Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1985, Blaðsíða 9
DV. FIMMTUDAGUR 3. OKT0BER1985.
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Breska utanríkisráöu-
neytið í björtu báli
Mikill eldur kviknaði í húsibreska
utanrikisráðuneytisins í morgun. Ott-
ast var um tíma að eldurinn næði alla
leiö að Downing stræti 10, þar sem
Margaret Thatcher forsætisráðherra
hefur aðsetur sitt.
Fleiri en 70 slökkviliösmenn með 16
slökkviliðsbíla börðust gegn logunum í
morgun. Mestur var eldurinn á tveim-
ur efstu hæðum ráðuneytisbyggingar-
innar sem er fimm hæða.
„Það var fólk í byggingunni. Við er-
um enn að leita aö fleira fólki sem gæti
veriö í sjálfheldu,” sagði talsmaður
slökkviliösins.
Talsmaður lögreglu sagöi að eldur-
inn hefði breiðst út í átt að Downing
stræti en að nú virtist sem slökkviliðs-
menn hefðu náð tökum á honum.
Talsmaöur slökkviliðsins sagði aö of
snemmt væri að segja hvort eldsupp-
tök væru af grunsamlegum toga.
Byggingarframkvæmdir voru í gangi
þar sem upptökin voru.
Eldurinn braust út um klukkan fjög-
ur í nótt, að íslenskum tíma.
Utanríkisráðuneytið er á milli Down-
ing strætis og fjármálaráðuneytisins
og um 100 metra frá þinghúsinu.
Gömlu góðu dagarnir þegar Nkomo, til vinstri, og Mugabe voru vinir. í
gær hittust þeir aftur til að reyna að jafna deilur sínar.
NkomoogMu-
gabe í við-
ræðum saman
1 dag virðast góðar horfur á því að
steypt verði saman tveim öndverðum
stjórnmálaflokkum blökkumanna í
Zimbabwe eftir aö þeir hittust til
viðræðna, Robert Mugabe forsætisráö-
herra og Joshua Nkomo, aðalandstæð-
ingur Mugabes.
Það eru liðin þrjú ár síöan þessir
fyrrum samherjar úr skæruhernaöi
blökkumanna gegn yfirráðum hvítra í
Ródesíu hafa skipst á orðum augliti til
auglitis.
Þeir komu saman í gær til þess að
ræða samruna flokka sinna, ZANU,
sem er stjórnarflokkurinn, og ZAPU,
sem er flokkur Nkomos og ættbræðra
hans.
Nkomo tók ráðherrasæti í fyrstu
ríkisstjórn blökkumanna í Zimbabwe
en hrökklaðist úr henni 1982, sakaður
um valdasamsæri gegn Mugabe. Upp
úr því hófust væringar í Matabele-
landi þar sem Nkomo og ZAPU á aðal-
fylgi að fagna. Stjórnarherinn var sak-
aður um mörg óhæfuverk gegn Mata-
bele-mönnum, en Mugabe bar þeim á
brýn skæruhernað og skemmdarverk.
Um hríö sá Nkomo sig knúinn til að
flýja land.
Samruni flokka þeirra er talinn
mikilvægur áfangi í því aö koma á eins
flokks-kerfi eða flokkseinræði í Zimb-
abwe eins og gert var ráð fyrir í
stjórnarskrárbreytingunum í ágúst í
fyrra.
Símskeyti frá Sakharov:
ER ÞAÐ FALSAÐ
EÐA ÓFALSAÐ?
Stjúpdóttir sovéska andófsmannsins
Andreis Sakharov sagðist hafa fengið
símskeyti frá stúpföður sínum þaöan
sem hann er í útlegð í Gorky. Hún
sagöist ekki vera viss um hvort það
væri ófalsað.
Tatyana Yankelevits sagði á fundi,
sem hópar sem berjast fyrir lausn
Sakharovs hélt, að í skeytinu hefði
Sakharov beðið um læknislyf.
„Ég vildi gjarnan trúa því aö það sé
ófalsað,” sagði Yankelevits á fundin-
um. En hún sagði að fyrri símskeyti
hefðu reynst fölsuð.
Fundurinn var haldinn í París. Þar
er nú í heimsókn Mikhaíl Gorbatsjov,
aöalritari sovéska Kommúnistaflokks-
ins. Frönsk stjórnvöld hafa bannað
mótmælafundi gegn Gorbatsjov.
Franskir stjórnmálamenn neituðu að
taka þátt í fundinum með stjúpdóttur
Sakharovs en 2.000 aðrir mættu.
Kinnock sveigir
fiokkinn nær miöju
Neil Kinnock, formaður breska
Verkamannaflokksins, hefur mjög
hamrað á hinum herskárri vinstriarmi
flokksins á flokksþinginu í Bourne-
mouth, en það stendur yfir þar þessa
vikuna. Með því aö færa stefnu Verka-
mannaflokksins nær miöflokkslínum
vonast hann til að höfða frekar til kjós-
enda og endurheimta eitthvaö af því
fylgi sem flokkurinn hefur tapað til
jafnaðarflokksins og frjálslyndra.
