikatriðin gerast í stássstofum góðborgara, í braggaskrifli og á skrifstofu í kerfinu, en þó oftast á regnvotum götum borgarinnar. Eiginlegt leiksvið er ekkert, heldur er leikið á gólfinu í öðrum enda salar. Leikendur hafa frumstæða aðstöðu til búningaskipta aftast í salnum og koma til leiks fram með áhorfenda- bekkjunum báöum megin í salnum og verða gangarnir þannig hluti af sviðinu. Tónlistin, sem leikin er af bandi, ljær verkinu svip eftirstríðsáranna og lýsingin magnar þaö sérstæða andrúmsloft sem í kjallaranum ríkir. Fyrsta saga Ástu, Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns, olli talsverðu fjaðrafoki, þegar hún birtist í tíma- ritinu Líf og list. Sagan þótti berorö, en hitt duldist fáum að hér var á ferð rithöfundur sem vert var að taka eftir. Seinni sögur Ástu vöktu ekki viðh'ka umtal, þó þær séu ekki síður athygli verðar. Þegar smásagnasafn Ástu, þær tíu sögur sem birst höföu, var gefiö út, tileinkaöi höfundur Reykvíkingum bókina enda gerast flestar sögurnar í borginni og fjalla um misbreyska íbúa hennar. Sögumar eru mjög myndrænar, sumar næsta leikrænar á köflum. En aðrar eru aö mestu innri ræða, hugsanir persóna, og þar þarf meira að umskrifa. Leikgerð sagnanna hefur tekist mjög vel. Helga Baeh- Leiklist Auður Eydal mann hefur náð aö höndla andblæ sagnanna, og með öruggri leikstjóm hennar fæst heilsteypt sýning þeim til sóma sem aö henni standa. Það er tekist á við verkefniö af metnaði og valinn maður í hverju rúmi. Farin er 1 i leið að láta fáa leikendur skipta með sér hlutverkum og birtist því hver og einn í ýmsum gervum. Gatan í rigningu er sú saga sem fyrst er á dagskrá. Það rignir mikið í Reykjavík i sögum Ástu, og regn- droparnir blandast oft tárum þeirra, sem úti una. Hlutverk stúlkunnar í þessum þætti leikur Guðrún S. Gísla- dóttir og skapar með hófstilltum leik eftirminnilega persónu. Stundum er hún beygð en brotnar þó ekki. Helgi Skúlason er frábær „róni”, hlýr og veitir af rausn af fátæklegum tóbaks- og brennivínsbirgðum sínum. Samleikur þeirra tveggja er með ágætum. Næst sjáum viö Súpermann, sem Emil Gunnar Guðmundsson leikur. Hann grætur elskuna sína, sem farin er að vera meö Kana og læst ekki sjá fornvin sinn þrátt fyrir himinblá fötin og stælbindið góða. Emil sýnir hefndarþorsta og vanmáttuga reiði stráksa mætavel í erfiðu hlutverki sem byggist mikið á einræðu hans. I öllum þáttunum bregður fyrir smá- myndum, sumum óborganlegum. Kóngaliljur. Sviðið er braggi, hrör- legur. Persónur: vinkonur tvær, önnur, sem Guölaug María Bjarna- dóttir leikur, veik og buguð, orðin ófrísk, hin (Guðrún) brynjar sig og leggur kaldrifjað mat á aöstæður. Fólk í bragga á ekki að eignast börn. Hér er Guðrún í öðrum ham en í fyrri sögu og fer á kostum. En af tvennu illu finnst vinkonunni skárra að leita á náðir kerfisins heldur en að sætta sig við fóstureyðingu. Helgi leikur kerfiskarlinn sem maldar í móinn: „Maður verður að hafa karakter... Fátækt fólk í bragga alveg sérstak- lega.” En stúlkan hefur sína afsökun: „Dívaninn er svo mjór... hendurnar á manni fara sjálfar af stað.” Og henni tekst að fá sér- fræðinginn til að hugsa. Guðlaug skapar hér ljúfa persónu og atriðið á skrifstofunni er með þeim bestu í sýningunni. í hvaða