Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1985, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1985, Blaðsíða 22
22 DV. MANUDAGUR 4. NOVEMBER1985. Iþróttir Iþróttir íþróttir íþróttir Sigurður áframíÍBK Um tíma leit út fyrir að Sigurður Björgvinsson, knattspyrnumaðurinn kunni, IBK, gengi til liðs við 3..deildar- lið Reynis í Sandgerði sem leikmaður og þjálfari. Seinustu fregnir herma að Sigurður verði kyrr með ÍBK sem engan veginn vill missa Sigurð úr sín- um röðum. Einnig hugðist Skúli Jónsson, Reyni, reyna í marki Víðis í Garðinum á komandi leiktímabiii. Aiiar líkur benda til að svo verði ekki. Skúli, sem stóð sig með afbrigðum vel í Reynis- markinu í sumar, er Keflvíkingur og nú getur allt eins skeð að hann verji mark IBK. Suður-Kórea til Mexíkó — sigraði Japan, l-0,ígær Suður-Kórea varð i ger j sautjánda þjóðin til að tryggja sér sæti i lokakeppni HM i knattspyrnu j með því að vinna 1—0 sigur á Japan á ólyrapiuleikvanginum i Seol. Þetta er í fyrsta sinn i rúra- | lega 30 ár sem S-Kóreumenn tryggja sér farseðilinn i lokakeppn- 1 ina sem fram fer i Mexikó næsta suraar. Það var varamaðurinn Juh Jung-Moo sem skoraði eina mark leiksins með þrumuskoti i seinni háifleiknum. Fyrri hálfleikurinn 1 var algjörlega eign Kóreumanna { sem áttu átta góð marktækifæri en j tókst ekki að skora úr neinu þeirra. Japan var hins vegar betri aðilinn í [ seinni háifieiknum en tókst ekki að nýta það tii marka. -fros | Finninn varð þriðji — í grand prix kappakstrinum Finninn Keke Rosberg sigraði í j síðustu grand prix keppninni i kappakstri á keppnistímabilinu í j gær i Adelaide i Astralíu. Þetta var mjög erfið keppni sem aðeins átta ; af 25 iuku. Timi Flnnans var 2 kist. 40.473, vel á undan Jacques Laffite, j Frakklandi, sem ók á 2:01.26.603. Meðal þeirra sem luku ekki keppni var heirasmeistarinn Aiain Prost,Frakklandi. Hann hafði fyrir löngu sigrað samaniagt en loka- staðan var þannig. 1. Alain Prost 76 stig. 2. Micbela Aiboreto, ítaiiu, 53 stig. 3. Keke Rosberg 40 stig. 4. Ayrton Senna, Brasiiiu, 38 stig. 5. Elio de Angeiis, Italiu, 33 stig. 6. Nigel Mansell, Bretiandi, 31stig. 7. Stefan Johaunsson, Svíþjóð, 26 stig. Heimsmeistarinn í fyrra, Niki Lauda, Austurríki, var i 10. sæti með 14 stig. hsim. Fréttin kom Ballesteros úr jaf nvægi Fréttirnar að Severiano Balle- steros hefði verið sviptur keppnis- skirteini sinu i USA höfðu greini- lega slæm áhrif á kappann þar sem | hann var í keppni á opna portú- galska meistaramótinu. A föstudag I var hann í öðru sæti, einu höggi á eftir efsta manni. Tókst hins vegar illa að einbeita sér á laugardag, varð í 6.