Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1985, Síða 30
30
DV. FIMMTUDAGUR 3. OKTÖBER1985.
Menning Menning Menning
„Hvaða almenn einkenni aðgreina Ijóð þeirra frá Ijóðum karla? Eftir að hafa hlustað á þær svara ég hik-
laust: alls ekki neitt."
UÓÐAHÁTÍD KVENNA
Nú hafa veriö haldnar fjórar sam-
komur með ljóðalestri á listahátíð
kvenna. Því miöur hefi ég aðeins
heyrt tvær síðustu. Á þeirri fyrri
voru lesin ljóð eftir á annan tug
skálda, en eftir tuttugu og tvær síð-
ast, og vantaði þó þrjár. Samt stend-
ur hver samkoma ekki nema tvo og
hálfan tíma með hléi, svo hverri
skáldkonu var einfaldlega úthlutaö
3—5 mínútum. I svo stórum hópi
skálda voru óhjákvæmilega ein-
hverjir höfundar, sem nóg var að
heyra í þrjár minútur. En hin voru
að minnsta kosti jafnmörg, ef ekki
fleiri, sem mér fannst gremjulegt að
fá ekki að kynnast, fyrst ég var nú
einu sinni búinn að gera mér ferð til
að hlusta á þau. Svo dæmi sé tekið af
skáldum, sem ýmsir kannast við, þá
var aðeins lesið eitt kvæði eftir Sig-
ríði Einars frá Munaöarnesi. Hún
hefði þó áreiöanlega risiö undir
fleirum, og sama virtist mér af því
litla sem flutt var eftir Halldóru B.
Björnsson. Mér finnst aö þarna hefði
þurft einhverskonar ritstjórn, sem
fengið hefði í hendur ljóðin með tölu-
verðum fyrirvara, hún heföi síöan
valið til flutnings eftir smekk sínum
mismikið eftir hvert skáld og ráðað
skáldunum saman, þannig að þau
vörpuðu Ijósi hvert á annað og að
kvöldiö yrði jafnframt fjölbreytt.
Hitt var verra að kljúfa hvert skáld í
herðar niður, eftir mismunandi
yrkisefnum þess, og sáldra svo pört-
unum á ýmis kvöld, svo að ekkert
kvöld sýni skáldið vel.
Opinn upplestur
Ekki er að sjá að neinar gæða-
kröfur hafi verið gerðar til þátttak-
enda. En það gerir ekki svo mikið til,
þetta er yfirleitt þolanlegt og
stundum gott. Það er fróðlegt að fá
svona opinn upplestur, og fæst betri
yfirsýn um iöju kvenna á þessu sviði
en ef gæðamat hefði þrengt að-
ganginn. I annan stað hlýtur það að
örva konur til yrkinga að koma
þarna, heyra aörar og bera sig
saman við þær, kynnast og ræða um
skáldskap sín á milli. Mér þykir lík-
legt að þetta opni augu þeirra fyrir
ýmsu í eigin skáldskap, geri þær
jafnvel kröfuharðari á því sviði,
þegar til lengdar lætur.
Að þessu mæltu skilst vonandi, aö
hér veröur ekki fjallaö um einstök
skáld í öllum þessum fjölda. Þarna
voru kunn skáld, sem fluttu góð ljóð,
og einnig óþekktskáld, eöa lítt þekkt,
sem virtust vel. Ég saknaði ýmissa
prýðisskálda, t.d. Steinunnar
Siguröardóttur, en þau koma þá von-
andi fram önnur kvöld. Yfirlátt lásu
skáldin ágætlega, því betur auðvitaö,
sem þau voru sviðsvanari. En um
hin óreyndari virtist mér, að þegar
höfundur er gagntekinn af skáld-
skapinum, getur hann ekki verið að
hugsa um hvernig eigin persóna
komi fyrir og las þá vel. Af reyndum
skáldum verð ég sérstaklega að
nefna Vilborgu Dagbjartsdóttur,
Bókmenntir
Örn Ólafsson
sem las nú alveg unaðslega. Ingi-
björg Haralds var líka góð. Ljóö eftir
liorfin skáld eða fjarstödd voru lesin
af leikkonum, og þær lásu svo jafn-
illa, aö þeim hlýtur að vera kennt
það í Leiklistarskólanum: að lesa
ljóö svo skýrt og hægt, sem væru þau
hugleiðing í lausu máli. Umfram allt
má ekkert heyrast af þeirri hrynj-
andi og klið (í stuðlun, rími og hljóm
orða) sem skáldið streittist við aö
gæða kvæði sitt. Það er ömurlegt að
hlusta á ljóð lesin svona. Auövitað
fara öll sérkenni forgörðum, ljóð frá
17. öld, 19. og 20. hljóma öll eins, illa.
Það var helst María Sigurðardóttir,
sem var ekki alls varnað. Nú er ég
auðvitað ekki að boöa ljóðalestur
eftir vélrænni hrynjandi, eins og
þegar börn þylja í barnaskóla ut-
anbókarlærdóm sinn, sem þau skilja
ekki. Hrynjandi og kliður á aö vera
undiraldan í blæbrigðaríkum lestri,
grunnlagiö, sem tilbrigði eru spunn-
in við.
Hvað greinir konurnar
frá körlunum?
