Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1985, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1985, Blaðsíða 26
26 DV. MANUDAGUR 4. NOVEMBER1985. RÍKISSPÍTALARNIR iausar stöður Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og starfsmenn óskast til vinnu við geðdeild Landspítalans. Staðsetning deilda er á Landspítalalóð, Kleppi, Vífilsstöðum og fleiri stöðum. Upplýsingar um ofangreind störf veita hjúkrunarfram- kvæmdastjórar geðdeilda í síma 38160. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Fyrsta tap UMFN í körfu í vetur MÆLIR MA.: AC SPENNU 0.1 mV - 1000V DC SPENIMU 0.1 mV - 700V DC STRAUM 0.1 (uA - 10A ACSTRAUM 1 /xA — 10A VIÐNÁM: 0.m-20Mfi W PNP - NPN TRANSISTORA ÞÉTTAIPF - 20/xF. BOÐAR LEIÐNIMEÐHUÓÐ- EÐA UÓSMERKI. RRFEinO ÁRMÚLA 7 108 REYKJAVÍK SÍMI 687870 Liðið mátti sætta sig við tap á heimavelli fyrir Haukum á föstudagskvöldið, 80-82 Haukum tókst að bera sigurorð af sínum erkifjendum, Njarðvíkingum, í úrvalsdeildinni syðra á föstudags- kvöldið og var það fyrsti ósigur heima- manna það sem af er vetri. Eigi að síður eru Njarðvíkingar langefstir í deildinni með 12 stig. Fremur var mjótt á mununum allan leikinn. Liðin skiptust á um að hafa forustuna. Hauk- ar voru yfir í hálfleik, 36—42, en UMFN-ingar voru hins vegar komnir í 74—70 þegar fjórar minútur voru til loka. Góður endasprettur Haukanna tryggði þeim sigurinn og stigin tvö, 80-82. Nokkurs glímuskjálfta virtist gæta hjá báðum liðum í leikbyrjun. Hittnin var slæm og sendingar mistókust. Henning Henningsson skoraði fyrstu körfuna fyrir Haukana, en Kristinn Einarsson svaraði strax fyrir UMFN. Ivar Webster, gíraffinn í Haukaliðinu, skoraöi næst og hann átti svo sannar- lega eftir að ylja heimamönnum undir uggum í leiknum. Hann gómaði manna oftast knöttinn í fráköstum, stöðvaöi skot og skoraði flest stigin, samtals 20, þó svo að hann væri ekki ávallt hepp- inn með skotin. Pálmar Sigurðsson er orðinn heill af meiðslum sínum. Hann reyndist Njarðvíkingum þungur í skauti, sérstaklega undir lokin, þegar þeir voru að ná undirtökunum, 69—68, — þá skoraði Pálmar dýrmætar körfur með leikni sinni og skotfimi. Einna skemmtilegasti Haukapilturinn var samt Olafur Rafnsson, snöggur, ákveðinn og hittinn spilari sem skoraði oft úr erfiöri aðstöðu og sannaði að vilj- inn dregur hálft hlass. Olafur átti sinn stóra þátt í að tryggja Haukunum nauðsynlegan sigur í lokin. Ivar Ás- grímsson og Kristinn Kristinsson áttu góðan leik í mjög samstilltu og spræku Haukaliði, sem þokar sér núna jafnt og þétt upp stigatöfluna, eftir fremur slæma byrjun. Helgi Rafnsson var járnkarlinn í Njarðvíkurliðinu. Hann gaf sig hvergi í vöminni, náði mýmörgum fráköstum undir sinni körfu og einnig andstæðing- anna. Þegar svo bar undir sendi hann knöttinn auðvitað beint í Haukakörf- ívar Webster. Tuttugu stig gegn una og reyndist fremja það oftast heimamanna áöur en yfir lauk, 17 stig, — þótt það nægði ekki til að hafa vinn- inginn. Jafnvígastur í UMFN-liðinu var þó Jóhannes Kristbjömsson, sterk- ur í vörn, krækinn í knöttinn, allhittinn en umfram allt útsjónarsamur spilari og honum fer fram með hverjum leik. Einnig átti Árni Lárusson mjög góöan leik, — kvikur og laginn að vanda. Isak Tómasson náði sér aldrei virkilega á strik og sama var um Val Ingimundar- son, hann var eins og vængbrotinn fugl. Hann skoraði „aðeins” sjö stig, þar af fimm úr vítaköstum, í þeim hluta leiksins sem verst gekk hjá UMFN, — seinast í fyrri hálfleik, þeg- ar staðan var 27—30, en þá skoraöi UMFN aðeins úr vítaskotum til hlés, eða 9 stig. Leikurinn var yfirleitt