Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1985, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1985, Blaðsíða 9
DV. MÁNUDAGUR 4. NOVEMBER1985. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Gaddafi verflur að stöðva, segir Bandaríkjastjórn og heimilar aðgerflir leyniþjónustunnar gegn honum. Argentína: Alfonsín eykur meirihlutann Raul Alfonsín, forseti Argentínu, gerir ráö fyrir aö flokkur hans muni bæta við meirihluta sinn í þinginu eftir aö úrslit eru kunn úr kosningunum í Argentínu í gær. Alfonsín hefur ekki nema eins sætis meirihluta sem hefur gert honum erfitt fyrir. Innanríkisráðherrann Antonio Troccoli sagði að líklega myndi stjórnarflokkurinn fá fimm sæti í viðbót, með um 46 prósent atkvæða, á móti 27 prósentum peronista. Þúsundir áhangenda hins róttæka flokks Alfonsíns þyrptust út á götu til að fagna sigrinum í gærkvöldi, veifuðu fánum og þreyttu bílflautur. Aifonsin var umkringdur fréttamönnum eftir sigur sinn í þingkosningunum i gœr. Reagan heimilar aðgeröir gegn Gaddafi í Líbýu anlegar. Samkvæmt frásögnum fjöl- hér sé einungis um að ræða aðgerðir miðla hér ytra munu bæði George gegn hryðjuverkum. Að ekki sé ætlun- Shultz utanríkisráðherra og William J. in aö styðja aðgerðir til að myrða Casey, forstjóri CIA, halda því fram að Gaddafi. Guatemala: Lítill áhugi á kosningunum Óskar Magnússon, DV, Washington: Reagan Bandarikjaforseti hefur heimilað bandarisku leyniþjónustunni, CIA, að grípa til aögerða til að grafa undan Gaddafi Líbýuforseta og stjórn hans. Áætlun Reagans gerir meöal annars ráð fyrir stuðningi við lönd í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum sem andsnúin eru stjóm Gaddafis. Mikillar andstöðu gegn þessum áætl- unum gætir nú i bandaríska þinginu, í þeim nefndum sem fara með málefni bandarisku leyniþjónustunnar. Aðeins naumur meirihluti nefndanna styður aðgerðirnar. Aðgerðum bandarísku leyniþjónust- unnar er í fyrstu ætlaö að sundra og koma í veg fyrir hryðjuverkastarf- semi Gaddafis og aðra viðlíka niður- rifsstarfsemi, aö dómi Bandarikja- manna. Þá mun ætlunin að reyna aö ýta undir að Gaddafi leggi út í ýmsar vafasamar aðgerðir erlendis, sem veiki stöðu hans heima fyrir. Þannig aukist líkur á valdaráni. Einnig gæti slíkt leitt til þess að nágrannarnir í Alsír eöa Egyptalandi sæju ástæöu til hernaðarlegra viðbragða. Það er álit bandarískra stjómvalda aö efnahagslegar refsiaðgerðir, sem beitt hefur verið undanfarin fjögur til fimm ár, hafi ekki borið neinn árang- ur. Litið er svo á aö svo mikil hætta stafi af Gaddafi og stjóm hans að að- gerðir leyniþjónustunnar séu réttlæt- Hundruð þúsunda Guatemalabúa voru f jarri kjörstöðum þegar kjósa átti forseta í fyrri umferð þar í gær. Þetta er í fyrsta skipti sem kosið er um þjóð- höfðingja í landinu í 30 ár, en her- stjómir hafa ráðið landinu allan þenn- antíma. Þegar kjörstaðir lokuðu tilkynntu sjónvarpsstöðvar að allt að 60 prósent kosningabærra manna hefðu haldið sig frá kjörstöðunum, annaðhvort vegna slæms veðurs, erfiðleika við að komast á kjörstað eða efasemda um að borgaralegur forseti geti nokkuð gert til að hamla gegn völdum hersins. Stjómmálamenn í Guatemala segja að kosningarnar séu liður í tilraun stjómarinnar til að fá hærri efnahags- og hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum og til að veikja siðferðilegan grundvöll baráttu vinstrísinnaðra skæruliða. Enginn hinna átta frambjóðenda mun fá hreinan meirihluta í þessari umferð. Þeir tveir atkvæðaflestu munu berjast i annarri umferð sem verður 8. desember. Talið er líklegt að þessir tveir verði vinstrisinninn Vinicio Cerezo og hægrisinninn Jorge Carpio. En stjómmálaskýrendur segja að í rauninni sé sama hver verður forseti. Þó herinn ætli að gefa eftir stjómar- taumana þá muni hann aldrei gefa eftir völdin. Pardus -stál prýdir húsin Stallað þakstál á aðeins 440 fermetrinn í brúnu og svörtu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.