Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1985, Blaðsíða 19
DV. MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER1985.
19
Bæjarráð Hafnarf jarðar:
Deilt um far-
gjaldastyrki
tíl skólanema
„Sú tillaga, sem hér liggur fyrir og
meirihluti bæjarráös hefur samþykkt,
er grautarleg að allri gerö og alls ekki í
anda upphaflegrar umræðu um þarfar
breytingar á þessum málum í bæjar-
stjórn snemma á þessu ári. ”
Þessi setning er úr bókun Guðmund-
ar Arna Stefánssonar (A) í fundar-
gerðabók bæjarráðs Hafnarfjarðar
frá 29. ágúst. Tillagan sem Guömund-
ur Árni minnist á kveður m.a. á um að
fargjaldastyrkir til þeirra nemenda
sem stunda nám utan Hafnarfjaröar
verði lækkaðir úr 60% af kostnaði við
strætisvagnaferðir til og frá skóla í
50%. Miklar umræður spunnust um
það hverjir skyldu njóta þessa styrks
og vildi Guðmundur Ámi minnka
þann hóp þannig að nemendur í
mennta-, verslunar- og f jölbrautaskól-
um utan Hafnarfjaröar fengju ekki
styrkinn.
Hinir fulltrúarnir í bæjarráöi, Einar
Þ. Mathiesen (S) og Vilhjálmur G.
Skúlason (Oháðir), sem lögðu tillöguna
fram, vildu hins vegar að nemendur
úr Hafnarfirði í námi við tiltekna
mennta-, verslunar- og f jölbrautaskóla
í Reykjavík fengju fargjaldastyrkinn.
A umræddum bæjarráðsfundi gerðu
þeir bókun þar sem þeir vísuðu stað-
hæfingum Guömundar Áma á bug.
-JKH.
Það á ekki að setja
átthagafjötra
á Hafnfirðinga
— segir Einar Þ. Mathiesen
Frá Bæring Cecilssyni, Grundarfirði:
Kirkjukórinn i Grundarfjarðarkirkju klæddist nýjum kyrtlum (fyrir skömmu). Það voru hjónin Soffanias
Cecilsson og Hulda Vilmundardóttir sem gáfu kórnum gjöfina. DV-mynd BC.
NIÐURSTAÐA BÆJARRAÐS ER
ALLSHERJAR HRÆRIGRAUTUR
— segir Guðmundur Árni Stefánsson
„Þarna var í raun til umræðu hvort
hafnfirskum nemendum í Verslunar-
skólanum og Menntaskólanum í
Reykjavík yrði synjað um fargjalda-
styrkinn á þeim forsendum að þeir
gætu sótt sambærilegt nám í Flens-
borgarskólanum. Mitt sjónarmið er að
þaö nám sem fólk fær í Flensborg og
nefndum skólum í Reykjavík sé alls
ekki sambærilegt,” sagði Einar Þ.
Mathiesen um afgreiðslu bæjarráðs.
„Undanfariö hefur fækkaö mikiö í
Flensborg og það tel ég vera vanda
skólans sjálfs. Hann verður að hafa lag
á aö laöa til sin nemendur en þaö á ekki
aö setja átthagafjötra á Hafnfirðinga
til að þeir gangi í Flensborg. Ég tel að
ekkert við afgreiöslu bæjarráðs á mál-
inu sé óeðlilegt og hef ekki trú á því að
niðurstöðu þessa máls verði í neinu
breytt á bæjarstjómarfundi.”
-JKH.
„Bæjarstjóm Hafnarfjarðar ræddi
þetta mál i upphafi árs og þar var
ákveöiö að taka þaö til endurskoðunar.
Mönnum fannst ekki réttlætanlegt að
styrkja Hafnfirðinga til náms utan
bæjarins sem þeir gætu stundað innan
hans,” sagði Guðmundur Ámi Stefáns-
son þegar hann var spurður um deil-
una um fargjaldastyrkinn.
