Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1985, Side 12
12
DV. FIMMTUDAGUR 3. OKTOBER1985.
G gáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórriarformaðurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJOLFSSON
Framkvæmdastjóriog útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JONÁS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÖNAS HARALDSSON og ÖSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn: SÍÐUMULA12-14, SlMI 686611
Auglýsingar: SlÐUMÚLA33. SlMI 27022
Afgreiðsla.áskriftir.smáauglýsingarogskrifstofa: ÞVERHOLT111.SIMI 27022
Simi ritstjórnar: 686611
Setning.umbrot.mynda- oa plötugerð: HILMIR HF„ SlÐUMÚLA 12
Prentun: ARVAKU R H F. - Askriftarverð á mánuði 400 kr.
Verð i lausasölu virka daga 40 kr. - Helgarblað 45 kr.
A fstaða meiríhlutans
Skoðanakönnun DV um bjórinn sýnir, að áróður
sumarsins hefur engu breytt um hlutföllin milli
stuöningsmanna og andstæðinga bjórs.
Sitthvað hefur gerzt, síðan DV gekkst fyrir skoðana-
könnun um bjórinn um mánaðamótin maí/júní.
Alþingi lauk störfum í júní. Síðustu dagana var bjórinn
mjög á dagskrá. Þingmeirihluti virtist vera fyrir því að
leyfa bjór. En svo fór, aö þingmenn misstu móðinn. Lið
bjórmanna sundraðist. Bjórinn hlaut ekki afgreiðslu.
Jafnvel var ekki samþykkt, að þjóðaratkvæði gengi um
málið. Útkoman varð sú, að menn stóðu í sömu sporum.
Síðan gerðist það, að Jón Helgason dómsmálaráðherra
fór með stríð á hendur bjórkrám.
Ráðherrann kvaö ólöglegt að blanda bjórlíki nema á
barborðinu.
Mikið veður var gert. Lögreglumenn lýstu í blöðum
ógeðfelldu umhverfi sumra kránna.
Víst var pottur brotinn í sumum tilvikum, en þó eink-
um í grennd við eina krána. Vanda verður, hvar slíkum
stöðum er valinn staður í framtíðinni. Bjórlíki er ekki
merkilegur drykkur og á fátt sameiginlegt með raun-
verulegum bjór. Kannski er ekki mikill skaði skeöur þrátt
fyrir frumhlaup dómsmálaráðherra. En aðalatriði er, að
fólk á að fá að drekka áfengi blandaö í pilsner, ef það vill.
Því er engin leið að styðja niðurstöður ráðherrans.
Þannig hefur verið töluverð umræöa um bjór, síðan
DV gerði skoðanakönnun sína í sumarbyrjun.
Að líkindum hafa andstæöingar bjórsins gert sér vonir
um, að framvinda mála reynist þeim í hag og afstaða
almennings hefði eitthvað breytzt.
Skoðanakönnun nú sýnir, að ekkert hefur breytzt.
Útkoman er næstum nákvæmlega hin sama og var úr
fyrri könnuninni. Nú segjast um 51 prósent af heildinni
vera fylgjandi sölu áfengs öls hér á landi. Þetta er að
heita má hið sama og kom út úr eldri könnuninni. Um 38
af hundraði eru andvígir bjórnum samkvæmt báðum
könnununum. Öákveðnir eru fáir, enda um aö ræða mál,
sem fólki finnst tiltölulega auðvelt að taka afstöðu til.
Ef við lítum aðeins á þá, sem taka afstöðu, eru 57,3%
nú fylgjandi bjórnum en 42,7% andvíg. I eldri könnun-
inni voru hlutföllin 57,5% og 42,5%.
Meirihluti stuðningsmanna bjórsins er afgerandi.
Greinilegt er, hvað fólkið vill.
Hér hafa orðið talsverðar breytingar á afstöðu á rúm-
um áratug. Fyrrum var upp og ofan, hvort bjórinn hafði
fylgi meirihluta í skoðanakönnunum.
Fólki hefur skilist, að ástæðulaust er að fara með
íslendinga eins og þriðja flokks fólk, fólk sem ekki megi
leyfa það, sem annars staöar leyfist. Sumir líta enn svo á,
að Islendingar þarfnist sérstakrar „verndar”. Þeir séu
í ýmsu verr gefnir en aðrir.
