Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Page 10
10 DV. LAUGARDAGUR 23. NOVEMBER1985. Athyglisverð þróun hefur orðið í hórgreiðslu Vigdísar Finnbogadótt- ur á þeim 5 árum sem liðin eru frá því hún sór embættiseið sinn sem forseti íslands. Slétt, ljóst hórið, eilít- ið blásið, sem lengi var vörumerki forsetans og vakti oftar en einu sinni heimsathygli, hefur nú vikið fyrir öðrum og nýrri stíl: smágerðum krullum. Höfundur gömlu hárgreiðslunnar var íslensk stúlka, Doddý að nafni sem lengi vann ó hárgreiðslustofunni á Hótel Loftleiðum. Hún hefur und- anfarin ár verið búsett í Kaup- mannahöfn og unnið að iðn sinni þar. Þá var hún löngum í fylgdarliði forsetans á ferðum hennar erlendis og greiddi henni milli flugferða. Höfundur nýju línunnar er hins vegar Herdís Þorsteinsdóttir sem starfar á hágreiðslustofunni Valhöll við Óðinsgötu í Reykjavik: „Ég veit nú ekki hvort kalla ætti þetta byltingu, en þetta er töluverð breyting, því verður ekki neitað," sagði Herdís Þorsteinsdóttir í sam- tali við DV. „Fyrirmynd þessarar nýju greiðslu er ekki sótt til útlanda, það má segja að greiðslan sé hand- unnin á Islandi (handmade in Ice- land). Við klipptum forsetann oft áður en þessi árangur náðist og við þurftum ekki að hafa áhyggjur af krullunum vegna þess að Vigdís er með náttúrlegar krullur í hári sínu.“ -Var Vigdís þá hrokkinhærð sem bam? „Það hlýtur að vera. Þetta eru náttúrlegar krullur. Ætli hún hafi ekki blásið þær úr.“ - Má búast við að nýja krulluhár- greiðslan komist í tísku eins og sumir hafa haldið fram að gerst hafi með þá gömlu. Menn hafa jafnvel gert því skóna að Díana prinsessa í Bretlandi Vigdís Finnbogadóttir með nýju hárgreiðsluna, smákrullurnar hafa tekið völdin. Með henni á myndinni eru forsætisráðherra og bandaríski sendiherrann á Islandi. ■l Á svölum Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn með Ingiríði drottningarmóður, Margréti Dana- drottningu og Hinriki prinsi. Þarna er hárgreiðslan verk Doddýjar í Kaupmannahöfn, greiðsla sem síðan hefur verið kennd við Díönu prinsessu í Bretlandi. Vigdís með Juan Carlos Spánarkonungi. Ein síðasta myndin sem tekin var af forsetanum áður en lokkarnir féllu og krullurnar tóku völdin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.