Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1985, Blaðsíða 5
DV. MÁNUDAGUR 4. NOVEMBER1985.
5
Danski sjónvarpsmaðurinn og
rithöf undurinn Preben Dick:
Færír Vigdísi
forseta sögu
Jörundarhunda-
dagakonungs
— í þakklætisskyni fyrir að hafa
gef ið sér hugmyndina
„Hér á landi kannast hvert manns-
barn viö Jörund hundadagakonung. I
Danmörku er þaö heppni að rekast á
mann sem hefur heyrt um þennan
ævintýrakóng. Þess vegna réöst ég í aö
skrifa ævisögu hans á dönsku,” sagði
hinn þekkti danski sjónvarpsmaður,
Preben Diclr.
Hann er nú staddur hér meö bók sína
um Jörund og murt í dag gefa Vigdísi
forseta eintak af henni. Raunar
þakkar hann Vigdísi þaö aö hann réöst
í að skrifa bókina. Preben geröi á
sínum tíma sjónvarpsþátt um kjör
Vigdísar í embætti forseta. Hún benti
honum á að rannsaka sögu Jörundar
og kynna hann fyrir Dönum.
Preben hefur raunar gert fleiri
myndir um kosningar á Islandi fyrir
danska sjónvarpið, auk mynda um
Vestmannaeyjagosið, þorskastríð og
langa heimildarmynd um lýðveldis-
tökuna árið 1944.
Frá því að Preben hóf að rannsaka
feril Jörundar árið 1980 hefur hann
farið víða í leit að heimildum.
Mestum tíma hefur hann variö í
Astralíu og þá sérstaklega á eyjunni
Tasmaníu þar sem Jörundur stofnaöi
nýlendu árið 1803 og gisti síðan aftur
sem refsifangi að loknu Islandsævin-
týrinu árið 1809. Þar komst hann að
lokum til þeirra metorða að verða
lögreglumaður og murkaði lífið úr
vesölum frumbyggjum með sérstakri
ánægju milli þess sem hann skrifaði
gamanleikrit.
Preben Dick með bók sína um
Jörund hundadagakonung.
Þess má geta að sjálfsœvisaga Jör-
undar kom út á islensku fyrir 11 ár-
um. Hún er einnig til á dönsku.
DV-mynd PK
„Eg reyndi að skrifa þessa bók
þannig að hún yrði. aögengileg
dönskum almenningi. Þar er t.d. ekki
að finna neinar nýjar uppgötvanir um
Islandsferð Jörundar heldur reyni ég
að rekja alla ævi hans, sem var hin
ævintýralegasta. Mér finnst leitt að
landar mínir skuli ekki þekkja þessa
sögu. Það hafa ekki aðrir Danir lifað
jafnskrautlegu lífi,” segir Preben og
horfir yfir sundin blá sem enn eru
jafnúfin og þegar skúta Jörundar klauf
þar öldurnar í byrjun hundadaga fyrir
176 árum. -GK.
Doug Ellis, stjórnarformaður Aston Villa, sóst hér (t.h.) heilsa upp á Albert
Guðmundsson iðnaðarráðherra. Halldór Einarsson er i baksýn.
Henson-verksmiðja
í Birmingham
— Henson fer fljótlega að framleiða íþróttaskó,
bolta og íþróttatöskur r
Doug Ellis, stjórnarformaður enska
knattspyrnusambandsins, kom hingað
til lands fyrir helgi eins og hefur komið
fram í DV. Astæðan fyrir því að hann
kom hingaö er að ákveðið hefur verið
að stofna markaðsfyrirtæki Henson
Intemational. Halldór Einarsson,
eigandi Henson, mun eiga 50% í fyrir-
tækinu og verða stjómarformaður. Þá
mun Doug Ellis sjálfur eiga hlut og
Aston Villa, eða helming á móti
Halldóri.
Hlutverk fyrirtækisins er að
markaðssetja Hensonvörur um allan
heim. Henson gerði samning við Aston
Villa í sumar og sér Aston Villa um að
selja vörur frá Henson í 50 verslunum
víðs vegar um Bretlandseyjar.
— Nú er fyrirhugað að færa
út kvíarnar og framleiða fleira en
íþróttabúninga. Það verður fljótlega
farið út í að framleiða íþróttaskó, bolta
og töskur, ásamt öðrum varningi,
undir nafninu Henson. Til að byrja
með er einungis miðaö við að fram-
leiðsla fari fram hér á landi. Inni í
myndinni er einnig að setja upp verk-
smiðju í Dudley i Birmingham, eða um
leið og verkefnin verða orðin svo mikil
að þau sprengja allt utan af sér hér á
landi, sagði Halldór Einarsson i viðtali
við DV í gær. -SOS.
PH-409 PerOataekl m/lausum hátölurum
Útvarpiklukka
K-128 ^
Vekjaraklukka
00-10
Handhœgt
vasaútvarp
FM jRás 2), MVt
LED-999 Útvarpsklukka-Steríó.
FM (Rás 2), MW.
1-700 PerOaútvarp.
FM (Rás 2), MW. Rautt, hvltt, svart.
Fyrlr rafhlöðu og straum.
Útvarpsklukka,
LED-11
FM (Rás 2), MW.
Rautt, Wátt, belge.
Fyrlr rafhlöðu og straum.
PerOataakl m/lausum hátðlurum.
computer
cassette
SRC-810 PerOaka**ettut»kl. Tölvukassettur 3fpakka.
SJÓNVARPSBÚDIN
Lágmúla 7 — Reykjavík Simi 68 53 33