Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1985, Blaðsíða 20
20
DV. MÁNUDAGUR 4. NOVEMBER1985.
Ákveðið hefur verið að ráða lækna til starfa við lækna-
deild Tryggingastofnunar ríkisins.
Starfskjör samkvæmt kjarasamningum lækna. Æskilegt
er að viðkomandi læknir sé sérfræðingur í orkulækning-
um, kvensjúkdómum, bæklunarlækningum eða hafi
verulega starfsreynslu í einhverri af þessurh sérgreinum.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf
sendist Tryggingastofnun ríkisins fyrir 1. desember 1985.
Nánari upplýsingar gefur Björn önundarson trygginga-
yfirlæknir.
Tryggingastofnun rikisins.
Viðskiptafræðingur
• Reykjavíkurborg óskar eftir að ráða viðskiptafræðing til
starfa sem allra fyrst. Starfskjör samkvæmt kjarasamn-
ingum.
Upplýsingar veitir borgarlögmaður í síma 18800.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja-
víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum um-
sóknareyðublöðum, sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánu-
daginn 11. nóv. 1985.
LAUSAR STÖÐUR HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
Félagsmálastofnun
Reykjavíkurborgar
• Heimilisþjónusta fyrir aldraða.
Starfsfólk óskast til starfa í íbúðum aldraðra að Norður-
brún 1 og Dalbraut27.
Upplýsingar í síma 18800.
Umsókn ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkur-
borgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknar-
eyðublöðum, sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 11.
nóvember 1985.
TIL SÖLU
Willys Tuxedo Park Mark 4
Einn allra öflugasti jeppi landsins.
300 hö. V-8 351 Cleveland. Frábær kraftur á há- og lág-
snúningi, 4 gíra Trader álgírkassi. 20 Scout millikassi.
Dana 60 aftan, 44 framan. No-spin Detroit læsingar bæði
framan og aftan. Krómstálöxlar og stærsta gerð af hjöru-
liðum. 4.56 drifhlutfall. Vökva- og veltistýri. Tveir bensín-
tankar. öflug miðstöð. Sportstólar og góð klæðning.
2x150 W KC Ijóskastarar. Krómaðir stuðarar og vara-
dekkshlíf. Diskabremsur. Sérstaklega vatnsvarið kveikju-
kerfi. Frábærtorfærufjöðrun. Blásanseraður glæsigripur.
ATH. Þú færö ekki öruggari jeppa í fjallaferðirn-
ar!
Verðkr. 500.000,-
Hugsanleg skipti eða greiðslukjör.
Upplýsingar í síma 91-34351.
Hvar eiga
endurskins-
merkin að vera?
Vegna þess að ég ferðast jafnan
fótgangandi eða tek mér far með
strætisvögnunum get ég vel gert mér
grein fyrir hættunum sem stafa af
akstri bifreiða. Ég hef veitt því at-
hygli að bifreiðastjórar fylgjast vel
með bömunum og draga úr ferð ef
þau eru í 50—100 metra fjarlægð frá
þeim. Það er gott til þess að vita.
Hins vegar er þaö undir hælinn lagt
hvort þeir taka eftir fullorönu fólki,
jafnvel þótt það sé statt á gangbraut.
Eg lendi svo að segja daglega í hættu
vegna þessa enda hafa bílar ekið í
allt að 10—20 cm f jarlægð frá mér en
ég hef oft sloppiö viö slys með því aö
standa kyrr á gangbrautinni og
hreyfa mig ekki.
Hætta er greinilega mest, bæði fyr-
ir unga og aldna, í skammdeginu og í
slæmu veöri. Þess vegna er á öllum
Norðurlöndunum talið mikilvægt að
bera endurskinsmerki. En til þess að
þau geti gegnt hlutverki sínu verða
þau að uppfylla tvö skilyrði:
1. Merkin verða að endurkasta
ljósi. Á öllum Noröurlöndunum eru
til staðlaðar reglur þar um. Mun ég
gefa nákvæmar upplýsingar um end-
urskin merkja í framhaldsgrein eftir
nokkra daga. Neytendasamtökin
notuöu í fyrra mælingar Statens
Provningsanstalt í Svíþjóð við að
meta endurskinsmerkin. Vonandi
verður það einnig gert núna — en
innflytjendur verða að bera ábyrgö á
merkjunum sem þeir flytja inn og
greiða kostnaðinn.
Neytendasamtökin sendu fyrir fá-
um vikum ný endurskinsmerki frá
Noregi til prófunar í Svíþjóð. I Sví-
þjóð eru gerðar fremur litlar kröfur
til endurskinshæfileika merkja eða
200 CIL (coeficient illumaniation
luminaire). Sambærilegar kröfur í
Danmörku eru 400 CIL og eiga þau
merki að sjást í 140 metra fjarlægð í
myrkri. Vonandi verður einnig sett-
EIRÍKA A.
FRIÐRIKSDÓTTIR
HAGFRÆÐINGUR
út á akrein og lent undir bíl. Það er
þess vegna sem við eigum met í slys-
um á gangandi fólki.
Staðsetning endurskinsmerkja var
rannsökuð í Svíþjóð. Niðurstaðan
var einföid: Endurskinsmerki verða
að vera á báöum vösum og hanga í 30
cm spotta, ekki hærra en 60 cm frá
jörðu. Þannig sjást merkin greini-
lega enda sveiflast þau til þannig að
ökumenn eiga auðveldara með aö
koma auga á þau. Teikningin hér á
síðunni var gerð hér á landi af góðum
teiknara eftir sænskri fyrirmynd.
Hún sýnir vel hvernig á að festa end-
urskinsmerki.
Því miður var fyrir nokkru sýnd í
sjónvarpinu dauðhættuleg mynd af
manni með skraut sem átti að vera
endurskinsmerki. Ekki fylgdu með
upplýsingar um rétta staðsetningu
merkjanna og myndin var ekki end-
ursýnd þrátt fyrir mörg loforð. Eg
legg til að veggspjöld, sem eru eins
og teikningin hér á síðunni, verði
^ , ,Því miður var fyrir nokkru sýnd í
sjónvarpinu dauðhættuleg mynd af
manni með skraut sem átti að vera
endurskinsmerki. ’ ’
ur íslenskur staðall og verður tillaga
um hann send Alþingi innan
skamms.
2. Staösetning merkja á fatnaði
manna verður að vera rétt. Auðvitað
aka bifreiðar ekki með háum ljósum
á gangstéttum. Þetta þýðir að ekki
er nokkur vernd af endurskinsmerkj-
um sem fest eru hátt uppi á baki eöa
á ermum. Gangandi vegfarandi með
þannig fest merki sést einfaldlega
ekki. Þó getur hann haldiö það, fariö
límd upp í strætisvögnunum. Þar eru
auglýsingar orðnar algengar þar
sem textinn hljóðar t.d. svona:
„þetta er sko gott gott”. Teikningin
er gerð af Eddu Geirsdóttur.
Myndin Akstur í myrkri, sem sýnd
var í sjónvarpinu þann 30. okt., sýndi
of lítið um staðsetningu endurskins-
merkja. Þar aö auki veitti fólk á efri
árum henni ekki athygli vegna þess
að hún hét Akstur í myrkri.
Eiríka Á. Friðriksdóttir.