„Þaö var aldrei deilt um aö það ætti
að styrkja þá sem eru í háskólanámi
eða öðru námi sem ekki er boðið upp á í
Hafnarfirði. Niðurstaða bæjarráðsins
er því allsherjar hrærigrautur. Þar
sem gert hafði verið ráð fyrir að út-
gjöld bæjarins minnkuðu var brugöist
þannig viö að minnka styrkinn á alla
línuna. Eg sagði í minni bókun aö ég
hygðist taka málið upp í bæjarstjóm
og ég vonast til að þaö taki breytingum
þar.” -JKH.
Hallæris-
útgerð
verð-
launuð
Frá Reyni Traustasyni á Flateyri:
Fremur dökkt er framundan í út-
gerð og fiskvinnslu á Flateyri þar
sem nú er fyrirsjáanlegt að annar
af tveimur línubátum Flateyringa,
Ásgeir Torfason, verði seldur af
staðnum. Hinn linubáturinn, Sif IS,
er búinn með sinn kvóta.
Togarinn er einnig langt kominn
með sinn kvóta og er ástæðan sú að
skynsemin hefur verið látin ráða í
útgerð skipsins og kvótinn sparað-
ur með bremsu á úthald. Þetta þýð-
ir að útgerð Gyllis hefur ekki fallið í
þá gryf ju að þurfa að kaupa lifandi
þorsk af þeim sem nærast á kvóta-
kerfinu. Gangverð slíkrar munað-
arvöru mun vera u.þ.b. 6 krónur á
kíló og fer stöðugt hækkandi.
Það kemur mörgum almúga-
manninum spánskt fyrir sjónir í
því góðæri sem ríkt hefur í ár þegar
þær fréttir berast að hráefnisskort-
ur komi til með að skaða fiskmark-
aöi okkar vestanhafs og dugandi
mönnum er bannaö að sækja þann
fisk sem vantar til að skapa stöðug-
leika í markaðsmálum, nema hafa
pappira frá einhverri hallærisút-
gerð sem ekki nær sínum kvóta í
góðæri og er verðlaunuð fyrir.
Þeir sem reynt hafa,
þekkja þá sérstöku til-
finningu að vakna á ensku
úrvalshóteli og skipuleggja
daginn við girnilegt morg-
unverðarborðið.
Óhætt er að mæla með
verslunarferð um morgun-
inn með viðkomu í Oxford
Arsenal eða Tottenham -
þú athugar bara að sýna rétt-
an lit!
Kvöldinu er vel varið á ein-
hverjum góðum veitinga-
stað. Þú notar bara næsta
kvöld til að sjá leikritið,
ballettinn, fara á tónleika
eða söngleik - þú getur
valið á milli Starlight Express,
Street eða á Portobello Road og « T A V *
Haymarket. Þeir yngri ættu hik- 1 JIX V /VI |\| Chess, Mutiny og ótal fleiri.
laust að kíkja í tísku- ^ ____Starfsfólk Úrvals annast
verslanirnar á Kings ¥ HFIM^RnPniNNT miðapantanir.
Road. Sjálfsagt er síðan * Þegar dimma tekur opnar
fyrir alla að líta inn í stóru versl- rTVTJfD \ 7T?D JZ\ Pétur í Stringfellow dyrnar á
anahúsin. A útsölunum er oft f I IvllV V HilvlJ næturklúbbi sínum - þar eru
hægt að gera frábær kaup.
Hádeginu er vel varið á ensk-
um pöbb. Maturinn er bæði
ódýr og góður og andrúmsloftið engu líkt.
Eftir hádegið er tilvalið að
skoða sig um og heimsækja
eitthvert af 400 söfnum
borgarinnar eða lista-
miðstöðina Barbican.
Þótt knattspyrna sé
ekki eitt af áhugamálun-
um ættirðu endilega að
fara á heimaleik
FYRIR VERÐ
FRA KR. 13.822
íslendingar velkomnir.
Kvöldinu má ljúka í spilavíti
- þú ert nú einu sinni í London.
Hóteiin sem við bjóðum uppá eru m.a. White
House, Cranley Gardens, London Metropole
og Selfridge - allt ósvikin úrvalshótel.
Dæmi um verð:
Helgarferð (3 dagcir) kr. 13.822 pr. mann
Vikuferð (7 dagar) kr. 18.919 pr. mann
FERMSKRIFSTOFAN ÚRVAL
Ferðaskrifstofan Úrval v/Austuvöll. Sími 26900.