hraöur og vel spilaður á köflum. Oft brá fyrir snjöll- íslandsmeisturunum. um leikfléttum sem gengu að vísu ekki alltaf upp, aö þessu sinni. Ahorfendur, sem næstum fylltu sætin í íþróttahús- inu í Njarðvíkunum, kunnu vel að meta góða viðleitni liöanna, sem voru óspart hvött til dáða, einkum þegar á leið og tvísýnt var orðið um úrslitin. Dómararnir, Kristinn Albertsson og Omar Scheving.leystu sitt verkefni vel af hendi. Stig UMFN: Helgi Rafnsson 17, Jó- hannes Kristbjörnsson 16, Kristinn Einarsson 15, Árni Lárusson 14, Isak Tómasson 9, Valur Ingimundarson 7, Ingimar Jónsson 2. Stig Hauka: Ivar Webster 20, Pálm- ar Sigurösson 19, Olafur Rafnsson 17, Ivar Ásgrímsson 8, Kristinn Kristins- son 8, Henning Hennir.gsson 4, Viðar Vignisson 4 og Reynir Kristinsson 2. emm Vítaskotastórhríð seinustu mínúturnar — þegar nýliðar ÍBK unnu sigur á IR í úrvalsdeildinni í körfu íKeflavík á laugardaginn, 95-78 Keflvíkingar áttu í miklum brösum með að sigra tR-inga þegar liðin reyndu með sér syðra á laugardaginn. ÍBK var sterkari aðilinn í fyrri hálf- leik, hafði yfirleitt forustuna og fimm stig skildu liöin að í hléi, 42-37. IR- ingar hresstust i seinni hálfleik, komust i 54—58 og héldu þeim mun uns Hreinn Þorkelsson, þjálfari og leik- maður ÍBK, sá að við svo búið mátti ekki standa. Hristi hann af mönnum sinum slenið með því að skora sjálfur af miklu harðfylgi. Við það komst ÍBK aftur á bragðið en allt gekk á afturfótunum hjá iR-ingum til loka, eins og lokatölurnar, 95—78, bera með sér. Með þessum sigri hafa Keflvíkingar styrkt nokkuð stöðu sína og sýnt að þeir eru til alls líklegir í vetur. Enginn skyldi því vanmeta þá enda er liðs- heildin sífellt að styrkjast hjá IBK. IR- ingar áttu á köflum góðan leik en allt var í upplausn þess á milli, einkum í lokin. Leikur IR byggðist mikið á þeim Ragnari Torfasyni og Jóni Erni Guðmundssyni, svo og Jóhannesi Sveinssyni, sem átti mjög góöan leik. Björn Steffensen skoraöi fyrstu körfuna í leiknum en Sigurður Ingi- mundarson jafnaði fyrir IBK. Hreinn Þorkelsson sendi síðan knöttinn af löngu færi í iR-körfuna og nældi í þrjú stig fyrir það og önnur tvö litlu síðar. IBK hélt síðan forustunni og blönduðu þeir Jón Kr. Gíslason, sem átti sinn besta leik með IBK í vetur, Hrannar Hólm, sífellt í framför, og Olafur harði Gottskálksson sér þá í skorunina. Ragnar Torfason og Jón Om reyndu að halda í horfinu og tókst það og nokkru betur. iR-ingum tókst að jafna metin, 30—30, þótt þeir yrðu að lúta í lægra haldi fyrir hlé. Seinni hálfleikur varð virkilega skemmtilegur og spennandi fyrir þá 225 áhorfendur sem sáu leikinn. IR- ingar, sem svo sannarlega höfðu bætt leikskipulagið, tóku forustuna, 50—51, eftir sjö mínútur og héldu henni þar til um sex mínútur voru eftir að Hreinn tók sig til, sem áður segir. Þá gerðu þeir sig seka um brot af ýmsum gerðum sem við kunnum ekki að nefna enda var vítaskotastórhríö seinustu mínúturnar í leiknum. Bestir í liði IBK voru Hreinn, Jón Kr., Hrannar Hólm og Olafur Gott- skálksson, ásamt Guðjóni Skúlasyni. Hjá Ir-ingum báru þeir nokkuð af, Ragnar hinn stóri Torfason, Jón Öm og Jóhannes Sveinsson. Dómarar voru Kristinn Albertsson og Jóhann Dagur Björnsson og dæmdu vel. Stig ÍBK: Jón Kr. Gíslason 30, Hreinn Þorkelsson 24, Guðjón Skúla- son 14, Olafur Gottskálksson 10, Sigurður Ingimundarson 8, Skarphéðinn Héöinsson 6, Hrannar Hólm3. Stig IR: Ragnar Torfason 23, Jóhannes Sveinsson 16, Jón örn Guðmundsson 13, Björn Steffensen 13, Benedikt Ingþórsson 6, Karl Guölaugs- son 5, Hjörtur Oddsson 2. emm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.