Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1985, Blaðsíða 3
DV. FIMMTUDAGUR 3. OKTOBER1985. 3 1. Þau reka bæöi sólbaösstofu og vllja bæöi. aö geslir þeirra fái fallegan. brúnan hörundslit. 2. Þau vita bæöi. aö tll þess aö góöur árangur náist f sólarlampa þarf tvcnnl til: Þaö þarf örlítiö magn af svokölluöum B-geislum sem örva frumumyndun í húöinnl. Og þaö þarf næg|anlegt magn af A-geislum sem gera húðina brúna. ÞAU KEPPA SIN A MILLI en hafa sameinast um OSRAM r OSRAM hefur áratuga reynslu í gerö sólarlampa og hefur náö sórlega góöum árangri varöandi hámark A-geisla og lágmark B-gelsla. Rótt samspll A og B-geisla er galdurinn á bak viö hætlulaus sólböö f lampa. Öörum framlelöcndum hefur ekki tekist eins vel. Vissar sólarlampaptirur eru hættulegar. Þær hafa of mikið af B-gelslum og of lítiö af A-gelslum. Máliö er elnfalt. Þáö er hreinlega ekki vit í ööru en aö aögæta hvort það sé OSRAM pera í lampanum. Akureyringar vilja ólmir ná sér í heimilislækni og sýnir biðröðin það glöggt. DV-mynd JGH. „Ekki uppselt ennþá” — hundruð íbiðröð á Akureyri til að ná sér íheimilislækni „Jú, jú, allir sem voru í biðrööinm fengu heimilislækni. Og læknarnir geta enn bætt við sig, það er ekki uppselt,” sagöi Helena Eyjólfsdóttir hjá Sjúkra- samlagi Akureyrar. Mjög óvenjuleg sjón blasti við fyrir utan sjúkrasamlagiö á þriðjudags- morguninn. Þar stóðu hundruð manna í biðröð eftir að fá sér heimilislækni. Margir mættu snemma. „Þetta er fólk sem ekki hefur haft neinn ákveðinn heimlislækni frá ára- mótum þegar þrír læknar hættu hér. Þessi langa biðröð sýnir best hvað fólk- ið hefur verið orðið þreytt á því að hafa engan sérstakan lækni,” sagði Helena. Læknar þeir sem hættu um áramótin uröu að hætta á heilsugæslustöðinni sem heimilislæknar þar sem þeir eru allir sérfræðingar á sjúkrahúsinu á Akureyri. Það var svo fyrir nokkrum dögum að þrír ungir læknar réðu sig til starfa á heilsugæslustöðinni. Þar með voru læknarnir aftur orðnir tíu. Oskuðu þeir allir eftir því að auglýst yrði að fólk gæti komið og valið sér heimilislækni. JGH. Akureyri. Kvennaathvarfiö f jársvelt: Vantar rekstrarfé ítvománuði Ljóst er aö Kvennaathvarfið í Reykjavík vantar fjármagn til að reka starfsemina tvo síðustu mánuði þessa árs. Samtökin um kvennaat- hvarf hafa sótt um aukaf járveitingu frá ríkinu. „Það er rétt, peningakassarnir hjá okkur eru að tæmast. Við sóttum þegar í sumar um aukaf járveitingu frá ríkinu upp á 500 þúsund krónur. Það bólar ekkert á henni og við höf- um ekki fengið nein svör um hvort úr henni verður,” sagði Kristín Briem, gjaldkeri samtakanna. Svipaö virðist vera að gerast hjá Kvennaathvarfinu nú og í fyrra en þá þurfti einnig að sækja um auka- fjárveitingu til að geta haldið starf- seminni í fullum gangi. Á þessu ári hefur Kvennaathvarfið fengiö um 1,2 miljónir frá ríkinu en sótti um 2,1 milljón. Þá fékk athvarfið 600 þúsund . króna fjárveitingu frá Reykjavíkurborg en hafði sótt um 800 þúsund. Athvarfið hefur einnig fengiö eitthvað af peningum frá ná- grannasveitarfélögunum. Að sögn Olafar Briem hefur það fjármagn ekki veriö nærri því eins mikið og vonir stóöu til. Þá hefur