Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Qupperneq 14
14 DV. LAUGARDAGUR 23. NOVEMBER1985. Friður á Lækjar- torgi „Hljómsveitin spilar lagið sem lengi var á topp 50 Rásar 2: ísland fyrir stafni (Rainbow Navigation), stutt og kröftugt lag sem grípur alla við fyrstu áheyrn. Strax að laginu leiknu bregður hljómsveitin sér í hitt lagið sem komst í BBC: Radar Deployment, betur þekkt á íslandi sem Fögur er hlíðin.“ Það er fjölmenni í bænum og straumurinn liggur austur Strand- götu og Löngustétt og snýst eins og kvöm á Torginu. Lilli er ekki svo vitlaus að skilja ekki að éitthvert muni tilefnið. KFUM áttatíu ára? Hann mætir hópum af skraut- klæddum unglingum. Sumir eru íklæddir svörtum kuflum, merkis- berar dauðans, aðrir hafa sett upp náhvítar helgrímur og halda á skilt- um með myndum af sveppum, kross- um, og sprengjum. Didda er í einum unglingahópnum, næstum því ókennanleg því hún hefur sett bláan farfa í stuttklippt hárið. Brúni leður- jakkinn hennar er merktur Crass og (A) (A) í bak og fyrir. Lilli! hrópar hún, þú ætlar þó ekki að fara á fundinn hjá Varðberg og hinum Natóhórunum? Lilli veit ekkert um það, hann er bara að fara til fundar við Gullu hjá Luktinni gömlu. Hann veit ekkert um að til er tvenns konar friður, vopnlaus og vopnaður og endalaust barist um hvor kosturinn sé hald- betri. Eh, omligronk, stamar Lilli og langar til að segja Diddu að hann sé alls ekki að aðhafast neitt sem henni geti verið á móti skapi. Hann myndi aldrei gera slíkt. Lilli skiptir sér aldrei af pólitík, fatalistar eins og hann eiga sér aðeins eina stefnu og hún er sú að láta allt og alla afskipta- lausa. Það hefur líka reyndar alltaf verið affarasælast, lítið á mannkyns- söguna, hún greinir einvörðungu frá hörmungum afskiptaseminnar. Omlígrunk, hrópar Lilli en Didda er upptekin við að stæla við feitlag- inn hevímettalla. Það sýnist vera hiti í umræðunni, þau steyta hnefana hvort framan í annað og svo slást þau eins og hundur og köttur. Lilli kærir sig ekki um að sjá hvað úr þeim viðskiptum verður, hann hefur andstyggð á ofbeldi, að minnsta kosti ef það er ekki bara á fílmum og í bókum. Mannþröngin þéttist sem nær dregur Persilfrúnni og verður að vegg úr kápum, treflum, holdi og frökkum þegar komið er upp að ís- landsbanka en er einna þéttust við Lækjarbakk'ann. Við Thomsens Magasín stendur hljómsveitarpallur á hjólum og ung- ir, snoðklipptir menn eru að róta í tólum og tækjum. Það ýlfrar og ískrar í hátölurunum og einn er að testa mækinn og ísl-enskan hans glymur yfir manngrúann. Lilli treður sér í gegnum iðandi kösina, trampar á tám og treður á hælum, rekur sig á horn barnavagna og festir sig i mittislindum karla og kvenna. Eftir margar árangurslitlar atrennur nær hann loks að gamla ljósinu sem Torfusamtökin grófu upp í kjallara Höfða og plöntuðu á sinn upprunalega stað við Lækjarbrúna. Hann fer út á brúna og tyllir sér upp við rekkverkið. Af brúnni er tiltölulega góð yfirsýn, ys og þys allt í kring; margt ungt fólk með öfga- drætti í skarplegum, áhyggjupíndum andlitunum gengur á milli manna og boðar frelsun eins eða annars minnihlutahópsins heima og erlend- is. Allir eru að berjast gegn kúgun hvort sem hún birtistj hommahatri á innlendum diskótekum eða barna- morðum í Mið-Ameríku. Ein undan- tekning: Ásgeir Hvítaskáld. Má ekki bjóða þér bók eftir sjálfan mig, ég kostaði hana sjálfur. Lilli læst ekki heyra en Ásgeir gefst ekki upp við svo búið. Viltu ekki endurheimta gleði barnsins? spyr skáldið einlæglega. Uml, gronk, plonk. Jú, sannarlega, hugsar