Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1985, Blaðsíða 1
íbúi í Breiöholf inu ætlar að ná yf ir tíu sjónvarpstöðvum:
MEÐ GERVIHNATTAR-
MÓTTÖKU A SVÖLUNUM
A svölum 2. hæöar á Krummahólum 8 voru þeir Ari Þór Jóhannesson og Marinó Kristinsson að stilla mót-
tökuskerminn í frostinu i gær. DV-mynd PK.
Ráðstef na um lífríki Mývatns:
TUGIMILUÓNA ÞARF
TIL RANNSÓKNA
Einn frummælenda, Jón Kristjánsson.flytur erindi sitt á ráðstefnunnl,
um vöxt og viðgang urriða. DV-mynd PK.
A ráðstefnu Náttúruverndarráðs,
sem haldin var um helgina um lífrikl
Mývatns og Laxár, kom fram að tugi
milljóna þarf til svo rannsaka megi á
árangursríkan hátt áhrif kísilgúr-
náms á þetta svæði.
Niðurstaða ráðstefnunnar var sú
að Mývatnssvæðið væri það merki-
legt og flókið svæði að ekki dygði
minna en yfirgripsmiklar og ítar-
legar rannsóknir, og án þeirra væri
ekki hægt að meta raunveruleg áhrif
kísilgúrnáms á svæðið. I fjárlögum
næsta 'árs er hins vegar ákveðið að
verja aðeins 1,8 milljónum til Mý-
vatnssvæðisins og þar af 1 milljón til
rannsókna. Kísiliöjan hefur ákveöið
að verja um 2 milljónum til slíkra
rannsókna. Ljóst er að mikiö vantar
til f jármögnunar á þessari rannsókn-
aráætlun, en ráðstefnugestir vonuð-
ust til þess að stjórnvöld hefðu skiln-
ing á nauðsyn rannsóknanna.
Sverrir Hermannsson mennta-
málaráðherra sagði í setningarræðu
sinni að Kísiliðjan fengi ekki að
starfa áfram, ef á Jíana sannaðist að
hún hefði skaðvænleg áhrif á lífríki
þessa vistkerfis.
KB
*
i
i
i
ILLFÆRIR VEGIR
Vetur konungur sýndi á sér andlitiö í
fyrsta sinn á þessum vetri nú um helg-
ina. Veður var slæmt um allt land og
víða mikið rok, snjókoma með skaf-
renningi og mikil hálka á vegum.
Fjallvegir voru víða illfærir og
margir lokuðust alveg vegna snjóa.
Hellisheiði og Kambar voru t.d. alveg
ófær í fyrrinótt. Voru á milli 20 og 30
bílar yfirgefnir þar aðfaranótt sunnu-
dagsins. Var unniö að því í gærmorgun
að moka heiðina og losa bílana, sem
margir voru illa búnir undir akstur að
vetri til.
I gær var allt ófært í kringum Vík í
Mýrdal og sömu sögu var að segja af
fleiri stööum á landinu.
-klp-
Ibúar viö Krummahóla í Breiðholti
hafa eflaust verið að velta því fyrir sér
hvað einn nágranninn á númer átta
hefur verið að bauka undanfarna
daga. Á svölunum á annarri hæð er ná-
granninn nefnilega búinn að koma fyr-
ir loftnetsdiski til að taka við sending-
um frá gervihnöttum.
„Eg á að ná yfir tíu sjónvarpsstöðv-
um,” sagði Ari Þór Jóhannesson, sem
keypti loftnetsdiskinn erlendis fyrr á
árinu. Hingað kominn kostar diskurinn
með öllu um 150 þúsund krónur.
„Við verðum nokkra daga að stilla
hann. Það kemur í ljós í miðri viku
hvort þessi diskur nægir. Hann er 1,8
metrar í þvermál. Hugsanlega þarf
stærri.
Þaö er meira hobbí heldur en sjón-
varpsgláp sem vakir fyrir mér. Ahuga-
mál mitt er að ná radíómerkjum,”
sagði Ari Þór Jóhannesson. Hann er
rafeindavirki að mennt og starfar hjá
Pósti og síma.
Ari Þór er að stilla diskinn til að taka
við sendingum gervihnattarins ECS—
1. Hvenær og hvort honum leyfist að
horfa á erlendu sjónvarpsstöðvarnar
er hins vegar óljóst. Þó hefur hann
þegar aflað leyfis frá einni stöð.
Samkvæmt nýju útvarpslögunum,
sem gildi taka um næstu áramót, má
Ari Þór tengja allt að 36 íbúðir ná-
grannanna við móttökuskerm sinn.
-KMU.
i
i
i\
i\
i
LOÐNUKVOTINN
VERDUR AUKINN
Ekki hefur enn veriö ákveðið hversu
mikiö verður bætt við loðnukvótann.
Fiskifræðingar fjölluðu um þetta mál á
vinnunefndarfundi Alþjóða hafrann-
sóknaráðsins um síld og loðnu í Kaup-
mannahöfn í síðustu viku. Endanleg
ákvörðun verður tekin á miðvikudag-
inn í fiskveiðinefnd ráðsins.
„Ég held að það sé óhætt að segja að
það verði aukið við kvótann en það
liggur ekki fyrir hversu mikið það
verður,” sagði Halldór Ásgrímsson
sjávarútvegsráðherra við DV í morg-
un. Hann sagði að fundað yrði með
fiskifræðingum í dag þar sem litið yrði
yfir þau gögn sem fram komu í Kaup-
mannahöfn.
APH