—10. sæti á 282 höggum. Bretinn Warren Humphreys sigr- aði á 279 höggum. Hugh Baiocchi. Varð annar raeð 280 högg og síðan | korau þrír golfmenn með 281 högg. hsím. I 1 '.WsiT M. I íamvinnuferáit Landsýp Sigurður Björgvinsson. Ástralir gegn Skotum Astralia tryggði sér réttinn til að leika aukaleikina tvo við Skotland um sæti í lokakeppni heimsmeistara- keppninnar i knattspyrnu í Mexikó næsta sumar, þegar Astralía sigraði Nýja Sjáland 2—0 í Sydney i gær. Ástralir voru miklu betri í leiknum. Fyrirliðinn, John Kosmina, skoraði á 12. mín. og á 47. min. skoraði David Mitchell síðara markið. Einn leikur er eftir í riðlinum, Ísrael-Nýja Sjáland, en hann skiptir nú ekki lengur máli. Staðan: Astralía 6 4 2 0 20-2 10 N-Sjáland 5 3 11 13-4 7 tsrael 5 2 12 14—6 5 Taiwan 6 0 0 6 1—36 0 -hsim. Severiano Ballesteros. Ballesteros sviptur leyfi Framkvæmdanefnd golfmóta atvinnumanna í Bandaríkjunum ákvað á föstudag að svipta Spánverjann Severiano Ballesteros „USA golfskir- teini” sínu — það er svipta hann keppnisrétti á flestum mótanna 1986. Astæðan var sú að Ballesteros keppti aðeins á niu mótum i USA i ár en til að halda keppnisréttinum þurfa kepp- endur að keppa minnst á 15 mótum. Framkvæmdanefndin bandariska sagði að Spánverjinn fengi aðeins að keppa á fjórum mótum í USA 1986, þremur stærstu mótunum, meistara- keppninni, opna USA golfmótinu og PGA-meistarakeppninni. Auk þess á New Orleans classic, þar sem hann sigraði í ár. -hsim. Nær Parísarlið titlinum i fyrsta skipti í 50 ár? — Paris Saint Germain jaf naði met—lék sinn 18. leik án taps Parisarliðið Salnt Germain jafnaði á laugardag met St. Etienne og Strass- bourg, — lék þá sinn 18. leik i röð í byrj- un keppnistimabils án taps. Nú stefnir allt í að liðið bæti metið með heimaleik næst og einnig að franski meistara- titillinn hafni í fyrsta skipti í 50 ár í Paris. Keppnin í 1. deild er nú næstum hálfnuð og Parisarliðið hefur sex stiga forskot á Nantes og Bordeaux. París SG átti erfiðan leik í Mónakó á laugardag og tókst að ná jafntefli, 1—1, eftir mikla pressu Mónakó í síðari hálf- leiknum. París SG náði forustu í leikn- Lille-Auxerre 0-1 Laval 18 5 um. Argentínski miðherjinn Omar da Bordeaux-Marseille 2-1 Nancy 18 8 Fonseca skoraði á 27. mín. Þrátt fyrir Laval-Le Havre 2-2 Nice 18 6 mikla pressu tókst Mónakóliðinu ekki Nantes-Rennes 1-0 Toulouse 18 8 að jafna fyrr en 10 mín. fyrir leikslok. Urslit í leikjunum á laugardag uröu Staðan er nú þannig: Toulon Rennes 18 18 4 5 þessi: París S-G 18 13 5 0 37-15 31 Brest 18 6 Toulon-Sochaux 2-2 Nantes 18 10 5 3 24-11 25 Bastia 18 5 Strassbourg-Lens 0—0 Bordeaux 18 10 5 3 29-19 25 Le Havre 18 4 Mónakó-París SG 1-1 Lens 18 7 6 5 31-22 20 Lille 18 5 Metz-Nancy 3-1 Mónakó 18 5 10 3 21-19 20 Sochaux 18 3 Bastia-Brest 3-2 Auxerre 18 7 6 5 19-17 20 Strassbourg 18 4 Toulouse-Nice 0-0 Metz 18 6 7 5 26-15 19 Marseille 18 3 9 4 22- 3 7 25- 5 18- 9 28- 7 23- 8 18- 9 21- 8 16- 8 21- 9 17- 8 22- 9 13- 9 15- -17 19 -24 19 -20 19 -25 17 -27 15 -22 15 -26 15 -29 15 -28 14 -26 14 -31 13 -28 13 -25 12 „Verður erfitt fyrir þá að komast upp með þetta” —sagði Severiano Ballesteros sem sviptur hefur verið keppnisrétti f USA „Ég held að það verði mjög erfitt fyrir þá að