Lilli og er kominn á fremsta hlunn með að spyrja hvað barns- gleðin vegi í krónum en þá er skáldið horfið sjónum, drukknað í mann- hafinu. Má ekki bjóða þér að skrifa hérna á listann til að mótmæla atvinnu- leysi í Evrópu og Ameríku? spyr falleg stúlka með spangir. Hronk, hrumpf, atvinna er ekki af hinu góða, muldrar Lilli feimnislega en stúlkan heyrir ekki þennan sann- leika sem Lilli og Magnús strætóbíl- stjóri hafa komist að í sameiningu. Viltu ekki fulla atvinnu alls stað- ar? Að fólkið fái kaup til að lifa, allir eigi sitt hús og hafi það næs? Þetta er falleg stúlka og erfitt að standast bros hennar og neita að skilja nafnið sitt eftir á undirskriftalistanum hennar. Ekk'ert atvinnuleysi af því allir eru sveittir við að skrúfa sína skrúfuna hver í nýja MX og bera enga ábyrgð á afleiðingunum, tuldrar Lilli en hann fær ekki komist undan stúlk- unni sem er eftirgangssöm. Hann hripar nafnið sitt á listann, óskýrt svo það verði ekki auðveld- lega lesið úr því. Stúlkan þakkar pent fyrir sig með blíðu brosi og snýr sér að næsta manni sem óhikað skrif- ar undir án þess að vita hvað á blað- inu stendur. Lilli þarf ekki að skammast sín fyrir að hafa svikið skoðanir sínar og Magnúsar. Hann sér að allir á Torginu skrifa undir allt sem að þeim er rétt. Allir vilja Sakaróv lausan úr Gorkí og Sovétmenn úr Afganist- an, ennfremur að USA hætti að stríða Nicaragua og hætti afskiptum af landinu sem kennir sig við frelsar- ann, allir vilja hengja nauðgara án dóms og laga og meðmæltir að pynt- ingum verði hætt um heim allan. Tíma-Tóti er mættur á staðinn, hann sækir i fjöldann. Fyrir nokkr- um árum var þessi maður ríkasti Siglfirðingur í heimi og átti apótekið og fleiri arðbær fyrirtæki; seldi síld- arbræðsluna í tæka tíð. Einu sinni flaug Ómar þangað og tók við hann viðtal af því að karlinn þótti skemmtilega skrýtinn, til dæmis vissi hann alltaf hárnákvæmlega hvað klukkunni leið, skeikaði ekki nema plús eða mínus sjö sekúndum. Viðtalið var að vonum landsfleygt og Broadway fékk Tíma-Tóta til að koma fram á skemmtunum, í hléum fegurðarsamkeppna af ýmsu tagi svo Tíma-Tóti hafði nóg að gera og var mikið umtalaður. Frægðin og gjálífið sté Tíma-Tóta til höfuðs og hann seldi fyrirtækin fyrir norðan og flutti í bæinn og hugðist lifa af gáfu sinni. En frægðin varð skammæ og að tveimur mánuð- um liðnum mátti enginn heyra á hann minnst án þess að fá velgju. Þar með var grundvellinum kippt undan Tíma-Tóta, peningarnir ent- ust honum ekki því gjálífi kostar sitt. Núna er hann alltaf á vakki í bænum og aðstoðar hreinsunardeild borgar- innar við að hreinsa úr döllunum. Én Tíma-Tóti er enn samur við sig, hann er talandi klukka eins og sú í núllfjórum, hann er alltaf að til- kynna tímann, eitt eilífðar memento mori. Þarna skýst hann yfir brúna og stansar hjá Lilla og hnusar að honum, mænir á hann opinmynntur og glaðeygður. Fimmtán þrjátíu og fimm, bíp! segir hann upp í Lilla og hallar sér aftur og bíður eftir hrósinu. „Slappiði af! hrópaði Bubbi til fólksins...Fólk sem fallið hafði í lækinn kom nú brosandi upp á bakkann.“ ÞU LEGGUR AF STA í ökuferð er ökumönnum skylt að sjá til þess að öryggisbúnaður bifreiðarinnar sé í fullkomnu lagi. Einnig er lögboðið að nota öryggisbelti vegna þess að rannsóknir hafa sýnt að banaslysum og alvarlegum áverkum fækkar, ef þau eru notuð. REVNSLAN SÝNIR AÐ EKKERT KEMUR í VEG FYRIR SLYS Á SJÓ NEMA ÁRVEKNI, DÓMGREIND OG KUNNÁTTA SJÓMANNA SJÁLFRA. ÖRYGGISMÁLANEFND SJÓMANNA rpidas

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.