Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1985, Side 6
6
Hvað heitir
peran
sem sparar
80% í lýsingar-
kostnaði?
DV. MÁNUDAGUR 23. SÉPTÉMBER1985.
Mr. Clifton með Ijósa hárkollu með eðlilegri greiðslu. Hárið fellur alveg Hœgt er að vera i tiskubransanum
eins og náttúr legt hár. með nyju hárkollurnar.
Neytendur Neytendur Neytendur
Bylting í hárkollugerð:
Botninn er níðsterkur
en jafnf ramt f isléttur
„Viö hugsum okkur þessar hárkollur
fyrst og fremst fyrir fólk sem hefur
mjög lítiö eöa ekkert hár. En auövitaö
eru þær einnig fyrir þá sem vilja eiga
tískuhárkollur, til þess aö vera vel til
hafðir. Framleiösla okkar er dálítiö
takmörkuð vegna þess hve langan
tíma tekur aö búa til hverja hárkollu,
en þær eru allar handgeröar,” sagöi
Mr. Clifton frá breska hárkollufyrir-
tækinu Mandeville er blm. DV hitti
hann aö máli í Rakarastofunni á
Klapparstig á dögunum.
„Viö höföum hug á aö framleiöa
vandaðar hárkollur á léttum botni, en
til þess vantaöi okkur sérstakt efni í
botninn. Þaö sem fyrir var á
markaöinum var aö vísu mjög létt efni
en það var jafnframt mjög ónýtt
þannig aö mjög lélegt hald var í hár-
festingunum.
Loks tókst okkur aö framleiöa
sterkt en jafnframt fislétt efni og þaö
er botninn sem er í þessum hárkollum
sem viö bjóöum í dag,” sagöi Clifton.
Hvert hár er hnýtt sérstaklega í
botninn og fest meö plasti á þann hátt
aö þegar hárið er greitt aftur fellur þaö
sjálfkrafa í sömu skorður, alveg eins
og um væri aö ræða náttúrlegt hár.
Hártopparnir eru á sams konar fislétt-
um botni.
Eru pikkfastar
Hárkollurnar eru festar á höfuöiö
meö límbandi með lími beggja vegna.
Þær eru þaö vel fastar að þær detta
ekki af þótt rifið sé þéttingsfast í háriö.
Nauösynlegt er aö viðhafa mikiö
hreinlæti varöandi hárkollurnar og þvo
þær ekki sjaldnar en tvisvar í viku. I
lagi er aö fara meö hárkollur og toppa í
sund og sturtu, en auövitaö verður aö
hafa hugfast aö þetta eru lausir hlutir
sem hugsa verður vel um. Hægt er að
lita hárkolluna og setja í hana
permanent en fyrirtækiö Mandeville
kýs aö þaö sé gert hjá þeim áöur en
viðkomandi fær hárkolluna afhenta.
Evrópskt hár er notað í hár-
kollurnar og toppana frá Mandeville.
Tryggingarn-
ar greiða
70-100% af
kostnaðinum
Almannatryggingar taka þátt í
kostnaði þeirra sem þurfa á hár-
kollu eöa hártoppum aö halda
vegna sjúkdóma.
Hjá Tryggingastofnun ríkisins
liggja frammi eyðublöð sem þarf
að útfylla en tryggingayfirlæknir
metur hverju sinni hve mikinn þátt
tryggingarnar taka í kostnaðinum.
Er það allt frá 70 upp í 100%.
A.Bj.
Til eru tvenns konar geröir: þær sem
eru með þannig hárfestingum, aö
hvert einasta hár, en 15—20 þúsund
hár eru í hverri kollu, er fest sér-
staklega í botninn. Þær kosta um 87
þús. kr.
Hin gerðin er aðeins ódýrari, kostar
um 60 þús. kr., en í þeim eru jafnan
nokkur hár fest saman. Hvort tveggja
er handavinna.
Hártopparnir, sem eru meö sama
fislétta botninum meö hárum sem fest
eru hvert fyrir sig, kosta frá 20—75
þús. kr.
Hárkollur í 20 ár
Mandevillefyrirtækiö var stofnað
fyrir um tuttugu árum og hefur á þeim
tíma oröiö gífurleg breyting á gerö
hárkolla og -toppa. Mr. Clifton hefur
unnið hjá fyrirtækinu frá upphafi, en
nú eru um fimmtán ár síðan hann kom
fyrst til tslands.
Hann kemur hingaö aö jafnaði
tvisvar á ári og hittir þá viðskiptavini í
Reykjavík, á Akureyri og í Keflavík.
Hann sagöist eiga bágt meö aö sjá aö
hárkollur gætu oröiö öllu fullkomnari
en þessar nýju kollur frá Mandeville
eru.
Margir viöskiptavina hans, sem
skipta hundruðum hér á landi, eru aö
skipta yfir í þessa nýju gerö, sem þykir
algjör bylting í hárkolluheiminum.
Mr. Clifton hefur aðsetur á Rakara-
stofunni á Klapparstíg, en for-
ráðamenn þeirrar stofu eru um-
boðsmenn Mandeville á tslandi.
A.Bj.
Þama má sjá í botninni á hárkollunni. Hvert hár er fest sérstaklega i hárfin-
an botninn sem er samt niðsterkur.
DV-myndir PK.
Það er ótrúlegt að þessi stúlka skuli vera með hárkollu en það er samt stað-
reynd. Nú eru hárkollur ekki lengur eins og plasthúfur ofan á höfðinu.