vagni? Guðlaug María leikur hér feikna erfitt hlutverk stelpu sem ekki kunni að stoppa og því fór sem fór. Hún leitar barnsins síns, sem tekið var frá henni. Þessi þáttur er eintal hrelldrar sálar og hann heföi að mínum dómi mátt stytta nokkuð án þess að inntak raskaðist. En Guðlaug lék hlutverkið af þokka þó svo aö nokkurs óstyrks gætti. En hefði ekki mátt létta Guð- rúnu skiptingarnar milli hlutverka? Hún þarf að vera ansi snörp svo ekkert fari úrskeiðis. Það er vel við hæfi að ljúka sýning- unni með fyrstu sögu Ástu, Sunnu- dagskvöld... Ytri atburðarás er hér öllu átakameiri en í hinum sögunum. Guðrún leikur hér aftur stúlkuna sem næsta ráðvillt velkist meðal fólks sem skilur hana ekki. Helgi leikur manninn sem hlynnir aö henni en hyggst síðan fá nokkuð fyrir sinn snúö. Nauðgunaratriðið er leyst með því að gefa meira í skyn en sýnt er. Afbragðsleikur Guörúnar studdur notkun ljósa og hljóös nær að sýna skelfingu og uppgjöf. „Guð hefur það fyrir siö ef hann sturtar á mann að þurrka mann rétt strax aftur.” Sögur Ástu enda oft á því aö persónum hennar léttir í sinni, kannski er það bara falleg steinvala, sem skoppa má með fætinum á undan sér, sem nær að bregða birtu á tilveruna. Það má að lokum óska öllum þeim sem aö þessari sýningu standa til hamingju með vel unnið verk og nýju leikhúsi í Reykjavík velfarnaðar. Auður Evdal. Hreppsnefnd Hveragerðis: Hefurfor- kaupsrétt að öllum íbúðum I vor samþykkti hreppsnefndin í Hverageröi að næstu fimm árin skyldi hreppurinn hafa forkaups- rétt að öllum íbúðum, lóðum og löndum í Hverageröi. Þetta hefur það í för meö sér að þeir sem hyggj- ast selja eignir sínar verða aö fá uppáskrift hjá sveitarstjóranum áður en selt er. „Þetta var m.a. gert vegna skipulagsmála hér í Hveragerði. Við vitum þá um allar sölur og hreppurinn getur gripið inn í ef þess gerist þörf,” sagði Karl Guð- mundsson, sveitarstjóri í Hvera- gerði, við DV. Hann sagði að ráð- stöfun sem þessi væri ekki óvenju- leg og hefði verið samþykkt ein- róma af hreppsnefndinni. Hann taidi að svipaðar samþykktir væru í gildi í um 20 sveitarfélögum víðs vegar um landið. Þetta væri aöeihs varnagli tU að geta stjórnaö eigna- skiptum í samræmi við fyrirhugað skipulag bæjarins. Apn Ávísanafalshefur aukist á Akureyri Frá Jóni G. Haukssynl, fréttarit- ara DV á Akureyri: Ávísanamisferli hefur aukist mjög á Akureyri í sumar. „Það er um talsverða aukningu aö ræða miðað við síðustu ár,” sagði Daniel Snorrason, rannsókn- arlögreglumaður á Akureyri. Daniel sagði að aukningin væri bæði í ávísanafalsi, það er heftum stolið og ávísað úr þeim, og að fólk fariyfiráávísanareikningum. Ekið á konu á Akureyri Frá Jóni G. Haukssyni, fréttarit- ara DV ó Akureyri: Ekið var á 74 ára gamla konu laust eftir hádegi á föstudag. Kon- an var flutt á sjúkrahúsiö á Akur- eyri, hún mun ekki hafa slasast al- varlega. Konan var á leið yfir gangbraut á Hörgárbrautinni, skammt norðan við Glerárbrúna, þegar hún varö fyrir bilnum. Hún kastaðist í götuna og hlaut áverka á höfði. _Þ(j j dag mælir Dagfari______________j dag mælir Dagfari___________j dag mælir Pagfari Sjónarspil í Byggðastof nun Þá eru stjómarflokkarnir búnir að koma sér saman um hverjir skuli verða forstjórar í Byggðastofnun. Fæðingarhríðirnar