komast upp með þetta — ég mun setja pressu á þá. Bandarískir golfmenn hafa alltaf verið velkomnir til keppni í Evrópu — meira að segja hefur sumum þeirra verið greitt fyrir að leika á mótum okkar. Við getum gert ýmislegt sem þeim mun ekki líka og það getur sett pressu á þá. Útilokað að segja hvað getur skeð,” sagði Spán- verjinn Severiano Ballesteros við fréttamenn Reuters í Portúgal á laug- ardag en hann var þar þá í keppni. A föstudag vildi hann ekkert ræða um þá ákvörðun frarakvæmdanefndar golf- móta atvinnumanna i USA að svipta hann golfskírteini sem gefur golfmönn- um þátttökurétt á golfmót í USA. A laugardag hafði hann hins vegar fengið nánari fréttir af málinu og var þá mjög reiður. Hótaði að setja pressu á framkvæmdanefndina á einn eða annan hátt eins og fram kom hér að framan. I lokin sagði hann þó: „Eg er viss um að ég mun keppa á fleiri en fjórum mótum í Bandaríkjunum næsta ár,” og talið er að fyrirtæki þau, sem kosta golfmót atvinnumanna í USA,. muni bjóða Spánverjanum til keppni í USA — muni ekki afsala sér rétti til að bjóða honum. „Ef reglur eru einskis virði þá þýðir ekkert að vera með þær. Við hefðum beitt sömu viðurlögum gegn Jack Nicklaus og Tom Watson hefðu þeir ekki farið eftir reglunum. Keppnis- bannið á Ballesteros gildir aðeins í 12 mánuði og hann getur sótt um nýtt skírteini fyrir keppnistimabilið 1987 ef hann samþykkir aö taka þátt í 15 mót- um,” sagði talsmaöur bandarísku nefndarinnar í gær. hsím. Heimsmeistarakeppnin íbridge: Sjötti titill Banda- ríkjamanna í röð —og Bretar sigruðu í kvennaf lokki Heimsmeistakeppninni í bridge lauk í Sao Paulo í Brasiiiu á laugardag með sigri Bandaríkjamanna í opna flokkn- um og Breta i kvennaflokki. Sjötti sig- ur Bandarikjamanna i röð í karla- fiokknum og E vrópumeistarar Austur- ríkis gátu litla keppni veitt þeim. Loka- tölur urðu 399—324. 1 kvennaflokki sigruðu bresku heimsmeistararnir sveit Bandaríkjanna með miklum mun, 323—213. Þegar keppnin í opna flokknum hófst á föstudag haföi bandaríska sveitin 44 stiga forustu á Austurríki og jók mun- inn verulega þó svo Bobby Wolff og Ro- bert Hamman, sem hafa verið besta par USA, væru hvíldir. Munurinn orð- inn 73 stig, 246—173. A laugardag voru lokaumferðimar, 48 spil, og staðan breyttist lítið. Auk Hamman og Wolff spiluðu Chip Martel og Lew Stansby, Peter Pender og Hugh Ross í sveit USA. I kvennaflokki höfðu bresku konurn- ar talsverða yfirburði og vörðu heims- meistaratitil sinn með sóma. Eftir fyrstu setuna var staðan 81—45 og eftir þá næstu var munurinn orðinn 81 stig. Þá voru þær Nicola Smith og Pat Davies, besta breska parið, hvíldar og Bandaríkjamönnum tókst að minnka muninn í 50 stig. En þá settu þær bresku á fullt á ný og sigruöu með 323 stigum gegn 213. Auk Smith og Davies spiluðu Sally Horton, Sandra Landy, Micheie Brunner og Jill Scott-Jones í bresku sveitinni. hsim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.