Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1985, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1985, Blaðsíða 44
. . 44 DV. MANUDAGUR 4. NOVEMBER1985. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið & í i f i > ekki grískar þótt menn gætu haldið það. Þetta eru súlur i nýbyggingu Hagkaups í Kringlunni. 1 Súlurnar eru GRÍSKT STUÐ í KRINGLUNNI Aki menn í Kringlunni, hinum nýja miðbæ Reykjavíkur, má auðveldlega komast í gríska stemmningu. Ekki eru það grískir matsölustaðir eða eðalvin sem spila svo á tilfinningalíf- ið, heldur súlur. Fráleitt eru súlur þessar þó grískar og því síður fom- ar. Þessar súlur eru uppistöður í nýja Hagkaupshúsinu. Meðan byggingin er ekki lengra komin mynda súlur þessar raðir sem minna á fom hof. Ljósmyndari DV brá sér á staðinn í fallegu haustveðri og festi á filmu samspil ljóss og skugga. Það er betra að hafa hraðar hendur því þeir Hagkaupsmenn eru kunnir að dugnaöi og elju. Þess verð- ur varla langt að bíða að súlur þessar hverfi inn í veggi og klæöningar. Dregur þá úr suðrænum hugrenning- um, í bili að minnsta kosti. súlnarununni Ef akki væru kunnuglegar íslenskar blokkir í baksýn væri erfitt að geta sér til um hvaða skúlptúr þetta er. DV-myndir PK. Stúlkubarnið Carmela með foreldrum sinum eftir slysið. Eins og sést é svörtu punktalinunni féll Carmela frá 9. hæð, lenti á þvottasnúrum og skall siðan á stéttina. Það óliklega gerðist. Barnið slapp lifandi, stóð upp og hrópaði á mömmu og pabba. Barnið hrapaði af níundu hæð og lifði Þriggja ára stúlkubarn slapp með ólikindum vel eftir 30 metra fall niöur á steinsteypta stétt. Barnið datt út um glugga á níundu hæð á heimili sínu í Napólí á Italiu. Faöir stúlkunnar sá hana klifra út á gluggasyllu til þess að horfa á skrúðgöngu sem fór hjá. Hún hékk í glugganum, en missti takið og hrapaði til jarðar. A móts við þriðju hæð hússins lenti barnið á þvottasnúr- um og hentist út á stéttina. Faöirinn og nærstatt fólk bjóst við hinu versta og trúöi ekki sinum augum þegar barniö stóð sjálft upp og tók nokkur skref. Kraftaverk var hrópað, barnið slapp úr greipum dauðans. Stúlkan var drif- in á sjúkrahús, þar sem gerð var á henni minniháttar aðgerð. Læknir, sem skoðaði hana, sagði meiðslin lítils háttar og væri það með hreinustu ólík- indum eftir atburðinn. DV. MÁNUDAGUR 4. NOVEMBER1985. 45 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Einbeitnin skin úr augum. Viðvaningar gætu haldið að þumalfingurinn á vinstri væri i stórhættu. Svo er þó ekki. Maðurinn er vanur og fingurinn slapp. DV-mynd PK. Rambó sjálfur eða SylvesterStallone leitar á norrænar slóðir eftir félags- skap. Kappinn skildi við konu sína en þau mál eru þó ekki komin formlega á hreint. Hann lætur sér þó ekki leiðast. Nýjasta ástin er dönsk fegurðardís, Birgitte Nielsen. Daman er rétt 22 ára en leikarinn er kominn á fertugasta árið. Birgitte er alþýðleg og kýs að láta kalla sig Gittu. Rambó gaf Gittu sinni stóran demantshring sem innsigli trú- lofunarinnar. Við sviðsljósmenn von- umst til þess að allt gangi vel og það komi ekki að sök þótt Gitta sé hærri vexti en Stallone. Ef marka má þessa mynd á Megas sér uppáhaldssöngvara. Sá er Leonard Cohen, gamli raularinn. Hann tekur sig að minnsta kosti vel út á bringunni á Magnúsi Þór. Söngkonan Madonna er mikið átrúnaðargoð og trónir víða á vin- sældalistum. En henni er fleira til lista lagt en syngja. Þannig lét hún mynda sig fáklædda fyrir fjórum árum. Karlrembublöðin Playboy og Penthouse bitust um birtingaréttinn á berri Madonnu. Sviðsljósið blandar sér ekki i þann slag en þykir þó rétt að sýna föstum lesendum vinstra brjóstið á henni. Scotch« w A 11 1 MIKIÐ ÚRVAL AF VÚRUM FRÁ 3M Límbönd, statff og haldarar i miklu úrvali rykgrfmur lykteyðandi grimur - málningar- grimur SANDPAPPIR arkir rúllur diskar og belti slípiklossar og heflar GOÐ ÞJOIMUSTA SF Ármúla 1. Sími 687222.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.