Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1985, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1985, Blaðsíða 22
22 DV. MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER1985. íþróttir íþróttir fþróttir íþróttir Ómar Torfason sóst hér skora þriðja og siðasta mark leiksins gegn Glentoran á Laugardalsvellinum á laugardag. Ómar fókk knöttinn skyndilega inni í vitateignum og skaut snöggu hnitmiðuðu vinstri fótar- skoti i mark íranna, hitti vel, og komu þeir ekki við neinum vörnum i þetta skiptið. Undarlegt að þessi snjalli leikmaður skuli ekki komast i landsliðshópinn í knattspyrnu. DV-mynd Bjarnleifur Bjarnleifsson. Viðar Þorkelsson hefur fengið nokkur góð marktækifæri í siðustu leikjum með Framliöinu. Hann sagði fyrir leikinn gegn Glentoran að hann myndi skora í leiknum og við það stóð hann. Á myndinni hór að ofan er Viðar nýbúinn að skalla að marki íranna og þrátt fyrir mikla tilburði markvarðarins og varnarmannsins i marklinunni tókst þeim grænklæddu ekki að koma í veg fyrir þetta glæsilega mark. Guðmundur Steins- son stendur lengst til vinstri og reiðubúinn að skora ef knötturinn bærist til hans. Þetta mark Viðars kom Fram i 2—1. DV-mynd Bjarnleifur Bjarnleifsson. „Geta spilað allt öðruvfsi úti” „Þetta var sætur sigur en viö vorum mjög lengi í gang. Við vorum allt of hræddir við þá í byrjun en síðan fengum við trúna á sjálfa okkur og ég er sannfærður um að við vinnum úti,” sagði Sverrir Einarsson eftir leikinn gegn Glentoran í samtali við DV. — sagði Sverrir Einarsson „Eftir að okkur tókst að jafna metin var bara eitt lið á vellinum. Seinni leikurinn verður ofsalega erfiöur og ég held að Iranir geti leikið allt öðruvísi knattspyrnu á sínum heimavelli. Það er því best að vera hóflega bjartsýnn. En það er ljóst að við eigum góða möguleika á að komast áfram í keppn- inni að þessu sinni. En til að svo megi verða verðum við að leika af öryggi og festu í útileiknum og ekki láta þá kom- ast upp með neitt múður,” sagöi Sverr- irEinarsson. -SK. „Hef trú á því að Fram vinni í Betfast” — sagði lan Ross, þjálfari Valsmanna, sem hreifst mjögaf leik Framliðsins — Framarar léku mjög vel. Þeir voru ákveðnari, l'ljótari og betri en leikmenn Glentoran og gátu hæglega unnið stsrri sigur, sagði Ian Ross, bjálfari Valsmanna og fyrrum fyrirliði Aston Villa, eftir að Fram hafði lagt Glentoran frá N-lrlandi að velli á Laugardals veilinum á laugardaginn. Ross sagði aö þessi sigur Fram væri mikill sigur fyrir íslenska knatt- spyrnu, eins og sigur Valsmanna gegn Nantes. — Islenskir knattspyrnumenn hafa sýnt það aö undanförnu að þeir eru til alls líklegir. Þeir eru áhuga- menn, sem hafa verið að leika gegn at- vinnumönnum. — Ef Framarar leika eins vel og þeir geröu hér hef ég trú á því að þeir leggi Glentoran einnig að velli í Bel- fast, sagöi Ross. -SOS „ÉG ÆTL AÐ SKOR — sagði Viðai „Ég sagði það fyrir leikinn aö ég ætiaði mér að skora mark. Ég er búinn að fara illa með nokkur marktækifæri í sumar og það var svo sannarlega kom- inn timi til að skora mark. Þetta var stórkostleg tilfinning að sjá boltann í netinu,” sagði Viðar Þorkelsson, en hann skoraði annað mark Fram í leiknum gegn Glentoran með glæsileg- um skalla. „Ég gaf mér góðán tíma þegar knötturinn barst til mín og hitti hann AÐIMÉR A MARK” Þorkelsson mjög vel. Eg ætlaði sko ekki að klikka í þessu færi. Það kom mér töluvert á óvart hversu slakir Irarnir voru í leiknum en það er langt því frá að við séum öruggir áfram í 2. umferð. Leikurinn úti verður mikiu erfiðari og þeir munu gera allt til að keyra upp hraðann og skora mörk. Eg myndi segja að möguleikar liöanna á að kom- ast áfram væru hnífjafnir,” sagði Viðar Þorkelsson. -SK. „Setjum á 2. uml — sagði Óm< „Síðari hálfleikurinn hjá okkur var frábær. Líklega besti háifleikur okkar í sumar,” sagði Ómar Torfason eftir leikinn gegn Glentoran en Ömar skoraði tvö mörk fyrir Fram í leiknum. „Það var slæmt að fá þetta mark á sig strax í byrjun og við vorum seinir í gang. En þegar fimmtán mínútur voru eftir af fyrri hálfleik fórum við að finna stefnuna íerðina” irTorfason okkur og taka leikinn í okkar hendur. Við verðum að leika af miklu öryggi úti og það má ekkert út af bregða svo illa fari. Við höfum sett stefnuna á aðra umferð og vonandi tekst okkur að komast áfram. öll-pressan núna er á þeim og það er okkur í hag,” sagöi Omar Torfason. -SK. „Eins oj leikurí: — sagði Friðrik Friðrik „Þetta var mjög rólegur dagur hjá mér. Ég hafði sáralítið að gera i mark- inu og þetta var eins og léttur 1. deildar leikur,” sagði Friðrik Friðriksson, markvörður Fram, eftir leikinn gegn Glentoran. „Við vorum mun betri aðilinn í þess- um leik og þeir áttu ekkert einasta marktækifæri í leiknum. Eg er samt hæfilega bjartsýnn á að okkur takist að komast áfram. Við förum í útileikinn Sléttur L. deild” sson, markvörður Fram með lágmarksforskot í pokahorninu. Ég held að viö verðum að skora í það minnsta eitt mark í útileiknum til að komast áfram. I útileiknum hafa þeir fjölmarga áhorfendur með sér og þá verður leikiö á stærri leikvelli. Þeir verða alveg vitlausir í seinni leiknum og viö verðum að taka vel á móti þeim og leika af skynsemi,” sagði Friðrik Friðriksson. -SK. „Þetta \ erfiður — sagðiRolfE „Þetta var mjög harður leikur og mér fannst mjög erfitt að dæma hann,” sagði Rolf Ericson, dómari frá Svíþjóð, sem dæmdi leik Fram og Glentoran á Laugardalsvelli á laugardag. „Það er alltaf erfitt að dæma leiki í Evrópukeppni. Eg get því miöur ekki tjáð mig frekar um leikinn vegna rar mjög leikur” iricson dómari ákveðinna reglna alþjóðaknatt- spyrnusambandsins þar um,” sagði Rolf dómari. Hann bætti því við að honum hefði fundist mjög gaman að koma til Islands í fyrsta skipti. Hann lýsti yfir miklum áhuga sínum á að koma aftur til Islands hið fyrsta og þá sem ferðamaður. -SK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.