í ræðum síðustu tvo daga hefur Kinn-
ock veist mjög að vinstrimönnum og
sakar þá um að spilla mjög fyrir
Verkamannaflokknum og möguleikum
hans í næstu þingkosningum.
Kinnock veittist í gær sérstaklega að
Arthur Scargill, leiðtoga kolanámu-
manna, sem hafði lagt fram kröfu um
að kæmist Verkamannaflokkurinn í
ríkisstjórn í framtíðinni mundi kola-
námumönnum endurgreiddar skaöa-
bæturnar sem samtök þeirra voru
dæmd til að greiða eftir árslangt verk-
fallþeirrasíðast.
„Það væri ekki heiðarlegt af flokkn-
um að gefa nokkrum aðila slíkt lof-
orð,” sagöi Kinnock í gær en tapaði
samt atkvæðagreiðslu um tillöguna
þar sem margir fulltrúar verkalýðsfé-
laga höfðu áður bundiö fastmælum við
kolanámumennina að greiöa atkvæði
með tillögu Scargills. — Þó fékk Scar-
gill því ekki til leiðar komið aö endur-
greiðslan yrði sett inn í stefnuyfirlýs-
ingu flokksins.
Piacido Domingo
hættiríeittár
Söngvarinn mikli Placido
Dominge hefur ákveðið að hætta
söng í atvinnuskyni í eitt ár og
syngja einungis í góðgerðarskyni.
Placido Domingo ákvað þetta eftir
að f jórir ættingja hans fórust í jarð-
skjálftunum í Mexíkó.
Það voru vinir söngvarans sem
sögðu fréttamönnum frá þessu.
Placido Domingo sjálfur hefur ekki
viljað tala við fréttamenn undan
farið.
Vinirnir sögðu að söngvarinn
hefði tekið lát ættingjanna mjög
nærri sér. Placido Domingo er 41
árs.
Mikið úrval varahluta í
fólksbifreiðar og jeppa
Sendum í póstkröfu um land allt.
Höfum á lager m.a.
bremsuklossa, stýrisenda, spindilkúlur, kveikju-
hluti, vatnsdælur, kúplingar, mæla, spegla, högg-
deyfa, tímahjól og keðjur, dráttarbeisli og margt
fleira.
VARAHLUTAVERSL U N I N
'SIÐUMULA 3-5
SlMAR: 34980 og 37273
Þessar 3 nýju myndir koma á myndabandaleigur
| dag: Breakdance II, Bleiku náttfötin, (She'll be wearing pink pyjamas),
* Hennessy leitar hefnda.
LEITAR HEFNDA
Hennessy ser Breta
myrða Ijolskyldu sina.
Hann breyttist i Oargadyr.
sem þyrstir i hetnd
Hundeltur af Scotland
Yard og IRA, byður hann
hættunni birgin . .
SAKAMÁLAMYND
ADALHLUTVERK:
ROD STEIGER - LEE REMICK -
TREVOR HOWARD - RICHARD JOHNSON -
ERIK PORTER - PETER EGAN.
ÍSLENSKUR TEXTI
Meirirhattar dansmynd J
með öllu bestu Break-
dönsurum i heimi, þeir
leika listir sinar sem
þeim einum er lagið. f I
ÍKSUf
J'4
* ?
Z A
h *
ÍSLEM5KUR TEKTI
Juíie WaÖers
fer ii lioslurn í Jkssuri
fróbcvru rrtyruf
W"1
(Sfit’íí bc Wearing Piníi Pyjanuu;)
ÍSLENSKU TEXTI
Hennessy leitar hefnda
Hennessy er friðelskandi maður sem sér
fjölskyldu sína myrta af breskum hermönn-
um og IRA á Norður-lrlandi.
Við þetta umhverfist hann gjörsamlega.
Hann hefur nú ekkert að lifa fyrir nema
hefndina. Þegar Hennessy á í hlut er ekki
setið viðorðin tóm.
Aðalhlutverk: Rod Steiger — Lee Remick.
Það þarf varla að segja meira.
Breakdance II
fjallar um unglinga sem vilja fá að vera í
friði viö eftirlætisiðju sína, dansa break-
dans. Þeir halda til í samkomuhúsi sem nú
á að víkja fyrir verslunarmiðstöð. Ungl-
ingarnir taka þessu ekki þegjandi og
hljóðalaust. . . I Breakdansi er boöið upp
á nokkur frábær breakdansatriði. Meðal
annars atriði sem sýnt var í Skonrokki ný-
lega.
Bleiku náttfötin (She'll be
wearing pink pyjamas)
Þessi mynd er í einu oröi sagt frábær.
Þessi skemmtilega mynd segir frá viðhorf-
um átta kvenna til lífsins og tilverunnar.
Sjaldan hefur tekist að gera tilfinningalífi
kvenna jafngóð skil og í Bleiku náttfötun-
um. Leikararnir fara allir á kostum í mynd-
inni, sérstaklega þó Julie Walters sem sló
svo eftirminnilega í gegn i Educating Rita.
Bleiku náttfötin er mynd sem allar konur
hreinlega verðaaðsjá.
Fáanlegar á myndbandaleigum um allt land.
TEFLI
VIDEO
Dreifing
Síðumúla 21
sími 686250.