Fólki hefur einnig skilizt, að tvöfeldnin í siðgæðinu nær
engri átt, þar sem til dæmis heimabrugg er látið óátalið
og ákveðnir „útvaldir” hópar geta komið með bjór inn í
landið.
Eitt enn hefur gerzt í bjórmálum í sumar.
Það er framganga Kristjáns Péturssonar tollgæzlu-
manns, sem gerði enn frekar lýðum ljóst, að ekki gengur
öllu lengur, að hinir útvöldu megi koma með bjór en aðrir
ekki.
Mál Kristjáns sýnir okkur enn, að næsta Alþingi má
ekki fara eins að ráði sínu og hin fyrri.
Meirihlutinn krefst þess, að þingmenn manni sig upp
og afgreiði bjórmálið á jákvæðan hátt en ekki í rugli.
HaukurHeleason
,,En ef við litum aðeins i kringum okkur á nærtækt dæmi þá stendur yfir i Reykjavik stórkostleg listahátíð
kvenna."
Konur um konur
ÁKVENNAÁRATUG
a „Sömu laun fyrir sömu vinnu á aö
greiöa samkvæmt lögum, því
þurfa konur sjálfar aö framfylgja.”
„Atvinnulífiö byggir í æ ríkari
mæli á aukinni þekkingu og atvinnu-
þátttöku beggja kynja. Þess vegna
er knýjandi aö menntun og hæfileik-
ar hvers einstaklings nýtist í starfi
án tillits til kynferöis. Jafnframt aö
brotið veröi upp kynbundið náms- og
starfsval. Samræma þarf hlutverk
fjölskyldunnar og þarfir atvinnulífs-
ins, til dæmis meö sveigjanlegum
vinnutíma.”
Þessi orö eru tekin úr stjórnmála-
ályktun Landsfundar Landssam-
bands sjálfstæðiskvenna sem hald-
inn var á Isafirði í júní sl.
Þar er komist nálægt kjarna í allri
umræöu um jafnréttismál.
Kvennaáratugurinn —
hverju hefur hann breytt?
I lok kvennaáratugar Sameinuðu
þjóöanna hefur umræða um stöðu
kvenna í íslensku þjóöfélagi verið
töluverö.
Sumir segja aö nóg sé komið og
mál aö linni. Þeir sem leiðir eru
orðnir á umræðunni hljóta samt aö
geta viöurkennt aö „að hæfileikar
hvers einstaklings eigi aö nýtast í
starfi án tillits til kynferöis”. Og aö
greiða eigi sömu laun fyrir sömu
störf. Til að sá jöfnuður náist er enn
langt í land. Því heldur umræðan
áfram.
Ákaflega- erfitt er aö meta þaö
hvort umræðan í þjóöfélaginu um
stööu kvenna hefur batnaö á kvenna-
áratug. Unniö er aö því aö „gera út-
tekt á stöðunni” þó aö matiö veröi
alltaf afstætt.
„Kvennafrídagurinn á Islandi áriö
1975, breytti lífi mínu,” var haft eftir
breskri konu sem sótti ráöstefnu í
Nairobi í Kenýa í sumar.
Eflaust er sú breska ekki eina kon-
an sem sá sína tilveru í ööru ljósi eft-
ir þá aðgerð. Eöa eini einstaklingur-
inn því margir karlmenn eru sannir
jafnréttissinnar í dag og hafa verið.
Hvaö sem öllum úttektum líður þá
er ljóst að hugarfarsbreyting hefur
oröiö í jafnréttismálum á kvenna-
áratugnum.
Konur í allar starfsgreinar
Hvort atvinnuþátttaka kvenna á
vinnumarkaönum hefur skilaö því
sem til stóö í upphafi baráttu skal
ósagt látið. En hún hefur skilaö því
aö fáar starfsgreinar hér á landi eru
„kvenmannslausar”.
Það er nýleg frétt að kona var ráö-
in flugmaður á Islandi, eini atvinnu-
maðurinn af kvenkyni í þeirri starfs-
grein.
Ekki er kona í félagi málm- og
skipasmiða en frést hefur af einni
konu á Noröurlandi sem er starfandi
blikksmiður.
ÞÓRUNN
GESTSDÓTTIR
FORMAÐURLANDSSAMBANDS
SJÁLFSTÆDISKVENNA
Þegar íslenskar konur tóku sér frí
24. október 1975 vakti þaö heimsat-
hygli. Út frá þeirri mynd hefur
margur í útlöndum litiö til Islands
sem fyrirmyndarlandsins í jafnrétt-
ismálum. Enda hafa íslenskar konur
veriö kjarkmiklar í gegnum tíðina.
