Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1985, Blaðsíða 8
8
DV. MÁNUDAGUR 4. NOVEMBER1985.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Smyglarar drápu
21 lögreglumann
Lögðu hald á bækur
Lögregla í Ungverjalandi hefur
lagt hald á 700 eintök af bók sem
ungverskir andófsmenn létu prenta
fyrirsig.
Andófsmenn í Ungverjalandi
sögöu að lögreglan heföi stöðvaö
Lajos Jakab, 30 ára hagfræðing,
þegar hann kom með eintökin af
bókinni „Til austur-evrópsks
marxisma” frá prentsmiðjunni.
Bókin er eftir Marc Rakowski — en
það er höfundarnafn tveggja
heimspekinga, Janos Kiss og
Gyorgy Bence.
Bófaflokkur
kynskiptinga
Lögregla í Mexíkóborg hefur
gómað bófaflokk kynskiptinga sem
klæddist kynæsandi kvenmannsföt-
um og rændi tugi banka, verslana
og vörubíla. Heimildir innan lög-
reglunnar sögöu að leiðtogar
flokksins hefðu verið Carlos Rod-
ridguez Garcia, sem vill láta kalla
sig Carol, og Pablo Flores, sem
nefnirsigPamelu.
Undanfarin ár hefur fimm
manna bófaflokkurinn staðið í grip-
deildum sem hafa fært honum
meira en 12 milljónir króna. Carol
og Pamela munu hafa gefið gjald-
kerum undir fótinn en síðan hótað
þeim með hnífum og byssum.
Benazir
til Frakklands
Talsmenn þjóðarflokksins í Pak-
istan sögöu að yfirvöld myndu
leysa Benazir Bhutto, leiötoga
stjómarandstöðunnar, úr fangelsi í
dag og setja hana um borð í vél til
Frakklands vegna rannsóknar á
dauða bróöur hennar.
Benazir er dóttir fyrrverandi
forsætisráðherra Pakistans,
Zulfikars Ali Bhutto, sem Zia Ul-
Haq forseti lét taka af lífi.
Benazir Bhutto hefur verið í
stofufangelsi síðan í ágúst. Hún fór
til Pakistans frá útlegð í London til
að vera viðstödd útför bróður síns.
McFarlane vongóður
öryggisráðgjafi Reagans Banda-
ríkjaforseta, Robert McFarlane,
segir að Genfarfundur Reagans og
Gorbatsjovs Sovétleiötoga kunni að
vera upphafið að nýjum og bættum
samskiptum stórveldanna.
McFarlane varaði þó við því að
búist yrði við stórkostlegum samn-
ingum um vopnatakmarkanir.
Robert McFarlane flaug til
Moskvu í gær með Shultz utanríkis-
ráðherra þar sem á að leggja síð-
ustu hönd á undirbúning fundarins
í Genf. Hann kemur svo til Islands
með Shultz og Bernard Kalb,_tals-
manni utanríkisráðuneytisins, ann-
aðkvöld.
Hótunin virkaði
Finnsk kona hefur hætt við að
1 fara í hungurverkfall til að fá Sov-
étstjómina til að leyfa sovéskum
eiginmanni sínum að flytja til
hennar frá heimalandi sínu. Konan
skrifaði Gorbatsjov Sovétleiðtoga
og hótaði hungurverkfallinu. En
sendimenn Sovéta í Helsinki sögðu
konunni að hungurverkfall væri
óþarft. Maður hennar fengi aö fara
frá Sovétríkjunum.
1 september leyfðu yfirvöld í
Sovétríkjunum öðrum Sovétmanni
að fara úr landi eftir að sænsk kær-
asta hans fór í hungurverkfall fyrir
utan sovéska sendiráðiö í Stokk-
hólmi.
Tölvuskermar
Meirihluti þeirra sem vinna við
tölvuskerma í Bretlandi er sagöur
þjást af augnþreytu og fleiru eftir
því sem fram kemur í könnun á veg-
um tímarits sem kallast „Health
and safety at work” og helgar sig
vinnustaðaöryggi og atvinnusjúk-
dómum. Kemur fram aö 70%
þeirra sem vinna við tölvuskerma
kenni augnþreytu, 53% finni til
bóglu í hálsvöðvum og herðum og
57,6% kvarti almennt undan meiri
þreytu við þessa vinnu.
Mexíkanska lögreglan missti 21
mann í þriggja stunda bardaga við
maríjúana-smyglara á föstudags-
morgun í austurhéraöinu Veracruz
sem frægt er fyrir maríjúanaræktun.