voru erfiðar eins og gefur að skilja þegar stjómmála- flokkar em að bítast um hagsmuni flokkanna en ekki fólksins í landinu. Sjáifstæðismenn vom búnir að bás- úna það út að þeir sættu sig aldrei við að ráðnir yrðu tveir forstjórar eins og Framsókn hafði heimtað. Úrslitin urðu síöan þau að forstjórar em tveir en til þess að Sjálfstæðis- flokkurinn haldi andiitinu var ákveð- iö að annar þeirra skyldi bera titilinn aðstoðarforstjóri. Þetta gaf Morgun- blaðinu tUefni tU að slá því upp að Framsókn hefði bakkað í málinu og sannast hér sem oftar að litlu verður Vöggur feginn. En það fyndnasta i frétt Mogga af forstjóraslagnum er viðtaUð við for- sætisráðherra. Hann á vart nógu sterk orð tU aö lýsa því hvað hann sé ánægður með að Guðmundur Malm- quist hafi verið ráðinn sem forstjóri. Hann hafi haft mUdð og gott sam- starf við manninn og þar aldrei falUð skuggi á. Af skömmum sínum spyr þá blaðamaöur eitthvað á þá leið hvort ekki hafi verið óþægUegt að hafa lofað Bjarna Einarssyni stuðn- ingi en svikið hann svo þegar á hólm- inn var komið. En það er alveg af og frá að Steingrimur finni tU sam- viskubits út af því og segir hinn hreyknasti að Framsókn hafi stutt Bjarna alveg fram á siðustu stundu. Því geti Framsókn borið höfuðið hátt. Staðreyndin er auðvitað sú. að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að reyna að ná sér i prik hjá kjósendum með því að þykjast berjast gegn því að tveir menn séu ráðnir forstjórar og segist nú hafa haft sigur með því að Bjarni er titlaður aðstoðarfor- stjóri. Þetta er ekkert annað en sýndarmennska þvi við höfum ekk- ert að gera með svona apparat sem Byggðastofnun. Þar fer ekki fram nein sú starfsemi scm bankakerfiö gæti ekki leyst betur af hendi því Byggðastofnun gerir ekki annað en færa tU peninga. En auðvitað mega pólitíkusar ekki heyra á það minnst að leggja niður þessa stofnun þvi peningaúthlutanir hennar eru áhrifamiklar til að safna atkvæðum. Þeir sem sitja eftir með sárt ennið eftir sjónarspUið við ráðningu for- stjóranna eru þeir kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem héldu að flokkurinn vildi draga úr rikisaf- skiptum og losa sig við spUlingarbæli á borð við Byggðastofnun. Til að bæta gráu ofan á svart kemur Hall- dór Blöndal svo með tUlögu um að flytja þennan kross norður til Akur- eyrar og heldur að þar með hafi hann treyst fylgi sitt fyrir norðan. Það er engu líkara en Halldór sé að reyna að slá Stefáni Valgeirssyni við í vitleys- unni og er þá mikið sagt. En þetta er í samræmi við annað rugl sem á sér stað á stjórnarheimil- inu þessa dagana. Þaö var búið að gera mikið veður út af því að Albert hafi slegið i borðið með vitund og vUja Þorsteins og sagt að annað- hvort samþykkti Framsókn f járlaga- tUlögur sinar eða stjórnarsamstarf- inu yrði slitið. En svo kemur bara Steingrímur fram í blöðum og segir að þetta hafi nú bara verið þetta venjulega röfl í Berta og hann taki ekki mikið mark á því. Ástandið í ríkisstjóminni er orðið svo slæmt að þar era menn löngu hættir að stjóraa heldur keppa einstakir ráðherrar í einhvers konar vinsældakosningum sem ættu helst að fara fram á rás 2 innan um aðrar blaðursauglýsingar þar. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.