Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Qupperneq 7
DV. LAUGARDAGUR 23. NOVEMBER1985. 7 Kaffiskmt i>TÍr hjartað - segja bandarfekir viándanienn „Lífið er hættulegt. Maður getur dáið af því,“ sagði einhver grínistinn einhvern tíma. Nýlega birtu læknar við John Hopkins háskólann í Bandaríkjun- iim niðurstöðu langtíma rannsókna sem snerust um ýmsar neysluvenjur manna í Bandaríkjunum með tilliti til hjartasjúkdóma. Læknarnir halda því nú fram að fólk, sem drekkur meira en fimm bolla af kaffi á dag, sé í þrefalt meiri hættu að fá hjartasjúkdóm heldur en þeir sem hófsamari eru í kaffi- neyslu. Niðurstöður þessara rannsókna þeirra við John Hopkins háskólann voru kynntar á ársfundi „American Heart Association" sem haldinn var fyrir um tveimur vikum. Þar kom það fram að læknarnir telja sig vissa um að þeir sem drekka mikið kaffi muni miklu frekar fá hjartaslag eða hjartasjúkdóm, svo sem „angina pectoris" (sársaukafull köst sem stafa af því að hjartanu berst ekki nægilegt blóðmagn), heldur en þeir sem neyta lítils kaffis. „Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að kaffidrykkjan ein og sér stefni heilsu fólks í hættu,“ sagði dr.Thomas Pearson, einn rann- sóknarmannanna og höfundur skýrslu um þessa athugun. 1300 MANNSÍ22ÁR Dr.Pearson og félagar rannsökuðu 1.337 karla sem útskrifuðust úr læknaskóla John Hopkins á milli 1948 og 1964; þeir voru allir 22 ára þegar rannsóknin hófst. Upplýsing- um um kaffineyslu þeirra og reykingavenjur var safnað á fimm ára fresti. Smám saman varð þessi rannsókn sú umfangsmesta heilsu- rannsókn sem gerð hefur verið í Bandaríkjunum. Það sem gerir rannsóknina frá- brugðna öðrum hliðstæðum er fjöldi þátttakenda, lágur aldur þeirra, tímalengdin sem fylgst var með þeim og svo sú staðreynd að aðeins 14% þeirra reyktu. Á ársfundinum mælti dr. Pearson með því að allir þeir sem kaffi drekka hættu að reykja og létu jafnframt mæla kólesteról blóðsins. „Þeir ættu að draga úr kaffidrykkju," sagði dr. Pearson, „drekka helst ekki meira en tvo bolla á dag.“ Það er einmitt það sem hann og aðstoðarmenn hans segjast hafa gert eftir að niðurstöður rannsóknar þeirra lágu fyrir. „HÓF ER BEST í HÓFI“ Aðrir vísindamenn hafa lýst þessa „tveggja bolla reglu" ótímabæra og segja að engin ástæða sé til að draga svona einhliða ályktanir af þessari rannsókn þeirra John Hopkins- manna. Af aðalfundi bandaríska hjarta- verndarfélagsins bárust upplýsingar um mótmæli við þessum yfirlýsing- um John Hopkins-hópsins. Dr. Will- iam Kannel, reyndur vísindamaður sem mjög hefur kannað hjartasjúk- dóma og orsakir þeirra, sagði að niðurstöður þessarar nýjustu rann- sóknar, þótt umfangsmikil væri, væru ekki fullnægjandi til að hann teldi að fólk ætti að óttast kaffið sérstaklega. Hann kvaðst taka undir með Mark Twain sem sag'ði að hóf væri best að hafa á öllum hlutum, þar með töldu hófi. Nikulás Sigfússon, yfirlæknir Hjartaverndar, tók í sama streng og dr. William Kannel en DV bar þessar upplýsingar frá John Hopkins undir hann. Nikulás sagði að annað veifið kæmu fram niðurstöður rannsókna sem bentu til þess að þetta eða hitt væri hættulegt heilsu manna. En hann taldi vafasamt að grípa slíkar fréttir á lofti og gera að lífsreglu eða sannindum. Nikulás benti á að það væri svo margt fleira sem hefði áhrif á heilsu okkar en einbver einn þátt- ur. Margt í umhverfi Bandaríkja- manna er gerólíkt því sem gerist t.d. hér á íslandi. Og eflaust ætti skap- gerð manna sinn þátt í því hvernig heilsu þeirra væri farið. „Þetta er flókið mál,“ sagði Niku- lás, „en ætli það sé ekki óhætt að segja að það séu ýmsar neysluvörur hættulegri heilsu manna en kaffi,“ -GG íslendingar eru kaffidrykkjuþjóð. Eflaust kæmi það illa við margan ef vísindamenn tækju upp á því að banna okkur að sötra heitan kaffisopa. Kjósum Guðrunu Zoéga Við undimtuð skorum á sjálfstæðismenn að kjósa Guðrnnu Zoéga verkfræðing í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 24. og 25. nóvember. Árni Árnason verkfrœðingur Áslaug Ottesen bókasafnsfræð ingur Ásta Björnsdóttir frú Bessí Jóhannsdóttir sagnfræð- ingur Edgar Guðmundsson verkfræð- ingur Erna Hrólfsdóttir yfirflugfreyja Guðmundur F. Jónsson nemi Helga Gröndal fulltrúi Helga Kjaran kennari Jóhann Fr. Kárason skrifstofu- maður Jónas Eliasson prófessor Lára Margrát Ragnarsdóttir framkvæmdastjórl Ólöf Magnúsdóttir tækniteiknari Ragnhildur Helgadóttir réðherra Sigríður Arnbjarnardóttir húa- móðir Sverrir Jónsson bankastarfs- maður. ífE- Páll Gíslason í 2. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins STUÐNINGSMENN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.