Hvaða almennan lærdóm má svo
draga af þessum ljóöalestri svo
margra kvenna, hvaða almenn ein-
kenni aögreina ljóð þeirra frá ljóöum
karla? Eftir að hafa hlustað á þær
svara ég hiklaust: alls ekki neitt. I
ljóðum kvenna gætir ýmissa
strauma, en þaö eru sömu straumar
og í ljóðum karla. Einn straumurinn
er þannig, að textarnir minna undir-
ritaðan meira á greinar eða ræður en
á ljóö. Þetta málflutningsstig kann
að vera nauðsynlegt þroskaskeið
fólks sem er að vakna — og vekja fé-
laga sína — til vitundar um sérstöðu
sína. Ég vona þá bara, að sem flestar
þroskist áfram til fjölskrúðugri og
safaríkari vaxtar. I öðru lagi er
afturhaldsstraumur, ort er um
lömbin í haga og grösin á grundu ná-
kvæmlega eins og gert hefur veriö í
hundrað og fimmtíu ár að minnsta
kosti. Þaö var í meira lagi spaugilegt
aö sjá unglingsstúlku romsa upp úr
sér eigin kveðskap, sem hefði mæta-
vel sómt sjötugum meöalhagyrðingi
fyrir tuttugu árum. Loks er að sönnu
meira fjallað um uppþvott í þessum
ljóðum en algengt er í ljóðum karla
og talað um ýmsa sérstaka reynslu
kvenna. En ég vona aö fáir líti á slíkt
efnisval sem skáldskaparstefnu, þær
yrðu þá ansi margar og tilviljana-
kenndar. Það sem þessi ljóðahátíð
sýnir umfram allt er aö fráleitt væri
að alhæfa eitthvað um almenn ein-
kenni á ljóöum íslenskra kvenna.
Þar ríkir nú gróska, uppgötvun og
breytingar.
Það er því ástæða til að hvetja
háttvirta lesendur til að missa ekki
af þessum ljóðalestri, næst veröur
hann að Kjarvalsstöðum, í kvöld kl.
21.00. ÖrnÓlafsson
Menntaskólinn á Akureyri settur:
T ryggvi setti
skólann með
39 stiga hita
— neita varð 60 nemendum um skólavist
Tryggvi Gíslason skólameistari var
fárveikur með yfir 39 stiga hita, þegar
hann setti Menntaskólann á Akureyri
síðastliðinn sunnudag. Alls veröa 725
nemendur í skólanum í vetur. Svo
mikil ásókn var í nám á fyrsta ári í
skólanum aö neita varð 60 nemendum
um skólavist.
„Eg er með svo gott samstarfsfólk
að ég þurfti lítiö annaö aö gera en að
lesa af blaði í 25 mínútur og brosn Eft-
ir það fór ég beint heim.og lagði mig,
fékk mér ekki einu sinni kaffisopa,”
sagði Tryggvi Gíslason um veikindi sín
við skólasetninguna.
Hann sagði ennfremur aö alls yrðu
725 nemendur í Menntaskólanum á
Akureyri í vetur, þar af yrðu 200 nem-
endur á fyrsta ári, fólk sem væri að
hef ja nám viö skólann.
„Okkur bárust 260 umsóknir um
nám á fyrsta ári en við ætluöum okkur
að taka 150 nemendur. Meö því að
stokka upp og raöa öðruvísi í efri bekk-
ina tókst okkur að taka inn 200 nem-
endur á fyrsia árið.”
Hvorki fleiri né færri en 320 nemend-
ur skólans eru utanbæjarnemendur,
þar af eru 110 á fyrsta ári.
-JGH/Akureyri.
Enn er vatn i Gullfossi. Þó að þurrkar suðvestanlands hafi gert ýmsar
ár heldur vatnslitlar og jafnvel þurrkað upp fjölmargar lækjarsprænur
þarf meira til að Gullfoss hverfi.
DV-mynd E.J.
ÞRJÚINNBROT
í OLAFSVÍK
Þrjú innbrot voru framin í Ölafsvík
á einni og sömu nóttunni fyrir
skömmu. Gerðist þaö aðfaranótt
sunnudagsins 22. september aö brotist
var inn í Salthúsverkun Hraðfrysti-
húss Olafsvíkur, Bjarparbæ, sem er
gömul hreinsun, og skrifstofur Hróa
hf. Lögreglan telur að sömu aöilar hafi
veriö á feröinni í öll þrjú skiptin.
Segir lögreglan að sama og engu hafi
verið stolið en unnin skemmdarverk.
T.d. var ekið á álhurð í Hraðfrystihús-
inu með lyftara. Enginn hefur náðst í
þessu máli en rannsókn heldur áfram.
EH.
„ Mikil sjálfboða-
vinna við íþrótta-
og félagsmiðstöð-
ina á Akranesi
Frá Haraldi Bjarnasyni á Akranesi:
Iþróttabandalag Akraness vinnur nú
að byggingu íþróttahúss og félagsmið-
stöðvar við íþróttavöllinn á Akranesi.
Iþróttafólk og áhugafólk um íþróttir
vinnur í sjálfboöavinnu við húsið og
hefur mikil og góð þátttaka verið í því
starfi. Fyrsta skólfustungan var tekin
^jann 28. ágúst sl. og þann 12. septem-
ber var steypt í fyrstu mótin.
Unnið er við bygginguna á hverju
kvöldi og um helgar og hefur knatt-
spyrnumaðurinn Sveinbjörn Hákonar-
son verkstjórn með höndum, en hin
ýmsu ráð og félög innan IA skipta með
sér dögum auk þess sem margir sjálf-
boðaliðar hafa mætt ótilkvaddir. Stefnt
er að því að ljúka við sökkul hússins í
haust.
Fyrsta steypan komin í sökkla hins nýja iþróttahúss. Annar frá vinstri er Þröstur Stefánsson, fyrrum
landsliðsmaður i knattspyrnu og um tima formaður ÍA. Lengst til vinstri er Guðlaugur Þórðarson, bygg-
ingameistari hússins. DV-mynd Haraldur Bjarnason.