Það var ekki fyrr en í gær síödegis að
fréttist af þessu afhroði lögreglunnar
þegar þyrluflugmaður koma auga á
likin liggjandi á bakka Coachapa-ár-
Frönsku leyniþjónustuhjúin, sem
Nýsjálendingar fönguðu eftir að skip-
inu Rainbow Warrior var sökkt, játuðu
í gær á sig manndráp og skemmdar-
verk.
Játning hjónanna kom mikið á
óvart. Stjóm Nýja-Sjálands dró nýlega
úr ákænmni gegn þeim, þannig að þau
eru nú sökuð um manndráp en ekki
morð. Stjómin neitaði þvi þó alfarið að
innar. Þar á meðal voru í valnum hátt-
settir foring jar úr ríkislögreglunni.
23 manna flokkur lögreglunnar hafði
farið í héraðiö eftir ábendingu um að
fyrir dyrum stæði stórflutningur á eit-
urlyfjum sem sennilega væri ætlaður
til Bandaríkjanna. En lögreglumenn-
imir mættu ofurefli. Smyglaramir
voru ekki færri en 50 og vopnaðir hríð-
hafa gert einhvern samning við stjóm
Frakklands um máliö.
Rainbow Warrior var sökkt 10. júlí.
Ljósmyndari um borð fórst í spreng-
ingunni sem sökkti skipinu.
Njósnapariö, sem játaði á sig
sprenginguna í morgun, Dominique
Prieur og Alain Mafart, stóð áhugalítið
í réttarsalnum á meðan dómarinn lýsti
yfir að hann myndi ákveða dóminn yfir
skotarifflum á meðan lögreglan hafði
einvörðungu skammbyssur.
Þúsundir hermanna hafa nú verið
sendir á slóðina til þess að elta uppi
smyglarahópinn en tveir lögreglu-
menn sluppu lífs úr þessum Brjánsbar-
daga. Höfðu þeir verið vitni að því að
smyglaramir fluttu lík félaga þeirra
niður á árbakkann.
Ferdinand Marcos, forseti Filipps-
eyja, tilkynnti í gærkvöldi að hann
myndi biðja þing landsins að ákveða
forsetakosningar snemma á næsta ári.
Tilkynning forsetans kom mönnum al-
mennt á óvart en Bandaríkjamenn og
stjómarandstaðan á Filippseyjum
hafa lagt mjög hart að forsetanum að
efnatilkosninga.
Stjómarandstöðumenn sögðu þó að
þaö kynnu aö vera lagalegar hindranir
fyrir því að halda kosningar svo
snemma.
Kommúnískir skæruliöar hafa látið
æ meira að sér kveða undanfarið á Fil-
ippseyjum. Olga hefur verið í landinu á
stjómmálasviöinu. Bandaríkjamenn
hafa látið í ljósi áhyggjur við Marcos
að hann kunni að vera aö missa tökin á
ástandinu, sem kynni að þýða að flota-
Staðnirað verki
íMexíkó
við að ferma 6 tonnaf
marijúanaá
vörubíla
3ja stunda bardagi við 5
bófa vopnaða
hríðskotarifflum
Þeir höföu komið að smyglurunum
að ferma tvo vörubíla með sex smá-
lestum af maríjúana hjá búgarði í út-
jaðri þorpsins Sanchez Taboada. Með
langdrægari rifflunum skutu smyglar-
arnir lögregliunennina einn og einn í
einu áður en lögreglan komst í skotfæri
með skammbyssur sínar. Mögulegt er
að einhverjir lögreglumennimir hafi
verið teknir til fanga en síðan myrtir.
stöðvar Bandaríkjamanna á eyjunum
kæmust í hættu.
Stjóraarandstaðan á Filippseyjum
er margklofin, en leiðtogar hennar
höfðu þegar myndað nefnd til að velja
einn sameiginlegan frambjóöanda. Nú
þykir ljóst að eini frambjóðandinn sem
allir geta sameinast um sé Corazon
Aquino, 52 ára gömul ekkja Benignos
Aquino, sem var myrtur þegar hann
kom til Filippseyja úr útlegö í Banda-
ríkjunum.
Talsmaður frjálslynda flokksins
sagöi að áður en stjómarandstaðan
samþykkti að taka þátt í kosningum
yrði Marcos að gera kosningarnar
þannig úr garði að andstaðan hefði
möguleika á að vinna. Marcos væri lik-
legur sigurvegari úr kosningunum
hvernig sem þær fæm fram.
Ljósmyndari lést þegar frönsku hjúin sprengdu upp Rainbow Warrior, eins og þau viAurkenndu í morgun.
Franska njósnaparið:
Játuðu að hafa sökkt
skipi grænfriðunga
því þann 22. nóvember. væru sek eða saklaus, svöruðu bæði á
Þegar hjónin voru spurð hvort þau ensku: „Sek.”
Filippseyjar:
Marcos vill
kosningar