einnig verið viðruð sú hugmynd hvort Reykjavíkurborg eigi að taka yfir þessa starfsemi. Ljóst þykir að óráölegt sé að reka at- hvarfið með núverandi hætti vegna viðvarandi f járskorts. I ár hefur þeim fjölgað mjög sem leitaö hafa til Kvennaathvarfsins. N ú í sumar haf a dvalið þar 8 til 9 kon- ur daglega. APH. Lífeyrissjóðir: ASOKNILAN FER MINNKANDI ekki útlit fyrir breytingar á vöxtum Eins og kunnugt er hefur minnkað nokkuð ásóknin í lán hjá lífeyrissjóðun- um. Algengustu lánakjör hjá lífeyris- sjóðum mn þessar mundir eru verð- tryggð lán með 5 prósent vöxtum. Hrafn Magnússon, framkvæmda- stjóri Sambands almennra lífeyris- sjóða, telur að ekkert útlit sé fyrir að vextir eigi eftir að lækka á næstunni. Það stafi m.a. af því að enn séu mun hærri vextir á öðrum lánum sem hægt séaðtaka. Árin 1982 og ’83 var eftirspurn eftir lánum lífeyrissjóðanna í meðallagi. Áriö eftir, 1984, jókst eftirspurn mjög mikiö en minnkaði í lok ársins og það sem af er þessu ári. Að sögn Hrafns er eftirspurn nú minni en hún var fyrir 1984. Þetta ástand núna hefur leitt til þess aö lífeyrissjóðirnir hafa fengið meira svigrúm til að f járfesta í skulda- bréfum byggingarsjóðanna og hefur orðið veruieg aukning á því sviði. Ljóst er að lán í lífeyrissjóðum eru orðin mun dýrari en þau voru fyrir 1984 þegar vextirnir voru aöeins 2 prósent. Sá sem tekur 300 þúsund króna lán í lífeyrissjóði, vísitölutryggt og með 5 prósent vöxtum verður að greiöa 39 þúsund krónur fyrsta árið ef miðað er við 30 prósent verðbólgu. Af þessari upphæð eru vextir helmingur. Ef hins vegar vextirnir væru 2 prósent yrði af- borgunin 27.300 kr. eða tæpum 12 þúsundkrónumlægriennúna. APH. ÞAU KEPPA SÍN Á MILLI en þó er tvennt sem sameinar þau: TOLLSKJÖL OG VERÐÚTREIKNINGUR Timi og staður: 7,- 9. október kl. 13.30—17.30 i Ánanaustum 15. Markmiö þessa námskeiðs er aö kenna þátttakendum aö gera aðflutningsskýrslur og veröútreikninga. Aukin þekking á þeim grundvallaratriöum er varöa innflutning og tollmeöferö stuðla aö timasparnaöi og koma í veg fyrir óþarfa tvíverknað vegna þekkingarleysis. BÓKFÆRSLA Tími og staður: 7.—11. október kl. 08.00—13.00 íÁnanaustum 15. Markmiö þessa námskeiös er aö þátttakendur geti aö því loknu fært almennt bókhald og fengiö nokkra innsýn i gerö rekstraryfirlita. Efni: — Kennt aö fylla út hin ýmsu skjöl og eyðublöö viö tollafgreiðslu. — Meginþættir laga og reglugerða er gilda viö tollafgreiöslu vara. — Grundvallaratriöi tollflokkunar. — Helstu reglur viö veröútreikning. — Raunhæf verkefni. Þetta námskeiö er kjöriö fyrir þá er stunda innflutning í einhverju mæli og vantar viö- bótarupplýsingar og fræöslu. Leiðbeinandi: Karl Garðarsson, viðskiptalræðingur. Deiidarstjóri á skrifstofu Tollstjóra. Stjórnunarfélðg íslands Ánanaustum 15 Sími: 6210 66 Efni: — Meginreglur tvíhliða bókhalds með færslum í sjóöbók, dagbók, viöskiptamannabækur og aöalbækur. — Gerö rekstraryfirlita og uppgjörs. Námskeið þetta er einkum fyrir þá er hafa litla sem enga bókhaldsmenntun. Leiðbeinandi: Þorvaldur ingi Jónsson, viðskiptafræðingur. Deildarstjóri í ríkisbókhaldi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.