Víst er að smálotur hafa unnist í
jafnréttismálum. Árið 1976 voru
jafnréttislögin samþykkt aö tilstuöl-
an Sjálfstæðisflokksins á Alþingi.
Þau voru síðan, endurbætt, sam-
þykkt á síöasta þingi. Meö lögunum
var mörkuö opinber stefna um jafn-
an rétt kynjanna og Jafnréttisráð
stofnaö.
Hvort hugarfarsbreytingar hafa
oröiö á þessum tíma vegna lagaboðs
eöa skynsamlegra umræðna og
verka er erfitt aö ráöa í. En hugar-
breytingarnar eru merkjanlegar. Þó
aö ótal margar loturnar séu að baki
þá eru launakjör kvenna enn óviðun-
andi og eins þátttaka kvenna í stjórn-
málum. Misbresti í þessum þáttum
má rekja að sumu leyti til gífurlegs
vinnuálags. Margslungin heimilis-
málin hafa yfirleitt hvílt þyngra á
heröum kvenna en karla, og vinnu-
dagur kvenna langur. „Afgangs-
orka” til kjarabaráttu eöa stjórn-
málabaráttu hefur eflaust veriö lítil
sem engin.
Framkvæmdanefnd um launamál
kvenna hefur vakið athygli á launa-
kjörum kvenna og hvaö megi þar til
betri vegar færa. Lokaátakið er í
sjónmáli en þar þurfa konur aö vera
samtaka. Sömu laun fyrir sömu
vinnu á aö greiða samkvæmt lögum,
því þurfa konur sjálfar aö fram-
fyigja.
Hvarvetna sækja konur á
I stjórnmálum eru íslenskar konur
eftirbátar nágranna sinna. I nýlokn-
um kosningum í Noregi er hlutur
kvenna á þingi kominn nokkuð yfir
38%.
I Svíþjóö bættust 7 konur viö þing-
mannalið sænskra þingmanna í síö-
ustu kosningum sem eru nýafstaðn-
ar. Hlutur kvenna á sænska þinginu
er um 30%, þær eru 108 af 349 manna
liði. Sænski Þjóöarflokkurinn, sem
var sigurvegari kosninganna, var
fyrstur flokka þar í landi til aö ná
40% markinu sem stefnt hefur veriö
aö þar í landi. Hlutur þingkvenna
Þjóöarflokksins er yfir markinu, þær
eru 21 og karlarnir 30 talsins.
Eftir síöustu sveitarstjórnarkosn-
ingar hér á landi (1982) er hlutur
kvenna meöal bæjarstjórnarmanna
19,3%. Eftir síðustu alþingiskosning-
ar (1983) eru 9 konur á þingi af 60
manna hópi eöa 15%.
Konur eru helmingur þjóöarinnar
og samkvæmt kjörsókn áriö 1983 var
mismunurinn á kosningaþátttöku
karla og kvenna 2,3%, körlum í vil.
En sá munur er vart merkjanlegur.
Samkvæmt þessum niðurstööum
styöja konur ekki vel viö bakið á kyn-
systrmn sínum í stjórnmálum.
Listahátíð kvenna
Árangur af kvennaáratug verður
hver og einn að meta frá sínum
bæjardyrum. En ef viö lítum aðeins í
kringum okkur á nærtækt dæmi þá
stendur yfir í Reykjavík stórkostleg
listahátíö kvenna. Hún er árangur
áræðis, erfiðis og atorku kvenna. Svo
maöur tali ekki um hæfileikana.
Mikill undirbúningur stendur
þessa dagana aö starfssýningu
kvenna í Seðlabankahúsinu. Sýning-
una á aö opna 24. október á tíu ára af-
mæli kvennafrídagsins. Þar munu
konur sýna vinnuframlag sitt í fjöl-
mörgum starfsgreinum — þar verö-
ur bent á aö hjól atvinnulífsins snýst
vart án þátttöku kvenna og sjónum
verður beint að launum kvenna.
Starfssýning veröur einnig verðug-
ur vottur um stórhug kvenna í lok
kvennaáratugar — sem fyrr.
Þórunn Gestsdóttir.